NT - 29.06.1984, Blaðsíða 18

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 18
Föstudagur 29. júní 1984 18 ■ Guðmundur Björnsson, sem lengst var kennari á Akranesi, (t.v.) <>g Jónas B. Jónsson, lyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík, standa hér á léttu hjali. 50 ára kennarar ■ Fyrirskemmstu hittist hóp- ur fólks, sem útskrifaðist frá Kennaraskóla íslands fyrir réttum 50 árum. Veturinn 1933-34 var sú nýbreytni tekin upp við Kennaraskólann, að rekinn við hann „öldungadcild", en þar var þeim, sern höfðu einhverja menntun að baki og höfðu þegar fengist við kennslu, gef- inn kostur á Ijúka námi við skólann á einum vetri. Þeir tóku svo sams konar lokapróf og aörir nemendur. „Oldunga- deildarnemendur“ voru af skiljanlegum ástæðum nokkru eldri en aðrir nemendur skólans. Þó að samvistir sumra skóla- systkinanna hafi ekki staðið nema einn vctur, urðu engu að síður fagnaðarfundir, þegar þau rifjuðu upp 50 ára skóla- minningar og ræddu saman um það, sem á dagana hefur drifið síðan, á Hótel Sögu nú í vor. Nýjasta æðið er! Spark-partí! ■ Nú er það ekki lengur dóp eða brennivín, sem kem- ur unglingunum í Bretlandi í eins konar vímuástand. Nú er það svo kölluð spark- partí, sem fá þá til að gleyma stund og stað. Þetta er haft eftir frægurn sálfræðingi þar í landi. Hann segir krakkana komasaman, fara úr öllum fötunum, nema stígvélunum, og hefja síðan æstan dans,þar til þeir eru orðnir viti sínu fjær. Þá hefst aðalgrínið, sem er fólgið í því að sparka í viðstadda, eins og kraftar leyfa. Sérfræðingar í málefnum unglinga eru ekki mjög hressir með þessa nýju dellu. Þegar hafa borist fregnir um markvísleg beinbrot og önnur meiðslsemhlotist hafa á þessum samkundum, og óttast er að verra kunni að hljótast af áður en ungling- arnir verða leiðir á þessum samkvæmisleik. Sérfræðing- arnir líkja þessuæði við ásókn í að sniffa af rok- gjörnum efnum, en sem kunnugt er, kemilr alltaf öðruhverjuupp slíkur farald- ur. En krakkarnir, sem hafa tekið þátt í þessum partíum eiga varla orð til að lýsa hrifningu sinni. -Það er eig- inlega ómögulegt að lýsa þeirri tilfinningu, sem grípur mann, segir einn þeirra. - Það er alveg dásmlegt að hafa leyfi til að sparka ein- hvern allsberan í klessu, sér- staklega ef þér er ekkert sérstaklega vel við viðkom- andi. ■ Efri röð frá vinstri: Soffía Jóhannesdóttir, Sigfús Sigmundsson, Tryggvi Tryggvason, Ólafur Magnússon, Þorsteinn Matthíasson, Ágúst Vigfússon, Ingimundur Ólafsson, Jónatan Jakobsson og Guðmundur Björnsson. Neðri röð frá vinstri: Ragnheiður Pétursdóttir, SofTía Benjamínsdóttir, Guðmundur Þorláksson, Ingólfur Ástmarsson, Sigríður Árnadóttir, Jónas B. Jónsson, Eiríkur Stefánsson og Valborg Bentsdóttir. ■ Ágúst Vigfússon (lengst t.v.) og Þorsteinn Matthíasson (lengst t.h.) eru báðir þekktir fyrir ritstörf. Á milli þeirra stendur Soffía Jóhannesdóttir, en hún kenndi um langt árabil á Snæfellsnesi. (Myndir I».Ó.) ■ Ólafur Magnússon, lengi skólastjóri Klébergsskóla á Kjalarnesi (lengst t.v.), Ingimundur Ólafsson, kennari við Langholtsskóla (í miðju) og Ragnheiður Pétursdóttir, sem kenndi við Miðbæjar - og Austurbæjarskóla, gleðjast yfír endurfundunum. Fómaði hönd og fæti - til að lá elskuna sína ■ Rene Barend var glæsi- legur og ævintýragjarn ungur maður, sem féll ungu stúlkun- um vel í geð.En hann leit ekki á neina þeirra, nema Marie Mizon, dóttur auðugs kaup- manns í París. Hann bar upp bónorð við hana, en hún synj- aði honum og sagði ástæðuna vara þá, að hann væri alræmd- ur kvennabósi og þar að auki væri hann alltof glæsilegur! Auðvitáð særði þetta afsvar stolt Renes, en þar sem hann sárvantaði fé og Marie var stórauðug, var hann ekki af baki dottinn, þrátt fyrir hrygg- brotið. Hann leigði 4 áfloga- seggi til að lúskra á sér og gekk síðan á fund Marie á ný, allur krambúleraður. En Marie var staðföst sem fyrr og sagði hann fljótlega að gróa sára sinna og þá tæki aftur við gamla sagan, kvenfólkið myndi þyrpast að honum eins og mý að mykju- skán. Rene sá nú að hann þyrfti að grípa til róttækari ráða ef hann ætti að fá vilja sinum framgengt. Hann skoraði því á þekkta skylmingamenn í einvlgi. Að þeirri viðureign lokinni var hann með ævarandi lemstraða hönd og helti. Nú gekk hann enn á ný á fund Marie og bar upp bónorð, eins og venjulega, og í þetta skipti tók hún honum. -Nú lítirr engin kona við þér, sagði hún. Þau lifðu í hamingjusömu hjónabandi í 30 ár eða allt þar til Rene dó 1756, og aldrei iðraðist hann fórna sinna til að fá Marie sína. Fegurðin varð Denise að falli ■ Það getur stundum komið sér illa að vera of falleg. Það fékk hún að reyna hún Denise Jones. Hún missti meira að segja vinnuna vegna þess. Denise Jones hafði vinnu sem leikfimikennari í íþrótta- miðstöð í austurhluta London. auk þess sem hún stundaði fyrirsætustörf í hjáverkum. Eigandi íþróttamiðstöðvarinn- ar komst að þeirri niðurstöðu að fegurð Denise leiddi til þess, að karlarnir hefðu ekki hugann við líkamsræktina sem skyldi. Hann skipaði henni því að bera einhverja óklæðilega skyrtu utan yfir leikfimibún- ingnum, ef hún vildi halda vinnunni! Denise hlýddi fyrirmæl- unum í bili, en sagði síðan upp. -Það getur ekki verið rétt að karlarnir séu svo uppteknir af því að horfa á mig að þeir gleymi að gera æfingarnar sínar. Þeir hljóta að koma hingað fyrst og fremst til að þjálfa sig, en ekki til að góna á leikfimikennarann, sagði hún, þegar málið komst í hámæli. ■ Því var haldið fram að karlarnir gleymdu að gera leik- fímiæfíngarnar sínar, þegar Denise var að segja þeim til. L

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.