NT - 30.01.1985, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. janúar 1985
3
Nauðsynjarnar sitja fyrir þegar sverfur að:
Um 8.900 krónum meira
íáfengis-en mjólkurkaup
- hjá íslensku vísitölufjölskyldunni 1984
■ Þótt verð á áfengi hafí á
síðasta ári hækkað um 20%
umfram hækkun launa og al-
menns verðlags, frá árinu áður,
jókst áfengisneysla íslendinga
um tæp 2% á mann, mælt í
hreinum vínanda. Til að ráða
við hin stórauknu útgjöld vegna
áfengiskaupanna hafa menn
eðlilega orðið að spara við sig í
öðru - væntanlega ónauðsyn-
legra. Sá sparnaður hefur m.a.
komið fram í mjólkursölunni,
sem á sama tíma minnkaði um
tæp 4% á mann að meðaltali.
Upphæðin sem íslendingar
vörðu til áfengiskaupa frá
ÁTVR á síðasta ári nam rúmum
1,4 milljörðum króna, eða nán-
ar talið 1.408.541.116 krónum,
sem var tæplega 43% hærri
upphæð en árið áður, eða um
423 millj. króna. Meðalhækkun
taxtakaups á sama tímabili var
tæp 19%.
Ef við deilum áfengissölunni
niður á alla íslendinga, 20 ára
og eldri, hefur hver þeirra keypt
áfengi fyrir um 9.150 krónur á
síðasta ári. Skiptum við upp-
hæðinni aftur á móti niður á
„vísitölufjölskylduna“ hefur
áfengiskaupareikningur hennar
að meðaltali orðið um 23.500
krónur yfir árið, sem var 8.150
króna hækkun frá fyrra ári.
Til samanburðar er skemmti-
legt að geta þess, að heildar-
mjólkurkaup íslendinga (ný-
mjólk og léttmjólk) na'mu um
876,5 milljónum króna á síðasta
ári. Mjólkurútgjöld „vísitölu-
fjölskyldunnar" hafa því verið
um 14.600 krónur að meðaltali,
eða um 8.900 krónum minni en
brennivínsútgjöld þessarar
sömu fjölskyldu.
Verðhækicun á mjólk varð
hlutfallslega svipuð og á áfeng-
inu. Munurinn var hins vegar
sá, að mjólkurkaupin minnkuðu
menn urn nær 1,3 milljónir lítra
frá árinu áður, eða um 27 lítra
á hverja „vísitölufjölskyldu" að
meðaltali.
Bíræfnir bílaþjófar
Stálu bíl-
umog
fóruí
bílakaup
■ Tveirungirmennstálu
í fyrrinótt bíl í Þorláks-
höfn og óku til Reykjavík-
ur. Þar stálu þeir öðrum
en létu Reykvíkinginn
hafa X-bílinn úr Þorláks-
höfn. Talið er að þeir hafi
verið komnir aftur til Þor-
lákshafnar fyrir morgun
og skiluðu þá R-bílnum
þar sem þeir stálu hinurn.
Við eftirgrennslan í Höfn-
inni fann lögreglan svo
mennina tvo og eru þeir
grunaðir um ölvun við
akstur í báðum ferðum.
Vistunarvandi ör-
yrkja er óleystur
- segir Helgi Seljan alþingis-
maður, sem lagði fram fyrir-
spum um málið á alþingi í gær.
■ Philippe Noiret í hlut-
verki sínu í Tataraeyði-
mörkinni, sem kvik-
myndaklúbbur Aliance
Francaise sýnir.
Alliance Francaise:
Tataraeyðimörkin
í Regnboganum
- Frá Aðalsteini Valdimarssyni, nemanda í
Breiðholtsskóla, í starfskynningu á NT.
■ „Hvað líður aðgerðum til
lausnar á vistunarvanda þeirra
öryrkja sem við mesta fötlun
búa?“
Þannig hljóðar fyrirspurn sem
Helgi Seljan og Guðrún Helga-
dóttir lögðu fram á alþingi í gær.
Helgi sagði í viðtali við NT,
að fyrirspurnin væri flutt vegna
þess að þau vildu fá að vita
hvort ekki ætti að gera neitt í
þeim mikla vanda sem mætir
því fólki hér á landi sem er svo
mikið fatlað, andlega eða lík-
amlega, að ekki er hægt að
sinna því á þeim stofnunum sem
nú eru til í landinu.
„Þetta er ekki stór hópur.
Ekki nema 10-20 manns, sem er
svona illa fatlað,“ sagði Helgi.
Hann sagði ennfremur til í dæm-
inu að stofna sérdeild fyrir fólk-
ið en samt væri auðvitað æski-
legra að hægt væri að sinna því
meira hverju fyrir sig.
Helgi sagði einnig að ýmsir
aðrir möguleikar væru í þessu
máli. Það væri t.d. hægt að veita
aðstandendum færi á að sinna
þeim með aðstoð heima-
hjúkrunar. Aðalatriðið væri að
margt af þessu fóli væri í dag á
venjulegum sjúkrahúsum og
erfiðleikar við að sinna því væru
svo miklir að eitthvað yrði að
gera í málinu.
■ Sjávarsíðan
NT mynd Róbert
Fyrirspurnar-
flóðá
þingi
■ Jóhanna Sigurðardóttir
lagði í gær fram sex fyrirspurn-
ir varðandi banka og spari-
sjóði. Þingmaðurinn vill m.a.
fá að vita hver heildaraf-
greiðsla viðskiptabanka og
þriggja stærstu sparisjóðanna
hafi verið til finrm stærstu
lántakenda tvö sl. ár. Hversu
rnargar umsóknir liggi fyrir
um stofnun nýrra bankaútibúa
og sparisjóða. Hverju skuld-
bindingar bankanna nemi er-
lendis. Hver vaxtamunur inn-
og útlána hafi verið tvö sl. ár.
Og hversu hár auglýsinga-
kostnaður bankanna hafi verið
að undanförnu.
Þá spyr Guðrún Helgadóttir
fjármálaráðherra um auglýs-
ingakostnað vegna sölu spari-
skírteina ríkissjóðs og hvað
ætla megi að hann jafngildi
launurn margra í 15. launa-
flokki BSRB. Helgi Seljan
spyr um afgreiðslu lána frá
Húsnæðisstofnun. Guðmund-
ur J. Guðmundsson flytur
þingsályktun um fullvinnslu
sjávarafurða. Sami ásamtfleir-
um flytja frumvarp til laga um
aukinn rétt verkafólks sem
koma mundi í veg fyrir að fólk
; fiskvinnslu verði svipt tekjum
sínum með viku fyrtrvara og
Svavar Gestsson o.fl. flytja
tillögu um rannsókn á inn-
flutningsversluninni.
Aðeins var fundað í samein-
uðu þingi í gær.
Eimskip fékk freðfiskflutningana fyrir SH en
Skipafélagið Víkur bauð lægri flutningsgjöld
■ Kvikmyndaklúbbur
Alliance Francaise sýnir
kvikmyndina Tataraeyði-
mörkin í litla sal Regnbog-
ans (á 2. hæð) í kvöld,
miðvikudaginn 30. janúar,
ogannað kvöld, kl. 20.30.
Tataraeyðimörkin (Le
désert des Tartares) var
gerð árið 1976 undir leik-
stjórn Valerio Zurlini, eft-
ir samnefndri skáldsögu
Dino Buzzatti. Að mörgu
leyti heillandi mynd um
bið hermanna eftir ímynd-
uðum óvini úr norðrinu.
Aðalhlutverkin eru leikin
af Jacques Perrin, Vittorio
Gassman, Helmut Griem,
Philippe Noiret, Laurent
Terzieff, Jean-Louis
Trintignan og Max von
Sydow.
■ Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna hefur ákveðið að taka
tilboði Eimskips h.f. í flutninga
á freðfíski til Bandaríkjanna.
Tilboð Eimskips var metið
hagkvæmara, þegar allt var
skoðað en tilboð Skipafélags-
ins Víkur, þótt Víkur hafí boð-
ið lægra flutningsgjald.
í fréttatilkynningu frá SH
segir að það sem úrslitum hafi
ráðið, þegar tilboð þessara
tveggja skipafélaga voru metin
hafi verið meiri tíðni ferða hjá
Eimskip, betri skipakostur og
smærri farmar í gámaskipum
Eimskips en frystiskipi Víkna,
sem spari geymslu- og vaxta-
kostnað.
„Ég hugsa að það sé ansi
margt að athuga við þetta,
þegar nánar er skoðað," sagði
Finnbogi Kjeld, framkvæmda-
stjóri Skipafélagsins Víkur, í
samtali við NT í gærkvöldi.
„Þeir bjóða út flutninga frá 28
höfnum á íslandi til einnar
hafnar í Bandaríkjunum og
það á að lesta á 8-12 höfnum í
hverri ferð. Það er skýrt og
skorinort í útboðsgögnunum.
Þeir hefðu átt að skýra það
strax hvaða óskir þeir hefðu
um þessa hluti, en það virðist
allt koma eftir á. Það er ekkert
um það að þeir óski eftir tíðari
ferðum en við gátum boðið
upp á.“
Ölafur Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri SH sagði í gær-
kvöldi að það væri rétt að eins
og málið var lagt upp í upphafi
hafi mismunur á tilboðunum
verið til staðar, Víkum í vil.
Hins vegar væru fleiri þættir
sem taka hefði þurft tillit til.
Þarna er um að ræða útboð
upp á 80-90 milljónir króna á
ári og tilboð Eimskips hefði
verið hagstæðara ef litið sé á
alla flutningakeðjuna frá upp-
hafi til enda. „Við áskildum
okkur rétt til að taka hvaða
tilboði sem væri og við eigum
ekki neinna hagsmuna að gæta
S' 'á skipafélögunum," sagði
lafur.