NT - 29.06.1984, Blaðsíða 14
Föstudagur 29. júní 1984 14
Útvarp — Sjónvarp
Sjónvarp kl. 22.00 í kvöld
Sviplegur endir
- Bandarísk bíómynd með Warren Beatty
■ Bíómyndin í kvöld er
bandarísk og orðin 22 ára
gömul. Hún heitir Sviplegur
enckr, eða All Fall Down.
Ýmsir frægir leikarar eru í
myndinni, svo sem Warren
Beatty, Karl Malden, Eva
Marie Saint, Angela Lansbury
og Brandon de Wilde. Leik-
stjóri er John Frankenheimer.
Berry-Berry Willart, sem
Warren Beatty leikur, er óró-
legur, sjálfselskur ungur mað-
ur sem er stöðugt að lenda í
vandræðum eða í örmum
ungra kvenna. Yngri bróðir
hans,. Clinton (Brandon de
Wilde) lítur m jög upp til hans.
■ Karl Malden, Angela
Lansbury og Brandon de
Wilde í hlutverkum sínum í
Sviplegum endi.
Mikil spenna ríkir í Willart-
fjölskyldunni, þó ekki sé hún
á yfirborðinu. Aðeins þarf
eitthvað að gerast til að allt
báli upp. Þegar Echo O’Brien
(Eva Marie Saint) fögur kona
á miðjum aldri kemur í heim-
sókn, hefstsprengingin. Berry-
Berry dregst strax að henni og
hún að honum. Allt fer þá í
háaloft.
Myndin er 111 mínútur að
lengd og svart hvít.
Rás 2 kl. 16.00 á föstudag:
BYLGJUR
Ásmundur Jónsson fjallar um
elektrófönk með Ásgeiri Bragasyni
plötusnúð
■ Á Rás 2 kl. 16.00 í dag,
föstudag, er þátturinn Bylgjur.
Það er Ásmundur Jónsson sem
er með hann í þetta sinn, og
hann mun fjalla um elektró-
fönkið.
„Ásgeir Bragason diskótek-
ari í Safari ætlar að fara í
gegnum þessa bylgju með
okkur. Hann verður diskótek-
ari í þættinum. Einnig verður
kynnt baksvið elektrófönksins.
Ég hef fengið mikinn áhuga á
þessari tónlist í bili, en þetta
verður síðasti þátturinn með
þessari tónlist.
Ásgeir ætlar að skratsa
eitthvað og hann er líka með
segulbönd sem hann hefur
unnið fyrir diskótek. Ég hugsa
að þetta sé eini diskótekarinn
hér sem vinnur eins og músík-
ant. Með þessari músík þá
hafa diskótekararnir orðið
tónlistarmenn sjálfir.
Síðan munum við spila
Kraftwerk, Jonzun Crew, Áfr-
ika Bambaataa, Edgar Varese,
franska tónskáldið og Japan-
inn Sakamoto.
Pessi tónlist, elektrófönkið,
er aðallega frá síðustu tveim-
ur árum. Hún var sköpuð á
diskótekum í New York, af
diskótekurum, meðal svert-
ingja og innflytjenda. Þetta er
skemmtileg og lifandi tónlist,
framkvæmd á götunni, kemur
til fólksins og kemur lífi í
umhverfið. Núnaermarkaður-
inn búinn að gleypa þetta, eins
og aðrar góðar tónlistar-
bylgjur, og það virðist sem svo
að lífsskeið hverrar bylgju
verði alltaf styttra og styttra.
Pað sem er áberandi við
elektrófönkið er hve það er
blanda úr mörgum kúltúrum.
Þarna er fönk, evrópsk músík,
suður-amerískir rythmar, allt
blandað saman í hrærigraut."
■ Afrika Bambaataa, einn
af helstu tónlistarmönnunum
í clektrófönkinu.
Sjónvarp kl. 21.05:
Heimur forsetans
- Mynd um utanríkisstefnu
Ronalds Reagans
Útvarp kl. 14.45 í dag:
Nýtt undir nálinni
■ í dag, töstudag verður á göngu íslenskar plötur í þætt-
dagskrá á Rás 1 í útvarpinu
■ í kvöld er á dagskrá í
sjónvarpinu fréttaskýringa-
þáttur frá breska sjónvarpinu
um utanríkisstefnu Ronald
Reagans forseta og samskipti
Bandaríkjamanna við aðrar
þjóðir í forsetatíð hans.
Bandaríkjamenn voru að
mestu sammála um utanríkis-
stefnu sína allt fram til Víet-
namstríðsins. Peir nutu þess
að vera öflugasta stórveldi
heims sem gat leikið hlutverk
lögregluþjóns, en í Víetnam-
stríðinu urðu þeir fyrir áfalli
sem gerði það að verkum að all-
an 8. áratuginn voru þeir í vand-
ræðurn með utanríkisstefnu
sína. Fcssum timburmönnum
lauk með nýju valdafylleríi
þegar Reagan komst til valda.
Hann boðaði harðlínustefnu
gegn Rússum og endurvakn-
ingu kalda stríðsins. En nú,
þegar kosningar nálgast virðist
hann fara hægar í sakirnar en
áður. Líbanonsmálið var
meiriháttar prófraun fyrir
utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna, og mistókst þeim, en
þeir endurheimtu sjálfsvirð-
ingu sína með því að gera
innrás í smáríkið Grenada,
þar sem Bishop forsætisráð-
herra hafði reynt að leiða
100.000 manna þjóð sína und-
an ofurvaldi Bandaríkjamanna
á Karíbahafinu.
Ein mikilvægasta forsenda
Víetnamstríðsins var Dómínó-
kenningin svonefnda, sem
gekk út á það að ef eitt ríki félli
undir skugga kommúnismans
mundu önnur ríki á sama svæði
fylgja á eftir. í myndinni er
fjallað um hvernig sama kenn-
ing er nú að verki í Mið- Amer-
íku og óttast Bandaríkjamenn
nú um framtíð Mexíkó, næsta
nágranna síns í suðri. Einnig
er fjallað um aðgerðir CIA í
Mið-Ameríku.
I myndinni eru viðtöl við þá
John Schlesinger, Caspar
Weinberger, Malcolm Toon,
Lawrence Eagleburger, Willi-
am Quandt, Mike Robinson
og Bernardo Sephlveda.
Þýðandi er Ogmundur
Jónasson.
þátturinn Nýtt undir nálinni.
Þær Elín Krinstinsdóttir og
Alfa Kristjánsdóttir sjá um
þáttinn, því Hildur Eiríksdóttir
hefur tekið sér frí.
Alfa sagði þegar við hringd-
um í hana: „Það verða ein-
■ Pálmi Gunnarsson syngur
í þættinum Nýtt undir nálinni í
dag.
inum. sem er svolítið óvenju-
legt. Fyrst verður kynnt plata
með Sumargleðinni, og svo er
einnig komin ný safnplata frá
Spor, sem nefnist Sumarstuð.
Þá eru komnar út tvær harm-
onikkuplötur, önnur með Jóni
Árnasyni frá Ólafsfirði, og hin
frá Félagi harmonikkuunn-
enda. Síðan verður kynnt plata
með Sigga Helga, sem nefnist
Feti framar, en þá plötu og
plötuna með Jóni FJelgasyni
gefur Stúdfó Bimbó út. Síðan
er plata með Bjarna Hjartar-
syni sem nefnist Við sem heima
sitjum. Bjarni Hjartarson er
frá Búðardal, og hann semur
öll lögin á plötunni, en það eru
aðrir. sem syngja, t.d. konan
hans og Pálmi Gunnarsson.
Þetta er mjög skemmtileg
vísnatónlist. Og þetta er síð-
asta platan í þættinum.“
Föstudagur
29. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. í
bitið 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt
mál. Endurt. þáttur Marðar Arna-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Þórhildur Ólafs talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Jerútti heimsækir Hunda-
Hans“ eftir Cecil Bödker. Stein-
unn Bjarman les þýðingu sina (5).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10Veðurfregnir.For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Mér eru fornu minnin kær“
Einar Kristjánsson frá Hermundar-
felli sér um þáttinn (RÚVAK).
11.15Tónleikar
11.30 „Ólátabekkur“ og „Maðurinn
í Hafnarstræti" Klemens Jónsson
les tvær smásögur eftir Magnús
Sveinsson frá Hvitsstöðum.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Myndir daganna," minning-
ar séra Sveins Víkings Sigríður
Schiöth byrjar lesturinn.
14.30 Miðdegistónleikar
14.45 Nýtt undir nálinni Elín Krist-
insdóttir og Alfa Kristjánsdóttir
kynna nýútkomnar hljóm-
plötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.00 Frettir á ensku.
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn
J. Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Dagleg notkun Biblíunnar
Séra Sólveig Lára Guðmundsdótt-
ir.
21.10 Frá samsöng Karlakórs
Reykjavíkur í Háskólabíói 5.
apríl — síðari hluti Stjórnandi: Páll
P. Pálsson. Einsöngvarar: Haukur
Páll Haraldsson og Kristinn Sig-
mundsson. Píanóleikari: Anna
Guðný Guðmundsdóttir.
21.35 Framhaldsleikrit: „Andlits-
laus morðingi" eftir Stein Rivert-
on. Endurtekinn II. þáttur: „Dul-
arfullt bréf“
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Risinn hvíti“ eftir Peter Bo-
ardman Ari Trausti Guðmundsson
les þýðingu sína (13). Lesarar
með honum: Ásgeir Sigurgestsson
og Hreinn Magnússon.
23.00 Traðir Umsjón: Gunnlaugur
Yngvi Sigfússon.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok
Næturútvarp frá RÁS 2 til kl.
03.00.
Föstudagur
29. júní
10.00-12.00 Morgunþáttur kl. 10.00.
Islensk dægurlög frá ýmsum tím-
um kl. 10.25-11.00 - viðtöl við fólk
úr skemmtanalifinu og víðar að.
Kl. 11.00-12.00 - vinsældarlisti
Rásar 2 kynntur í fyrsta skipti eftir
valið sem á sér stað á fimmtu-
dögum kl. 12.00 - 14.00.
Stjórnendur: Páll Þorsteinsson,
Ásgeir Tómasson og Jón Ólafs-
son.
14.00-16.00 Pósthólfið Lesin bréf
frá hlustendum og spiluð óskalög
þeirra ásamt annarri léttri tónlist.
Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir.
16.00-17.00 Byigjur Framsækin
rokktónlist. Stjórnandi: Ásmundur
Jónsson.
17.00-18.00 í föstudagsskapi Þægi-
legur músíkþáttur í lok vikunnar.
Stjórnandi: Helgi Már Barðason.
23.15 03.00 Næturvakt á Rás 2 Létt
lög leikin af hljómplötum. I seinni
parti næturvaktarinnar verður svo
vinsældalistinn endurtekinn.
Stjórnandi: Ólafur Þórðarson.
(Rásir 1 og 2 samtengdar með
veðurfregnum kl. 01.00 og heyrist
þá i Rás 2 um allt land).
Föstudagur
29. júní
19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu
dögum Áttundi þáttur. Þýskur
brúðumyndaflokkur. Þýðandi Jó-
hanna Þráinsdóttir. Sögumaður
Tinna Gunnlaugsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl
Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs-
dóttir.
20.50 Grínmyndasafnið 1. Hótel-
sendillinn Skopmyndasyrpa frá
árum þöglu myndanna með Char-
lie Chaplin og Larry Semon.
21.05 Heimur forsetans Breskur
fréttaskýringaþáttur um utanríkis-
stefnu Ronalds Reagans fprseta
og samskipti Bandaríkjamanna við
aðrar þjóðir í stjórnartíð hans.
Þýðandi Ögmundur Jónasson.
22.00 Sviplegur endir (All Fall
Down) Bandarísk biómynd frá
1962. Leikstjóri: John Franken-
heimer. Aðalhlutverk: Warren Be-
atty, Brandon de Wilde, Angela
Lansbury, Karl Malden og Eva
Marie Saint. Unglingspiltur lítur
mjög upp til eldri bróður síns sem
er spilltur af eftirlæti og mikið
kvennagull. Eftir ástarævintýri,
sem fær hörmulegan endi, sér
pilturinn bróður sinn i öðru Ijósi.
Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir.
23.45 Fréttir i dagskrárlok.