NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 14.08.1984, Qupperneq 6

NT - 14.08.1984, Qupperneq 6
Þriðjudagur 14. ágúst 1984 6 Helgi Ólafsson skrifar um skák: Tíu umferðum lokið á HM unglinga: Sovétmaðurinn Andreev efstur Karl í hópi þeirra efstu ■ Þegartíuumferðumerlok- ið á heimsmeistaramóti ung- linga í Finnlandi er Karl Þor- steins enn í hópi efstu kepp- enda þrátt fyrir áföll í 7. og 8. umferð. Hann komst sem snöggvast í efsta sætið að lok- inni biðskák úr 6. umferð þeg- ar hann lagði að velli núver- andi heimsmeistara unglinga Kiril Georgiev frá Búlgaríu. í 7. umferð tapaði hann hins vegar fyrir Dananum Curt Hansen einum sigurstrangleg- asta þátttakandanum í mótinu og í 8. umferð tapaði liann fyrir Andreev frá Sovétríkjun- um. Ekki gafst Karl þó upp þrátt fyrir mótlætið, því í 9. umferð lagði liann að velli Svíann Sandström og í gær lagði hann V-Þjóðverjann Hadil að velli. Erfiðlega gekk að afla frétta af mótinu en Ijóst er þó að Sovétmaðurinn Andreev er kominn einn í efsta sætið með 8 vinninga. Curt Hansen er ekki langt að baki með 7ló vinning og síðan kemur Karl ásamt flciri mönnum með 7 vinninga. Frammistaða hans hefur hingað til verið með miklum ágætum og verður fróðlegt að vita hvernig honum reiðir af í lokaumferðunum. Norðurlandamót grunnskóla Karl verður ekki eini fslend- ingurinn í eldlínunni við skák- borðið á Norðurlöndum næstu daga því sveit Hvassaleitis- skóla heldur í dag utan til keppni á Norðurlandamóti grunnskóla, en það fer fram í Haparanda í Svíþjóð dagana 17.-19. ágúst. í mótinu taka þátt sex sveitir frá öllum Norðurlöndum, en gestgjaf- arnir Svíar fá að tefla fram tveim sveitum. íslenska sveitin er til alls líkleg enda hefur reynslan sýnt það og sannað að á þessu sviði standa íslending- ar Norðurlandaþjóðum lang- tum framar og ósjaldan borið sigur úr býtum í keppnum sem þessum hvort sem um er að ræða keppni grunnskóla eða framhaldsskóla. Sveit Hvassaleitisskóla er skipuð einstaklingum sem þrátt fyrir ungan aldur hafa náð umtalsverðum árangri á skáksviðinu: 1. borð: Þröstur Þórhallsson, 2035 Elo-stig, 2. borð: Tómas Björnsson 2005 Elo-stig, 3. borð: Snorri G. Bergsson, 1855 Elo-stig, 4. borð: Helgi Hjartarson 1425 Elo-stig. 1. varamaður: Héöinn Stein- grímsson, stigalaus. Piltarnir eru allir 15 eða 16 ára nema Héðinn sem er að- eins 9 ára gamall og má mikið vera ef hann verður ekki lang- yngsti þátttakandinn í mótinu. Fararstjóri verður Ólafur H. Ólafsson. Hort og Húbner sigruðu íBiel Þeir félagarnir Vlastimil Hort sem nýverið sigraði á tékkneska meistaramótinu og Robert Hubner deildu efsta sætinu á hinu sterka alþjóðlega móti í Biel sem lauk fyrir nokkrum dögum. Þeir hlutu báðir 8 vinninga úr 11 skákum. Viktor Kortsnoj varð í 3. sæti með 7 vinninga, en síðan komu V-Þjóðverjarnir Erik Lobron og Peter Ostermayer með 6V2 vinning . Pia Cramling vakti gífurlega athygli er hún sigraði Kortsnoj í 1. umferð mótsins og hún má vel við sinn árangur una, 6.-8. sæti ásamt Kúbumanninum G. Garcia og Svisslendingnum Ziiger. Þau hlutu 5 vinninga. Baráttan um efsta sætið var geysihörð og Húbner náði Hort að vinningum með því að vinna biðskák sína við Tékk- ann Ftacnik úr 10. umferö. Skák þessi stóð í hvorki meira né minna en 15 klst. og voru alls leiknir 143 leikir! Kortsnoj náði sér vel á strik eftir tapið fyrir Piu í 1. umferð, en mönnum reynist oft erfitt að ná sér eftir tap í svo stuttu móti. Kortsnoj tapaði reyndar annarri skák seinna í mótinu, andstæðingur hans Erjk Lob- ron náði snemma yfirburða- stöðu gegn honum og klykkti út með laglegri fléttu: Hvítt: Erik Lobron (V-Þýska- land) Svart: Viktor Kortsnoj (Sviss) Torre-árás 1. Rf3 Rfó 2. (14 e6 3. Bg5 c5 4. e3 Db6 5. Dcl Re4 6. Bh4 Rc6 7. Bd3 d5 8. c3 Bd7 9. Rbd2 f5 10. Bg3 Rxg3!? (Opnun h-línunnar gefur svörtum ýmis færi. Best var 10. - Be7 og svartur má allvel við una.) 11. hxg3 g6 12. g4! Hc8 (Ekki 12. - fxg4 13. Rg5! og svartur er illa beygður.) 13. gxf5 exf5 14. Be2 Be7 15. Rb3 c4 16. Rd2 Dc7 17. g3 b5 18. Rh4 0-0 19. a3 HI7 20. Rg2 a5 21. Rf3b4 22. axb4 axb4 23. Kfl Db7 24. Rf3 Ha8 ■ Sveit Hvassaleitisskóla ásamt fararstjórum. Fremri röð frá vinstri: Héðinn Steingrímsson, Snorri G. Bergsson og Tómas Björnsson. Aftari röð frá vinstri: Krístján Sigtryggsson, Þröstur Þórhallsson, Helgi Hjartarson og Ólafur H. Olafsson. 25. Kg2 bxc3 26. bxc3 Bf6 27. Hh6 Bg7 28. Hhl Bf6 29. Hh5 (Einhver hefði sætt sig við jafntefli með 29. Hh6 Bg7 30. Hhl o.s.frv. En Lobron þessi er mikill baráttujaxl og er marghertur í baráttu við fremstu stórmeistara heims. Það hvarflar ekki að honum að semja um jafntefli með betri stöðu.) 29... Hxal 30. Dxal Ra7 31. Dhl Bc8 32. Rg5 Be7 33. Bf3 Rb5 34. Dal Bd7 • 35. Da5 Be8? (Svarta staðan var orðin rnjög erfið og sennilega hefur Kortsnoj verið kominn í tíma- þröng. Hann gefur andstæð- ingi sínum kost á laglegri fléttu og Lobron þarf ekki að láta segja sér tvisvar.) 36. Rgxe6! (Staðan hreinlega krefst þess að hvítur velji þennan leik.) 36... Bxh5 (36. - Hxe6 37. Bxd5 er vitavonlaust.) 37. Bxd5 Da7 38. Dd8t! Be8 39. Rc7t! Kh8 40. Rxe8 Dd7 41. Dxd7 - og hér lagði Kortsnoj niður vopnin. Hann er alltof miklu liði undir eftir 41. - Hxd7 42. Rxf6 o.s.frv. AUGLYSENDUR ATHUGŒ) Fylgirit NT um byggingariðnað kemur út 4. viku í ágúst. Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu þurfa að hafa borist auglýsingadeild NT í síðasta lagi föstudaginn 17. ágúst. Símarnir eru 18300 - 687648 - 686300 Þingað fyrir Hendrix ■ Aðdáendur Jimi heitins Hendrix fá tækifæri til að minnast hetju sinnar dagstund með því að fara á fyrsta Jimi Hendrix þingið sem verður haldið í Nottingham Retford Eaton Hall í Englandi 15. september n.k. Þingið mun standa frá kl. 9 um morguninn fram til mið- nættis og mun fjöldi hljóm- sveita flytja Hendrix-lög og tónlist undir áhrifum. Það verður jammað á staðnum og rætt við fólk sem þekkti mann- inn í eigin persónu og mynd- bönd munu ganga linnulaust. Tækifæri gefst fyrir safnara til að skiptast á plötum og minja- gripum og komið verður upp sérstöku sýningarherbergi með gíturum Hendrix, mögnurum, fötum og öðrum persónulegum munum. Þeir sem hyggjast skella sér á þingið geta útvegað sér miða með því að hafa samband við John Berry, PO Box 13, Retford, Nottinghamshire, DN22 7BZ. íslenskt unglinga* landslið í skák sigursælt í Banda- ríkjunum: Vann bæði tveggja og þriggja landakeppni ■ íslenskt landslið í skák, II til 17 ára er nú statt í Bandaríkjunum í keppni og hefur sannarlega gert garð- inn frægan. Islendingarnir kepptu við landslið Banda- ríkjanna í sama aldursflokki og unnu með 44 vinningum gegn 38. Tefldar voru fjórar umferðir, en samtals tóku þátt í keppninni 25 íslenskir unglingar. Þá tóku íslensku skákmennirnir þátt í þriggja landa keppni, þar sem Isra- elar bættust í hópinn. Tefld- ar voru 2 umferðir og sigraði íslenska liðið. Bandaríkja- menn urðu í öðru sæti og ísraelsmenn ráku lestina. ís- lenska liðinu hefur verið boðið í keppnisferð til ísrael á næsta ári. „Égvar að tala við Þortein Þorsteinsson formann Skáksambandsins og hann sagði að frammistaða ís- lenska liðsins hefði vakið mikla athygli í New York, þar sem keppnin fór fram og hefði verið fjallað um mótið bæði í blöðum og sjónvarpi í gærkvöldi," sagði Árni Jakobsson hjá Skáksam- bandi íslands við blaðamann NT.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.