NT - 29.06.1984, Blaðsíða 6

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 6
 í\\' Föstudagur 29. júní 1984 6 lI Vettvangur ■ Fólksfjölgun í mörgum þróunarlöndum er enn mjög ör jafnvel þótt í heild hafi heldur dregið úr mannfjölgun í veröldinni. Þetta hefur nei- kvæð áhrif á efnahagslegar framfarir í þróunarlöndunum, lækkað tekjur og skapað lakari lífskjör margra milljóna manna, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Mannfjölda- sjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Milli 1980 og 1982 var hag- vöxtur í þróunarlöndunum 1.7% á ári. Var það einkum vegna hinnar almennu kreppu í efnahagslífi heimsins og vegna þess, að minna fjár- magni var varið til aðstoðar þróunarlöndunum. Á þessu sama árabili fjölgaði fólki í þróunarlöndunum um 2.02% á ári, segir í þessari skýrslu, sem fjallar um hag íbúa jarðar- innar árið 1984 (The state of the world population, 1984). Á árunum frá 1960 til 1981 jukust tekjur á íbúa í lakast settu þróunarlöndunum aðeins unt 1% á ári. í dag eru tekjur á íbúa í auðugustu löndum heirns um það bil 200 sinnum hærri en í fátækustu löndun- um. Áhrifin á umhverfið Vaxandi mannfjöldi og hæg- ur hagvöxtur hefur í för með sér ásamt með lélegri tækni, að auðlindir jarðar eru ofnýttar í mörgum þróunarlöndunum við öflun matar og eldiviðar. Afleiðingarnar verða þær, að umhverfiö eða náttúran bíður tjón, segir framkvæmdastjóri Mannfjöldasjóðsins Rafael M. Salas í skýrslunni. Gjáin milli þróunarland- anna og iðnvæddu landanna veröur enn breiðari en hún nú er, ef hér verður ekki brugðið hart við, segir hann ennfrem- ur. Því meira sem fólkinu fjölg- ar þeim mun lægri verða tekj- ■ Mannfjöldaráðstefna verður í Mexíkó í ágúst n.k. Frá Sameinuðu þjóðunum: 600 milljónir munu búa við fá- tækt árið 2000 Fólksfjölgun ógnar umhverfi og lífsgæðum urnar á íbúa. Jafnvel þótt svo færi, að hagvöxtur á árunum frá 1975 til 2000 yrði meiri en nokkru sinni fyrr, eða 5-6% á ári mundu meira en 600 mill- jónir manna samt búa við fá- tækt við lok aldarinnar. Fjórir af hverjum fimm eiga heima í þróunariöndunum Samkvæmt útreikningum sérfræðinga Sameinuðu þjóð- anna eru íbúar veraldarinnar nú 4.760 milljónir og hcfur fjölgað um 770 milljónir síðan 1974. Árið 2000 er búist við að íbúar jarðar verði 6.130 mill- jónir talsins, - en þá er reiknað með að fólksfjölgun minnki úr 1.72% árið 1980*1' 1.46% um aldamól. í iðnvæddu löndunum er nú nánast engin ntannfjölgun. Búist er við að þar verði fækk- un úr 0.69% árið 1980 í 0.4% árið 2000. í þróunarlöndunum er fækkunin að tiltölu minni. Þar er talið að fjölgunin minnki úr2.02% í 1.71% ásama tíma. Afleiðingin af þessu verður sú, að Vi hlutar íbúa jarðarinnar árið 2000 munu eiga heima í þróunarlöndunum. Fleiri fæðingar í Afríku Vöxtur íbúafjölgunarinnar er háður tíðni fæðinga og dauðsfalla. Þess vegna verður að líta nánar á þetta tvennt til að komast að kjarna þessa vanda. Hvað fæðingartíðnina áhrærir, þá hefur það verið svo, sé litið á veröldina í heild, að þróunin hefur stefnt í þá átt, að hver kona eignast færri börn. Á árabilinu 1970 til 1974 var tala fæðinga á hverja konu í veröldinni 4.5. en 1980 til 1985 er búist við að hliðstæð tala verði 3.6. í þróunarlöndunum lækkaði þetta úr 5.5 niður í 4.1. en ntikið af lækkuninni er vegna þess hve vel hefur tekist til um ■ Sameinuðu þjóðirnar hafa nú verulegar áhyggjur af fólksfjölgun í 3ja heiminum. Árið 2000 er talið að Vi hlutar íbúa jarðarinnar muni eiga heima í þróunarlöndunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.