NT - 14.08.1984, Page 10

NT - 14.08.1984, Page 10
Jl 1 \ 'I Þriðjudagur 14. ágúst 1984 10 ILlLI Vettvangur Göngugatan á Akureyri og mangarabælið í Austurstræti ■ Það hefur tíðkast alllengi í ýmsum betri borgum og bæjum Evrópu og víðar, að gera eina eða tvær aldnar og söguríkar miðbæjargötur að göngu- götum þar sem bílaumferð er gerð útlæg, nema helst á á- kveðnum tímum árla morguns eða um nætur til þessáðbúðir geti birgt sig að vörum eða íbúar staðið í flutningum. Stundum eru þessar göngu- götur tengdar markaðstorgum við enda eða til hliðar en þar sem vel er að verki staðið er þess gætt að göngugötur hljóti sem minnsta mengun af slíku nábýli. Þegar sunnar dregur í Evr- ópu og á strönd Afríku er hitt þó algengara, að bílalausar göturséu þröngar, daunillar og óþrifalegar kaupmangaratrað- ir, þar sem ekki verður þver- fótað fyrir vöruborðum og söluskýlum. Þessir reitir geta að visu verið forvitnilegir fram- andi gestum og athyglisverð mannlífsmynd suðrænna slóða, en fáum norrænum mönnum gest að slíkum maðka- veitum í hjarta heimabæja sinna. Austurstræti Þegar bílar höfðu lagt undir sig borgir og bæi svo að örtröð varð í gömlum götum með vélaskarki í eyrum og lífshættu við hvert fótmál, vöknuðu víða þær hugmyndir að friða eina og eina gamla og virðulega götu, sem betur hæfði fótgang- andi en akandi mönnum, gera þar friðsæla gönguleið þar sem njóta mætti næðis og samvista. Athyglin beindist þá að Austur- stræti með gömul og fögur hús oggrónarhefðir. Raunarhafði Austurstræti lengi verið göngu- gata Reykjavíkur áður en bíl- arnir lögðu hana alveg undir sig. Þá varð hún líka „rúnt- gata." Þannig liðu árin í sam- fylgd fólks á fótum og hjólum. Það sambýli varð æ örðugara, og raddir urðu háværari um að gera Austurstræti að hreinni göngugötu, þar sem bíla- skrímslum væri útrýmt að mestu. ■ „Þegar bílar höfðu lagt undir sig borgir og bæi svo að örtröð varð í gömlum götum með véla- skarki í eyrum og lífshættu við hvert fótmál, vöknuðu víða þær hugmyndir að friða eina og eina gamla og virðu- lega götu, sem betur hæfði fótgangandi en akandi mönnum...“ Bæjaryfirvöld tóku rögg á sig og létu af þessu verða. Austurhluti Austurstrætis var hellulagður milli grasreita, setbekkir settir niður og mynd- verkum búinn staður. Þar á meðal var komið fyrir á besta stað styttu af borgarskáldinu Tómasi Guðmundssyni, sem fegurst hafði ort um höfuð- bor'gina og Austurstræti öðru ' fremur. Þetta var gert og hugs- að í anda hans. í kvæði Tómasar um Austur- stræti ómar strætið af bernsku- glöðum hlátri og sólskinið ljómar á gangstéttinni, en í öllum átján erindum þess er hvergi minnst á bíl, rétt eins og það tákn tímans hafi alls ekki verið til - allra síst í Austur- stræti. Eina hjóifarartækið, sem þar er getið, er barnavagn, enda var aðaláherslan lögð á hjartað. Breytingunni var fagnað Fólkið tók breytingunni á Börn alkóhólista ■ Dagana 28.-30.september n.k. stendur Áfengisvarnarráð fyrir námstefnu um börn alkó- hólista. Fjallað verður unt þá hættu sem þessum börnum er búin umfram önnur börn, ástæður hennar og hvað gera megi til að draga úr henni. Kannanir í ýmsum löndum sýna Ijóslega að börn alkóhól- ista eiga við ýmsa erfiðleika að etja umfram börn annarra for- eldra. Þau eiga t.d. fremur í ýmsum tilfinningavandamál- um, svo sem kvíða og depurð. Þau eiga einnig erfiðara upp- dráttar í skóla, bæði hvað varð- ar nám og félagslega aðlögun og börn alkóhólista lenda oftar í útistöðum við löggæslu og réttarkerfi en önnur börn. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort börn- um alkóhólista sé hættara við að verða drykkjusýki að bráð en börnum annarra foreldra. Niðurstöður þessara rann- sókna hafa verið á ýmsa vegu en almennt benda þær til að börnum alkóhólista sé mun hættara við drykkjusýki en öðrum börnum. Með því sem hér er sagt er vitaskuld ekki átt við öll börn alkóhólista. Hér er átt við líkur á tilteknum vandamálum þar sem börnum alkóhólista er tiltölulega hættara en börnum annarra foreldra. Það er almennt viðurkennt um nær allan heim að 10-15% þeirra sem neyti áfengis verði drykkjusjúkir og bendir ýmis- legt til að þessar tölur séu mun hærri hvað varðar ýmis önnur vímuefni. Ætla má að 80-90% þeirra sem orðnir eru fjórtán ára hér á landi neyti áfengis í einhverjum mæli. Neyslan nær jafnvel til mjög ungra barna ef marka má kannanir þar að lútandi. Það er því Ijóst að mikill fjöldi alkóhólista og of- neytenda annarra vímuefna er hér á landi. Um leið er kölluð ýmis áhætta yfir stóran hóp barna sem sjálf eru tiltölulega varnarlaus. Sé ekki gripið inn í á einhvern hátt, fyrir tilstilli foreldra eða annarra, er hér orðin hringrás sem erfitt er að stöðva. Helst til ráða er að grípa nægilega snemma inn í þegar vandi virðist vera í uppsigl- ingu. Þekking og skilningur á sérvanda barna alkóhólista og innsýn í þá möguleika sem eru á að draga úr honum er fors- enda þess að sl íkt beri árangur. Á námstefnunni verður m.a. fjallað um enduruppbyggingu alkóhólistans og fjölskyldu hans, hvað felst í hugtaicinu „heilbrigð fjölskylda", fjöl- skyldumeðferð og skipulag ráðgjafarstarfs. Ennfremur verða helstu áhættuþættir í lífi barna alkó- hólista greindir og gerð grein fyrir fyrstu einkennum hegð- unarvandamála þeirra og hvernig megi bregðast við þeim þegar í byrjun. Auk þess ■ Frá Akureyri Austurstræti og brottrekstri bílanna alls hugar fegið. Ungir sem aldnir lögðu þangað leið sína, tylltu sér á bekki á sólskinsstundum, heilsuðu upp á Tómas og tóku á tal saman. Lækjartorg sameinaðist göngu- götunni í einingu andans og varð eitt með henni. Gömlu og virðulegu húsin nutu sín miklu betur, þegar hægt var að horfa á þau af miðri götu. Þau brostu við manni en hleyptu ekki ygglibrúnum yfir fólk á gang- stéttum undir veggjum þeirra. Allt virtist benda til, að Áustur- stræti hefði endurfæðst í anda Tómasar skálds og væri að verða athvarf endurminninga á nýjan leik. Búðir og bankar við götuna höfðu fengið nýjan hlaðvarpa og nutu sín með nýjum hætti. Innrás prangsins En Adam var ekki lengi í Paradís. Enginn leggur lengur leið sína í Austurstræti til þess að njóta þar kyrrðar og sól- skins á gangstéttum eða tylla sér á bekki til skrafs við kunn- ingja. Þar hefur ný örtröð lagt allt undir sig. Stjórnendur Reykjavíkur hafa ekki borið gæfu til þess að halda áfram því verki sem hafið var. Þeir hafa hvorki haft vilja né dug til þess að standa gegn aurskriðu kaupmangsins, sem fallið hef- ur yfir göngugötuna og breytt henni á nokkrum árum í ömur- eftir Andrés Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóra legt og daunillt kraðak. Það hefur enn einu sinni komið á daginn, hvaða reginöfl það eru sem ráða lögum og lofum í þessari borg, öfl sem kjörnir stjórnendur standa ætíð vilja- lausir, ráðþrota og aflvana gegn. Kaupmangaraáráttan sem gegnsýrir borgarlífið er eins og gjósandi eldfjall sem sendir glóandi hraunflóð sitt yfir hverja vin sem reynt er að hlúa að. Nú þekja göngugötuna Austurstræti prangaratjöld og söluborð svo að ekki verður þverfótað á milli. Þar er hvers konar varningur á boðstól- um, jafnt ávextir sem klæðnað- ur, skran sem sælgæti. Það sér varla lengur til búðanna og

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.