NT - 10.08.1984, Side 1
Sjá bls. 2 um ástand vega.
15
-20 gráður
Norðáusturland • Austurland
að Glettingi.
12-15 gráður
Strandir og Norðurland vestra
• Austfirðir.
8-12 gráður
Suðausturland • Suðurland •
Faxaflói • Breiðafjörður • Vest-
firðir.
Notkun Visa-korta eykst gífurlega:
Viðskiptin 40 milljónir
erlendis á einum mánuði
■ Notendur íslensku Visa-
greiðslukortanna kevptu er-
lendis í júlímánuði síðast liðnum
fyrir um 1,3 milljónir dollara,
eða tæpar 40 milljónir króna.
Er þetta gífurleg aukning frá
því í fyrra, þegar Visa viðskiptin
erlendis voru 200 þúsund doUar-
ar, eða um 6 milljónir króna.
„Það er áberandi hvað notk-
un kortanna erlendis hefur
aukist,“ sagði Einar S. Einarsson
framkvæmdastjóri Visa-ísland,
í samtali við NT í gær. „Þetta
þýðir kannski ekki að íslending-
ar séu farnir að eyða meiri
gjaldeyri en áður, heldur þýðir
þetta minni notkun ferðatékka
og annarra greiðsluforma.“
Nú í vikunni er liðið eitt ár •
síðan Visa-ísland hóf starfsemi
sína, en áður hafði Landsbank-
inn gefið út Visa-kort til notkun-
ar erlendis. Þá voru 2.500 kort í
notkun, en nú eru kortin orðin
um 20.000, þeim hefur fjölgað
um allt að þremur þúsundum á
mánuði að undanförnu. Euro-
kort em, að sögn Gunnars Bærings-
sonar framkvæmdastjóra Kredit-
korta s.f., orðin um 15.500 í
landinu.
Fjölskyldur í landinu munu
vera rúmlega 70.000.
Einar S. Einarsson lét þess
getið að Visa-ísland væri það
Visa fyrirtæki í heiminum sem
stækkaði örast um þessar
mundir. Hann sagði að Visa-
korthafar í Noregi væruaðeins
um 100 þúsund, en í Svíþjóð um
120 þúsund.
Myndbönd:
Tveir handteknir
fyrir fjölföldun
■ Rannsóknarlögreglan hefur
krafist gæsluvarðhaldsúrskurð-
ar yfir tveimur mönnum vegna
sölu og dreifingar á ólöglegum
myndböndum.
Það voru samtök Rétthafa
Myndbanda sem kærðu annan
manninn, og leiddi það að sögn
Helga Daníelssonar, hjá Rann-
sóknarlögreglunni, til handtöku
þessara manna.
Að sögn Helga tengjast máli
þessu tvær myndbandaleigur á
höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins fjölfölduðu mennirnir
efni myndbandsspóla, og létu
jafnvel litprenta hylkin utan um
spólurnar. Síðan fóru þeir sölu-
ferðir um landsbyggðina.
Brynjólfur Eyvindsson, lög-
maður Samtaka Rétthafa, sagði
að lögreglan hefði haft skjót
viðbrögð. Sagðist hann hafa
kært málið til lögreglu á þriðju-
dag, en mennirnir voru hand-
teknir á miðvikudagskvöld og
gæsluvarðhaldskrafan lögðfram
í Sakadómi Kópavogs í gær.
| Heimsmeistaramót unglinga í skák: ~
Kalli Þorsteins
í efsta sætið?
- sjá bls. 2
■ NT hitti í gær fimm Frakka sem voru að leggja upp í ferðalag um ísland. Þau ferðast á farartækjum
af Pulsargerð sem eru frekar ólík þeim bflum sem landinn á að venjast. Tilgangur ferðarinnar er að gera
kvikmynd um landið og áætla þau háll'an mánuð í ferð sína. NT-mynd: ah.
Mývatnsöræfi:
Slys
■ Herkúles vél varnar-
liðsins lenti seint í gær-
kvöldi á Reykjavíkurflug-
velli með mikið slasaða
þýska konu. Konan slas-
aðist í Herðubreið í gær-
morgun, ásamt annarri
þýskri konu sem slasaðist
minna. Konan hlaut m.a.
höfuðáverka.
Tildrög slyssins voru
þau að 20 þýskar konur
voru á göngu í Herðubreið
þegar þessar tvær urðu
fyrir grjóthruni og hröp-
uðu síðan í hamrabelti sem
þær voru staddar í.
Skálavöröur í Herðu-
breiðarlindum fór fram á
aðstoð slysavarnarfélags-
ins og fóru meðlimir slysa-
varnardeildanna Garðars
á Húsavík og Stefáns í
Mývatnssveit á staðinn,
ásamt lögreglu og lækni
frá Húsavík. Fljótlega
gekk að komast að þeirri
fyrri sem var ekki mikið
slösuð, en erfiðar gekk að
komast til hinnar sem
reyndist meira slösuð.
Þyrla varnarliðsins flutti
konuna á Akureyri, en
þar var hún flutt yfir í
Herkúles vél varnarliðsins
og flutt til Reykjavíkur.
Albert hitt-
ir þingmenn
stjórnar-
andstöðu
- sjá bls. 3
Búðardalur:
Ólga inn-
an kaup-
félagsins
- sjá bls. 3
Bíiamarkaður íTá bls. 9-12