NT - 14.08.1984, Blaðsíða 9

NT - 14.08.1984, Blaðsíða 9
Þriðjudágur 14. ágúst 1984 9 Einkunnaskali plötudóma NT: 10 Meistaraverk 9 Frábært 8 Mjöggott 7 Gott 6 Ágætt 5 Sæmilegt 4 Ekkert sérstakt 3 Lélegt 2 Afburða lélegt 1 Mannskemmandi fyrstu plötunni, Nick Heyward og Blair Cunningham, tromm- arinn þeldökki viröist aðeins vera aðstoðarmaður á þessari nýjustu plötu Haircut. 100,sem heitir Paint and paint. Eða á íslensku: „Ég skal mála allan heiminn elsku marama". Ég veit satt að segja ekki alveg hvernig ég á að taka þessari plötu. Fyrst fannst mér hún ekkert spes, svo ágæt en svo aftur ekkert spes. Ætli það sé ekki óhætt að segja að þetta sé hin sæmilegasta plata, þann- ig séð. Lögin eru mörg hver ágætlega samin en söngurinn frekar slakur. Hvað útsetning- ar varðar þá finnst mér blást- urshljóðfæranotkunin heldur mikil og ofnotuð og oft er útsetning brassins það flókin að hún hreinlega irriterar létt og leikandi lagið og sönginn. Já söngurinn. Þegar Nick Heyward hætti að leika og syngja með Haicut 100 tók Mark Fox ásláttarleikari við hljóðnemanum og er alveg la la en heldur kraftlaus söngvari og flatur. HaircutlOO eru í dag fyrir mig eins og Beach Boys fyrir mörgum árum. Þetta er svona surfin'diskó. Manni dettur all- taf í hug strandir og pálmatré þegar maður hlustar á sólar- kenndar lagasmíðar Haircut 100 og það er ekkert slæmt er það? Ástæðan er auðvitað að Mark Fox fer hamförum á ásláttarhljóðfærum og suðræn áhrif verða því oft áberandi í lögunum. Tónlist Haircut 100 er sem sagt svona létt, já mjög létt, strandafönk með yfirmáta poppuðu ívafi (þetta var nú vel orðað). Lög sem maður kann eftir 3-4 hlustanir. Ég hafði helv.. gaman af fyrstu plötu rakarakvartettsins á sínum tíma en síðan hefur lítið breyst til batnaðar. Þá eru nokkur ár liðin en bandið er hálf svona „staðnað". Ég vil sérstaklega benda á fimi bassaleikarans myndarlega ef fólk vill pæla í hljóðfæraleiknum. Strákurinn sem plokkar bassastrengina kann svo sannarlega til verka. Bestu lög eru Hidden Years, Immaterial og Prime Time. - Jól. (5af 10) Fínt í partý - Art Company/ Susanna CBR/ Steinar ■ Susanna. Roxanne. Ros- anna. Anna í Hlíð. Þessi lög eiga fátt eða ekkert sameigin- legt nema að hún Anna kemur alls staðar við sögu. Ræðum aðeins um Súsönnu, þetta sing-a-long lag sem situr sem fastast í fyrsta sæti vin- sældarlista Rásar 2 þegar þetta er vélritað. Þetta er örugglega eitt einkennilegasta vinsæla lag ársins. Lítill sem enginn undir- leikur en lifandi stemmning í hávegum höfð, svona klúbb- stemmning þar sem gestirnir taka virkan þátt í flutningi lagsins. Lagasmíði er ofurein- föld og grípandi og mér finnst þetta lag bara allt í lagi. Mér sýnist nú af myndinni sem prýðir plötuumslagið að þetta séu nú hálfgerðir súkkulaði gaurar í þessu hollenska listafélagi, en annars, ég þekki þá ekki neitt (nema bassa- leikarann sem fermdist með mér). Susanna er fínt partýlag fyrir þá sem eru í partýum en hina ekki. - Jol. (6 af 10) Prýðisgott gæðapopp... - Private Lives/ Pre- judice and Pride EMI/ Fálkinn ■ Private Lives er dúett sem gaman er að hlýða á. Þetta er mín skoðun eftir að hafa hlýtt á plötu þeirra John Adams og Morris Michael en þeir skipa einmitt Private Lives. Áð skilgreina tónlist tvímenning- anna er svo sem ekkert sérlega erfitt. Þetta er svona gott gæða- popp (gæðapopp er aldrei vont) í ætt við tónlist Fiction Factory, ABC og slíkra sveita. Söngurinn er samband af Bowie, Ferry og þessara kokhraustu karla. Ansi skemmtilegur söngur. Sér _ til aðstoðar hafa þeir Adams og Michael marga greinda og geðþekka tónlistamenn. Til dæmis trommar Andy Duncan af eldi- móð á plötunni. Á meðal bassaleikara er Nick Beggs bassaleikari og söngvari Kaja- googoo. Kiki Dee bregður sér í bakraddirnar þegar hún má vera að og útkoman er dágóð eins og ég hef áður sagt. Útsetningar eru ágætar yfir- leitt en svolítið yfirhlaðnar á köflum fyrir minn smekk en ekkert yfirmáta yfirhlaðnar. Bassinn er framarlega í hljóð- blöndunni og kemur það vel út og sándið á plötunni mjög gott og auðvitað er ekkó á söngnum allan tímann. Svipað og hjá ABC kemur það oft fyrir að píurnar svari þeim Adams og Michael og það er gaman að heyra. Styrkleiki Private Lives er fyrst og fremst sterkar laga- smíðar. Lögin eru grípandi og orginal. Bestu lögin eru mörg, ansi mörg, en ætli ég tíni ekki úr No chance you’ll pay og Stop. Ef þig vantar gæðapopp plötu í safnið og langar að kynnast einhverju nýju í stað Spandau Ballet og Duran Dur- an þá er tilvalið að fjárfesta í plötu Private Lives, Prejudice and Pride. - Jól. (7 af 10} er röff, stundum fölsk, stund- um ekki. Hefði undirleikurinn verið hrárri, útsetningar ein- faldari hefði plata þessi verið mun betri en hún vissulega er. Sem fyrr segir eru textarnir margir smellnir. Sérstaklega Hippinn og Það stirnir á Goðin, en þeir hafa nokkrir haldið því fram að það lag sé um Bubba Morthens en Bjartmar mun alfarið hafa neitað því. Bjartmar Guðlaugsson er sérstakur tónlistarmaður. Röddin villt og ótamin, óörugg á köflum og hefði getað notið sín ágætlega ef....(þið vitið). Ég treysti mér engan veginn til að mæla neitt sérstaklega með þessari plötu Bjartmars, nema þá fyrir þá sem vilja kynnast textasmíðum náung- ans úr Eyjum. Bestu lög: Ef ég mætti ráða og Sumarliði er fullur. -Jól. (4 af 10) Létt poppað stranda fönk - Haircut 100/ Paint and Paint Polydor/Fálkinn ■ Hraður rythmagítar, fönk- aður taktur og mikil notkun blásturshljóðfæra er það sem mest er áberandi í tónlist Ha- ircut 100 sem nú eru sem kunnugt er án forsprakkans af Bjartmar út- settur illa - BjartmarGuðlaugs- son/Efégmættiráða Geimsteini ■ „Bjartmar Guðlaugsson? Jú það er náunginn úr Eyjum sem gerði marga texta fyrir Þorgeir Ástvalds, Björgvin Gíslason og ýmsa fleiri. Ansi orðheppinn á stundum. Jú það má nú segja. Nú hefur Bjartmar opinber- að sjálfan sig fyrir lands- mönnum því nú hefur hann sent frá sér breiðskífuna „Ef ég mætti ráða“ en á henni er að finna 10 lög. Öll lög og textar eru eftir Bjartmar. Þetta hlýtur fyrst og fremst að vera textaplata því laga- smíðarnar eru hrikalega ein- hæfar og passa ekki við eins og útsetningarnar á lögunum eru. Það kemur nú ekki fram hver útsetur þetta en mér segir svo hugur að þetta sé útsett af Þóri Baldurssyni. Lögin eru flest með aðeins 3 eða 4 hljómum þannig að mað- ur hlustar ósjálfrátt eftir text- anum en síður laglínunni. Það hefði passað miklu betur að hafa útsetningarnar hrárri. Ekki synthar út um allt. Það passar bara ekki. Röff gítar, bassi. trommur og orgel hefði verið fínt því rödd Bjartmars

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.