NT - 29.08.1984, Page 28

NT - 29.08.1984, Page 28
Öryggisráðið fundar um mann- réttindabrot israelsmanna Miðvikudagur 29. ágúst 1984 28 Utlönd New York-Reuter. ■ Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna kemur sam- an í dag, miðvikudag, til að ræða kvartanir líb- anskra stjómvalda um sí- endurtekin mannréttinda- brot og yfirgang ísraelska hernámsliðsins í Suður- Líbanon. Líbanir báru fram kvörtunina síðastliðinn föstudag og fóru fram á skyndifund í Öryggisráð- inu, en báðu síðan um frest fram á miðvikudag - að því er talið er til að hafa svigrúm til að ráðfæra sig við fulltrúa annarra þjóða sem hlut eiga að rnáli. Rashid Fakhouri, sendi- herra Líbanons hjá Sam- einuðu þjóðunum, lýsti því yfir í síðustu viku að ráðslag Israelsmanna í Suður-Líbanon, Bekaa- dal og Rashaya-héraði gengi þvert á mannréttindi íbúanna og einangraði suðurhéruð landsins frá norðlægari hluta þess. Suður-Kóreumenn vilja verslun við N-Kóreu Bandaríkin: General Motors bannað að menga frárennsli Washington-Reuter. ■ Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur skýrt frá því að það hafi neytt stórfyrir- tækið General Motors til að samþykkja að hætta að menga frárennslisvatn með hættu- legum og heilsuspillandi efna- úrgangi. General Motors neyddist til að fallast á kröfur dómsstóla þar sem 30. júní síðastliðinn voru settar reglur í Bandaríkj- unum sem banna iðnfyrirtækj- um að setja ýmis málmsölt og önnur eiturefni í frárennsli. Þessi fyrirtæki verða nú að finna aðrar leiðir til að losa sig við úrgang frá verksmiðj um sínum. ■ Chun Doo Hwan forseti Suður-Kóreu hefur hvatt til við- ræðna við Norður-Kóreumenn um að taka upp verslunarsam- skipti milli Suður- og Norður- Kóreu. Til þess að gylla tilboð sitt um verslunarviðræður við Norður-Kóreu enn frekar hefur forsetinn meira að segja boðist til að veita Norður-Kóreu- mönnum ókeypis efnahags- og tækniaðstoð. Chun Doo Hwan setti þessar hugmyndir sínar fram á fundi með fréttamönnum fyrir skömmu. Þar sagði hann m.a. að verslun milli Suður- og Norður-Kóreu geti verið mikil- vægt skref í átt til friðsamlegrar sameiningar Köreuskagans. Hann sagði enn fremur að Kór- eumenn ættu að vinna saman að því að bæta kjör almennings á öllum Kóreuskaganum. Chun vék einnig að Asíuleik- unum sem verða haldnir í Seoul árið 1986 og Ólympíuleikunum árið 1988. Hann sagðist vona að Kóreu muni takast að mynda sameiginlegt lið á þessum tveim- ur mótum. Krafa Suður-Kóreu- manna um að Norður-Kóreu- menn biðjist afsökunar á tilræð- inu í Rangoon, þar sem margir háttsettir embættismenn í Suður-Kóreu iétu iífið, varð til þess að viðræður um sameigin- legt ólýmpíulið á leikunum í Los Angeles runnu út í sandinn. En í síðustu tillögu Suður-Kór- eumanna um frekari umræður um sameiginleg íþróttalið var ekki minnst á slíka afsökunar- beiðni. En þrátt fyrir mörg orð um mikilvægi vinsamlegra sam- skipta hélt hann því samt fram að Norður-Kóreumenn stefndu að því að beita hervaldi við að sameina allan Kóreuskagann undir stjórn sína. Það er einnig ólíklegt að Norður-Kóreumen samþykki tillögur Chun Doo Hwan um aukin samskipti á næstunni þar sem þeir líta á brottför bandarísks herliðs frá Suður-Kóreu sem algjört skil- yrði fyrir frekari samskiptum á sviði efnahags- og stjórnmála. Suður-Kóreumenn leggja nú mikla áherslu á að bæta alþjóð- leg tengsl sín, m.a. við fyrrver- ■ Chun Doo Hwan, forseti Suður-Kóreu, á fundi með frétta- mönnum. andi fjandmenn sína, Sovét- menn, Kínverja og Japani. Stjórn Suður-Kóreu hefur margoft gefið í skyn að hún sé fús til stóraukinna samskipta við Kínverja sem hafa mjög náin tengsl við Norður-Kóreu- ntenn. En Kínverjar hafa hing- að til ekki treyst sér til nema mjög takmarkaðra samskipta við Suður-Kóreumenn á sviði íþrótta og alþjóðlegs samstarfs af ótta við að slíkt muni styggja bandamenn þeirra í Norður- Kóreu. Chun Doo Hwan heimsækir Japan í næsta mánuði en það er í fyrsta skipti sem forseti Suður- Kóreu fer í opinbera heimsókn til Japans. Fram til þessa hafa Kóreumenn verið mjög varkárir í samskiptum sínum við Japani enda var Kórea nýlenda Japan allan fyrri hluta þessarar aldar. En nú telja þeir sig ekki geta lengur dregið að bæta samskipt- in við Japani þar sem aukin efnahagstengsl við Japan eru mikilvæg fyrir efnahagsþróun í Suður-Kóreu. Norður Kóreu- menn hafa hins vegar harðlega gagnrýnt ferö Chun Doo Hwan til Japans sem þeir telja stór- hættulega og andstæða hags- munum kóreskrar og japanskr- aralþýðu. (Byggt á Reutcr og fleiri heimildum) ■ RÉTT tuttugu ár eru liðin síðan hershöfðingjar i Brasilíu steyptu borgaralegri stjórn af stóli og tóku völdin í sínar hendur. Síðan hafa fimm hers- höfðingjar farið með forseta- valdið. Nú hafa hershöfðingj- arnir ákveðið að sleppa því. Hinn 15. janúar 1985 fara fram forsetakosningar í Brasilíu og verður hershöfðingi þá ekki í kjöri. Tveir menn keppa um forsetaembættið og er talið óvíst, að það forsetaefnið, sem flokkur hershöfðingjanna styður, verði kjörinn. Samkvæmt stjórnarskrá þeirri, sem hershöfðingjarnir settu 1967 og endurskoðuð var 1969, er framkvæmdavaldið al- veg í höndum forsetans. Vald þingsins, sem að nafni til fer með löggjafarvaldið, er tak- markað. Sérstakt kjörmannaþing kýs forsetann, en það er skipað þingmönnum beggja þing- deilda og sex fulltrúum frá hinum tuttugu og tveimur fylkjum, sem Brasilía skiptist í, en þau hafa verulega hétu því að næst yrði forsetinn þjóðkjörinn. Hershöfðingjarnir hafa smám saman verið að þoka stjórnarháttum í lýðræðislegra horf. í seinustu þingkosningum missti flokkur þeirra meiri- hluta í fulltrúadeildinni, en í öldungadeildinni hefur hann meirihluta, enda eru flestir þingmanna þar tilnefndir af stjórninni. Stjórnarflokkur- inn, sem telur sig sósíaldemó- kratískan, hefur meirihluta á kjörmannaþinginu, en vegna klofnings í honum er óvíst, að frambjóðandi hans nái kjöri. Stærsta sporið í lýðræðisátt steig hershöfðingjastjórnin 1982, þegar fram fóru kosning- ar á fylkisstjórum. Þær voru nokkurn veginn frjálsar, enda urðu úrslitin þau, að stjórnar- andstæðingar fengu fylkis- stjóra kjörna í fimm fylkjum, m.a í Sao Paulo og Rio De Janeiro. Þessi sigur stjórnarandstæð- inga mun hafa ráðið mestu um, að hershöfðingjarnir féllu frá því að láta forseta verða þjóðkjörinn að þessu sinni. Fancredo de Almeida Neves. lyndu fylkinguna, sem hefur heitið Neves stuöningi. Talið er að Figuerado forseti hefði verið mótfallinn Maluf og heldur viljað fá Andreazza innanríkisráðherra sem fram- bjóðanda. Á flokksþinginu, sem valdi forsetaefnið, fékk Maluf 493 atkvæði en Andre- azza 350. Það rnælir meðal annars á móti Maluf í augum margra, að hann er líbanskur í aðra ættina, og þykir hafa það úr þeirri ætt að hafa reynst slyngur kaupsýslumaður. Hann er 53 ára gamall, og hefur sýnt sig slyngan áróð- ursmann í stjórnmálum, ekki síður en á sviði kaupsýslunnar. Hann hefur bæði verið borgar- stjóri og fylkisstjóri í Sao Paulo. Fyrir tveimur árum náði hann kosningu til öldunga- deildarinnar. Verði Neves kosinn forseti, verður hann elsti maðurinn, sem þá skipar forsetasæti í heiminum. Hann verður orð- inn 75 ára, þegar hann sest í forsetastólinn, ef hann nær kosningu. WlKU'l Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ekki öruggan stuðhing þeirra flokka, sem standa lengst til vinstri. Verkalýðsforinginn, sem gengur undir nafninu Lula, hefur neitað að styðja hann, en flokkur hans er lítill og hefur ekki mikil áhrif á kjörmannaþinginu. Hitt getur haft meiri áhrif, að Leonel Brizola fylkisstjóri í Rio de Janeiro, vill ekki styðja Neves nema hann lofi því að efna til Líbanskur kaupsýslumaðurget ur orðið næsti forseti Brasilíu Hershöfðingjarnir styðja hann ekki með glöðu geði sjálfstjórn. Alls er kjörmanna- þingið skipað 686 fulltrúum. Það var loforð núverandi forseta, Joao Baptista Figueir- edo, þegar hann kom til valda í mars 1979, að hann myndi beita sér fyrir því, að næsti forseti yrði kosinn á lýðræðis- legan hátt. Figueiredo hafði verið kosinn forseti af kjör- mannaþinginu og var boðið fram á móti honum, en áður hafði kjörmannaþingið sam- þykkt forsetaefni hershöfð- ingjanna einróma. Yfirlýsing Figueiredos var skilin þannig, að næsti forseti yrði kosinn í almennum kosn- ingum. Krafan um það hefur haft almennan stuðning, en þegar til kom, neituðu hers- höfðingjarnir að fallast á það, og ákváðu að láta kjörmanna- þingið velja næsta forseta, en EINS og áður segir, verða frambjóðendur í forsetakosn- ingunum tveir, en framboðs- fresti er nýlokið. Helsti stjórnarandstöðu- flokkurinn í þinginu, sem kall- ar sig brasilísku lýðræðishreyf- inguna, hefur teflt fram Fanc- redo Neves, sem er ríkisstjóri í öðru stærsta fylki landsins, Minas Gerais. Hann náði þar kosningu sem fylkisstjóri fyrir tveimur árum. Frambjóðandi stjórnar- flokksins verður Paulo Salim Maluf, en mikill ágreiningur varð í flokknum um framboð hans. Þegar séð varð, að hann myndi verða fyrir valinu, skarst varaforseti Brasilíu, Aureliano Chaves, úr leik, en hann hafði gefið kost á sér til framboðs. Chaves hefur nú stofnað nýjan flokk, Frjáls- Paulo Sulim Maluf. Neves á orðið langan feril að baki. Hann var forsætisráð- herrra í stjórn Goularts for- seta, sem hershöfðingjarnir viku frá völdum 1964. Hann hefur síðan verið í andstöðu við hershöfðingjastjórnina. Eins og áður segir var hann kosinn fyrir tveimur árum fylk- isstjóri í öðru stærsta fylki landsins. Talið var áður en val fram- bjóðanda hófst, að stjórnar- flokkurinn hefði 36 fulltrúum fleiri á kjörmannaþinginu en stjórnarandstæðingar saman- lagt. Frjálslynda fylkingin telur sig geta tryggt Neves um 90 fulltrúa úr röðum stjórnar- flokksins. Það styrkir Frjáls- lyndu fylkinguna, að Neves hefur að ráðum hennar valið sem varaforsetaefni sitt fyrr- verandi formann stjórnar- flokksins, Jose Sarney. Ef dæmt væri eftir framan- greindum tölum, ætti Neves að eiga vísa kosningu. Það getur þó breytt þessu, að Neves á beinna forsetakosninga ekki síðar en 1986. Maluf biðlar nú mjög til vinstrimanna, en það getur dregið úr stuðningi hershöfð- ingjanna við hann. ÞÓTT forsetakosningarnar í janúar verði ekki beinar kosningar, eru þær ótvírætt spor í lýðræðisátt. Það er orðin eins konar hefð í Brasilíu, að hershöfðingja- stjórnir og lýðræðislega kjörn- ar stjórnir skiptist á um völdin. Herstjórn fór með völd 1930- 1954, en lýðræðislega kjörnar stjórnir 1945-1964. Hershöfðingjastjórnin í Brasilíu hefur hagað sér á flestan hátt skynsamlegar en hershöfðingjastjórnin í Arg- entínu, þótt henni hafi orðið hált á því að fylgja ráðum Friedmans í efnahagsmálum. Það á sinn þátt í því að nú vill hún afhenda öðrum völdin, því að hún ræður ekki við efnahagsvandann.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.