NT - 29.06.1984, Blaðsíða 4

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 4
Föstudagur 29. júní 1984 4 ■ Mótið í turninn, cn við smíðina verða plötur af þcssari stærð boltaðar saman. T refjaplastsúrheysturn eru smíðuð úr tré og flutt í verksmiðjuhúsnæðið. Þar fer framleiðslan þannig fram að trefjaplasti er sprautað í mótin með sérstakri hyssu sem á sama tíma sker niður trefja- þræðina og blandar þeint sam- an við plastið sem veldur storknun þess og lit er blandað í plastið áður en það fer í byssuna. Fyrir hverja plötu þarf að fara nokkrar yfirferðir þar sem lit er blandað í þá fyrstu og síðustu. Hægt er að framleiða trefja- plastplötur með penslun og þannig hafa þeir tveir trefja- plastsúrheysturnar verið fram- leiddir. Sú nýjungsem innleidd er hjá Fossplast er tæknivæð- ing sem gerir fjöldaframleiðslu mögulega. Turnarnireru fram- leiddir í misþykkum plötum, þykkast neðst sem svo eru boltaðar saman og þoldu bolt- arnir fimm tonna þunga í prófun Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins sem gerð var fyrir skemmstu. ■ Það er allt í lagi að fara inn í hana þessa núna en verður kannski ekki eins geðslegt seinna meir. Hér liggur á hlað- inu hjá Fossplast fullbúin rotþró sem ekkert er eftir að gera við annað en senda til kaupenda og planta þar ofaní jörðina. NT-myndir Ari og Gudni ■ í þcim votviðrasumrum sem verið hafa á Suðurlandi og víðar undanfarin ár hefur mönnum orðið tíðræddara um aukna votheysverkun sem leyst gæti rigningarstríðið af hólmi. Grundvöllurinn undir votheysverkun er að sjálfsögðu að menn geti komið sér upp votheysgeymslum á ódýran og hagkvæman máta. Nú þessa dagana er fyrirtækið Fossplast á Selfossi að hefja framleiðslu á votheysturnum úr trefja- plasti. NT brá sér austur fyrir fjall og ræddi við eiganda fyrir- tækisins, Astráð Guðmunds- son um reksturinn og þessa nýjung í framleiðslunni. „Þetta er svo breitt fram- leiðslusvið að það er alltaf nóg að gera og enginn einstakur þáttur sem gengur betur þar en annar“, sagði Ástráður Guð- mundsson í trefjaplastverk- smiðjunni Fossplast á Selfossi sem framleiðir jafnt garðlaug- ar, fóðursílo og nú síðast súr- heysturna úr trefjaplasti. Framleiðsla á turnunum er enn ekki hafin en mótin eru tilbúin og gengið verður frá þeim pöntunum sem þegar hafa bor- ist á næstu vikum. Fyrirtæki Ástráðs er ekki stórt, þar vinna þrír menn allan ársins hring. Aðdáunarvert þegar fólk reynir Aðspurður um hugsanlega stækkun á fyrirtækinu svarar Ástráður því til að allt slíkt velti á því hvað mikið maður leggi á sig. „Það er náttúrlega mikið atvinnuleysi hér á Sel- fossi en þegar maður er í allri mótasmíðinni og eiga svo að fara að stjórna miklum ntannskap, það er spurning hvort maður fer út í það“, segir Ástráður. „En annars finnst mér alltaf aðdáunarvert þegar fólk reynir eitthvað í þessu. Þó svo að fyrirtæki geti farið á hausinn þá er það jú það sem er alltaf verið að tala um en aldrei neitt gert“. Framleiðsla Fossplast er í iðngörðum í Gagnheiði en mótasmíðnina stundar Ást- ráður sjálfur á heimili sínu í Gaulverjabæjarhreppi. Mótin \i\ngur Símar: 99-3757 99-3957 Utgerð frysting, söltun skreiðarvinnsla síldarsöltun og fleira r^/áksV° Kaupum afla af dragnóta trollbátum. Framleiðum fóðurmeltu ■ ■:"rwm HSIil W!^yý\yy:'‘ • /áik l: .ú ^■■■■■■■■■■- ■ ■ • • ■■■mmmmmm&r--'-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.