NT - 29.06.1984, Blaðsíða 25

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 25
\n£Wi n/nin 'iTÍ Föstudagur 29. júní 1984 25 Cabina rúmsamstæðan ■ Jesse Jackson, forsetaframbjóðandi, hitti að máli fjóra af föngunum sem honum tókst að fá látna lausa í Kúbu. Fangarnir fara með Jackson til Bandaríkjanna á föstudag. Á mvndinni sjást fangarnir hylla Jackson. POLFOTO-Símamynd Washington: Kuldaleg viðbrögð við lausn fanganna Managua-Reuter ■ Bandarískir embættismenn í Was- hington voru ekki uppnumdir yfir ákvörðun Fidel Castro, sem lofaði Jesse Jackson að 48 bandarískir fangar á Kúbu yrðu látnir lausir. Jackson, sem nú er í Nicaragua, í friðarferð sinni um Mið-Evrópu, mun koma við á Kúbu í heimleiðinni og sækja fangana. Embættismennirnir í Washington sögðu að lausn fanganna væri áróðurs- bragð til að koma höggi á Reagan forseta, en ekki alvarlegt skref í átt til bættra samskiptra Kúbu og Bandaríkj- anna. Háttsettur embættismaður, sem óskaði nafnleyndar sagði þó að Banda- ríkjastjórn hefði ekki afneitað lausn fanganna opinberlega og væri með því að senda Castro merki um að hún væri reiðubúin til að bæta samskiptin. En Wayne Smith, fyrrum sendimaður Bandaríkjanna í Kúbu sagði frétta- manni Reuters að hann tryði ekki að Reagan hefði áhuga á bættri sambúð Kúbu og Bandaríkjanna, og sakaði Reagan um að hirða ekki um endurtekn- ar sáttaumleitanir Castros. Smith sagði að Iausn fanganna væri meiriháttar vís- bending frá Castro. Ráðgjafar Reagans líta ekki á bætta sambúð við Kúbu sem pólitískan ávinn- ing fyrir forsetakosningarnar í haust. Og kuldaleg viðbrögð Reagans við lausn fanganna ættu að falla I kramið hjá landflótta Kúbumönnum í Florida, sem eru á móti Castro, en Florida er stórt fylki sem Reagan er umhugað um að sigra í. Breskir læknar reiðir: Dýralæknir að- stoðar við aðgerð Canterbur>-Reuter ■ Bresku læknasamtökin hafa krafist rannsóknar á uppljóstr- unum að dýralækni var leyft að aðstoða við aðgerð á manni. Skurðlæknirinn Michael Williams, sem sagðist hafa leyft ónefndum dýralækni að aðstoða við skurðaðgerð við kviðsliti í Canterburysjúkrahúsinu fyrr í þessum mánuði hefur sagt af sér. John Dawson, yfirmaður siðaregludeildar læknasamtak- anna sagði að það væri ekki óalgengt að læknar hjálpuðu dýralæknum en hitt ætti ekki að þekkjast að dýralæknar hjálp- uðu læknum. Mestu flóð ísexár Nýja Delhi-Reuter ■ Hermenn voru í gær sendir til aðstoðar á flóðasvæðunum í Vestur Bengal á Indlandi en þar hafa 20 manns farist og milljón manns misst heimili sín í mestu flóðum sem komið hafa í sex Flóðin stafa af óvenjumiklum rigningum í héraðinu. Verst er ástandið í borgunum Tarakeswar og Ilambasar en einnig hafa orðið talsverðar skemmdir á mannvirkjum í Kalkútta, höfuðborg fylkisins. Pá hafa einnig orðið mikil flóð í öðrum fylkjum á austanverðu Indlandi í kjölfar regn- tímans sem hófst í byrjun þessa mánaðar. AIls hafa rúmlega 200 manns á Indlandi og í Bangladesh týnt lífi í flóðunum. er komin aftur dýnustærð 200x90 cm. Verð kr. 12.600 Húsgögn og \ ** Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar stmi 6-86-900 MUNIÐ FERÐJ VASA Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók. Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fæst í bókabúðum og söluturnumumallt land. Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi! FJÖLVÍS Síðumúla 6 Reykjavík Sími 91-81290 A10290271 ArngrímurJónKsoa SAMKVÆMT LÖGUM NR.10 29. MARS 1961 SEÐLABANKI ISLANDS Sölubörn NT. Viö borgum 10 kr. fyrir hvert selt blað um óákveðinn tímá. Sex þeir heppnu fara til Stuttgart í ágúst I/ GERIAÐRIR BETUR W/Æ M jiflPrc; M 9 H| f wml

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.