NT - 29.06.1984, Blaðsíða 19
Föstudagur 29. júní 1984 19
Myndasögur — Bridge
i i‘íB4 Umtnd Synclicnto.lnc
■ í síðasta þætti var talað um
bridgeblindu og hvernig hún
leggst stundum á besta fólk.
Svíinn Hans Göthe fékk snert
af þessum ófögnuði á Norður-
landamótinu um daginn:
Vestur Norður ♦10983 ♦D974 ♦10 ♦AG84 Austur
+G2 ♦4
*A652 ♦K1083
♦D98762 ♦A543
*7 +K1092
Suður ♦ AKD765 ♦G ♦KG ♦D653
Spilið kom fyrir í leik Svía og
Finna og við annað borðið fékk
Göthe það verkefni í suður að
koma heim 4 spöðum. Hann
tekk út tígul sem austur tók á ás
og spilaði trompi til baka.
Minni spámönnum sýnist
þetta spil e.t.v. ekki vera neitt
vandamál. Sagnhafi tekur
trompið tvisvar, hendir laufi í
tígulkóng og gefur síðan einn
slag á hjarta og einn á lauf og
víxltrompar afganginn.
En Göthe var ekki á sama
máli. Honum fannst þetta spil
þurfa mikillar vandvirkni við.
Hann sá að ef laufið lá 3-2 stóð
spilið alltaf en ef það lá 4-1
vandaðist málið. En Göthe fann
leið sem dugði.
Hann tók einu sinni tromp í
viðbót og spilaði hjartagosa.
Vestur tók á ás og spilaði meira
hjarta sern Göthe trompaði
heima. Og nú tók hann tígul-
kóng og henti hjarta í borði
(?!), spilaði síðan spaða á tíuna
og trompaði síðasta hjartað.
Og nú var hægt að snúa sér að
laufinu. Göthe spilaði laufaþrist
að heiman og lagði gosann í
borði á sjöu vesturs. Austur tók
slaginn með kóng og varð að
spila tíunni til baka. Ásinn í
borði átti slaginn og nú gat
Göthe svínað laufinu gegnum
austur og tryggt sér 10 slagi.
Áhorfendur fögnuðu vel ár-
angri Göthe en hann leit flótta-
lega í kringum sig: „Ég ætla
bara að vona að það séu engir
bridgeskríbentar hérna
nálægt," heyrðist hann tauta,
enda var hann þá búinn að sjá
hina vinningsleiðina.
En honum varð ekki að ósk
sinni. Peter nokkur Lund var
ekki langt í burtu og hann
skrifaði um spilið í danska Extra
Bladet.
Lárétt
1) Land. 6) Happ. 8)
Reykja. 10) Svar. 12) Leit.
13) Utan. 14) Vond. 16)
Spýja. 17) Matur. 19)
Tími..
Lóðrétt
2) Fæða. 3) Viðurnefni. 4)
Alpast. 5) Blómið. 7) Dýr.
9) Andi. 11) Verkfæri. 15)
Afhendi. 16) Veinin. 18)
Stafrófsröð.
Ráðning á gátu no. 4373
Lárétt
1) Stóll. 6) Óku. 8) Lóm. 19) Mas. 12) Ár. 13) KK. 14) Pan. 16)
Æki. 17) Ósp. 19) Oftar.
Lóðrétt
2) Tóm. 3) Ók. 4) Lum. 5) Glápa. 7) Æskir. 9) Óra. 11) Akk. 15)
Nöf. 16) Æpa. 18) ST.