NT - 14.08.1984, Blaðsíða 8

NT - 14.08.1984, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 14. ágúst 1984 8 ð heilla Sjötugur: Gísli Halldórsson húsameistari og formaður Ólympíunefndar islands ■ í dag kemur út hingað frá XXIII. Olympíuleikunum, sem háðir voru í Los Angeles, hið ágæta lið íþróttafólks, - kepp- endur og forustumenn - sem þar mætti fyrir hönd okkar íslendinga meðal 139 annarra þjóða. Með sæmd komu þessir 30 íþróttamenn fram á 5 keppn- isvettvöngum leikanna, þar sem þeir hafa keppt i 8 sundgreinum, 6 frjálsíþróttagreinum, tveimur flokkum júdó, á einni bátsgerð siglinga og í 6 leikjum í hand- knattleik. Lögð er áhersla á að taka sæmdarvænlega þátt í Ólympíuleikum. Sæmd er fyrir ísl. þjóð, að félagssamtökum áhugamanna um íþróttir tekst að samstilla marga innan hennar, til þess að takast megi að þjálfa og búa til farar hóp íturmenna, gera dvöl og þátt- töku þeirra mögulega, svo að framkoma þeirra fellur eigi í skugga hópa stórþjóða. Við heimkomuna er helsti saman- burðurinn við íþróttafólk ann- arra þátttökuþjóða þessi: 46 þeirra vinna til verðlauna og meðal þeirra er ísland, sem hlotið hefur ein verðlaun eins og sjö aðrar þjóðir; einn kepp- andi kemst í milliriðla i hlaupi; annar nær að verða meðal sex þeirra bestu í kastgrein; og lið Isiands í handknattleik nær sjötta sæti og vinnur þjóðinni rétt til keppni í úrslitum næsta heimsmeistaramóts í hand- knattlcik; og unnin eru brons- verðlaun með Vestur-Þjóðverj- um í 95 kg þyngdarafl. í júdó. Sá er einarðast og markvissast hefur unnið að þátttöku okkar íslcndinga í þessum Ólympíu- leikum er Gísli Halldórsson, sem s.l. 12 ár hefur verið for- maður Ólympíunefndar íslands. Aðdáunarvert er hversu honum og félögum hans í framkvæmdastjórn nefndar- innar hefur tekist að afla fjár og nota það af hagsýni svo að undravert er hvað áorkast hefur fyrir fé af rýrum sjóði til fjár- frekra verkefna. Síðastliðinn sunnudag 12. ágúst var lokahátíð XXIII. Ólympíuleika í Los Angeles og þar var Gísli Halldórsson stadd- ur ásamt frú sinni í hópi Ólymp- íufara og hélt upp á 70 ára afmæli sitt. Vonandi er að hon- um hafi gefist næði til þess að njóta kveðjuatriða hins mikla móts og í samgleði fjöldans yfir leystum íþróttalegum verkefn- um fyrir samstöðu 140 þjóða í þessum fögnuði, skynjað hve þarft verk er unnið þjóðinni með því að koma henni virkri og með sæmd inn meðal þjóð- anna. Einnig er það ósk okkar sem höfum notið fórnfúsra starfa Gísla að kona hans Mar- grét hafi mátt finna þarna í Coliseum Los Angelesborgar hvílíkt verk maður hennar hefur leyst af höndum, að ísland er með í þessari miklu hátíð. Gísli Halldórsson fæddist að Jörfa í Kjalarneshreppi, Kjósar- sýslu, 12. ágúst 1914. Sonur Halldórs bónda Halldórssonar og konu hans Guðlaugar Jóns- dóttur. Að Gísla standa borg- firskar ættir. Ættarmót þessara ætta eru sterk. Vart meðalmenn á hæð. Kvikir og snarpir í hreyfingum - léttir í spori, fá- mæítir, orðheldnir, röskir til starfa og áberandi snyrtimenni. Þessa lýsingu hefi ég frá föður mínum sem var utanbúðarmað- ur verslunar Gunnars Gunnars- sonar, sem stóð þar sem nú er Búnaðarbanki íslands við Hafnar- stræti. Bændurt.d. afKjalarnesi áttu viðskipti við þessa verslun og því kynntist faðir minn Hall- dóri og héldust þau kynni, er þau Guðlaug fluttust til Reykja- víkur og settust að í vesturbæn- um með sinn stóra barnahóp. Mér er minnisstæð umsögn, sem faðir minn lét falla við mig um föður Gísla: „Halldóri var ekki sama, þó fátækur væri, hvað hann dró í búið til barna sinna. Sumir tóku nær óæti, t.d. illa verkað tros. Horfðu meir í aura en gæði.“ Gísli fer fljótlega eftir kom- una til Reykjavíkur að iðka knattspyrnu og 12 ára gamall er hann orðinn félagsbundinn í KR og í því félagi er hann virkurenn. Hann erfljótt valinn í keppnislið sinna aldursstiga og síðar í meistaralið og úrvalslið KR. Árið 1935 er hann valinn í knattspyrnulið til Þýskalands- farar. Á unglingsárum Gísla var að vetrinum stunduð leikfimi en knattspyrnan var íþrótt hins stutta sumars. Hin síðari ár hefur Gísli verið iðkandi golfs og náð góðri færni í þeirri íþrótt. Um skeið sinnti hann hestaíþróttum. Um 1930 eignaðist KR Bárubúð við Tjörnina. Starfræktu hana um skeið sem íþróttahús og félags- heimili. Árið 1945 nema KR- ingar land milli Kaplaskjólsveg- ar og Eiðsgranda. Selja Báruna og taka fyrsta grasvöllinn hér- lendis til notkunar 1951 og íþróttasal 16x32 m ásamt félags- heimili í notkun 1953 en þá var löglegt að leika lands- og al- þjóðaleiki í handknattleik á 15x30 m velli. Malarvöllur og annar grasvöllur verða tilbúnir um þetta leyti, sem nú hefur verið breytt í stærri leikvanga. Viðbót er gerð við KR-húsið 1967, íþróttasalur 22x44 m og nú hefur KR fitjað upp á nýrri viðbót við KR-húsið, sem á að fela í sér aukið rými til félags- starfa annarra en íþrótta. KR hefur eigi látið sér nægja land- nám við fjörumál heldur sett félagsstarf niður til fjalla. í Skálafelli efst á Kjalarnesi reisir félagið skíðaskála 1936. Sá er endurbyggður 1955 og stækkað- ur 1959. A þessum skíðaslóðum kemur KR fyrir fyrstu full- komnu skíðalyftunni 1960. Nú t Eiginmaður minn, Þórhallur Sæmundsson, fyrrverandi bæjarfógeti á Akranesi er látinn. Elísabet Guðmundsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma Þorbjörg Halldórsdóttir frá Höfnum Hófgerði 6, Kópavogi lést á Landspitalanum fimmtudaginn 9. ágúst. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Þuríður Halldórsdóttir, Jóhannes Brandsson, Halldór Halldórsson, Sigríður Jóhannsdóttir og barnabörn. eru þarna 8 lyftur með tilheyr- andi lyftuskýlum og öflugur troðari. Að öllum þessum íþróttamannvirkjum hefur Gísli Halldórsson starfað og teiknar þau endurgjaldslaust. íþróttaféíögin hafa verið mörgum unglingnum góður skóli, enda innan þeirra verið frábærir manndómsmenn, sem gefið hafa sig að þeim eins og t.d. í KR Erlendur Ó. Péturs- son, forstjóri, Guðmundur Ólafsson, skósmiður og Kristj- án L. Gestsson, verslunarstjóri. Félagsstarf Gísla í KR hefur auðsýnilega verið honum mikill skóli. Um 1930 gerist Gísli iðnnemi í húsasmfði og lýkur sveinsbréfi 1935. Eftir að hafa starfað að húsasmíðum, heldur hann til Danmerkur og hefur nám í byggingardeild „Det Tekniske Selskabs Skole“ í Kaupmanna- höfn, sem hann lýkur 1938 og innritast þá í deild húsagerðar- listar í „Det Kongelige Ak- ademi for Skönne Kunster“. Um það leyti, sem hann lýkur náminu, ráðast Þjóðverjar inn í Danmörku, svo að prófi fær Gísli ekki lokið. Á árinu 1938 kvongast Gísli danskri konu, Inger Margrete Erichsen og er hernámið hefst hafa þau eignast soninn Leif. í október 1940 býðst íslend- ingum í Danmörku för um Sví- þjóð og Finnland til Petsamo þangað sem m/s Esja er send til að flytja þá heim. Þau Margrét með hinn unga son takast þessa för á hendur, því eigi er álitlegt að dvelja á danskri grund. Heimkominn hefur Gisli störf að húsateiknun en heldur þegar að heimsstyrjöldinni lokinni til Kaupmannahafnar og lýkur þar prófi í húsagerðarlist 1947. Þeg- ar við heimkomuna tekur hann til við þar sem frá var horfið. Hann hefur bæði unnið einn og starfrækt stofu með öðrum. Teiknistofuna h.f. Ármúla 6 í Reykjavík hefur Gísli Halldórs- son um nokkurt skeið starfrækt með nokkrum samstarfs- mönnum. Ég hafði nýlega hafið störf sem íþróttafulltrúi ríkisins er Gísli kom heim með m/s Esju. íþróttanefnd ríkisins þurfti að láta teikna og semja forsagnir um gerð íþróttamannvirkja. Aðeins tæpan helming þeirra 11 leikfimisala, sem til voru 1940 höfðu h úsameistarar teiknað. Af 29 sundlaugum höfðu verk- fræðingar eða húsameistarar teiknað sjö. íþróttavellir með brautum höfðu áhugamenn um íþróttir teiknað t.d. í Vest- mannaeyjum, á Akureyri og í Reykjavík. Guðjón húsameistari ríkisins Samúelsson hafði kynnt sér vel sundhöllina í Fredriksberg í Kaupmannahöfn áður en hann gerði teikningar af Sundhöll Reykjavíkur. Bárður ísleifsson starfsmaður í skrifstofu húsa- meistara ríkisins hafði við próf- töku unnið teikningu af yfir- byggðri sundlaug. Það var því góður fengur fyrir íþróttanefnd ríkisins og mig að geta fengið að njóta starfa húsameistara, sem var áhugasamur íþróttamaður og hafði kynnt sér hönnun íþróttavalla og sala ásamt til- heyrandi húsakynnum. Fram- kvæmd við gerð íþróttavalla er t.d. ekki einvörðungu á yfir- borðinu. Framkvæmdin er engu minni undir því og því þarf að hanna það verk engu síður. Ég hafði orðið þess var að teikning- ar eða hönnun íþróttamann- virkja var vanmetin og því var mikill fengur að komu kunn- áttusams áhugamanns sem Gísla til starfa að íþróttalegri mannvirkjagerð. Þegar félagsheimilasjóður tók til starfa 1948, þurfti að gera leiðbeiningar um gerðir félags- heimila og þar sem salir þeirra voru í flestum tilfellum þeir einu margra byggðarlaga sem unnt var að stunda í íþróttir þurfti að taka tillit til þessara sérþarfa af skilningi og því var leitað til Gísla Halldórssonar með þessi verkefni. Við þetta tækifæri skal Gísla vottað þakk- læti fyrir hvað vel hann samein- aði við lausn verkefna íþrótta- legs eðlis, íþróttamennsku og kunnáttu í húsagerð. í skrám yfir íþróttamannvirki og félags- heimili, sem íþróttanefnd ríkis- ins hefur nýlega birt, má sjá hlut Gísla í fjölda þessara mann- virkja. Er Gísli var kominn í raðir húsameistara, lét hann fljótt málefni þeirra til sín taka t.d. vann hann að stofnun bygg- ingarþjónustu félags þeirra og árin 1956 og 1957 var hann formaður Arkitektafélags fslands. Samkvæmt íþróttalögum skyldi landinuskipt í íþróttahér- uð og þeir, sem innan hvers héraðs ynnu að íþróttamálum bindast samtökum. Þessi sam- tök urðu eigi stofnuð í Reykja- vík fyrr en 1944 - IBR - og var Gísli þegar kosinn í stjórn þeirra. Formaður IBR varð hann svo 1949 og starfaði sem slíkur til 1962, að hann var kosinn forseti ISI. Mörg mikil- væg verkefni leysti stjórn IBR undir forustu Gísla og í sam- vinnu við borgarstjórnina t.d. yfirtöku Hálogalands og starf- rækslu, eflingu slysasjóðs, skipt- ingu borgarinnar í starfssvæði íþróttafélaganna, myndun sam- taka að smt'ði og starfrækslu sýninga - og íþróttahús í Laug- ardal, o.s.frv. Formennsku nefndar, sem annast skyldi hátíðahöld í sam- bandi við 50 ára afmæli ISI tók Gísli að sér 1961. Þessi nefnd setti hátíðasýningu á svið Þjóð- leikhússins, gaf út 50 ára sögu ISI og lagði grundvöll að íþróttamiðstöð ISI í Laugardal. f átján ár eða til 1980 var Gísli Halldórsson forseti ISI og var á íþróttaþingi kosinn heið- ursforseti sambandsins. í stjórn- artíð hans tókst meðal annars, að efla samskipti við ungmenna- og íþróttafélög, að treysta tengslin við héraðssamböndin og gera þjónustustörf sérsam- bandanna virkari, að fá auknar fjárveitingar frá Alþingi, að koma getraunum á með meiri félagslegum hætti, að koma slysatryggingu íþróttamanna lögbundið inn til almannatrygg- inga, að starfrækja þjónustu- miðstöð í eigin húsakynnum, að starfrækja sumarbúðir að Laug- arvatni, að halda á áratugs fresti vetrar- og sumarhátíðir íþrótta- manna (1970 og 1980), að örva almenning til aukinna íþrótta- iðkana, að mennta leiðbeinend- ur og þjálfara (fræðslunefnd), að koma á og viðhalda nánu samstarfi við erlendar íþrótta- stofnanir og samtök, - og þá einkum á hinum Norðurlöndun- um, að ná fram aukinni fjárveit- ingu frá Norræna ráðinu o.s.frv. Starfsfúsir menn um félags- mál vilja leiðast til þátttöku í stjórnmálum. Hvortveggja er til, að flokkur vill ná þeim til sín eða þeir sjálfir finna að áhuga- mál þeirra verða eigi leyst, nema þeir nái áhrifum innan stjórnmálaflokks. Hvað dró Gísla inn í stjórnmál, veit ég ekki en varaborgarfulltrúi er hann orðinn 1954-’58 og borg- arfulltrúi 1958-74. Varaforseti borgarstjórnar verður hann 1958. í borgarráði situr hann 1962-70. Forseti borgarstjórnar er Gísli Halldórsson 1970-74. Mig skortir þekkingu á störfum Gísla sem borgarfulltrúa en byggingarmál og skipulagsmál lét hann sig mikið varða. Eðli- lega tók hann að sér oddastöðu um íþróttamálefni meirihlut- ans. Borgin hafði lengi starfrækt íþróttavallarnefnd, sem Gísli annaðist formennsku fyrir 1958- ’62, að hann fékk gerða skipu- lagsbreytingu á stjórn íþrótta- mála borgarinnar og stofnað var íþróttaráð hennar, sem skyldi annast starfrækslu íþrótta- mannvirkja hennar og yfirstjórn íþróttamála, sem borgin léti sig varða. Formaður þessa ráðs var Gísli 1962-74. Af merkum málum, sem ráðið lét til sín taka á þessum árum má nefna íþrótta- mannvirki í Laugardal, leik- vangur, sundlaug og sýninga- og íþróttahöll; skíðamannvirki og íþróttavelli félaganna; Blá- fjallasvæðið; lán til félaganna, sem vinna að íþróttamannvirkj- um, uppí væntanleg framlög úr íþróttasjóði ríkisins o.s.frv. Fyrir 11 árum tók Gísli að sér formennsku Ólympíunefndar íslands. Hafði hann þá verið í 18 ár varaformaður nefndarinn- ar og störfin oft hvílt þungt á honum. Það þarf atorku og hugkvæmni að sjá ólympíu- förum farborða fjárhagslega, ekki aðeins vegna ferðalaga og uppihalds, heldur einnig hvað varðar þjálfun og margháttaða fyrirgreiðslu. Það mun því hafa verið Gísla Halldórssyni og frú hans nokkur umbun fyrir mikið og langvarandi álag að fá að njóta frækilegrar frammistöðu ísl. íþróttafólks, er hann fyllir sjöunda tug ævi sinnar. Heill og þakkir Gísla Hall- dórssyni og konu hans til handa. Þorsteinn Einarsson Jón Sigurður Ólafsson skrifstofustjóri Hinn 5. ágúst s.l. lést að heimili sínu, Hávallagötu 5 Reykjavík, Jón Sigurður Ólafs- son skrifstofustjóri í félagsmála- ráðuneytinu. Hann var fæddur 7. október 1919 í Geiradal. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Elías bóndi Þórðarson Níelssonar bónda á Þórustöðum í Strandasýslu og Bjarney Ólafsdóttir bónda í Króksfjarðarnesi Eggertssonar. Jón íauk prófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1946. Hann starfaði í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu frá júlí til 1. nóv. 1946, gerðist síðan fulltrúi hjá sýslumanninum og bæjar- fógetanum í Hafnarfirði. Hann varð fulltrúi í félagsmálaráðu- neytinu 23. febr. 1947, skipaður deildarstjóri 6. jan. 1970 og skrifstofustjóri 1973 tilæviloka. Kynni mín af Jóni S. Ólafs- syni hófust þegar ég kom til starfa í félagsmálaráðuneytinu í ársbyrjun 1953. Við vorum þar samstarfsmenn í rúmlega tuttugu ár. Jón var rúmlega meðalmaður á hæð, vel vaxinn og þreklegur, dökkhærður og fríður sýnum. Hann var maður hógvær og hæglátur í allri framkomu, ljúf- ur f viðmóti og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var og vandvirkur maður og vann störf sín með alúð og samvisku- semi. Hann hafði næma tilfinn- ingu fyrir íslensku máli. Mér þótti gagnlegt að leita álits hans í þeim efnum sem fleirum og bað hann stundum að lesa yfir það, sem ég hafði fest á blað og segja mér hvað honum þætti betur mega fara. Með honum var gott að vera. Við hjónin höfðum allnáin og góð kynni af Jóni og hans ágætu konu og fjölskyldu austur við Þingvallavatn þegar við fengum þar sumarbústaðaland og reist- um okkur þar sumarbústaði. Við Jón og fjölskyldur okkar unnum þar sameiginlega að efn- isútvegunum og flutningum á landi og á vatninu með ágætum bát, sem Jón átti. Það voru skemmtilegar samverustundir. Þá kynntist ég nýrri hlíð á Jóni. Mér sýndist hann vera afar góð- ur smiður, hagsýnn og úrræða- góður. Hann vann mikið að smíði sumarhúss síns. Allt sem að því laut bar vott um snyrti- mennsku og smekkvísi. Okkur Sigrúnu minni fannst mikið traust í því, þegar við vorum í bústað okkar, ef Jón, kona hans og/eða fjölskylda voru í bústað sínum í grennd við okkar hús, einkum eftir að ellin fór að sækja fast að okkur. Margan góðan greiða eigum við Jóni og fólki hans að þakka. Fáum dögum áður en Jón lést leitaði ég til hans um upplýsing- ar um ákveðna þjónustu, sem ég þurfti á að halda. Hann bauð mér þá að sjá um mál þetta fyrir mig og gerði það með sóma eins og honum var lagið. Hann kom á heimili okkar með umræddan hlut og dvaldi góða stund hjá okkur hjónum, léttur í skapi, hress og hraustur að því er best var séð. Þarna ræddum við sam- an um daginn og veginn á meðan hann stóð við. Síðan bar fundum okkar ekki saman og nú er hann horfinn. Við hjónin og fjölskylda okk- ar þökkum einstaklega ánægju- lega samfylgd og vottum frú Ernu Óskarsdóttur, eftirlifandi konu hans og fjölskyldu hennar einlæga samúð. Hjálmar Vilhjálmsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.