NT - 14.08.1984, Blaðsíða 2

NT - 14.08.1984, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 14. ágúst 1984 2 ■ Steypustöðin hefur verið sett upp og tengd á bakka Gilsár, en við hlið hennar mun fljótlega rísa rannsóknarstofa. Stöðinni er stjórnað með tölvu - sjálfvirk eins og fagmennirnir segja - og getur framlcitt 60 rúmmetra af steinsteypu á klukkustund. Hún var áður við Hrauneyjafoss. Það mun þurfa óhemjumagn af steinsteypu í neðanjarðarvirkið og allar stíflurnar. Lyftugöngin við Blönduvirkjun: ■ Höfuðstöðvar og búðir Landsvirkjunar í Eiðstaðalandi. Héðan verður höfð yfirumsjón með framkvæmdunum, og hér verður rúm fyrir fjörutíu starfsmenn Landsvirkjunar. - Síðan þarf að reisa búðir fyrir starfsmenn verktaka, sem verða um 600 þegar mest lætur. Jafnlöng þremur Hallgrímskirkju turnum lóðrétt niður í jörðina Virkjun Blöndu er nú að hefjast fyrir alvöru ■ Það var tómlegt - varla mann að sjá, eins og meðfylgj- andi myndir bera með sér- við undirbúningsmannvirki Blönduvirkjunar, þegar NT var á ferð við virkjunarsvæðið fyrir helgina. En þetta stendur til bóta. Nú hafa verið undirrit- aðir tveir meiriháttar verk- samningar vegna virkjunarinn- ar, fyrir um 500 milljónir króna, og strax í þessari viku erú væntanleg á staðinn vélar og tæki vegna sprengingar botnrásar Blöndustíflu inni á Auðkúluheiði. í september verða nauðsynleg tæki vegna neðanjarðarvirkisins og nálægt hundrað manna starfslið mætt á svæðið, og framkvæmdir geta hafist fyrir alvöru. Aðkomugöngin fyrst Sveinn Þorgrímsson, staðar- verkfræðingur Landsvirkjunar við Blöndu, sagði okkur að vinna við neðanjarðarvirkið byrjaði með greftri aðkomu- gangna, sem þegar sést móta fyrir. Sveinn sagði að aðkomu- göngin yrðu 800 metra löng, og lægju inn og niður að stöðv- arhúsinu; þau yrðu aðallega notuð til að flytja eftir þunga hluti fyrir vélar virkjunarinnar; ekkert vatn færi um þessi göng, „Vatnið er leitt úr uppi- ■ Munninn á aðkomugöngunum sem grafin verða í vetur. Göngin verða 800 metra löng, og liggja dýpst um 240 metra undir yfirborði. Þau verða akfær og aðallega notuð til að flytja efni og vélar til byggingar stöðvarhússins, og frárennslisgangnanna, en síðan til meiriháttar viðhalds á neðanjarðarvirkinu öllu. NT-myndir jsg og þarna væru þrír Hallgríms- kirkjuturnar, hver uppaf öðrum," hélt Sveinn áfram lýs- ingunni. 240 metrar niður „Það eru reyndar tvenn slík göng. Önnur eru fyrir vatnið, en hin fyrir kapla og lyftur upp á yfirborðið frá stöðvarhúsinu. Dagleg aðkoma að stöðvarhús- inu, eftir að rekstur er hafinn, verður sem sagt um þessi lyftu- göng, sem verða lóðrétt niður á um 240 metra dýpt.“ Þar með er neðanjarðarvirk- inu ekki fulllýst. Sveinn bætti því við að frá stöðvarhúsinu lægju frárennslisgöng, um 1,7 kílómetrar á lengd, er opnuð- ust niður við Blöndu, rétt ofan við Gilsá. 600 manns við vinnu Sveinn Þorgrímsson sagði að framkvæmdirnar í haust og vetur yrðu tiltölulega vélafrek- ar en mannaflalitlar. „Þar fer virkilega að færast líf í tuskurn- ar 1986, en þegar allt verður komið í fullan gang, ’86 og ’87, þá verða þarna á virkjunar- svæðinu um 600 rnanns.” stöðulóni, sem liggur 25 kíló- metra inná Auðkúluheiði, í gegnum kerfi skurða og í gegn- um vötn sem fyrir eru á heið- inni og áfram í inntakslón í svonefndri Eldjárnsstaðaflá; þaðan liggur síðan skurður að pípu, sem er grafin niður í jörðina, og er 350 metra löng; neðri hluti þessarar pípu myndar lóðrétt fallgöng, 235 metra lóðrétt niður, eða eins Cabina rúmsamstæðan er komin Fæst í teak og beyki. Dýnustærðir 200x90 teak Verð kr. 12.600.- 191 x92 í beyki Húsgögn og . , Suðurlandsbraut 18 /nnrettingar simi 6-86-900 Dauðamerki á DV ■ Uppgangur Dagblaðsveldisins hefur ekki farið framhjá neinum en þeir eigendur síðdegisblaðsins fjár- festa nú fyrir tugmilljónir í stórhýsi og prentsmiðju, sem á þó ekki að nota til að prenta blaðið sem verður prentað í hinni nýju og dýru prent- smiðju Morgunblaðsins. Það eru þó ekki allir ánægðir með uppganginn, þeirra á meðal eru blaðamenn DV sem í engu njóta uppgangsins, eru þvert á móti á lágum launum m.v. það sem tíðkast í íslenskum blaða- heimi, og þó eru launin almennt ekkert til þess að hrópa húrra yfir. Enda er nú að bresta flótti í liðið. Jón G. Hauksson einn reyndasti blaða- maðurinn hefur sagt upp störfum og talið er að Kristján Már Unnarsson muni gera slíkt hið sama. Þá er Kristín Þorsteinsdóttir ein af þeirra allra bestu blaðamönnum á förum til London þar sem hún verður m.a. fréttaritari útvarpsins á staðnum. Á vissum tímapunkti byrja blöð að deyja. Eigendur fjarlægjast þá sem skrifa blaðið og hyggja númer eitt að fjárhagslega öryggi sínu. Markmið blaðsins verður að mala gull, en ekki að halda úti lifandi og hressum miðli. Mark þessarar hnignunar er greinilegt á á þessu fyrrum hressa blaði. Þar var enginn Stefán Jón mættur KR-ingar urðu íslandsmeistarar í 6. flokki drengja í knattspyrnu á laugardaginn. Framarar fengu silfr- ið og KR-ingar bronsið, en úrslita- keppnin fór fram í rennblautum og forugum Laugardalnum á föstudag og laugardag. Voru þar saman komn- ir 7, 8, 9 og 10 ára drengir af öllu landinu og léku knattspyrnu eins og hún gerist best hér á landi. Þar var mikið glaðst og þar féllu mörg tár, ekkert síður en á Ólympíuleikum aldraðra í Los Angeles. En þar var enginn íþróttafréttaritari mættur, ekkert sjónvarp. Enginn Stef- án Hafstein. Ekki minnst á málið í útvarpi og sjónvarpi. Ekki vantaði samt áhugann fyrir knattspyrnu. Sagt var frá úrslitum í alls konar spark- leikjum fullorðinna manna. Svona er að hafa augu fyrir því stóra og mikla, en ekki því fagra og smáa. „Líf erpúl“ íslenskir fjölmiðlar hafa keppst við að lofa og prísa glæsilega frammi- stöðu KR-Iiðsins í leiknum gegn Lifr- arpúl á sunnudaginn. Yfirleitt hafa allir íþróttafréttamenn verið sam- dóma um að mottó þeirra Lifrar- púlsmanna, „Líf-er-púl“, hafi aldrei hæft þeim betur en einmitt nú og þeir hafi svo sannarlega mátt þakka sínum sæla fyrir að ná jafntefli í þessum leik. Það er sagt að öll góð tíðingi eigi sér nokkra skýringu og svo mun einnig um þessi. Ensku meistararnir voru víst að skemmta sér kvöldið fyrir leikinn og buðu síðan álitlegum hóp fagurra kvenna með sér í partý á Hótel Esju og mun hafa verið gleð- skapur þar fram undir morgun. Á hinn bóginn fylgir ekki sögunni hvort konur þessar hafi á einhvern hátt verið venslaðar KR-liðinu!

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.