NT - 14.08.1984, Blaðsíða 11

NT - 14.08.1984, Blaðsíða 11
 i\\' LlL ■'N Vettvangur ■ Göngugatan í Reykjavík Þriðjudagur 14. ágúst 1984 11 Málsvari frjálslyndis,: . samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórárinn Þórgrinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. . Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setnihg og umbrot: Tœknideild NT. Prentun: Blaftaprent hf. Nýr draumur um ráðherrastóla ■ Það hefur komið hvað eftir annað í ljós í skrifum Þjóðviljans,að foringjar Alþýðubandalagsins eiga nú ekki aðra ósk heitari en að komast aftur í ríkisstjórn. Önnur vinnubrögð þeirra beinast líka bersýnilega að þessu marki. bankanna sem við götuna standa. Háreystin glymur í eyrum og megnan óþef leggur ■ „Stjórnendur Reykja- víkur hafa ekki borið gæfu til þess að halda áfram því verki sem hafið var. Þeir hafa hvorki haft vilja né dug til þess að standa gegn aurskriðu kaupmangsins, sem fallið hefur yfir göngu- götuna og breytt henni á nokkrum árum í ömurlegt og daunillt kraðak." fyrir vit. Allt minnir helst á markaðsgötu suður við Mið- jarðarhaf. Tómas hefur verið kaffærður og sér ekki í hann né önnur listaverk þarna lengur. Grasreitirnir eru orðn- ir að flagi eða hafa verið stein- lagðir. Þessi ömurlega mynd, sem nú blasir við í göngugötu Reykjavíkur er vitnisburður um skammsýni stjórnenda og þjónkun þeirra við kaupmangara- öflin í borginni, niðurlæging. Markaðstorg á öðrum stað Fyrir það skal auðvitað ekki synjað, að markaðstorg geti átt nokkurn rétt á sér í borg- inni, en því átti að velja annan stað, sem þó er ef til vill örðugt að koma auga á. En það átti ekkert erindi í Austurstræti og var hrein og bein svívirða að skáka því niður umhverfis Tómas í göngugötunni og eyði- leggja með því vísi sem lofaði góðu. Hér þurfa borgararnir að taka til hendi og knýja á um hreinsun. Þeir mega hvorki gefa borgarstjórnendum frið né hlífð fyrr en þeir hafa séð að sér og risið gegn þessari innrás kaupmangsins í göngu- götu borgarinnar og hafið að nýju starfið þar sem frá var horfið við að fegra hana og gera hana aftur að því athvarfi mannshjartans sem Tómas kvað um og aðdáendur hans ■ „Þeir sem lagt hafa leið sína til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands, síðustu missirin, vita að þar hefur líka verið gerð göngugata. Og þar blasir við önnur mynd en í kaup- mangarstrætinu í Reykja- vík.“ dreymdi um þegar hafist var handa. Önnur mynd á Akureyri Þeir sem lagt hafa leið sína til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands, síðustu missirin, vita að þar hefur líka verið gerð göngugata. Og þar blasir við önnur mynd en í kaup- mangarastrætinu í Reykjavík. Hafnarstræti norðan Kaup- vangsstrætis að Ráðhústorgi hefur verið losað við bíla- umferðina og lagt ljósum hell- um með einstaka ey og góðri lýsingu. Þar blasir við bjart og að fjallað verður almennt um þær aðgerðir sem reyndar hafa verið til að draga úr þeirri sérhættu sem börnum alkóhól- ista er búin verður sérstaklega tekið fyrir hvernig alkóhólistar geta rætt þessi mál við börn sín og hlutverk skólans í að greina sérvandamál þessara barna. Einnig verður fjallað um sjálfs- hjálparhópa. Auk ýmissa íslenskra sér- fræðinga sjá þrír þekktir Bandaríkjamenn um efni námstefnunnar. Þeir eru: Dr. Carl A. Whitaker, prófessor við Wisconsinháskóla, dr. Roy Wilson Pickens, prófessor við Minnesótaháskóla og Thomas M. Griffin, yfirmaður For- varna- og fræðsludeildar Haz- elden stofnunarinnar í Minnes- ota. Dr. Whitaker er geðlæknir að mennt og var einn af þeim fyrstu sem fóru að taka maka og hreint svið, þar sem göngufólkið hefur frjálsa leið og olnboga- rými til beggja handa, þar sem gömlu húsin hafa öðlast nýjan og hýrari svip. Þar eru sölu- búðirnar í húsum inni eins og áður var, en á göngugötunni sjálfri er ekkert söluborð, eng- inn vöruvagn eða prangara- skýli. Þar er lofið hreint og laust við götumarkaðsfnykur- inn. Aðeins norður á Ráðhús- torgi er einn eða tveir sölu- vagnar til ákveðinnar þjón- ustu. Fá listaverk eru enn kom- in upp á hinni fögru göngugötu Akureyringa, en þeim mun fjölga á komandi tíð. Þessi göngugata er í senn bæjarprýði og yndisauki í mannlífinu þar. Vonandi bera stjórnendur Akureyrar gæfu og manndóm til þess að standa gegn kaup- mangsinnrás á hina fögru göngugötu en ástunda því bet- ur að auðga hana að listum og annarri fegurð á komandi tíð. Verslunin á heima á sínum stað inni í húsunum við göngu- götuna, en á ekki að flæða út á hana og verða þar þröskuldar og torfærur á vegi göngufólks. Takist þetta verður Akureyri fyrirmynd annarra bæja á land- inu í þessu efni sem mörgum öðrum og hrópandi áminning til Reykvíkinga um að hreinsa til í Austurstræti. Þar er ekki .síður þörf á svipu til þess að reka kaupmangarana út en í musterinu í Jerúsalem forðum daga. Andrés Kristjansson börn með í meðferð á hinum yfirlýsta sjúklingi. Vinnuað- ferðir dr. Whitaker eru á marg- an hátt forvitnilegar og sér- stæðar. Hann fer t.d. gjarnan þá leið í að hjálpa fjölskyldum að koma sjálfur fram sem miklu „sjúkari" en fjölskyldu- meðlimirnir. Dr. Roy Wilson Pickens er prófessor við Geðlækninga og sálarfræðideild Minnesotahá- skóla. Pickens er doktor í sálarfræði og geðlyfjafræði og er þekktur fyrir störf sín og skrif um áfengismál. Thomas M. Griffin er sál- fræðingur að mennt og hefur um árabil starfað að fræðslu um vímuefnamál. Eftir hann liggja ýmis rit og greinar um þessi mál. Námstefnan er öllum opin og fást nánari upplýsingar hjá Afengisvarnaráði, Eiríksgötu 5, Reykjavík. (Fréttatilkynning) í þessum tilgangi er m.a. reynt að breiða sem vendilegast yfir hina sósíalísku stefnu Alþýðubandalags- ins og byrjað á því að lofsyngja einkaframtakið hástöf- um. Þetta á að ganga í augun á Sjálfstæðisflokknum. Haldi þannig áfram verður þess ekki langt að bíða, að Þjóðviljinn fari að lofsyngja herstöðina á Keflavíkur- flugvelli. Foringjum Alþýðubandalagsins er ljóst að þeir munu ekki komast í stjórn af eigin ramleik. Þeir verði því að leita liðveislu og helst að sameinast einhverjum öðrum til að fá styrk og tiltrú. í samræmi við þetta var gerð breyting á lögum bandalagsins á flokksþingi þess síðastliðinn vetur. Þessi breyting átti að auðvelda öðrum samtökum að gerast þátttakendur í Alþýðubandalaginu án þess að ganga endanlega í það. Enn hefur þetta ekki borið annan árangur en þann, að Fylkingin svonefnda, sem er lengst til vinstri, hefur gerst slíkur samstarfsaðili Alþýðubandalagsins. Þetta þykir að vonum rýr uppskera og öfug við það, sem til var ætlast. Hugmyndafræðingur bandalagsins og mestur áhuga- maður um stjórnarþátttöku,Ólafur Ragnar Grímsson, fer því á stúfana í síðasta laugardagsblaði Þjóðviljans (11. ágúst) og hvetur til myndunar svonefndrar flokkakeðju með þátttöku Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokks, Bandalags Jafnaðarmanna, Kvennalistans og Flokks mannsins, sem fær hjá Ólafi skammstöfunina M. Þessi flokkakeðja á að mynda kosningabandalag, sem á að ganga undir skammstöfuninni A-A-BJ-KL-M. Markmiðið á að vera að allir þessir aðilar komist í ríkisstjórn. Þeirri hugsjón er þannig lýst í grein Ólafs Ragnars: „Á grundvelli víðtækrar stefnuskrár um kerfisbreyt- ingar gæti flokkakeðjan A-A-BJ-KL-M stigið enn lengra á samstöðubrautinni og lýst því yfir að flokkarnir myndu standa sameiginlega að stjórnarmyndun. Annað hvort færu þeir allir saman í ríkisstjórn eða enginn. Slíkt bandalag gæti í krafti styrkleika síns gert kröfu til að fá stjórnarmyndunarumboðið á undan Framsóknarflokkn- um og jafnvel einnig áður en Sjálfstæðisflokkurinn kæmi til greina. Umræður um nýja stjórn landsins yrðu þá að frumkvæði þessarar flokkakeðju. Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu þá bara um tvo kosti að velja: Að sætta sig við málefnalega forystu flokkakeðjunnar eða hanga áfram saman báðum til skapraunar.“ Flokkunum A-A-BJ-KL-M er hér vissulega sýnt fram á, að ekki sé til lítils að vinna með slíkri flokkakeðju. A.m.k. einn þeirra, Alþýðubandalagið, hefur sýnt sig að vera áhugasamur um slíka keðju, enda myndi bersýnilega sem stærsti flokkurinn hreppa stjórnarfor- ustuna. Hinir gætu samt fengið álitlega ráðherrastóla. Nú er að sjá undirtektir annarra flokka en Alþýðu- bandalagsins undir þessa hugmynd um flokkakeðjuna A-A-BJ-KL-M. Enn sem komið er, hefur ekki frést um undirtektir þeirra. Foringjar Alþýðubandalagsins eru vongóðir, því hér blasir við nýr og fagur draumur um endurheimt ráðherrastólanna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.