NT - 10.08.1984, Page 13

NT - 10.08.1984, Page 13
„Býst alltaf við því besta“ Dagur Sigurðarson sýnir í Djúpinu og gengur glimrandi vel ■ „Þú tókst þá eftir því? Ég svara þessu ekki.“ Eftir stutta þögn: „Það er náttúrlega tunglið." Meira fékkst hann ekki til að segja. Dagur Sigurðarson hefur opnað litla myndlistarsýningu í Djúpinu við Hafnarstræti. Myndirnar eru 17 og listamað- urinn hefur farið öfugan sólar- gang, þegar hann númeraði þær. Um ástæðuna fyrir því snerist fyrsta spurningin. Dagur er klæddur í heklað vesti, fremur sítt og rautt, utan yfir hvíta rúllukragapeysu. Flauelsbuxurnar eru dökkar og það er brett upp á skálmarnar, þó ekki mikið. Leikurinn berst frá einu borðinu til annars í salarkynnunum, sem hæfa sýn- ingunni fullkomlega, jafnvel upp á háa barstólana. „Sýningin hefur gengið ágætlega,“ segir Dagur og er ánægður. „Helmingur mynd- anna seldur. Gestir á opnun- inni skiptu hundruðum og síð- an hefur verið stöðugt ráp.“ - Áttirðu von á svona góðri aðsókn? „Já. En það trúði mér enginn, þegar ég talaði um það. Ég er bjartsýnismaður og býst alltaf við því besta. Þess vegna fæ ég það alltaf á end- anum. Ef það klikkar, segi ég að það komi bara næst.“ - Hvernig hafa viðbrögðin verið? „Þau hafa yfirleitt verið nokkuð góð. f>ó sögðu nokkrir jafnaldrar mínir mér að hætta að mála. En það var ekkert illt í því.“ Islenskari sýning Dagur segir sýninguna vera í beinu framhaldi af síðustu ■ Dagur NT-mynd: Ari sýningu sinni, er meira að segja með tvær eldri myndir með, svona til að tengja saman. „Myndirnar á þessari sýningu eru þó sennilega ís- lenskari, norrænni. Þaðerlögð meiri áhersla á tilfinningar en sensúalisma." - Hvaðmyndirðusegja vera einkennandi fyrir sýninguna? „Það eru aldrei fleiri en tvær manneskjur á mynd. Og ef manneskjan er ein, er það yfirleitt kona. En þetta þarf ekki endilega að vera svona. Ég hef ekkert á móti portrett- um, eða myndum þar sem er fullt af fólki. Ég hef málað þannig, en ekki undanfarið. Ég hef málað kröfugöngur, hópdansa, dýr og menn og landslag. Stundum hef ég byrj- að að mála uppstillingar, en þær hafa alltaf orðið eitthvað an.nað." - Þú ert kannski ekki fyrir að mála dauða hluti? „Þeir vilja lifna við, animer- ast, fá sál. Ég trúi á stokka og steina. Mér finnst það betri trú en trú á alvitran karl, sem situr klofvega á himinhvelfing- unni og dinglar löppunum. Eða er hann kannski í ístaði?“ Dagur Sigurðarson trúir á innblásturinn. Eða öllu heldur: „Ég trúi á innblásið handverk,“ segir hann. Hann segir líka að Michelangelo og Grænlendingar hafi sömu hug- myndir um skúlptúr. „Michel- angelo sagði, að myndin væri í marmaranum, það þyrfti bara að höggva utan af henni. Grænlendingar segja það sama um rostungstennur.“ Asnaeyrun Dagur segist stundum vera hálfhræddur við myndirnar sínar og hann segir frá atburði, sem gerðist fyrir nokkrum árum. Hann var að mála mynd af tveimur konum, helli og hamravegg. Önnur konan, ljós yfirlitum, var úti fyrir hellin- um. Hin, dökk á brún og brá, var inni í honum. Úti var sterkt tunglskin. „Ég var að lýSa klettinn, þegar á honum birtist nokkuð natúralísk og detaljeruð mynd af asna, vel lifandi sem sagt. Ég var ekki maður til að standa við asna- eyrun, því að þetta hefur verið ég, og sullaði yfir hann, setti inn meira hvítt. Nú er enginn asni og myndin er sennilega verri fyrir bragðið." Annað atvik gerðist fyrir tveimur-þremur árum. Þegar hann hafði lokið við mynd eina, tók hann eftir því, að allt varð vitlaust í kringum hann. Á myndinni var undirheima- gyðja með slöngur og ketti allt unt kring. - Ertu farinn að hugsa fyrir næstu sýningu? „Ég veit það ekki. Mér hefur dottið í huga að sýna íslending- um hvað þeir eru fallegir, í von um að þeir verði það. Það er til fegurð í þeim, en þeir eru hræddir við hana. Ég hef samt ekki verið að mála það, heldur stórar ævintýralegar myndir. Á meðan ég var að undirbúa þessa sýningu, dreymdi mig nótt eftir nótt, að ég væri inni á málaverkasýningum í stórum galleríum, og þegar ég vakn- aði, mundi ég myndirnar niðrí smæstu pensilstrik. Það getur vel verið, að ég elti þennan spotta frekar en að gera íslend- inga fallega." - Nú ert þú þekktari sem Ijóðskáld en málari í hugum margra? „Já, en það er að breytast. Ég er að verða sýnilegur sem málari. Svo les enginn Ijóð lengur. Skólarnir og fjölmiðl- arnir sjá til þess. Það þolir enginn ljóð. Ég gæti aldrei skrifað á hverjum degi. Mér leiðist að skrifa. En. mérlíður vel með því að mála, dag eftir dag, og ár eftir ár.“ Níu stelpur á Kjarvalsstöðum ■ Níu ungar myndlistarkon- ur opna sýningu í vestursal Kjarvalsstaða á laugardag. Á sýningunni eru skúlptúrar úr leir og járni, málverk og teikn- ingar. Stúlkurnar heita Ásta Ríkharðsdóttir, Björg Örvar Harpa Björnsdóttir, Sóley Eiríksdóttir, Ragna Steinunn Ingadóttir, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Steinunn Þráins- dóttir, Erla Þórarinsdóttir og Guðný Björk Richard. Sýning- in er opiil daglega kl. 14.00- 22.00 og hennilýkur sunnudag- inn 26. ágúst. ■ Sjö stelpur af níu. NT-mynd: Ari. ■ Páll Árdal heimspekingur og höfundur kvikmyndar um Parkinsonsveikina. Kvikmynd um Parkin- sonsveikina ■ Parkinsonssamtökin munu sýna kvikmynd um Parkinsonsveikina í Menning- armiðstöð Bandaríkjanna að Neshaga 16 á sunnudaginn kl. 14. Kvikmyndin er sýnd í tilefni af komu Páls Árdals heimspekiprófessors frá Kan- ada til íslands, en Páll er höfundur myndarinnar. Hann mun ræða við gesti og svara spurningum þeirra eftir sýning- una. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en á staðnum verða seldar veitingar. Norræna húsið ■ I kjallarasal stendur yfir sýning Hexagon- íiópsins, en það eru sex norrænir textíllistamenn. Sýningin eropin kl. 14.00- 19.00 og lýkur á sunnudag. í anddyrinu er sýning á íslenskum skordýrum, og er hún sett upp í samvinnu við Náttúrufræðistofnun íslands. í bókasafni er sýn- ing á íslensku prjóni frá Þjóðminjasafninu.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.