NT - 29.06.1984, Blaðsíða 3

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. júní 1984 3 llla gengur að lækka útborgun í fasteignaviðskiptum: Koma ríkisvíxlarnir í veg fyrir betri greiðslukjör? ■ Margir fasteignasalar halda því fram að sala á ríkisvíxlum hafi komið í veg fyrir að heil- brigðari greiðslukjör næðust fram á fasteignamarkaði. Telja þeir að fólk, sem hefur lausa peninga, hafi frekar veðjað á ríkisvíxla en skuldabréf á frjáls- um markaði til að fjárfesta. Þrátt fyrir yfirlýsingar félags- skapar fasteignasala í vetur um að í kjölfar lækkandi verðbólgu sköpuðust aðstæður til að breyta greiðslukjörum, er enn ekkert komið fram sem bendir til að þau séu að breytast. Ennþá er algengast að fólk borgi um eða yfir 75% af verði íbúðar á fvrsta ári og afganginn með skuldabréfum til fjögurra ára. „Til þess að breyta þessu þurfa seljendur að hafa ein- hverja tryggingu fyrir því að þeir losni við skuldabréfin fyrir eftirstöðvunum. Eneinsog mál- um er háttað núna geta verð- brefamarkaðirnir ekki gefið neina tryggingu fyrir því - meðal annars vegna þess að fölk kýs ríkisvíxlana frekar," sagði fast- eignasali í Reykjavík í samtali við blaðið. 2000 ný símanúmer ■ í kvöld fjölgar síma- númerum til ráðstöfunar á miðbæjarsvæðinu um eitt þúsund rneð tengingu nýrrar stafrænnar sím- stöðvar. Nýju númerin byrja á 61 og 62 og eru sex stafa. Þá er áætlað að taka í notkun aðra samskonar 1000 númera stöð fyrir Seltjarnarnesið fyrir miðj- an næsta mánuð. Þórshöfn: ■ Svona kúnstir dugðu nú skammt hjá Hrekkjalómafélaginu í Vestmannaeyjum, þegar það tapaði knattspyrnukappleiknum á móti Hildibröndum. Vestmannaeyjar: Óvænt karlakroppasýning - sem konurnar kunnu vel að meta ■ Berir bossar og boxhanskar. Ekki algeng sjón á knattspyrnu- völlum landsins og síst af öllu á knattspyrnumönnunum sjálfum. Þetta fengu Vestmannaeyingar þó að sjá í fyrrakvöld á opnunarhátíð knattspyrnumóts 6. flokks drengja, sem þar er haldið á vegum Iþróttafélagsins Týs og Tommahamborgara. Liðin, sem áttust við voru 4. deildar liðið Hildibrandur úr Eyjum og Hrekkjalómafélagið. Hildibrandar mættu til leiks á pungbindunum einum fata, með rasskinnarnar málaðar ljósbláar og bleikar. Hrekkjalómafélag- ið mætti í öllu hefðbundnari klæðnaði, Ijósum treyjum og skræpóttum buxum, en með boxhanska á höndum. Leikurinn var æsispennandi og skemmtilegur og lauk honum með sigri Hildibrandanna, sem skoruðu 4 nrörk gegn 2 Hrekkjalómanna. í Hrekkjalómafélaginu eru margir af helstu mektar- mönnum þeirra Vestmanna- eyinga og er alþingismaðurinn Árni Johnsen þar fremstur í flokki. Hildibrandar eru gamlir æskufélagar og grallarar miklir. Tvö þúsund áhorfendur fylgdust með kappleiknum og voru konur mjög fjölmennar. Þær munu hafa kunnað vel að meta þessa óvæntu karla- kroppasýningu og ætla að þakka fyrir sig með því að mæta fram- vegis á alla leiki Hildibrand- anna. Ekki fylgir þó sögunni hvort þeir ætli að leika á pungbindinu í Islandsmótinu. ■ Kampakátir sigurvegarar, Hildibrandar á pungbindum. ■ Dómaratríóið, séra Jón og ófreskjumar tvær. ■ Gengið fylkt u liði inn á íþróttavöllinn undir fána Týs. Takið eftir Stóra boltanum lengst til vinstri. M -myndir lnnvcldur (.isladollir Veiði góð ogat vinna er mikil Frá Úlfari l'órðarsyni, Þórshöfn: ■ Á Þórshöfn hefur togarinn, Stakfell aflað mjög vel það sem af er árinu og í vikunni kom hann að landi með 200 tonn þar af 175 af góðum þorski. Afli minni báta hefur aftur á móti verið lítill en næg atvinna er samt á staðnum. Næstu daga verður Stakfell í landi og er ætlunin að mála skipið og yfirfara og stilla vél. Munu heima- menn vinna þau verk og hefur björgunarsveitin Hafliði tekið að sér að mála. Afli Stakfells frá ára- mótum er 1532 tonn að verðmæti 18 milljónir og 262 þúsund, en skipið var frá veiðum frá 1. janúar til 15. febrúar. 30. maí land- aði togarinn 153.9 tonnum, 12. júní 154,3 tonnum og 200 tonnum 25. júní eins og fyrr segir. Sláttur er ekki hafinn á bæjum í grcnnd við Þórs- höfn og ekki reiknað með að hann hefjist fyrr en um miðjan júlí. Víða eru tún tilfinnanlega kalin eftir harðan vetur. Nyr salur undir súð Við framreiðum Ijúffengan mat á báðum hæðum. $F 1 Hádegisverður frá kl. 11-14 Kaffi og kokur frá kl. 14-17. Kvoldmatur frá kl. 18 Caukur á Stong veitingahus, Tryggvagötu 22, sími 11556 Ath. Þaö er opið alla daga til kl. 1 e.m. nema föstud. og laugard. er opið til kl 5 e.m.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.