NT


NT - 29.08.1984, Side 32

NT - 29.08.1984, Side 32
Vinsældakönnun Rásar tvö: Auglýsinga tekjur hafa fimmfaldast - og rásinni beint út um allt land ■ „Þettahafaauglýsend- ur kunnaö að meta, og auglýsingatekjur hafa far- ið ört vaxandi undanfarna mánuði. Frá maí hafa þær numið meira en tveimur milljónum en komust niður í um hálfa fyrstu tvo mánuði ársins," sagði Hörður Vilhjálmsson fjár- málastjóri Ríkisútvarpsins í samtali við NT. Eins og kunnugt er gerði Hag- vangur hlustendakönnun í maí síðastliðnum sem gaf til kynna mikla al- menna hlustun og vinsæld- ir rásarinnar. Síðan þá hafa auglýsingatekjur aukist jafnt og þétt og og nema nú nær tveimur og hálfri milljón. Meðalaug- lýsingatekjur rásarinnar fyrstu sjö mánuði ársins eru um 900 þúsundir króna á mánuöi. Fyrsti útsendingarmán- uður Rásar tvö gaf mjög góðar auglýsingatekjur sem döluðu svo verulega frá og með áramótum. í apríl fóru þær heldur að rísa að nýju og komust yfir tvær milljónir í júní- mánuði og er þar talið að fyrrgreind skoðanakönn- un hafi haft veruleg áhrif. Að sögn Harðar stendur rásin nú undir sínum rekstri og afskriftum eins og ráð var fyrir gert en rásin nýtur ekki hluta þeirra afnotagjalda sem inn koma frá hlustendum útvarps. Til samanburðar við auglýsingatekjur Rás- ar tvö má nefna að mánað- artekjur Rásar eitt af aug- lýsingum nema um 10 milljónum króna en hjá sjónvarpi eru þær um það bil 7. Tuttugu nýjjir sendar Á þessu ári verður unn- ið áfram að uppsetningu FM senda rásarinnar um allt land og er ráðgert að setja 11 upp á þessu sumri og stefnt að 9 á næsta sumri. Settir verða upp sendar á eftirtöldum stöðum í sumar: á Grund- arfirði og Ólafsvík og er þá búist við að ástandið verði gott á norðanverðu Snæfellsnesi. Frá Stykkis- hólmi berast öldur Ijós- vakans svo í væntanlegan sendi að Bæjum á Snæ- fjallaströnd og enn lengra í sendi á Arnamesinu. Er þá reiknað meðaðísfirð- ingar og fleiri Vestfirðing- ar heyri í rásinni en víða er þó pottur brotinn á Vestfjörðum og vonandi bætt úr því á næsta sumri. Þá verður með sendum á Hrútafjarðarhálsi, Þránd- arhlíðarfjalli, Hegranesi, Blönduósi, Vaðlahtiði og Siglufirði séð til þess að flestir á Mið- og Norðvest- urlandi geti unað sér við tóna rásarinnar um dægrin löng. Enn veriður bætt við stórum sendi á Gagnheiði sem gerir vonandi góð skilyrði á öllu Héraði, en verulegt átak fyrir firðina, Suðausturiand og Suður- land bíður næsta sumars. Víða á þeim svæðum sem enn eru ekki í fullkomnu lagi hvað sendingar snertir má þó ná rásinni með loftnetum og sæmilega góðum tækjum. ■ Skipverjar kvörtuðu undan slæmri lykt og lélegri hreinsun á lest skipsins eftir síðustu löndun en eftirlitsmenn hafa ekki fett fingur út í störf löndunarfélagsins í Hafnarfírði. NT-mvnd: Árni Bjama Skipverjar á togaranum Júní: Mótmæla lélegri hreinsun á lest ■ Kampakátir rásarmenn við upptöku þegar Sverrir Ijósmyndari okkar á NT leit við í gær. Þeir hafa líka ástæðu til að líta björtum augum á framtíðina þegar hlustendkönnun segir að 7 af hverjum 10 Frónbúum sperri eyrun við rásarabylgjunum og auglýsingar skili hálfri þriðju milljón í tekjur mánaðarlega. ■ Skipverjar á togaranum Júní, sem Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar rekur, skrifuðu við komu skipsins til hafnar í gær undir skjal, þar sem þeir mótmæla lélegri hreinsun á lest skipsins eftir síðustu löndun. í skjalinu segir: „Við undirrit- eftir lestarhreinsun að lokinni aðir skipverjar óskum hér með löndun. Ef að við þessum ósk- um okkar verður ekki gengið sjáum við okkur ekki fært að láta úr höfn sakir ýldulyktar og sóðaskapar í lest.“ Ekki rituðu allir úr áhöfn undir mótmæla- skjalið, en það munu hafa verið þeir, sem vinna í lest skipsins, sem voru forsprakkar mótmæl- anna. Kvörtuðu lestarmennirnir mikið yfir slæmri lykt og lélegri hreinsun er skipið lét úr höfn, en lyktin mun síðan hafa orðið að mestu eftir að veiðar hófust og lestar skipsins tóku að fyllast. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað er hérna á seyði,“ sagði Björn Ólafsson, forstjóri BÚH. „Hér er löndunarfélag og þeir menn sjá um uppskipun á öllum fiski sem kemur til Hafnarfjarð- ar. Menn frá búnaðardeild framleiðslueftirlits sj ávarafurða hafa litið á þessi störf þeirra og þau hafa hingað til verið án aðfinnslu. Matsmaðurinn taldi ekkert óeðlilegt við fiskinn. Hann fann enga sérstaka lykt í lestinni og frágangur á fiskinum var allur mjög þokkalegur." Júní lagði úr höfn þann 15. þessa mánaðar og hóf veiðar sólarhring síðar. „Þetta er 12 daga túr og þessi skip hafa yfirleitt verið 10-12 daga í hverjum túr,“ sagði Björn Ólafsson. „Afli skipsins var um 200 tonn og þar af voru um 60 tonn af þorski, sem veiddur var fyrstu þrjá veiðidagana. Sá fisk- ur verður e.t.v. metinn í annan flokk, en matið verður ekki ljóst fyrr en búið er að skipa upp öllum aflanum,“ sagði Björn Ólafsson, forstjóri BUH. Drykkjan flyst í léttari vínin ■ Áfengissiðir landsmanna virðast hafa stórbreyst á síð- ustu árum. Sam- kvæmt upplýsingum Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins jókst neysla lands- manna á borðvínum um 17,5% frá 1982 til 83. Þá jókst neysl- an á heitum vínum, sem eru m.a. púrt- vín og sérrí, um 9% á milli sömu ára. Það er til marks um að þessi aukning hafi ekki beinlínis þýtt aukningu á áfengisneyslu, held- ur flutning frá sterk- um vínum til léttari vína, að áfengis- neysla á mann var nær sú sama þessi tvö ár, eða 3,13 vín- andalítrar fyrra árið, en 3,24 það síðara; er síðari talan því sem næst sú sama og neyslan var árið 1979. -Er hér sleppt að taka tillit til fjölg- unar fólks á áfengis- aldri, enda var hún óveruleg.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.