NT - 30.01.1985, Síða 6
Heimir Hannesson hdl.:
Ferðaþjónustan
- víðfeðm atvinnugrein með vaxtarbrodd
■ Á fyrstu árum Ferðamála-
ráðs skapaðist, fyrir forgöngu
þess, „munstur" að margvís-
legri sameiginlegri landkynn-
ingarstarfsemi þessara og fleiri
aðila erlendis, sem reynst hef-
ur afar vel, og hefur m.a. þetta
munstur verið uppistaðan í
kynningunni í ferðum forseta
íslands, sem alkunna er. Verð-
ur aldrei nægileg áhersla á það
lögð, að vart er að finna hetri
sameiningarflöt í sameiginlegri
kynningu á erlendum vettvangi
en einmitt þá þætti, sem í
þessu munstri ber hæst, þ.e.
óspillta náttúru landsins, sögu
þess og menningu ásamt út-
flutningsvörum landsmanna,
þar sem áhersla er lögð á gæði
og vöruvöndun. Fá munstur,
ef nokkur. eru líklegri til að
setja þann gæðastimpil sem
þarf á útflutningsvörur okkar í
ört vaxandi samkeppni og um
leið cnn brýnni þörf þjóöfé-
lagsins á því að sami útflutn-
ingur skili því sem mestum
aröi. í þessu skyni þarf að
virkja alla þá íslensku starf-
semi, sem þegar er fyrir á
erlendum vettvangi og koma
nýrri af stað. Einmitt þetta
atriði hlýtur að vera mikilvægt
efnisatriði þegar nú er loksins
að koma að róttækri endur-
skoðun og nýskipan á útflutn-
ingsmálum okkar. Það þarf
ekki að leita langt í fram-
kvæmd og lagasetningu varð-
andi útflutningsmál nágranna-
þjóðanna til að sjá um þetta
skýr dæmi, en ekkert þeirra
hefur jafn mikla möguleika á
því og íslcndingar að fram-
kvæma þetta með þeim hætti
að árangur verði og eftir því
vel tekið. En það þarfnast
meiri skýringa en hér rúmast
að sinni. En varðandi fcrða-
þjónustuna sjálfa liggur í aug-
um uppi, eftir þann árangur
sem orðið hefur, að hvergi má
láta deigan síga í markaðs-
sókninni og aukinni landkynn-
ingu. Eins og rökstutt hefur
verið hér að framan eru hér
miklu meiri hagsmunir í húfi
■ Hciniir Hanncsson.
en ferðaþjónustunnar einnar,
en hún er hluti af myndinni og
því mega menn ekki gleyma.
Starfsemi flugfélaganna
Síðast en ekki síst skal getið
hinnar umfangsmiklu og sam-
felldu landkynningar, sem
bæði flugfélögin, þ.e. Flugleið-
ir hf. og síðar Arnarflug, þó í
minna rnæli sé af eðlilegum
ástæðum, hafa staðið sjálf að,
bæði beint héðan og frá skrif-
stofum og umboðsmönnum
víða um heim. Er rétt að það
komi fram, að öll þessi starf-
semi kemur til viðbótar þeirri
sameiginlegu markaðsstarf-
semi, sem á var minnst og þó
að þessi landkynning, af hálfu
félaga, sem eru að mestu leyti
í eigu einkaaðila og beinist
fyrst og fremst að því að selja
flugsæti milli landa og ferða-
þjónustu hérlendis, kemur
þessi umfangsmikla starfsemi
fjölmörgum öðrum aðilum í
þjóðfélaginu til góða, m.a. eru
í þágu útflutnings okkar og
skapar almennt jákvæðan
skilning á högum lands og
þjóðar. Vantar oft mikið upp
á að mönnum séu þessi sann-
indi ljös í opinberum umræð-
um þegar alþjóðaflug okkar
ber á góma.
2. grein.
Nokkrar
meginstaðreyndir
í lok þessarar greinar er rétt
að geta nokkurra meginstað-
reynda í tengslum við það sem
að framan er sagt:
1. Atvinnugrein ferðamála
hefur verið sívaxandi þáttur
í íslenskum þjóðarbúskap
og hefur skilað auknum
gjaldeyristekjum til þjóðar-
búsins og skapað aukin at-
vinnutækifæri í vaxandi at-
vinnugrein.
2. Ferðaþjónustan - atvinnu-
grein ferðamála, er í raun
vaxandi útflutningsgrein,
sem hefur góða möguleika
á því að verða einn af
vaxtarbroddunum í ís-
lensku atvinnulífi, sé að
henni hlúð og henni sköpuð
aðstaða til áframhaldandi
vaxtar.
3. Á árinu 1984 má áætla að
hafi starfað rúmlega 5%
íslendinga beint eða óbeint
að framkvæmd ferðamála
og hliðargreinum hennar.
Þáttur ferðamála í öflun
gjaldeyristekna á s.l. ári er
umtalsverður eða um 8% af
heildarverðmæti vöruút-
flutnings. Þar fyrir utan eru
innlendar tekjur innan at-
vinnugreinarinnar, sem eru
verulegar.
4. Ferðaþjónusta er forsenda
núverandi samgöngukerfis
landsmanna, hvort sem litið
er til flugsamgangna við
útlönd eða fjölmarga þætti
í samgöngukerfinu innan-
lands. Koma erlendra
ferðamanna til landsins árið
um kring er forsenda þeirr-
ar tíðni í alþjóðaflugi til og
frá landinu, er tekist hefur
að halda uppi.
5. Vegna þeirrar fjárfestingar
sem þegar er orðin í ferða-
■ Ný hótel hafa bætt aðstöðu og allt mannlíf í viðkomandi byggðalögum. Myndin er tekin í
vínstúku nr. 4 í Hótel Húsavík.
málum okkar, m.a. rnjög
aukið hótelrými hringinn í
kringum landið, er hægt að
auka umsvif og tekjumynd-
un í atvinnugrein ferðamála
án verulegrar viðbótar
fjárfestingar. Minna má á,
að mikilvægir þættir ferða-
mála felast í ýmiskonar
þjónustu, þar sem lítillar
fjárfestingar er þörf.
6. Skilja ber þá staðreynd, að
undantekningarlítið kemur
fjárfesting í ferðamálum
öllum landsmönnum til
góða, þó með mismunandi
hætti sé og t.d. fjárfesting í
hótelum og samkomustöð-
um ekki síst hringinn í
kringum landið á stærri og
smærri stöðum bætir alla
félagslega aðstöðu á við-
komandi stöðum og auðgar
og bætir mannlífið.
Ef til vill er þessi síðasti
liður mikilvægari en margir
ætla og því miður ein af þeim
staðreyndum, sern of fáir
tengja gildi ferðamála fyrir ís-
lenskt þjóðfélag. Aukin nýting
slíkrar fjárfestingar stuðlar
bæði að auknum tekjum fyrir
viðkomandi byggðarlag og
þjóðarbúið í heild. Þessari
staðreynd gleyma til dæmis
stjórnvöld of oft þegar ákveðin
eru lánskjör til slíkra fram-
kvæmda, tollastefna er mótuð
og söluskattur ákveðinn og
fleiri tengd atriði.
Vaxtarbroddur
og f járfesting
Eins og rakið var í þessu
yfirliti má leiða að því sterk
rök, að atvinnugrein ferða-
rnála gæti verið einn lífvænleg-
asti vaxtarbroddurinn í ís-
lensku atvinnulífi á næstu
árum og áratugum. Hafi hvort
tveggja í senn góða möguleika
á því að afla þjóðarbúinu auk-
inna gjaldeyristekna og skapa
aukna starfsmöguleika fyrir
nýja og uppvaxandi kynslóð.
Það má ennfremur leiða að þvi
skýr rök, að meðal annars
vegna þess að veruleg fjárfest-
ing hefur verið í atvinnugrein-
inni á undanförnum árum,
m.a. með stórauknu hótel-
rými, ekki síst víða út um
landsbyggðina, þarf tiltölulega
litla viðbótarfjárfestingu til að
gera atvinnugreininni kleift að
auka umfang sitt verulega bæði
varðandi fjölþætt þjónustu-
starfsemi við erlenda ferða-
menn jafnframt því sem búið
er í haginn fyrir ferðalög ís-
lendinga um eigið land.
Það er sérstök ástæða til að
minna á, að það er t.d. ekki
eingöngu hlutverk Ferðamála-
ráðs íslands að stuðla að ferða-
lögum erlendra manna til ís-
lands í viðskiptalegum tilgangi
heldur er það ekki síður hlut-
verk ráðsins að stuðla að og
Atvinnugrein ferðamála hefur verið
sívaxandi þáttur í íslenskum þjóðar-
búskap og hefur skilað auknum
gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og
skapað aukin atvinnutækifæri í
auknum mæli
HP ^ NT 1
A/þýðuflokkur 20,1% 15,3% 15,4%
FramsAknarflokkur 13,2% 17,8% 17,7%
Bandal. jafnaðarm. 0,0% 6,4% 6,6%
Sjálfstaaðlsflokkur 37,3% 39,7% 35,4%
Alþýðubandaiag 13,5% 14,9% 14,6%
Samt. um kvonnal. 10,0% 6.6% 7,7%
Aðrir 0 0,2% 2,8%
■ Skoðanakönnun DV sem
birtist í gær, sýnir nokkuð aðra
skiptingu milli flokka en
kannanir NT og Helgarpósts-
ins sem birtust á fimmtudag í
fyrri viku. Hér á síðum NT
hefur því iðulega verið haldið
1 fram að skoðanakannanir sem
gerðar eru af íslenskum blöð-
um séu ekki nægilega nákvæm-
ar til að unnt sé að taka
niðurstöður þeirra alvarlega í
smáatriðum.
Munurinn á niðurstöðum
DV annars vegar og niðurstöð-
um NT og Helgarpóstsins hins
vegar er í sumum tilvikum
allmikill og styrkir það óneit-
anlega þessa skoðun.
Maður gæti kannski freistast
til að halda að meira mark sé
takandi á skoðanakönnunum
NT og Helgarpóstsins, þar eð
Hvað er sameiginlegt með
Alþýðuflokknum og bjórlíkinu?
þeim ber nokkurn veginn sam-
an um fylgi flestra flokka.
Þetta þarf þó alls ekki að vera
svo. í fyrsta lagi er verulegur
munur á fylgi Sjálfstæðis-
flokksins milli þessara tveggja
kannana, þótt aðrir flokkar
komi svipað út í þeim báðum.
Þessi munur er yfir 4% og er
eftir að finna haldbæra skýr-
ingu á honum.
Hins vegar er tiltölulega
auðvelt að skýra þá miklu
fylgisaukningu sem Alþýðu-
flokkurinn fær í skoðanakönn-
un DV miðað við hinar tvær.
Þegar niðurstöður skoðana-
kannana NT og Helgarpóstsins
voru birtar á fimmtudag í síð-
ustu viku, vöktu þær verulega
athygli og hlutu m.a. vandlega
umfjöllun bæði í útvarpi og
sjónvarpi. Það hefur því trú-
lega verið vandfundinn sá ís-
lendingur sem ekki vissi mæta-
vel af því nú um helgina, þegar
DV kannaði skoðanir kjós-
enda, að Alþýðuflokkurinn
var í verulegri sókn. Undir
slíkum kringumstæðum er alls
ekkert óeðlilegt að mun fleiri
en ella lýsi yfir stuðningi við
þann flokk.
Það var þannig vitað fyrir-
fram að uppsveifla Alþýðu-
flokksins myndi sýnast stærri í
niðurstöðum DV og að þessu
var einmitt vikið hér í þessum
dálkum á laugardaginn þegar
rætt var um væntanlega skoð-
anakönnun DV. Þar sagði svo:
„Raunar er blaðið nú að
vinna að skoðanakönnun sem
birtast átti á mánudaginn, en
vonandi hafa þeir vit á að
hætta við hana þar sem niður-
stöður verða gjörsamlega ó-
marktækar, litast óhjákvæmi-
lega af niðurstöðum úr
könnunum NT og Helgar-
póstsins og umræðum sem fylgt
hafa í kjölfarið.“
Það er ekkert ofsagt, þótt
því sé haldið fram að hin mikla
uppsveifla sem Alþýðuflokk-
urinn fær í könnun DV, sé
nokkuð ýkt og mun stærri en
hún hefði orðið ef DV hefði
gert sína könnun á sama tíma
og Helgarpósturinn og NT.
- Skiptir máli hver spyr?
Þegar niðurstöður DV og
NT eru bornar saman, kemur
einnig í Ijós athyglisverður
munur á fylgi Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins. Framsóknarflokkurinn fær
mun meira fylgi í NT könnun-
inni en hjá DV. Með Sjálf-
stæðisflokkinn er þessu öfugt
farið. Hann kemur sterkari út
úr könnun DV en hjá NT.
Sú skýring á þessu fyrir-
brigði, að það hafi áhrif á
niðurstöðurnar, hver það er
sem spyr, er satt að segja
ákaflega freistandi.