NT - 14.08.1984, Blaðsíða 1

NT - 14.08.1984, Blaðsíða 1
Viðræðurstjóm- arflokkanna: Hvað verð- ur ofaná? ■ Mikil óvissa ríkir nú í herbúðum stjórnarflokk- anna með viðræður um nýja verkefnaskrá sem til- kynnt hefur verið að hefj- ist í þessari viku. Flokk- arnir koma til þeirra í sárum eftir sumarfrí og mikið vantar uppá að ein- ing ríki innan þeirra um hvað gera skuli í atvinnu-, efnahags- og kaupgjalds- málum. En eitt er víst. Haustið verður stjórninni erfitt, því að greinilega er liðinn hinn hefðbundni griðatími sem allar ríkis- stjórnir fá í upphafi ferils síns. NT fjallar um þessi mál í dag á bls. 2. Framkvæmdasjóður gerist hluthafi í Stálfé- laginu á sama tíma og stálverð fer lækkandi: „Ég vil selja hluta- bréf en ekki kaupa“ - segir fjármálaráðherra, sem þó ætlar að gefa út bráðabirgðalög um ríkisábyrgð vegna lána félagsins ■ Á sama tíma og stálverð fer lækkandi er ríkisstjórnin að undirbúa bráðabirgðalög sem heimila ríkisábyrgð á 45 milljóna króna láni og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti nýlega kaup Framkvæmdasjóðs á hlutabréfum í Stálfélaginu. Albert Ouðmundsson er hins vegar andvíg- ur þátttöku ríkisins en segist ekki standa í vegi fyrir ríkisábyrgð ef trygg veð fáist. „Ég lít ekki á kaup Fram- kvæmdasjóðs sem þátttöku ríkisins, og hef ekki hugsað mér að ríkissjóður gerist hluthafi í Stálfélaginu. Ég vil selja hluta- bréf en ekki kaupa," sagði Al- bert Guðmundsson. „Aðild Framkvæmdasjóðs hefur ekki verið samþykkt í ríkisstjórn- inni, enda hef ég ekki orðið var við það að ákvarðanir Fram- kvæmdastofnunar væru bornar þar upp. Hitt er annað mál að ég mun ekki standa gegn bráða- birgðalögum um ríkisábyrgð, ef nægileg veð liggja fyrir." Leifur ísaksson formaður stjórnar Stálverksmiðjunnar sagði að líklega yrðu veðmál leyst þannig að lánið yrði lagt á banka og tekið út eftir því sem veð mynduðust í verksmiðj- unni. Hann sagði að verð á brotajárni færi nú hækkandi og það benti skýlaust til þess að stál færi að hækka í verði. Samkvæmt heimildum NT urðu töluverðar væringar í Sjálf- stæðisflokknum vegna hluta- bréfakaupa Framkvæmdasjóðs, en menn eru mjög tvfátta í garð þessa fyrirtækis og auk þess samræmist það ekki frjálsri markaðshyggju að ríkið sé að blanda sér í atvinnurekstur. Til- laga Sverris Hermannssonar um þetta var þó samþykkt mótat- kvæða- og umræðulaust. ■ írinn Sean Downs lét lífíð þegar lögregla skaut plastkúlum á hóp fólks sem hafði safnast saman í kaþólsku hverfi í Belfast. Lögreglan var að leita að amerískum stuðningsmanni IRA. POLFOTO-símamynd Norður-lrland Arás lögreglu hjálpar I.R.A. Bretland: Orrahríð á orraveiðum Edinborg-Rcuter ■ Orraveiðitímabilið hófst í Skotlandi og Norður-Englandi í gær, degi síðar en venjulega vegna þess að 12. ágúst, upp- hafsdag veiðitímans, bar upp á sunnudag en á þeim dögum er ekki veitt. En það var ekki eina áfallið sem orraveiðimenn urðu fyrir því fuglaverndarmenn gerðu skurk á mýrum þar sem orrinn heldur sig til að reyna að fæla fuglana í burtu. Og í yfirlýsingu sögðust samtök dýraverndar- manna hafa eyðilagt yfir 50 skotbyrgi orraveiðimanna á Skotlandi. Frátt fyrir þetta var orrasteik á matseðli Ritzhótelsins í London í gær. Þeir fuglar voru skotnir fyrir dögun á mýrum í Yorkshire og verðið á sleikinni var um 700 íslenskar krónur. Hlaupið í ve 9 fyrir flugvél! | - sjá nánar frétt á baksíðu ■ Jón Helgason forsætis-, dómsmála-, kirkjumála-, félagsmála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sexfaldur ráðherra ■ „Sem betur fer er ekki mikið að gera,“ sagði Jón Helgason forsætis-, dómsmála-, kirkjumála-, félagsmála-, sjávarútvegs- og lándbúnaðarráðherra er NT hringdi í hann í gær. Jón vildi ekki gera mikið úr upphefð sinni sem er tiikomin af því að Halldór Asgrímsson fór til Noregs í gær á sjávarútvegssýningu og eru þá allir ráðherrar Framsóknarflokksins nema Jón erlendis, en þeir Steingrímur Hermannsson og Alexander Stefánsson eru væntan- legir til landsins aðfaramótt miðvikudags þess 15. ágústmánaðar. Jón verður þvi sexfaldur ráðherra í dag einnig og raunar til fyrramáls. Ekki er að efa að honum ferst sá starfi vel úr hendi, enda maðurinn ráðherralega vaxinn. NT-mynd: Tryegvi New York-Reuter ■ Árás norður-írsku lögregl- unnar á hóp lýðveldissinna í Belfast á sunnudaginn, hefur sætt mikilli gagnrýni banda- rískra stjórnmálamanna af írsk- um ættum og annarra stuðn- ingsmanna Norður-Ira þar í landi. Harðasta gagnrýnin kom frá Noraid-samtökunum í New York en árás lögreglunnar var gerð til að reyna að handtaka sendimann þeirra, Martin Galvin, sem tók þátt í útifundi í Belfast þrátt fyrir að bresk stjórnvöld hefðu bannað honum að fara til írlands. í árás lögreglunnar lést 22 ára gamall maður, Sean Downe þegar hann fékk plastkúlu í brjóstið, og 20 manns særðust. Mario Biaggi, þingmaður frá New York og formaður þing- nefndar um írsk málefni, sagði að báðir aðilar hefðu farið offari en þó væri sök bresku öryggis- lögreglunnar meiri. Noraid-samtökin, sem safna fé í Bandaríkjunum handa norður-írskum lýðveldishreyf- ingum, sögðu í gær að árás lögreglunnar hefði verið tilefn- islaus og villimannleg. Talið er að þetta verði til að auka samúð með baráttu ólöglega írska lýð- veldishersins (IRA) gegn yfir- ráðum Breta í Norður-írlandi og framlög Bandaríkjamanna til Noraid stóraukist. Skákmótið í Gausdal: Tveir íslendingar í toppbaráttunni ■ Fimm íslendingar tefla nú dórsson llévinningogÁrni Á. á alþjóðlega skákmótinu í Árnason 1 vinning og 2 bið- Gausdal í Noregi og þegar 6 skákir. Svíinn Karlsson er umferðum er lokið hefur efstur með 5 vinninga. Karl Guðntundur Sigurjónsson Þorsteins er enn með í toppbar- fcngið 4 vinninga, Margeir Pét- áttunni á heimsmeistaramóti ursson 3V5 vinning og biðskák, unglinga, sem fram fer í Finn- Arnþór Einarsson 2 vinninga landi. Sjáskákþátt HelgaOlafs- og biðskák, Guðmundur Hall- sonar bls 6.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.