NT


NT - 14.08.1984, Síða 5

NT - 14.08.1984, Síða 5
VI. "WflttKjV ■ Laxveiðimenn eiga ekki sjö dag- ana sæla um þessar mundir en gæftir eru almennt lélegar og þær veiðifréttir sem berast mætti með réttu kalla veiðileysisfréttir. Kippur í Víðidalsá Veiðin tók örlítinn kipp í Víði- dalsá í fyrradag en þá fengu þeir tíu laxa sem er besta dagsveiði s.l. hálfa mánuð. Annars hefur veiðin verið þetta 3-4 fiskar á dag. Nú er heildarveiðin komin í 355 Iaxa og er það lélegasta veiði í Víðidalsá í fjölda ára. Á sama tíma í fyrra voru komnir helmingi fleiri fiskar á land, eða um 630 laxar, sem þótti heldur ekki neitt sérstakt. Vilja menn helst um kenna þetta veiðileysi því, að vorið í fyrra var mjög kalt og mikið af seiðum því fyrirfarist, eða kannski ekki gengið til sjávar vegna kulda. Þeir laxar sem veiðst hafa, eru geysivænir, allt uppí 24 pund og nokkrir yfir 20 pund. Giskað hefur verið á að meðalþyngd aflans úr Víðidalsá sé um 13 pund. Landinn fiskar betur! Veiðin hefur heldur verið að glæð- ast í Miðfjarðará eftir að íslendingar tóku við af útlendingum þar. Þannig fékk fyrsta hollið eftir að útlending- arnir fóru 58 laxa og næsta holl á eftir fékk 37 laxa og þeir sem nú eru við veiðar í ánni eru þegar búnir að fá 12 laxa, en eiga VA veiðidag eftir. Áin er að lagast eftir mikla vatna- vexti undanfarið og gæti farið að koma til. Aðallega hefur veiðst smá- lax það sem af er og stærsti lax sumarsins í Miðfjarðará var 19 pund. Nú stendur heildarveiðin í um 500 löxum og er það langt fyrir neðan meðalár, en best hefur veiðst í Mið- fjarðará milli 1600-1800 laxar. Laxalaust sumar í Selá Það er búið að vera sumar og sól í Vopnafirðinum í allt sumar en laxárn- ar þeirra eru því miður búnar að vera svo að segja laxlausar í blíðunni. Veiðihornið hefði samband við ráðskonuna í veiðihúsinu og tjáði hún okkur að þar væri sama ástand og verið hefur; sem sagt algert laxleysi. Síðasta holl fékk 9 laxa á fjórum dögum á fjórar stangir. Það er búin að vera reytingsveiði og er heildar- veiðin rétt skriðin í 70 laxa, en það er varla útlit fyrir að Seláin, þessi mikla laxveiðiá, komist yfir hundrað laxana í ár. Aðallega hefur það verið smálax sem veiðst hefur í sumar. Það hefur vantað alla gömlu 4akt- ana í Selá undanfarin ár. Stórlaxa- göngurnar sem komu alltaf árvisst í Selá í byrjun veiðitímans, og menn var farið að klæja í fingurnar að byrja á fyrstu dagana, og síðan stórar og góðar smálaxagöngur þegar líða tók á sumarið eru alveg horfnar og hefur áin almennt veldið geysilegum von- brigðum undanfarin 2 til 3 ár. Leiðrétting I viðtali í NT sem birtist 5. ágúst s.l. við Árna Árnason framkvæmdastjóra Verslun- arráðs íslands og Kjartan Stefánsson blaða- fulltrúa ráðsins slæddist inn sá misskilningur að félagar úr Félagi íslenskra stórkaup- manna og Félagi íslenskra iðnrekenda hefðu stofnað verslunarráðið. Hið rétta er það voru félagar úr Verslunarráðinu, sem beittu sér fyrir stofnun ofangreindra samtaka. „Að lifa saman“ í Bústaðakirkju ■ Nú á fimmtudaginn verður haldið námskeið í Reykjavík undir yfirskriftinni „Að lifa saman“. Það eru sænsk hjón sem innleiða efnið og flétta það inn í efni úr Biblíunni. Þar næst verður hópvinna. Sömu hjón Ingeborg og Lars Áke Lundberg halda námskeið daginn eftir að Löngumýri í Skagafirði. Það hefst kl. 18 og stendur fram á sunnudag. Þau fjalla um guðs- þjónustuna og bænina og er námskeiðið opið öllum eins og hið fyrra. Innritun og upplýsingar eru veittar á aðalskrifstofu Æskulýðsstarfs Þjóðkirkjunnar á Biskupsstofu, Reykjavík. Þriðjudagur 14. ágúst 1984 5 „ Fréttir________ íslensk hönnun: „Höfum mikla möguleika“ - segir Valdimar Harðarson, en stóll hannaður af honum er kominn á alþjóðamarkað ■ „Ég tel að íslendingar hafi mögu- leika á að eignast mjög góða hönnuði,“ segir Valdimar Harðarson, hönnuður stólsins Sóley, sem hafin er framleiðsla á í Þýskalandi. Valdimar sagði á blaðamannafundi í síðustu viku, að Danir hafi á árunum upp úr 1950 byggt upp húsgagnaiðnað á hönnun þar sem fór saman verkleg kunnátta hönnuða og menntun. Valdimar sagði að það hefði auðveldað honum við hönnun stólsins, að faðir hans er bifvélavirki, og hafi hann unnið við suður og málma frá æsku. „Þegar verkmenntun er fyrir hendi, þá stoppar ekkert hönnuði frá því að vinna hlutina sjálfir," sagði Valdimar. Valdimar benti á að aðstaða fyrir hönnuði er mjög lítil hér á landi. Hann sagði að íslensk fyrirtæki hefðu ekki bolmagn til að fjármagna þróun á framleiðsluvörum, að nægilegu marki. Aðspurður um ríkisaðstoð, sagði Valdimar: „Allt fjármagn fer til fyrir- tækja sem eyða því í tæki og vélar.“ Valdimar sagðist hafa átt því láni að fagna að eiga ættingja sem hefðu haft aðstöðu til að aðstoða hann, m.a. hefði frændi hans Böðvar Sigurðsson, þúsund- þjalasmiður, aðstoðað við smíðina. Stóll Valdimars, Sóley, hefur vakið nokkra eftirtekt erlendis, og verið um hann fjallað af mörgum dagblöðum og tímaritum. Hönnun stólsins mun hafa tekið í allt átta ár, en hugmyndina kvaðst Valdimar hafa fengið kvöld eitt, í íbúð sinni þegar hann var við nám í Lundi. Valdimar kvaðst hafa boðið íslensku fyrirtæki stólinn, en það ekki haft áhuga. Síðan fékk hann augastað á fyrirtækinu Kusch og Co., í Þýskalandi. Valdimar sagði að það fyrirtæki væri framsækið á sviði húsgagnaframleiðslu, og hefði þá tækni sem nauðsynleg væri til fram- leiðslu stólsins. Dieter Kusch, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði blaðamönnum að hann hefði fengið bréf frá Valdimar þar sem hann sagði frá stól sínum. Síðan hefðu þeir ákveðið að hittast á húsgagna- sýningu í Köln 1983. Þar hefði Valdimar birtst með böggul undir hendinni, opnað og dregið fram stólinn. „Þá vissi ég að Valdimar er minn maður," sagði Dieter. Dieter sagði að fyrirtækið gerði ráð fyrir að framleiðsla á stól Valdimars yrði verulegur hluti af heildarframleiðslu fyrirtækisins, eða 15-20 prósent. Nú þegar hefur verið fjárfest í fram- leiðslulínu, sem kostaði 11 milljónir króna, og er gert ráð fyrir að eftir 2 ár, nemi framleiðslan 5000 stólum á mán- uði. Fyrirtækið hefur skráð einkaleyfi á framleiðslunni í 90 löndum. Stóllinn Sóley, er smíðaður úr hertu stáli, og eru allar beygjur gerðar kaldar. Þá þarf sérstök tæki til að sjóða öll samskeyti. Að sögn Valdimars ráða ■ Valdimar Harðarson (t.d.) og Dieter Kusch, sýna notkun stólsins á blaðamannafundi í síðustu viku. Valdimar taldi koma til greina, að styðja við íslenska hönnun, með veitingu starfslauna á borð við þau sem listamcnn fá. NT-mynd: Ari íslensk fyrirtæki ekki yfir tækni sem þarf til framleiðslu stólsins. Stólinn er hægt að brjóta saman, þannig að lítið fari fyrir honum, enda mun hann einkum hugsaður fyrir ráð- stefnusali, skóla og veitingahús, eða aðra staði sem þurfa að geta geymt mikinn fjölda stóla. Stóllinn er þó frábrugðin öðrum slík- um stólum, að því leyti að cngin hætta er á að hann falli saman, ef til dæmis er stigið á setu stólsins. Þrátt fyrir að stóllinn sé verulega einfaldur í útliti, er erfitt að lýsa honum á prenti, og er best að láta meðfylgjandi ljósmynd um það. Stóllinn er til sölu hér á landi hjá Epal og kostar ódýrasta gerðin 2090 krónur.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.