NT - 29.06.1984, Blaðsíða 15

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 15
Útvarp á laugardag kl. 20.40: Föstudagur 29. júní 1984 15 Laugardagur 30. júní 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorö - Benedikt Benediktsson talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir.) Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Súrt og sætt. Sumarþáttur fyrir unglinga. Stjórnendur: Sigrún Hall- dórsdóttir og Erna Arnardóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Á ferð og flugi. Þáttur um málefni líðandi stundar í umsjá Ragnheiöar Davíösdóttur og Sigurðar Kr. Sigurössonar. 14.50 íslandsmótið í knattspyrnu - I. deild: Breiðablik - Akranes Ragnar Örn Pétursson lýsir síðari hálfleik frá Kópavogsvelli. Tón- leikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Andlits- laus morðingi" eftir Stein Rivert- on III. þáttur: „Neyðaróp úr skóginum" Utvarpsleikgerö: Björn Carling. Þýðandi: Margrét Jónsdóttir. Leikstjóri: Lárus Ymir Óskarsson. Leikendur: Jón Sigur- björnsson, Siguröur Skúlason, María Sigurðardóttir, Árni Tryggvason, Þorsteinn Gunnars- son, Sigurður Karlsson, Steindór Hjörleifsson, Sigriður Hagalín, Jón Júlíusson og Erlingur Gíslason. (III. þáttur verður endurtekinn föstudaginn 6. júli kl. 21.25). 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Frá tónleikum Kammersveit- ar Reykjavfkur að Kjarvals- stöðum og Bústaðakirkju s.l. vetur a. Tríó í Es-dúr op. 40 fyrir píanó, fiðlu og horn eftir Johannes Brahms. b. Kvintett í Es-dúr K. 407 fyrir fiðlu, tvær víólur, selló og horn eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 18.00 Miðaftann í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Ambindryllur og Argspæing- ar. Einskonar útvarpsþáttur. Yfir- umsjón: Helgi Frímannsson. 20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. Stjórn- endur: Guðrún Jónsdóttir og Mál- fríður Sigurðardóttir. 20.40 „Þrjár sortir,“ smásaga eftir Jónas Guðmundsson Höfundur les. 21.05 „Ég fékk að vera,“ Ijóðasaga eftir Nínu Björk Árnadóttur Krist- ín Bjarnadóttir les. 21.45 Einvaldur í einn dag Samtals- þáttur i umsjá Áslaugar Ragnars. Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Risinn hvíti" eftir Peter Bo- ardman Ari Trausti Guðmundsson les þýðingu sína (14). Lesarar með honum: Ásgeir Sigurgestsson og Hreinn Magnússon. 23.00 Létt sfgild tónlist 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. én Laugardagur 30. júní 24.00-00.50 Listapopp. Endurtekinn þáttur frá Rás 1. Stjórnandi: Gunn- ar Salvarsson. 00.50-03.00 Á næsturvaktinni Létt lög leikin af hljómplötum. Stjórn- andi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land). Laugardagur 30. júní 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Börnin við ána Annar hluti - Sexmenningarnir Breskur fram- haldsmyndaflokkur i átta þáttum, gerður eftir tveimur barnabókum eftir Arthur Ransome. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 f blíðu og stríðu Sjöundi þáttur. Bandarískur gaman- myndaflokkur í niu þáttum. Þýð- andi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Bankaránið (The Bank Shot) Bandarísk gamanmynd frá 1974. Leikstjóri: Michael Anderson. Aðalhlutverk: George C. Scott, Jo- anna Cassidy og Sorell Booke. Oftast nær láta bankaræningjar sér nægja að láta greipar sópa um sjóði og fjárhirslur en ræningjarnir í þessari mynd hafa á brott með sér banka með öllu sem í honum er. Þýðandi Jón 0. Edwald. 22.20 Minnisblöð njósnara (The Guiller Memorandum) Bresk bíó- mynd frá 1966, gerð eftir sam- nefndri njósnasögu Ivans Foxwells. Leikstjóri: Michael Anderson. Handrit: Harold Pinter. Aðalhlutverk: George Segal, Max von Sydow, Alec Guinness og Senta Berger. Breskum njósnara er falið að gráfast fyrir um nýnas- istahreyfingu í Berlín. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.10 Dagskrárlok ■ Það er George C. Scott sem leikur Walter Ballantine, Streiger fangelsisstjóra leikur Clifton James, Sorrel Booke leikur A1 Karp, Joanna Cassidy El, og Gower Champion er leikstjórinn. Bankaránið - Bandarísk bíómynd frá 1974 ■ Fyrri kvikmyndin á laugar- dagskvöldið er Bankaránið. Hún hefst klukkan 9, á eftir sjöunda þætti gamanmynda- flokksins í blíðu og stríðu. Myndin er tiltölulega ný, eða frá 1974. Efni myndarinnar er þetta: Walter Ballantine er atvinnu- glæpamaður sem situr í Strei- ger öryggisgæslufangelsinu. Maður að nafni A1 Karp heimsækir hann og smyglar til hans korti af svæðinu og áætlun um að hjálpa Ballantine að sjeppa. Ballantine kemst upp í gríðarstóran jarðvinnslutrakt- or, brýst gegnum girðinguna og sleppur. Þegar út er komið hittir Ballantine hina dáindis fögru E1 og fær að vita af hverju Karp hjálpaði honum að sleppa. Hann er nefnilega að undirbúa stórt bankarán. Bankastofnun nokkur er tíma- bundið til húsa í húsvagni á verslunarsvæði. Til að draga athyglina frá sér setja þau á svið sjálfsmorðstilraun og draga gervallan bankann í burtu á meðan. Það líður ekki á löngu áður en yfirvöld koniast á slóð ræn- ingjanna. Karp reynir að kom- ast undan með því að mála húsvagninn bleikan og fela hann í húsvagnastæði. En Her- manni X, skápamanninum, tekst ekki að opna peninga- skápinn, og E1 og Ballantine flýja undan yfirvöldunum með vagninn í togi. Hvernig þessu lýkur fáum við að sjá á laugar- dagskvöld. Þrjár sortir - Smásaga eftir Jónas Guðmundsson sem höfundur les ■ Klukkan tuttugu mínútur í níu á laugardagskvöld les Jónas Guðmundsson smásögu sína Þrjár sortir í útvarpinu. Þessi saga er úr þriðja smá- sagnasafni hans, sem mun brátt koma út, en áður hefur Jónas gefið út tvö smásagna- söfn. Auk þessa lesturs verða nokkrar sögur úr safninu lesn- ar í erlendum útvarpsstöðvum. ■ Jónas Guðmundsson rit- höfundur Senta Berger í hlutverki Ingu. George Segal í hlutverki Quillers Sjónvarp á laugardaginn kl. 22.20: Minnisblöð njósnara - njósnakvikmynd sem gerist í Berlín ■ Síðari kvikmyndin á laug- ardagskvöldið frá 1966, gerð eftir samnefndri njósnasögu Ivans Foxwells. Sagan hefur komið út í íslenskri þýðingu undir nafninu Njósnir í Berlín, og er sagan ein af mest spenn- andl njósnasögum sem þýdd hefur verið á íslensku. Sagan gerist í Berlín. Njósn- arinn Quiller, sem leikinn er af George Segal, rannsakar ný- nasistahreyfingu sem starfar í Vestur-Berlín. Yfirmaður hans, Pol (Alec Guinness) var- ar Quiller við og segir að verkefnið sé hættulegt, tveir menn hafi þegar látið lífið. En Gibbs (George Sanders) í London telur að Quiller sé rétti maðurinn í starfið. Quill- er segir Poi að hann vilji ekki að Weng (Robert Helpman) og Hengel (Peter Carsten) hjálpi sér við verkefnið. Hann vill starfa einn. Quiller fylgir ábendingu sem Ieiðir til skóla nokkurs þar sern einn kennar- anna hefur hengt sig. Hann hafði verið háttsettur nasisti í stríðinu, og fortíðin hafði heimsótt hann. 1 skólanum hittir Quiller aðlaðandi kennara, Ingu (Senta Berger) sem býður vináttu sína en getur ekki vísað á nasistana. Nýnasistarnir ná Quiller og hann er dreginn fyrir foringj- ann, Oktober (Max Von Sydow). Oktober vill fá að vita hve mikið Quiller viti um ný- nasistahreyfinguna og einnig hvar stjórnstöð aðgerða Quill- ers sé. Pótt Quiller sé útúrdóp- aður af lyfjum sem nasista- læknar hafa sprautað í hann til að fá hann til að tala ségir hann ekki neitt. Oktober skipar því svo fyrir að Quiller skuli drepinn. Quillcr lifir það af og kemst til meðvitundar í skurði .í Berlín. Hann grunar að lífi hans hafi verið þyrmt til að láta hann vísa nasistunum til höf- uðstöðva sinna. Hann heim- sækir Ingu og biður um hjálp, en nýnasistarnir hafa einmitt gert ráð fyrir því.... Leikstjórinn er Miehael Anderson. Sjónvarp á laugardag kl. 21. Útvarp á laugardag kl. 16.20: Andlitslaus morðingi 3. þáttur - Neyðaróp úr skóginum ■ Á laugardaginn er á dagskrá þriðji þáttur fram- haldsleikritsins Andlitslaus morðingi eftir Stein Riverton. Nefnist þessi þáttur Neyðaróp úr skóginum. í öðrum þætti gerðist þetta: Ivan Rye höfuðsmaður er grunaður um að hafa ráðist á tilvonandi tengdaföður sinn, Holger ofursta, úti í skógi vegna þess að ofurstinn hafði skyndilega skipt um skoðun varðandi giftingu dóttur sinnar og höfuðsmannsins. Flest gögn í málinu benda til þess að Rye sé hinn seki en Krag leynilög- reglumaður er þó sannfærður um sakleysi hans. Dularfullt bréf, sem Holger ofursti fær skömmu fyrir árásina, torveld- ar málið og þegar Krag hittir lögfræðing með vafasama fortíð, Boman að nafni, sem einnig kveðst vera að rannsaka málið, styrkist grunur hans um að ekki sé allt með felldu. Leikendur í 3. þætti eru: Jón Sigurbjörnsson, Sigurð- ur Skúlason, María Sigurðar- dóttir, Árni Tryggvason, Por- steinn Gunnarsson, Sigurður Karlsson, Steindór Hjörleifs- son, SigríðurHagalín, Jón Júl- íusson og Erlingur Gíslason. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson en þýðinguna gerði Margrét Jónsdóttir. Tækni- menn eru Friðrik Stefánsson og Hreinn Valdimarsson. 3. þátturverðurendurtekinn föstudaginn 6. júlí kl. 21.35.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.