NT


NT - 14.08.1984, Side 3

NT - 14.08.1984, Side 3
 fíf? Þriðjudagur 14. ágúst 1984 3 ulf '■*N . Frétli wr Stúdentaráð: VíturáRagn hildi kljúfa stjórnina ■ Meirihlutasamstarf í stúdentaráöi klofnaði þeg- ar kom til atkvæðagreiðslu í fyrri viku um vítur á menntamálaráðherra fyrir að afnema skylduaðild að samtökum námsmanna erlendis. Félag vinstri manna sem skipar stjórn- arandstöðu bar upp álykt- un þar sem fyrrnefnd að- gerð ráðherrans var fordæmd. Umbótasinnar sem sitja í stjórn ásamt Vöku-mönnum studdu til- löguna en Vökumenn snérust öndverðir gegn henni. Við atkvæða- greiðslu tryggðu atkvæði Umbótasinna og vinstri manna framgang ályktun- arinnar sem var svohljóð- andi: „Fundurinn fordæmir þá aðför menntamálaráð- herra að SÍNE, að fella niður skylduaðild að sam- tökunum. Með þessu er vegið að fjárhagsgrund- velli samtakanna og til- gangurinn sá einn að veikja samtökin og bar- áttu þeirra.“ ■ Það kom í Ijós í gær að stærðfræðingar eru ekki óskeikulir því einn þingfulltrúa á þingi norrænna stærðfræðinga sagði við Ijósmyndara NT að stærðfræðingar festust ekki á mynd. Nema að hann hafi rétt fyrir sér að þetta séu engir stærðfræðingar? NT-myndíSverrir Norrænir stærðfræð- ingar í Reykjavík ■ í gær hófst norrænt stærð- fræðiþing í Háskóla íslands og sér íslenska stærðfræðifélagið um þinghaldið. A þinginu verða fluttir 10 yfirlitsfyrirlestrar um nýjustu rannsóknir á ýmsum sviðum stærð- fræði og verða meðal fyrirlesara Bjarni Jónsson prófessor við Vanderbiltháskólann í Tennessee og dr. Jón Kr. Arason, dósent við Háskóla Islands. Einnig hafa verið valdir 24 fyrirlesarar, sem munu gera grein fyrir eigin rannsóknum, hver á sínu sviði, meðal þeirra 4 íslendingar: Eggert Briem próf- essor og dr. Jakob Yngvason, sem báðir starfa við Háskóla íslands, dr. Guðlaugur Þorbergsson, sem starfar við Háskólann í Bonn og Sigurður Helgason prófessor við Tækniháskóla Massachusetts í Boston. Loks verða fluttir 40 ör- stuttir fyrirlestrar. Þátttakendur á þinginu verða rúmlega 120 auk fylgdarliðs. Framkvæmdastjóri þingsins er Jón Ragnar Stefánsson dósent. í samvinnu við bóksölu stúdenta verður haldin bókasýning. Kynnt- ar stærðfræðibækur og tímarit frá fjórum erlendum bókaútgáfum. Sú sýning stendur til 22. ágúst og verður í húsi verkfræði- og raun- vísindadeildar á Hjarðarhaga 6. 75.000 í boði - ffyrir sniðugasta tjaldsvæðið Hugmyndasamkeppni Ferða- málaráðs um búnað á tjaldsvæðum er nú hafin og mun standa fram til 25. október. Á fundi sem Ferða- málaráð hélt í gær til að kynna blaðamönnum keppnina, kom m.a. fram að nú er orðin brýn þörf fyrir aukna þjónustu við ferða- menn á tjaldsvæðum. Það var að heyra á fulltrúum Ferðamálaráðs á fundinum að eig- inlega væri ekki nema eitt tjald- svæði á landinu sem stæði undir nafni og var þá átt við Skaftafell í Öræfum. Mörg ný tjaldsvæði hafa þó verið tekin í notkun á síðustu árum og fjöldi gesta á einu tjald- svæði getur numið tugum þúsunda á sumri og fer ört vaxandi. Með hugmyndasamkeppninni er ætlunin að koma upp eins konar hugmyndabanka um búnað á tjaldsvæðum, sem sveitarfélög og aðrir aðilar sem að tjaldsvæðum standa geti gengið í eftir þörfum. Samkeppnin fer fram eftir keppnisreglum Arkitektafélags ís- lands og þátttökurétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar svo og er- lendir séu þeir búsettir hér. Það kostar 500 kr. að taka þátt í samkeppninni og eru keppnisgögn afhent á Freyjugötu 41 (sími 14165). Fyrstu verðlaun verða ekki lægri en 75.000 en heildarfjárhæð verð- launa eru 155.000 kr. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa til- lögur fyrir 50.000 kr. til viðbótar. Vaxtaákvarðanir bank- anna mjög mismunandi - en þó er enginn munur á vaxtakjörum nokkurra reikninga ■ Eins og fram keniur á með- fylgjandi töflu eru ákvarðanir bankanna á nýjum innláns- og útlánsvöxtum, sem tóku gildi í gær, með nokkuð mismunandi hætti. Enginn munur kemur ,fram á vaxtakjörum bankanna á nokkrum reikningum, þ.á.m. á sparisjóðsbókum og inn- lendum gjaldeyrisreikningum, en mestur er munurinn á ávísanareikningum. Það vekur athygli að Búnað- arbankinn, einn banka, skiptir víxlum og skuldabréfum í tvo flokka, með mismunandi vöxtum. Stefán Hilmarssoh, bankastjóri Búnaðarbankans, sagði þetta eiga rætur í túlkun bankans á stefnumörkun stjórn- valda. „Við þykjumst hafa orðið varir við þá meginstefnu- mörkum stjórnvalda, að draga eigi mest úr eyðslu- og fjárfest- ingalánum, sem mest eru í formi viðskiptavíxla og við- skiptaskuldabréfa. Því ákváð- um við sérstaka hækkun á þeim,“ sagði Stefán. Svo virðist sem Iðnaðarbank- inn bjóði sem stendur bestu tryggða ávöxtun innlána, á bón- usreikningi sínum. Ragnar Önundarson, banka- stjóri Iðnaðarbankans, sagði að væri reikningurinn, sem er sex mánaða reikningur, framlengd- ur um aðra sex mánuði, þá reiknuðust 1,5% bónusvextir á innistæðuna; reikningurinn bæri ■ „Háir vextir á ávísanareikn- ingum hafa aðallega auglýsinga- gildi, en þýðing þeirra fyrir launþega er sáralítil vegna þess hvernig þessir vextir eru reiknað- ir,“ sagði Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans,í samtali við NT í gær um þann mun, sem er á innlánsvöxtum ávísanareikninga bankanna nú eftir að vaxtaákvarðanir hafa verið gefnar frjálsari. Eins og fram kom í NT í gær, bjóða sumir bankar upp á 5% þá 24,5% nafnvexti á tólf mán- aða tímabilinu. Sparisjóðir landsins hafa ekki að fullu gengið frá sínum vaxta- hækkunum. Sigurður Hafstein, framkvæmdastjóri Sambands vexti af ávísanareikningsinni- stæðum en aðrir allt upp i 15%. Þessi mikli munur hefur vakið talsverða athygli, en í raun hef- ur þetta atriði minni þýðingu en ætla mætti. „Viðskiptavinir bankanna mega ekki gleyma því hvernig vextir af þessum reikningum eru reiknaðir. Á hverju tíu daga tímabili, þ.e. frá 1. hvers mán- aðar til þess 10. o.s.frv. eru aðeins reiknaðir vextir af lægstu upphæð tímabilsins. Sé heftið íslenskra sparisjóða, sagði að sparisjóðirnir , 38 að tölu, myndu ákveða vexti hver fyrir sig, en ekki væri að vænta niðurstöðu frá þeim öllum fyrr en í lok vikunnar. tómt að morgni þess 1. eru engir vextir reiknaðir þótt háar upp- hæðir væru annars á heftinu á tímabilinu. Þessi aðgerð gerir það að verkum að vaxtagreiðslur til launþega eru sjaldnast miklar," sagði Stefán. „Við skoðuðum auðvitað þenn- an möguleika ítarlega enda á- kveðnir í að bjóða launþegum upp á hagstæðustu kjörin, en komumst að þeirri niðurstöðu að ávinningur launþega væri ekki mikill miðað við þær leiðir, sem við völdum.“ Vextir a! ávísanareikningum: Mismunurinn hefur ekki mikla þýðingu Vaxtaákvarðanir bankanna -gildafrá 13. ágúst- - ársvextir % - Alþýðu- Búnaðar- Iðnaðar- Lands- Samvinnu- Útvegs- Verslunar- Innlán banki banki banki banki banki banki banki Sparisjóðsbækur 17% 17% 17% 17% 17% 17% 17% Sparireikningar: með tveggja mánaða uppsögn 18% með þriggja mánaða uppsögn 19%+ 20% * 20% + 19% + 19%+ 19% + 19%+ með fjögurra mánaða uppsögn 20%+ með fimm mánaða uppsögn 22% + með sex mánaða uppsögn 23%+ 23%+ með tólf mánaða uppsögn 23,5%+ 21% + X 21%+ 21% + 23%+ 24%+ með átján mánaða uppsögn 24%+ Sparisjóðsskírteini til sex mánaða 23%+ 23% + 23%+ 23% + 23%+ 23% + Verðtryggðir reikningar: þriggja mánaða binding 2% 0% 4% 2% 3% 2% sexmánaða binding 4,5% 4,5% 6,5% 4% 6% 5% Ávísanareikningar 15% 5% 12% 9% 7% 7% 12% Hlaupareikningar 7% 5% 12% 9% 7% 7% 12% Innlendir gjaldeyrisreikningar: í Bandaríkjadollurum íSterlingspundum 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% í vestur-þýskum mörkum 4% 4% 4% 4% 4% 4% 4% í dönskum krónum 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% Útlán Almennirvíxlar.forvextir 22% 22% 22,5% 22% 22,5% 20,5% 23% Viðskiptavíxlar, forvextir 23% Almennskuldabréf 24,5% 25% 25% 24% 26% 23% 25% Viðskiptaskuldabréf 28% Yf irdráttur á hlaupareikning 22% 21% 22% 21% 22% 26% 23% Verðtryggðlán: alltað21Áári 4% 9% 7% 8% 8% 8% ailtað3árum 7,5% lengiren21Áár lengri en 3 ár 9% 5% 10% 9% 10% 9% 9% Afurðalán óbreytt. Dráttarvextir hækka í 2,75% á mánuði frá 1. september. + Vextir reiknast tvisvar á ári * Vextir reiknast fjórum sinnum á ári X Gera má bónusreikning, sem í raun er sex mánaða reikningur, að tólf mánaða reikning með því að framlengja reikninginn, en þá greiðast 24,5% vextir allan tímann.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.