NT - 14.08.1984, Blaðsíða 4

NT - 14.08.1984, Blaðsíða 4
■ Mikil óvissa er ríkjandi í herbúðum stjórnarflokkanna um þessar mundir. Síðustu skoðanakannanir benda til minnkandi fylgis stjórnarinnar, einkum Framsóknarflokksins og framundan eru miður vinsælar ráðstafanir í kaupgjaldsmálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum. í þessari viku hefjast viðræður flokkanna um nýja verkefnaskrá og í báðum flokkum virðist ríkja óvissa með hvað komi út úr þeim viðræðum og nokkur ótti um það að þær verði langdregnar og út úr þeim komi ekki ákveðnar niðurstöður. Annars má búast við að viðræðurnar verði tvíþættar. Annars vegar verði tekist á um málefni, hins vegar verði þreifingar um breytingar á stjórninni, en það er mörgum sjálfstæðismanninum þyrnir í augum og veikir stjórnina óneitanlega að í henni er hvorki formaður eða varaformaður flokksins. Það er hins vegar erfitt að sjá hvaða breytingar eru mögulegar sem tryggja Þorsteini Pálssyni ráðherraembætti sem hæfir formanni Sjálfstæðisflokksins. - ■ Haustíð verður ríkisstjóniinm erfitt þar sem hinn hefðbundni gríðatími er greinilega Bðinn Mikil óvissa ríkjandi í herbúðum stjórnarflokkanna: HVAD VERDURI NYJUM STJÓRNARSÁTTMÁLA ? Verkefnaskrá Formenn flokkanna hafa báð- ir tæpt á því hvert ætti að vera innihald nýrrar verkefnaskrár. Þeir hafa báðir lagt áherslu á að teknar verði ákvarðanir sem leitt geti til aukinnar framleiðni í hinum hefðbundnu atvinnu- greinum landbúnaði og sjávar-i útvegi og að leggja þurfi grund- völl að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Þá hafa þeir báðir lýst því yfir að byggja þurfi áfram á þeirri gengisstefnu sem fylgt hefur verið. Að auki hefur Þorsteinn nefnt að hindra þurfi vélræna og sjálfvirka verð- þenslu með því að framlengja bann við vísitölubindingu launa og að gera þurfi áætlun um núllvöxt ríkisútgjalda. Staðan í Sjálfstæðisflokknum Engin formleg nefnd hefur verið skipuð í viðræðurnar af hálfu Sjálfstæðisflokksins, held- ur mun formaður hans Þor- steinn Pálsson mæta til leiks ásamt þeim mönnum sem hann velur með sér. Engar formlegar nefndir eru heldur starfandi inn- an flokksins til undirbúnings viðræðunum. Einna næst því er, að í kringum þá Birgi ísleif og Egil Jónsson á Seljavöllum, sem af hálfu flokksins sitja í nefnd þeirri, jafngamalli ríkis- stjórninni, sem á að endurskoða Framleiðsluráðslögin, hefur verið settur upp vinnuhópur sem Friðrik Friðriksson fram- kvæmdastjóri þingflokksins leiðir. Sá vinnuhópur hefur, ekki fremur en Framleiðslu- ráðslaganéfndin komið sér niður á neinar tillögur er miða að því að draga úr offramleiðslu (eða minnka útflutningsbætur) eða breyta á nokkurn hátt því markaðskerfi sem nú er. Þor- steinn fær því ekkert veganesti þaðan í bráð. Ekkert hefur heldur verið unnið að því að ■ Steingrímur Hermannsson ætti að koma ferskur til við- ræðnanna eftir dvöl sína í Los Angeles. ■ Þorsteinn Pálsson hefui stóran flokk á bak við sig, ei ósamstæðan. ■ Egill Jónsson berst á móti ■ Pálmi Jónsson alþingismað- villtustu markaðsöflunum. ur frá Akri verður væntanlega formaður fjárveitinganefiidar. útfæra þær línur sem unnið skuli eftir í sjávarútvegsmálum, enda, líkt og í landbúnaðarmál- um, þarf að samræma það sem ekki er hægt að samræma, villt- ustu markaðshyggjusjónarmið annarsvegar og sjónarmið ríkis- forsjár hinsvegar. Þá er vandi flokksins varðandi útfærsluna í ríkisfjármálum líka ærinn. Fjármálaráðherra í litlum takti við aðra forystumenn flokksins og ósáttur út í síðustu aðgerðir stjórnarinnar í efnahagsmálum, þar sem hann var varla hafður með í ráðum, og formaður fjár- veitinganefndar Alþingis, Lárus Jónsson, genginn í björg Út- vegsbankans og eftirmaður hans hefur ekki verið ákveóinn. Þó má fastlega reikna með því að það verði Pálmi Jónsson á Akri, þar sem menn eins og Friðrik Sóphusson koma ekki til greina vegna þeirrar hefðar í flokknum að fjármálaráðherra og formað- ur fjárveitinganefndar skuli ekki vera úr sama kjördæmi. Því hefur ekkert verið unnið skipulega á þessu sviði m.t.t. viðræðnanna við Framsóknar- flokkinn ef undan er skilin yfir-; lýsing Þorsteins: „að gera þurfi áætlun um núllvöxt ríkis- útgjalda“. Staðan í Framsóknarflokknum Þegar Steingrímur Her- mannsson fór í vesturveg lét hann aðstoðarmönnum sínum í té frumdrög að tillögum um nýja verkefnaskrá ríkisstjórnar- innar. M.a. fól hann þeim að útfæra tillögur varðandi ný- sköpun í atvinnulífinu, en á síðasta miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins var samþykkt tillaga frá Steingrími um að nota 500 milljónir á næstu fjór- um árum til uppbyggingar í „þekkingariðnaði“. Þá mun Steingrímur hafa hugmyndir í landbúnaðarmálum, eins og þær að fella niður styrki til hefð- bundins búrekstrar t.d. fjárhús- bygginga og nýræktar og veita þeim yfir í nýsköpun í landbún- aði, loðdýrarækt, fiskeldi o.s.frv. Margir framsóknar- menn eru ekki þeirrar skoðunar að Framsóknarflokkurinn þurfi að taka af skarið í landbúnað- armálum, bæði vegna slæmrar stöðu sinnar í þéttbýlinu suð- vestanlands og einnig hins, að skást sé fyrir bændur, til lang- frama, að Framsókn hafi frum- kvæði í málefnum þeirra. En til eru þeir sem segja að ekki megi gefa eftir fyrir markaðsöflunum í samstarfsflokknum. Verði þeim réttur litli puttinn þá gleypi þau alla höndina. Annars má segja, hversu gráglettnislega sem það kann að hljóma; að óþurrkarnir suðvestanlands undanfarinn mánuð hafi dregið úr hættu á þeirri gífurlegu of- framleiðslu sem menn óttuðust, því að grasríku sumri og miklum og góðum heyjum fylgir óhjá- kvæmilega mikil framleiðsla. Annars eru engar formlegar nefndir í gangi innan Framsókn- arflokksins til undirbúnings við- ræðunum, enda margir þing- menn flokksins uppteknir við búsýslu og önnur slík jarðbund- in verkefni. Þá hafa þeir Stein- grímur og Alexander verið í fríum og þeir Halldór Ásgríms- son og Jón Helgason mjög upp- teknir við að sinna daglegum skyldum í ráðuneytum sínum. Margir framsóknarmenn óttast því að flokkurinn komi ekki með nægilega skýrt mótaðar hugmyndir til viðræðnanna. Það leiði til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn komi sterkari en skyldi út úr þeim. í viðtölum við sjálfstæðismenn kemur sam- svarandi ótti upp. „Nú hefði verið lag til þess að rúlla Fram- sóknarflokknum upp vegna lé- legrar stöðu hans meðal kjós- enda“ sagði einn“ en því miður þá er undirbúningur okkar ekki nægur til að svo geti orðið“ sagði einn af forystumönnum flokksins. Ekkert er ákveðið hverjir mæta til viðræðna með Stein- grími en líklegt er að það verði ráðherrar flokksins. Texti: Baldur Kristjánsson Langar viðræður framundan Að framansögðu má Ijóst vera að langar viðræður eru framundan, þar sem hvorugur flokkanna mætir til leiks með fastmótaðar tillögur. Búast má við að menn byrji á því að ná í grófum dráttum samkomulagi um markmið og láti sameigin- legar nefndir reyna að komast að endanlegri niðurstöðu og vinna að útfærslu þeirra. Það starf gæti tekið nokkrar vikur. Fyrir utan þá atvinnu- og efna- hagsþætti sem hér hafa verið nefndir hljóta flokkarnir að leggja eitthvað til í félagsmálum, húsnæðismálum t.d. en nú er starfandi nefnd stjórnarflokk- anna, sem á fyrir þingbyrjun að skila frumvarpi um húsnæðis- samvinnufélög og í þeim efnum, eins og á fjölda mörgum öðrum sviðum, er grundvallarmunur á stefnu flokkanna. I.september Hitt er annað að nóg verður að gera í kringum næstu mán: aðamót, þegar samningar ASÍ og BSRB verða lausir. Mikill þrýstingur er einkum innan BSRB, að knýja á kauphækkan- ir með aðgerðum. Það virðist liggja á borðinu að sæmilegur friður verði ekki keyptur fyrir minna en 6-8% kauphækkun. Slík hækkun kallar aftur á að- gerðir til að draga úr þeim aukna viðskiptahalla sem leiða mun af auknum kaupmætti og aðgerðir til að koma í veg fyrir að verðbólgan æði aftur af stað. Hættan er og sú að ríkisstjórnin detti í far bráðabirgðaráðstaf- ana, hvað verið hefur hlutskipti ríkisstjórna undanfarinn ára- tug. Eitt er víst að haustið verður erfitt, því að ríkisstjórn- in er búin með griðatíma sinn og nútímamenn fórna ekki stundarhagsmunum fyrir lang- tímahagsmuni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.