NT - 15.02.1985, Side 7

NT - 15.02.1985, Side 7
 rm LU Vettvangur Sama er uppi á teningnum í sam- bandi við „lausn“ stjórnvalda á vanda húsbyggjenda. Það á að gera þá alla að meðalaumingjum, reyna að draga sem mest úr sjálfsbjargarviðleitni þeirra og gera þá sem mest háða hinu opinbera. ■ Fólk sem fór út í fjárfest- ingar fyrir haustið 1983, tók verðtryggð lán í þeirri einföldu trú, að hækkun lánanna mundi haldast í hendur við hækkun launanna. kerfið, þ.e. að auka ráðstöfun- artekjur þess fólks, sem nú hefur orðið verst úti, eins og gert var í málefnum einstæðra foreldra og barnmargra fjöl- skyldna, t. d. með því að láta vexti og verðbætur koma til lækkunar á álögðum sköttum, cn ekki tekjum til skatts eins og nú er, eða að leyfa hluta fjárfestingarinnar að koma til frádráttar álögðum sköttum. Hér hefur verið reynt að færa rök fyrir því, að „lausn" stjórnvalda á vanda húsbyggj- enda sé engin lausn, nema að mjög takmörkuöu leyti þegar til lengri tíma er litið. Hitt verður að viðurkenna að margt er gott í tillögum stjórnarinnar að öðru leyti livað varðar hús- næðismálin, t.d. að leyfa ein- staklingum að draga frá tekj- um sínum til skatts það, sem þeir spara til íbúðarkaupa eða húsbyggingar. Einnig það, að nú á að reyna að takmarka stærð húsnæðis, og er það af hinu góða því hér á landi hefur stærð íbúðarhúsnæðis verið úr hófi fram undanfarin ar. En hér er ekki við húsbyggjendur eina að sakast. Hverfi eru oft skipulögð af hinu opinbera (sveitarfélögum) og fólk fær oft og tíðum ekki lóðir undir húsnæði nema með því að taka þeim skilyröum, sem sveitarfé- lögin setja varðandi stærðar- mörk. Hér er að hluta til um hagsmuni sveitarfélaganna að tefla, því eftir því sem húsnæð- ið er stærra, þeim mun hærri veröa fasteignagjöldin. Að lokum verður hér varpað fram hugmynd, sem á sér að einhverju leyti fyrirmynd á öðrum Norðurlöndum. Þegar húsbyggjandi ætlar að fá hús- næðislán hjá húsnæðislána- stofnun, verður hann að leggja fram reikninga, sem sýna raun- verulegan byggingarkostnað, og fær hann svo lánið með tilliti til þess hversu mikið byggingin kostar liann i heild- ina, þó innan ákveöinna marka. Er ekki hugsanlcgt að taka upp eitthvcrt slíkt kcrfi hér á landi? Með því er hægt að draga að cinhverju leyti úr skattsvikum, því þaö er opin- bert leyndarmál hér á landi, aö iðnaðarmenn fást sjaldnast til vinnu nema verkkaupinn sam- þvkki aö gefa vinnulaunin ekki upp til skatts, ýmist öll eöa aö hluta. Ragnar Jóhann Jónsson cndurskoðandi þessum mönnum eru birtar með uppslætti á áberandi stað - og blaðið vitnar síðan í þær í nafnlausum dálkunt. Svar- greinar þess sem undir hnífn- um er hverju sinni fá inni í B, C eða D hluta þessa þunga blaðs og umgjörð þeirra er ekki vönduð. Sáttfýsi móti viðhorf vor Hér skal nefnt eitt dæmi. Friðarviðleitni kirkjunnar er að sjálfsögðu ógnun við hern- aðarstefnu Morgunblaðsins (það er nú alveg svakalegt að þessi friðelskandi þjóð skuli sitja uppi meö...) ogdr. Gunn- ar Kristjánsson hefur opnað augu margra fyrir því hvað áframhaldandi hernaðarupp- bygging er vonlaus. Slík stefna hljóti að leiða til tortýmingar alls mannkyns fyrr eða síðar. Hann hefur á opinberum vett- vangi boðað að við ættum að sýna í verki þá bæn sem beðin er í kirkjum landsins alla sunnudaga; þ.e. „sáttfýsi með skilningi móti viðhorf vor". Hann hefur ásamt fleiri kirkj- unnar mönnum talað beint út í friðarumræðunni og farið þar sömu leið og margir kirkjunnar menn hafa gert um Evrópu alla vestan tjalds sem austan. Dr. Gunnar og stríðið í Afganistan Hvað gerist? Hernaðartíma- ritið bregst við eftir forskrift Niebuhrs. Tækifæriö er gripið (eða kannski var tækifærið búið til ) þegar dósent ofan úr Háskóla ritar greinar um sr. Gunnar og friðarhreyfinguna þar sem aðalþemað er að þessir aðilar séu meðvitað eða ómeð- vitað að vinna fyrir óvininn, kommúnistana. Það sem eftir er af greinunum fer í þessa dæmigerðu stríðsæsingu mannkynssögunnar. Við erum góðir. Þeirvondir. Múgsefjun- artaktík sem leiðir ávallt til hins sama. Ráðumst á þá. Þessar greinar fá viðhafnar- uppsetningu, grófustu punkt- arnir eru dregnir út úr þeim svartletraðir. Birt er mynd-af fórnarlambinu við hlið so- véskra innrásarherja í Afgan- istan og síðan er í leiðaraskrif- um lögð blessun og lýst vel- þóknun yfir skrif þessi og fólk hvatt til að lesa þau. Blaðsíða 58 Að sjálfsögðu svarar fórnar- lambið fyrir sig, cn það er allt í lagi. Blaðið er svo stórt. Að þessu sinni var svar fórnar- lambsins á blaðsíðu 58 - fimm- tíu og átta - en þangað fletta fáir. Nokkru síðar er svo fórn- arlambinu svarað aftur af utan- aðkomandi penna og- auðvit- að - aftur er umræðan komin á síðu 24 - glæsilcga uppsett grein við hlið leiðarans. Þetta þunga blað Og þetta mikla og þunga blað, Morgunblaöið A, B og C spyr NT af þunga og yfirdreps- skap; Hvenær höfum við verið með kommúnistaásakanir í garð dr. Gunnars Kristjáns- sonar, sóknarprcsts? Þá fyrst er friðarvon Reinold Niebuhr sagöi að þá væri fyrst friðarvon er menn gerðu sér grein fyrir því hvern- ig þjóðir svæfðu samvisku sína með þessum hætti og fyrsta skref okkar er að gera okkur grein fyrir þeim ógeðfelldu vinnubrögðum sem Morgun- blaðið notar gegn mönnurn sem hafna hinni svart/hvítu heimsmynd hernaðarseggja beggja megin járntjalds. Baldur Kristjánsson. Föstudagur 15. febrúar 1985 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Rítstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ölafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Kommúnistaásakanir Morgunblaðsins ■ Yfirlætisleg forræöishyggja Morgunblaðsins hefur enn á ný gengiö fram af mönnum. Nú síðast tekur þessi íslenska Pravda formann Alþýðu- flokksins áhné sér og ætlarað t'ræða hannum þaðhvernig flokksformenn eiga að tala. Pað er gömul saga og ný að að vaíd spillir og gerir menn hrokafulla. Pað vald er spillir Morgunblaðinu hefur náðst í skjóli yfirburðaútbreiðslu allt frá þeim tíma er kaup- menn neyddu Vilhjálm Finsen til að láta blaðið af hendi, ella myndu þeir hætta að auglýsa í því. Á undanförnum áratugum hefur blaðinu liðist að leggja sína köldu krurnlu á alla heilbrigða umræðu. Það hefur ráðið miklu um það hvaða menn njóta viðurkenningar og undir hvaða formerk jum mál eru rædd. Þetta vald hefur spillt. Morgunblaðið hefur ekki haft þann siðferðisstyrk sern útbreidd hlöð verða aö hafa. Það er ekki víðsýnt og fordómalaust blað. Nú síðast trylltist blaðið þegar NT rakti hvernig blaðið rís upp og glefsar í hvert sinn er kirkjan ætlar að láta til sín taka um málefni líðandi stundar. í NT var rakið á hve ofstækisfullan hátt Morgunblaðið brást við þeirri friðarumræðu sem um skeið dafnaði innan kirkjunnar. Nú rýkur blaðið upp og heimtar að NT finni þeim orðum sínum stað að Morgunblaðið hafi ásakað dr. Gunnar Kristjánsson fyrir að ganga erinda hejrnskommúnismans. Skrif NT eru kölluð ómagaorð og lýsir sú orðnotkun vel hugarfari blaðsins. Morgunblaðið er yfirfullt af beinum og óbeinum skeytum í garð þeirra kirkjunnar manna sem gengið hafa fram fyrir skjöldu, hafnað svart/hvítri heimsmynd blaðsins, og barist fyrir friöi og afvopnun. Dr. Gunnar hefur þar verið fremstur í flokki. í september ritar Árnór Hannibalsson þrjár breiðsíður í blaðið þar sent vegið er að séra Gunnari á mjög rætinn J og ósmekklcgan hátt og hann aftur og aftur sakaður um undirlægjuhátt við Rússa. Þessar greinar fá þjóðhöfðingjauppslátt í blaðinu við leiðarahlið. Út úr grein nr. 2 er þetta dregið svartletrað: „Friðar- göngur sr. Gunnars og skoðanabræðra hans valda mikilli gleði austantjalds, svo sern hér aö ofan er sagt. Sovét- stjórnin lítur á þær sem stuðning við sig og friðarvígbúnað Varsjárbandalagsins." Grejninni fylgir mynd af dr. Gunn- ari og fyrir neðan er stór ntynd af sovéskum innrásarsveit- unt í Áfganistan. Þegar sýnt hefur verið fram ú að „svokallaðir“ friðarvinir séu fyrst og fremst vinir sovéts- stjórnarinnar kemur þetta: „Vígður ntaður og prestur þjóðkirkjunnar, Gunnar Kristjánsson að nafni, er andleg- ur leiðtogi og hugmyndafræðingur þessarar hreyfingar..." Og í grein 3 er sagt hreint út að lokamarkmið þessara manna sé líf undir sovétstjórn. M.ö.o. smekklausari dylgjur hafa sjaldan sést í Morgun- blaðinu og blaðið tekur undir þær í leiðara: Áttunda september stendur þar: „Ástæða er til að skora á alla þá sem unna friði og frelsi á fslandi að kynna sér það sem Arnór Hannibalsson hefur að segja unt þessi brennandi viðfangsefni...“ og síðar: „Með greinum sínum hefur Arnór Hannibalsson jafnframt með eftirminnilegum hætti sýnt fram á tvískinnung þeirra sem hæst hafa talað um frið hér á landi undanfarin misseri ekki síst þeirra sem nota þjóðkirkjuna sem einkavettvang í því skyni.1' Ekki fer milli mála við hvern er átt þar sem greinar Arnórs eru samfelld árás á dr. Gunnar. Þetta er grófasta dæmið um kommúnistaárásir Mbl., en NT mun síðar fjalla unt það hvernig blaðið hefur lagst á friðarviðleitni kirkjunnar í leiðurum, Staksteinum. Reykjavíkurbréfum og þjóðhöfðingjauppslætti á aðsend- r um greinum. Af nógu er að taka og það verður tekið.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.