NT - 29.06.1984, Blaðsíða 11

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. júní 1984 11 fullu f jöri: ar, keypti gripinn og átti frá 72 til 74. Þá ætlaði Magnús að kaupa hann aftur og setti hann í yfirhaln- ingu á verkstæði. Fyrir utan verk- stæðið varð Jaguarinn fyrir því að mannlaus bíll rann á stoltið hans, virðulegt nefið, sem skemmdist nokkuð. Tryggingafélagið neitaði að borga skemmdirnar og lét Skúli til þess leiðast að selja félaginu bílinn fyrir smáupphæð. Af tryggingafélaginu keypti bíl- inn verkstæðiseigandi í Súðavogi sem lagaði skemmdirnar og spraut- aði bílinn rauðan, en það var í fyrsta sinn frá upphafi, eða í 12 ár, sem hann var alsprautaður. Frá honum komst bíllin í eigu núverandi eiganda, Guðmundar Barker. Guðmundur var aðeins 16 ára þegar hann eignaðist Jaguarinn og var hann þá ekki lengur í sem bestu ásigkomulagi. Síðan þá (1976) hefir bílnum sáralítið verið ekið. Veturinn ’82 til ’83 lét Guðmundur sprauta bílinn í sínum upprunalega „Skírisskógar" - dökkgræna lit, lík- aði ekki liturinn og eftir að hafa verið ekið nokkuð um sumarið '83 fór Jaguarinn aftur inn í sprautu- klefann um haustið. Þegar hann kom næst á göturnar, sólardagana nú í byrjun júní skein af perlumóður „effekt“ lakki í fleiri litum en hinum hvíta sem hann virðist vera í fyrstu, ef birtan er rétt. Það var ekki laust við að blaða- maður og ljósmyndari NT fyndu til sín þegar Guðmundur ók þeim um bæinn í skínandi sumarsól með opna þaklúguna, stór sex strokka vélin sem upphaflega var hönnuð fyrir kappakstur malandi eins og stökkvandi kötturinn í vélarhlífinni myndi gera eftir góða antílópu- máltíð. Jaguarar eins og villt rándýrin, nafnar þeirra í náttúrunni, fengu nefnilega ekki útlitið til þess að liggja í aðgerðarleysi heldur til að hreyfa sig hratt með lipurð og mýkt, enda er skínandi hvítur bíllinn lang- tilkomumestur á hreyfingu. Manninn sem hefur haldið gamla Jaguarnum við fyrir Guðmund þekkja kannski flestir sem „Bíla- Berg“. „Eg hef aldrei mátt heyra neitt óvenjulegt hljóð“j segir Guðmund- ur, „Þá hefi ég stansað á stundinni, Bergur hefir svo alltaf komið strax og lagaði bílinn. Hann á eiginlega allan heiður af því í hve góðu lagi Jaguarinn er í dag.“ Guðmundur er nú fluttur til Bandaríkjanna en bíllinn er hér áfram og er jafnvel til sölu ef einhver vill annast öldunginn vel. Það neitar því varla nokkur sem skoðar myndirnar hér með að þessi glæsilegi enski vagn er mun meira spennandi ferðafélagi en venjulegur tveggja áratuga yngri fjölskyldubíll, eða hvað finnst þér? Notaðir Volvo bílar Volvo 262 C árg. 1978 - sjálfskiptur meö vökvastýri, ekinn 65.000. Verö: 450.000, einstakur bíll. Volvo 244 GL árg. 1982 - beinskiptur með yfirgír & vökvastýri, ekinn 60.000. Verö 420.000 Volvo 244 DL árg. 1982 - sjálfskiptur meö vökvastýri, ekinn 28.000. Verö 400.000 Volvo 244 GL árg. 1981 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 39.000. Verö 390.000, úrvalsbíll. Volvo 244 GL árg. 1981 - beinskiptur meö yfirgír & vökvastýri, ekinn 36.000. Verð 370.000, skipti á ódýrari. Volvo 244 GL árg. 1980 - sjálfskiptur meö vökvastýri, ekinn 74.000. Verö 310.000. Volvo 244 GL árg. 1980 - beinskiptur meö vökvastýri, ekinn 80.000 Verö 310.000 Volvo 244 GL árg. 1979 - beinskiptur meö vökvastýri, ekinn 66.000. Verö 270.000, Ath. skipti á ódýrari. Volvo 244 DL árg. 1979 - beinskiptur meö vökvastýri, ekinn 66.000. Verö 260.000. Volvo 244 DL árg. 1979 - beinskiptur meö vökvastýri, ekinn 55.000. Verö 260.000. Volvb 244 GL árg. 1978 - sjálfskiptur meö vökvastýri, ekinn 68.000. Verð 260.000. Skipti á ódýrari. Volvo 244 DL árg. 1978 - sjálfskisptur, ekinn 75.000. Verö 230.000. Volvo 244 DL árg. 1978 - beinskiptur, ekinn 113.000. Verö 215.000. Volvo 244 DL árg. 1977 - beinskiptur, ekinn 96.000. Verö 180.000. Volvo 343 DL árg. 1982 - beinskiptur, ekinn 35.000. Verö 280.000. Volvo 345 GL árg. 1980 - beinskiptur, ekinn 49.000, Verð 210.000. Volvo 245 GL árg. 1982 - sjálfskiptur meö vökvastýri, ekinn 46.000. Verö 460.000, Ath. ódýrari Volvo. Volvo 245 GL árg. 1981 - beinskiptur meö yfirgír & vökvastýri, ekinn 30.000. Verö 400.000. ath. ódýrari. Volvo 245 GL árg. 1980 - sjálfskiptur meö vökvastýri, ekinn 95.000. Verö 330.000. Volvo 245 GL árg. 1979 - sjálfskiptur meö vökvastýri, ekinn 52.000. Verö 300.000, skipti á ódýrari. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 NÆSTUM ALLTAF OPIÐ SUMARDEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR, BÆÐI SÓLUÐ OG NÝ Opið frá kl. 8—21 — opið í hádeginu — um helgar — laugardaga kl. 9—19 — sunnudaga kl. 10—12 og 1— 19. VISA n REYNIÐ VIÐSKIPTIN HJÓLBARÐA- VERKSTÆÐI SIGURJÓNS HÁTÚNI2A-SÍM115508

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.