NT - 14.08.1984, Blaðsíða 21

NT - 14.08.1984, Blaðsíða 21
GE Þriðjudagur 14. ágúst 1984 21 ‘ 'N Skotbardagar á Sri Lanka Colombo-Reuter. ■ Átök milli skæru- liða af tamil-þjóðflokki og stjórnvalda á Sri Lanka halda áfram að harðna. A.m.k. fimm- tán skæruliðar tamil- skra aðskilnaðarsinna létu lífið í tveimur skot- bardögum við öryggis- sveitir hersins í gær. Samkvæmt opinberum tölum hafa nú 95 manns. fallið í þessum átökum frá því að herinn hóf sókn sína gegn þjóðern- issinnuðum tamilum þann 4. ágúst síðastlið- inn. En margir tals- menn tamila halda því fram að margfalt fleiri hafi fallið, aðallega óbreyttir borgarar. Mikil reiði er nú á Indlandi vegna aðgerða hérsins á Sri Lanka gegn tamilum en á Ind- landi eru tamilar einnig mjög fjölmennir. Her- inn hefur m.a. verið ásakaður fyrir að skjóta á óbreytta borgara án tilefnis og sagt er að hermenn hafi lagt eld að 300 búðum og íbúð- arhúsum í Adampan- þorpi, í hefndarskyni fyrir árásir tamilskra skæruliða á herflokka stjórnarinnar. Einn af leiðtogum Sameinaðrar frelsis- fylkingu tamila sagði í gær að svo virtist sem stjórnvöld hefðu einsett sér að leysa þjóðern- isvandamálin á Sri Lanka með hervaldi. Hann sagði að slíkt myndi aldrei takast þar sem allir tamilar myndu þá snúast gegn stjórn- inni. Hann sagði enn fremur að ýmislegt benti til þess að herinn væri agalaus og léti ekki að stjórn. Eistlenskur ráðherra: Flúði til Svíþjóðar Berlínarmúrinn 23 ára ■ í gær voru 23 ár liðin síðan Berlínarmúrinn, var reistur. Á meðal þeirra sem minntust þessara tímamóta var Bandaríkjamaðurinn Joseph Werner frá New York, sem tók sér stöðu með mótmælaspjald við „Check- point Charlie“, hlið á múrn- um sem gætt er af Ameríku- mönnum en þetta hlið kemur oft við sögu í njósnaskáld- sögum. Polfoto-símamynd Stokkhólmur-Reuter. ■ Aðstoðarráðherra í eist- lensku stjórninni hefur flúið til Svíþjóðar ásamt eiginkonu sinni og beðið þar um pólítískt hæli, að sögn sænsku lögreglunnar. Nafni mannsins er haldið leyndu en talsmaður lögreglunnar bar til baka fréttir um að flóttamað- urinn væri Jaak Viller, aðstoð- armenningarmálaráðherra og þekktur leikstjóri. Talsmaður lögreglunnar sagði að um væri að ræða einn af aðstoðardómsmálaráðherr- um Eistlands sem hefði farið frá Eistlandi í opinberum er- indagerðum fyrr í þessum mán- uði. Flótti ráðherrans fylgir í kjölfar ádrepu sem sovésk yfir- völd veittu þeim eistlensku þann 1. ágúst s.í. fyrir að taka ekki nógu harða afstöðu gegn þjóð- ernishyggju í landinu, og voru eistnesk yfirvöld hvött til að berjast gegn vestrænum og andsovéskum áhrifum. Eistland er lýðveldi innan Sovétríkjanna en Svíþjóð fylgir þeirri stefnu að veita öllum flóttamönnum frá Sovétblokk- inni pólítískt hæli. Þar er aðal- miðstöð eistlenskra flótta- manna og hefur Sovétstjórn oft gagnrýnt starfsemi þeirra. ■ ÞEGAR hinn nýi forsætis- ráðherra Kanada, John Turner, boðaði í síðastl. mán- uði til þingkosninga 4. septem- ber næstkomandi, bentu skoð- anakannanir til þess, að flokk- ur hans, Frjálslyndi flokkur- inn, myndi vinna auðveldan sigur. Kjósendur virtust vænta mikils af hinum nýja forsætis- ráðherra og því fór fylgi Frjáls- lynda flokksins vaxandi sam- kvæmt skoðanakönnunum eft- ir að Ijóst var orðið að Turner yrði kjörinn formaður flokks- ins á þingi flokksins, sem var haldið í júní. Turner hafði ekki tekið þátt í stjórnmálum um 10 ára skeið, en áður hafði hann verið þing- maður og ráðherra og unnið sér gott orð. Talið var að fyrri reynsla hans myndi koma hon- John Turner Brían Mulroney Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ætli að verða nokkuð ágengt. Síðasta skoðanakönun í Qu- ebec spáir Frjálslynda flokkn- um 47 % fylgi, en íhalds- flokknum 38 %. Þetta er mikil breyting því að í þingkosning- Mulroney hefur sigrað Turner í einvígunum í sjónvarpinu Báðir bjóða þeir sig fram í vonlitlum kjördæmum um að góðu gagni, þegar hann kæmi til sögu að nýju. Það studdi sigurlíkur Turners, að aðalkeppinautur- inn, Brian Mulroney, virtist í lægð eftir að hann hafði notið vaxandi fylgis fyrst eftir að hann var kosinn formaður íhaldsflokksins á síðastl. ári. Mulroney tókst þá að ná kosn- ingu eftir harða keppni við Joe Clark, sem verið hafði formað- ur flokksins og um skeið for- sætisráðherra. Mulroney hafði ekki komið nálægt stjórnmál- um áður, en verið fengsæll á viðskiptasviðinu. Hann naut þess að vera snjall ræðumaður, sem kom vel fyrir á sjónvarps- skerminum. Vinsældir þær, sem Mulron- ey tókst að afla sér um skeið ýttu undir það að Trudeau dró sig fyrr til baka en ella sem forsætisráðherra og formaður Frjálslynda flokksins. Skoðanakannanir sýndu, að kjósendur voru orðnir þreyttir á honum eftir samfellda stjórn- arforustu í næstum tvo áratugi. Hann hafði áður tilkynnt að hann myndi draga sig til baka, en flýtti því af áðurgreindum ástæðum. Eftir það varð mikil breyting á fylgi flokkanna samkvæmt skoðanakönnunum. íhalds- flokkurinn fór að tapa, en Frjálslyndi flokkurinn að vinna á. Flokkur sósíaldemókrata stóð í stað. ÞEGAR kosningabaráttan hófst í síðasta mánuði stóðu því leikar þannig, að Turner var talinn nokkurn veginn sig- urviss. Þetta er nú hins vegar breytt. Nú benda skoðanakannanir til þess, að íhaldsflokkurinn sé líklegri til að fara með sigur af hólmi en Frjálslyndi flokk- inn. Meginástæðan virðist sú, að í sjónvarpseinvígum, sem þeir hafa háð, hefur Mulroney þótt standa sig áberandi betur. Turner virðist hafa farið aftur meðan hann stóð utan hinnar pólitísku baráttu. Það hefur dregið úr þeim áróðri Frjáls- lynda flokksins, að styrkur Turners sé reynslan. Hins vegar hafa sjónvarps- einvígin styrkt þann áróður íhaldsflokksins, að nýir vendir sópi best. Málefnalega ber þeim Turn- er og Mulroney ekki mikið á milli. íhaldsflokkurinn ákvað fyrir nokkru að taka upp öllu frjálslyndari og umbótasinn- aðri stefnu en áður og kallar sig því Framfarasinnaða íhaldsflokkinn (Progressive Conservative Party). Bilið milli flokkanna hefur því minnkað og hefur enn minnk- að við það, að Turner er meira til hægri en Trudeau. Það má því segja, að kosn- ingabaráttan í Kanada snúist nú öllu meira um persónur en stefnur. Um margt eru þeir Turner og Mulroney áþekkir. Þeir eru lögfræðingar að menntun og hafa starfað sem lögfræðilegir ráðunautar stórra fyrirtækja. Báðir eru jafnvígir á ensku og frönsku. Báðir eru frekar íhaldssamir, en lýsa þó yfir því, að þeir vilji í stórum dráttum viðhalda velferðar- skipulaginu. Þegar þannig stendur á, get- ur framkoman í sjónvarpi reynst mikilvæg og virðist líka hafa orðið það. Þar virðist Mulroney hafa gengið betur. BÁÐIR tefla þeir Turner og Mulroney djarft í kosningabar- áttunni á þann hátt, að þeir bjóða sig fram í kjördæmum, þar sem tvísýnt er að þeir vinni sigur. Fylgi flokkanna er þannig háttað, að meginfylgi Frjáls- lynda flokksins er íausturhluta landsins, einkum þó í Quebec, þar sem frönskumælandi fólk er í meirihluta. Mulroney hef- ur ákveðið að gera mikið strandhögg hjá Frjálslynda flokknum í Quebec, en hann er ættaður þaðan og uppalinn þar, og býður sig nú fram í frekar vonlitlu kjördæmi þar. Svo virðist sem Mulroney unum 1980 fékk íhaldsflokkur- inn aðeins 12.5 % greiddra atkvæða. Frjálslyndi flokkurinn hefur nú öll 75 þingsætin í Quebec, nema eitt. Ihaldsmenn gera sér nú vonir um að geta unnið 20. Það yrði söguleg breyting. íhaldsflokkurinn hefur haft aðalfylgi sitt í vesturfylkjun- um. Turner sem ekki á sæti á þingi, býður sig fram í vestasta fylkinu, British Columbia, en þar hefur Frjálslyndi flokkur- inn ekkert þingsæti. Turner býður sig fram í kjördæmi, sem er talið frekar vonlítið. Svo getur farið, að báðir flokksforingjarnir falli. Sá skellur þarf þó ekki að útiloka þá frá þingsetu, því að einhver þingmaður í öruggu kjördæmi yrði látinn standa upp fyrir þeim.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.