NT


NT - 29.08.1984, Síða 2

NT - 29.08.1984, Síða 2
 Miðvikudagur 29. ágúst 1984 ttír Stórir og upplýstir innflytjendur fá hraðari meðferð hjá Tollstjóra: Nánast viðstöðulaus afgreiðsla tollskjala - segir Karl Garðarsson, fulltrúi hjá Tollstjóra ■ „Það felst í þcssum breyt- ingum að gegn uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þá fá inn- flytjendur hraðari meðferð hjá okkur og tollstjórum almennt; menn geta nánast fengið við- stöðulausa afgreiðslu á toll- skjölum,“ sagði Karl Garðars- son, fulltrúi hjá Tollstjóranum í Reykjavík við NT um nýja reglugerð sem Ijármálaráðu- neytið hefur gefið út um einfald- ari tollmeðferð, sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum og sem kemur til framkvæmda 1. októ- ber; hingað til hefur tollaf- greiðsla að jafnaði tekið sól- arhring. Ekki munu allir innflytjendur njóta góðs af þessari breytingu og fá hraðari afgreiðslu, heldur gcta aðeins þeir sem uppfylla fimm skilyrði toll- stjóra. Eitt skilyrðið segir að innflytjandinn skuli hafa flutt inn vörur fyrir sextán milljónir króna, og tollafgreiðslur hans verið a.m.k. 200 á næstliðnu tólf mánaða tímabili; annað skilyrði er um að innflytjandinn- hafi að mati tollstjóra sýnt fram á við gerð og frágang aðflutn- ingsskýrslna að hann hafi full- nægandi þekkingu á lögum og reglum um tollmeðferð. „Innflytjendum verður treyst til að hafa skjöl sín í lagi, en síðan eru hlutirnir endur- skoðaðir eftirá í staðinn fyrir fyrirfram, áður en þeir fá vörurnar, eins og nú,“ sagði Karl Garðarsson. „En við mun- um fara jafnvel yfir hlutina eftir sem áður.“ „Ég held að þetta komi í veg fyrir óþarfa snúninga og sé til mikil hagræðis fyrir innflytjend- ur,“ sagði Kjartan Stefánsson, blaðafulltrúi Verslunarráðs í samtali við NT um þessa nýju breytingu. Benedikt Kristjánsson fundarstjóri kjördæmisþings framsóknarmanna: Steingrímur hafði engin afskipti! - og vinnubröðgin að öllu leyti eðlileg „Það kom fram tillaga undirrituð af ellefu þingfulltrú- um þar sem lýst var yfir and- stöðu við radarstöðvar jafnt á Vestfjörðum og Austfjörðum. Steingrímur flutti breytingartil- lögu sem fól í sér að í stað radarstöðva kæmi herstöðvar. Þessi breytingartillaga var sam- þykkt með miklum meirihluta og þeir sem fluttu aðaltillöguna, þeir sátu hjá þegar breytingartil- lagan var ’samþykkt. Heiðar o.fl. lýstu því yfir að þeir kærðu sig ekki um að teljast flutnings- menn tillögunnar eins og hún væri orðin. Það sama gerði fyrsti flutningsmaður Dagbjört Hösk- uldsdóttir. Ég marglýsti þá eftir því hverjir vildu standa að til- lögunni. Enginngafsigfram.og því kom endanleg tillaga aldrei til atkvæða. Ég fer ekki sem fundarstjóri að bera upp tillögu sem enginn vill standa að.“ Þetta er lýsing Benedikts Kristjánssonar fundarstjóra á kjördæmisþingi framsóknar- manna, en eins og kunnugt er urðu nokkrar róstur út af máls- meðferð og gengu tveir menn af fundi í mótmælaskyni. „Stein- grímur hafði engin afskipti af málsmeðferðinni, hvorki í þessu máli né öðru. Hann bað um orðið á sama hátt og aðrir og flutti breytingartillögu. Það var allt og sumt.“ í t Sími686300 DV-rollan ■ Þeir eru miklir land- búnaðarspekingar á DV. Það sannaðist rétt einn ganginn í það stórmerkri frétt og vís- indalegri að höfundurinn hlýtu'r að vera Jónas Krist- jánsson sjálfur, þrátt fyrir stafi blaðamanns. Allavega hlýtur höfundur að vera alinn upp þar sem sauðkindin hef- ur þegar verið búin að eyða öllum gróðri, og hefur orðið að láta sér nægja rnöl og nagaðan bithagann, því að kindur DV eru aðeins 20 kg á þyngd, veturgamlar, og eru þeir þá að tala um þyngd á lifandi kind. Þeim sérfræð- ingum skal vinsamlega bent á að veturgömul kind er að jafnaði 55-65 kg á þyngd, en 45-55 kg hafi hún alið af sér lamb. En fréttagildið byggist á því að kindin sé nógu létt og því er búin til DV-rolla sem cr aðeins 20 kg. Annars má benda þeim DV mönnum á það að fréttin hefði orðið miklu magnaðri. miklu meira spennandi, miklu meiri sölu- vara. miklu meiri málsvörn fyrir bílaeigendur, miklu rætnari árás á hagsmuni bænda ef D-V-rollan hefði verið höfð svona 2-3 ki>. Hvernig væri annars að fá mynd af DV-rollunni næst? Leyniþræðirn- ir liggja víða ■ Víða liggja þeir leyni- þræðirnir. Á baksíðu DV ný- lega var flennistór mynd þar sem Ásgeir Hannes Eiríksson ritstjóri ísafoldar var að ræða við Geir Hallgrímsson aðaleig- anda Morgunblaðsins. Undir myndinni stendur DV-mynd EÓ (Einar Ólafsson). Einar Ólafsson hætti hins vegar á DV fyrir þrem vikum og hefur nú ráðið sig til starfa hiá ísafold. M.ö.o: Ljósmyndari Isafoldar tekur ennþá DV myndir. Leiðrétting vegna Dropa ■ Dropa varð svo mikið um að sjá stúlku nokkra skríða inn í fallbyssu í NT-bol og skjótast úr fallbyssunni nokkrum sek- úndum seinna að hann fór hamförum eftir ritvélinni í leit að skýringum s.l. mánudag sem reyndust rangar að mestu leyti. Myndin var klippt af tæknilegum ástæðum ein- göngu, en ekki út af þvf að Gísli B. Björnsson, sem rekur samnefnda auglýsingastofu, en vinnur ekki hjá Þjóðviljanum. hafi orðið reiður. Vinir dropa segja meira að segja að hann hafi ekki verið á staðnum. Dropi biðst afsökunar og segir eins og spekingurinn mikli: „Heimildir sem blaðið taldi áreiðanlegar reyndust rangar.“ Laxá í Dölum 18 laxar komu á land í Laxá í Dölum í síðasta þriggja daga holli en þeir veiðimenn hættu á hádegi í gær. 8 laxar komu á eina stöngina, þar af 7 á flugu. Veitt er á sjö stangir í ánni. Nú eru komnir 770 laxar á land sem er trúlega svipuð veiði og var á sama tíma í fyrra. Lúsugir laxar eru enn að veiðast svo hann er enn að ganga í Laxá. Stærsti laxinn í sumar var 22 pund eins og áður hefur verið greint frá. Mjög lítið vatn er í ánni um þessar mundir en veiði- lok eru um miðjan septem- ber. Laxá í Aðaldal Enginn kippur hefur kom- ið í veiðina í Laxá í Aðaldal eftir að veiðin datt niður um mitt sumar. Einn og einn fiskur sem kroppast og sá lax orðinn leginn. Nú eru komnir um 900 laxar á land á Laxamýrar- svæðinu og er það ívið skárri veiði en í fyrra.. Mest af aflanum er ágætlega vænn fiskur. Stærsti fiskurinn í sumar var 21 pund. Lítil veiði í Selá Lítil veiði hefur verið í Selá í sumar en um 100 laxar eru komnir á land úr ánni í það heila. Tveir laxar veidd- ust í ánni í gær og var annar þeirra jafnframt stærsti lax sumarsins, 14 pund. Laxinn hefur verið smár í Selánni í sumar og þá sérstaklega seinni partinn. Nú eru um fjórir dagar eftir af veiðitím- anum í ánni. Rólegt í Þverá Undanfarið hefur verið róleg veiði í Þverá. Síðasta holl fékk 6 laxa og nokkra sjóbirtinga og bleikjur á sjö stangir á þrem dögum úr neðri ánni. 649 laxar eru komnir á land úr Kjarrá, efri ánni, 376 laxar úr Þverá og 42 laxar úr Litlu-Þverá. ■ Hafnarhreppur í Hornafirði keypti í vor dýpkunarprammann Soffiu og hefur nú í ágúst verið unnið að því að dýpka við loðnulöndunarbryggjuna. Loðnuskip hafa átt erfitt með að komast þar að nema á flóði, en nú á að gera bragarbót þar á.Er gert ráð fyrir að dýpi á fjöru verði sex metrar. Vonast er til að verkinu verði að mestu lokið fyrir haustið, en alls þarf að dæla burtu 16.000 rúmmetrum af sandi. NT-mynd: Örn Sveinsson. Arnarstofninn: Á ennþá undir högg að sækja ■ Nú munu um tuttugu og fimm arnarungar vera að verða fleygir á landinu öllu. Þar af hafa átta ungar komist upp á svæði þar sem örn varp ekki fyrir tíu árum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Fuglaverndarfélagi Islands þá eru nú um hundrað og tuttugu fuglar í íslenska arn- arstofninum og þykir sú stofn- stærð ekki stór. t fréttatilkynningu frá Fugla- verndarfélaginu kemur fram að sú mesta hætta sem nú steðjar að erninum sé eiturútburður æðarræktarmanna, en „undan- farið hafa 217 aðilar keypt í handkaupi hjá Lyfjaverslun ríkisins um 300 kg af fenemali sem nægja myndi til þess að drepa alla íslendinga! Er þetta gert með leyfi menntamálaráð- herra og samþykkt af formanni eiturefnanefndar." íslensk glerlist: Bergvíkurgler keypt til Kaupmannahafnar ■ Listiðnaðarsafnið í Kaup- mannahöfn hefur fest kaup á verkum eftir glerlistakonuna Sigrúnu Ó. Einarsdóttur og mun það vera í fyrsta skipti sem safnið kaupir eftir íslenskan listamann. Verk Sigrúnar voru á sýning- unni „Scandinavia Today“ sem sett var upp í Listiðnaðarsafninu og eftir hana barst Sigrúnu bréf frá safninu þess efnis að það óskaði eftir að fá keyptar þær skálar sem hún átti á sýning- unni.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.