NT - 14.08.1984, Page 12

NT - 14.08.1984, Page 12
 ,.ý'//w1 m Sigurður Þórðarson stöðvarstjóri í Kollafirði skilar seiðum í flotkví, eftir þyngdar- og lengdarmælingu. NT-mynd: ah Seiðaskemma laxeldisstöðvarinnar í Kollaflrði. í hverju keri eru 5-! Ekkert sem gef ur okkur s ■ „Það er vel hægt að tvöfalda þjóðartekjur íslendinga á næstu tíu árum með fiskræktinni einni. Ég hef sagt það áður, og ég stend við það.“ Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður er ekki í nokkrum vafa um í hverju helsti vaxtarbroddur íslensks efnahagslífs næstu ára og áratuga er fólginn. Laxeldi er töfraorðið. Laxeldi hefur verið stundað lengi í stórum stíl í næstu nágrannalöndum okkar og hefur gefið góða raun. Norðmenn eru þar einna fremstir í flokki og hefur eldislaxinn fært þeim drjúgar tekjur. Það er því kannski ekki f urða þótt íslenskir athaf namenn renni hýru auga til fiskeldisins, þegar hefðbundnir atvinnuvegir okkar, landbúnaður og sjávarútvegur, standa höllum fæti, og Ijóst er, að við verðum að auka f jölbreytni atvinnulíf sins, ef við ætlum að halda uppi lífskjörum í landinu. Áhugi á þessari búgrein hef ur enda aukist til mikilia muna á allra síðustu árum. geti sjálfir fengið að virkja gufuafl og verða þannig engum háðir með orku. Fiskeldi í stórum stíl á ís- landi kallar því á mikla fjárfest- ingu og stöðvarnar þurfa að vera tiltölulega stórar til þess að rekstur þeirra verði sem hagkvæmastur. Eru nefndar tölur eins og 500-1000 tonna framleiðsla á ári. Nýting jarðvarma við fisk- eldi hefur þann kost, að með því móti er hægt að flýta mjög vaxtarhraða fisksins. íslend- ingar geta þannig alið lax í sláturstærð á helmingi skemmri tíma en Norðmenn, sem ala sinn fisk við náttúru- legt hitastig í fjörðum um allt land. Jarðvarminn forsendan „Engir nema íslendingar eru svo vitlausir að vita ekki, að við eigum besta fiskræktarland heimsins," segir Eyjólfur Konráð, þegar hann er spurður um möguleika laxeldis á ís- landi. Menn eru almennt sammála um, að ísland búi yfir miklum möguleikum til fiskeldis. í því sambandi er það jarðhitinn, sem skiptir sköpum. „Jarðhiti er algjör forsenda fyrir raun- liæfu fiskeldi hér á landi,“ segir Árni ísaksson fiskifræð- ingur hjá Veiðimálastofnun í skýrslu, sem hann hefur samið um „mikilvægi jarðhita við fiskeldi hér á landi“. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að nýting jarðvarma til laxeldis er mjög dýr og orkuþörfin er mikil. í skýrslu sinni segir Árni, að fiskeldi á íslandi geti flokkast undir orkufrekan búskap. Fiskeldi sé þar komið í beina samkeppni við þær greinar ylræktar, sem noti 50- 100 gráðu jarðhita, svo og húsahitun. Það hafi þó þá sérstöðu að geta nýtt temprað- an jarðvarma, 10-50 gráðu heitan. Ingimar Jóhannsson fiski- fræðingur hjá Fiskifélaginu segir, að ef fiskeldisstöðvar þurfi að kaupa orku frá ríkis- netinu á fullu verði, séu mögu- leikar þeirra fremur hæpnir. Öðru vísi horfi við ef menn Treyst á ratvísina Fiskeldisstöðvum á íslandi má skipta í fernt. í fyrsta lagi eru stöðvar, sem eingöngu ala upp gönguseiði. í öðru lagi stöðvar, sem ala lax í slátur- stærð. í þriðja lagi eru hafbeit- arstöðvar, þar sem gönguseið- um er sleppt í sjóinn og síðan treyst á ratvísi þeirra og þau skili sér aftur sem fullvaxnir fiskar. í fjórða lagi eru stöðvar, þar sém laxinn er alinn upp í kvíum í sjónum, en það er sú aðferð, sem Norðmenn nota. Hafbeitartilraunir hafa verið stundaðar hér á landi í tvo áratugi og hafa þær farið fram víða á landinu. Reynslan af þeim er mjög misjöfn, en eink- um hefur hún þó verið erfið á Norður- og Austurlandi. Endurheimtuhlutfallið er það, sem skiptir máli í hafbeitinni. og fram til þessa hafa það einkum verið tvær stöðvar, sem liafa skarað fram úr. Ann- ars vegar laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði, þar sem endur- heimtan hefur verið 8-10% síðastliðin 4-5 ár, og hins veg- ar hafbeitarstöð Jóns Sveins- sonar við Lárós á Snæfellsnesi, þar sem endurheimtan hefur verið 11-12% undanfarin ár, en hefur mest farið í um 20%. Hafbeitartilraunir hafa einn- ig verið stundaðar norður í Lóni í Kelduhverfi, þar sem íslensk-norska fyrirtækið ísnó hefur aðstöðu, svo og í Vogun- um þarsem Fjárfestingafélagið og bandarísk fyrirtæki hyggja á byggingu stórrar stöðvar. Ákvarðanir um framhald starfseminnar á hvorum tveggja þessara staða verða teknar á næstunni. Spurningin virðist ekki vera um hvort haldið verður áfram og farið út í alvöru rekstur, heldur fremur um hversu hröð uppbyggingin á að vera. ísnó hefur uppi áætlanir um að fara í eitt þúsund tonna framleiðslu, sem þýðir 5 milljón seiða stöð mið- að við 5% endurheimtu. Fjár- festingarfélagið ætlar að reisa 10 milljón seiða stöð og verður hún að fullu komin í notkun árið 1989. Sjávarkuldi takmarkar Kvíaeldi í sjó er m.a. stund- að af ísnó í Kelduhverfi og Sjóeldi í Höfnum á Reykjanesi. Laxinn er settur út í kvíarnar að vorinu og alinn þar fram á haust eða fyrripart vetrar, þeg- ar honum er slátrað. Þá er ■ Sigurður Þórðarson stöðvarstjóri laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Áhugi á laxeldi hefur stóraukist undanfarin missei Þriðjudagur 14. ágúst 1984 12 —

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.