NT - 15.02.1985, Blaðsíða 10

NT - 15.02.1985, Blaðsíða 10
 Ht' Föstudagur 15. febrúar 1985 10 ui Kristján Benediktsson borga rful Itrúi: Óhófleg skattheimta á síðasta ári ■ Líklega hefur skattheimta hjá Reykjavíkurborg aldrei veriö meiri en á síðasta ári. Tekjuaukning borgarsjóðs frá árinu á undan nam 780 milljón- um króna. Rekstrargjöldin hækkuðu hins vegar aðeins um 350 milljónir og stafar tiltölu- lega lítil hækkun þeirra af ört lækkandi verðbólgu á árinu. Engan þarf því að undra þótt borgin gæti á síðasta ári lækkað skuldir sínar, m.a. við Lands- bankann, og þyrfti ekki að taka erlent skammtímalán á seinni hluta ársins eins og stundum hefur verið gripið til áður. Spá Þjóðhags- stofnunar Þegar unnið var að fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar og fjárlaga ríkisins fyrir árið 1984 lá fyrirspá Þjóðhagsstofnunar. Þar sagði að gera mætti ráð fyrir að rauntekjur einstak- linga og fyrirtækja yrðu 20% hærri árið 1984 en árið á undan. Ef ekki ætti að þyngja skatt- byröina væri nauðsynlegt að breyta álagningarstuðlum til lækkunar. Gjaldstofn til álagn- ingar gæti því orðið á bilinu 21-23% hærri en árið á undan, þegar tillit hafði verið tekið til fjölgunar gjaldenda. Við gerö fjárlaga á Alþingi voru þessar tölur lagðar til grundvallar varðandi tekju- skattinn. Hvað gerði Reykjavík? Forráðamenn Reykjavíkur- borgar fóru þveröfugt að. í stað þess að taka tillit til ábend- ingar Þjóðhagsstofnunar og fara aö dæmi fjármálaráðherra um lækkun álagningarstuðla í samræmi við lækkandi verð- bólgu og halda svipaðri greiðslubyrði hjá gjaldendum og árið á undan var útsvarið hækkað um 42%, fasteigna- gjöldin um 57% og aðstöðu- gjald um52%. Það er því cngin furða þótt ýmsum brygði í brún, þegar skattseðillinn birtist í júlímán- uði í fyrra og flestir áttu eftir að greiða um 60% útsvarsupp- hæðarinnar sem hækkað hafði um 42% frá árinu á undan. Þessi mikla skattheimta Reykjavikurborgar átti eftir að hata sín áhrif þegar kom til kjarasamninga á haustdögum. Varað við ofsköttun Borgarfulltrúar Framsókn- arflokksins vöruðu vissulega við þeirri miklu skattheimtu sem að framan er lýst. Gerðum við tillögu um lækkun gjald- stofna til samræmis við lækk- andi verðbólgu. Þannig lögð- um við til að útsvarsprósentan yrði 10 í stað 11. Þá gerðum við tillögu um lækkun bæði á fasteignasköttum og aðstöðu- gjaldi. Engin þessara tillagna náði fram að ganga. Þó studdu 9 borgarfulltrúar tillöguna um að miða útsvarið við 10%. Tillögur okkar gengu ekki lengra en svo að þótt þær hefðu verið samþykktar hefði borgin átt möguleika á að losa sig við mesta kúfinn af þeim skuldum sem söfnuðust árið 1983. Áætlunin 1985 mun skaplegri Fjárhagsáætlun borgarsjóðs og stofnana borgarinnar fyrir árið 1985 er í mun meira samræmi við spár um þróun kaupgjalds og verðlags á þessu nýbyrjaða ári en áætlanir fyrra árs voru. Gert er ráð fyrir að aðaltekjupóstarnir, svo sem Það er því engin furða þótt ýmsum brygði í brún, þegar skattseðillinn birtist í júlímánuði í fyrra og flestir áttu eftir að greiða um 60% útsvarsupphæðarinnar sem hækkað hafði um 42% frá árinu á undan ■ Michael Elphick, Meme Lai og leikstjórinn Lars von Trier í inynd Tricrs Eðli glæðsins. Regnboginn: Ferðast um for- arpytti Evrópu Eðli glæpsins (The Element of Crime). Danmörk 1984. Handrit: Lars von Trier og Niels Vörsel. Kvikmyndataka: Tom Elling. Klipping: Tómas Gísla- son. Leikendur: Michael Elphick, Esmond Knight, Meme Lai, Jerold Wells, Astrid Henning-Jensen. Leikstjóri: Lars von Trier. ■ Þær eru víðar en á íslandi, Ijósglæturnar í norrænni kvik- myndagerð. Eðli glæpsinserein þeirra, og það sem meira er, hún er án efa ein athyglisverð- asta mynd Norðurlanda á síð- asta ári. Hötundurinn er rétt liðlega tvítugur og er þetta hans fyrsta mynd í fullri lengd. Eðli glæpsins var framlag Dana til opinberu samkeppninnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliöið vor og vakti hún mikla athygli fyrir frumleik. Auk þess voru henni veitt verð- laun fyrir tæknivinnu. Lars von Trier fer troðnar slóðir í efnisvalinu fyrir þessa fyrstu mynd sína, dæmigerð leynilöggumynd, eða Film Noir, eins og það heitir á fínu máli. En þar við situr líka. Meðferð hans á efninu er einkar persónu- leg, og um leið oft mjög heill- andi. Sagan greinir frá leynilög- reglumanninum Fisher, sem hverfur aftur til Evrópu eftir 13 ára dvöl í Kaíró. Hann hefur verið beðinn um aö rannsaka svokölluð Happdrættismorð, sem framin hafa verið með reglulegu millibili í heimalandi hans. Morðinginn gengur laus og vandi leynilögreglumannsins er að sjá fyrir næsta morö, og þannig handsama þrjótinn. Við rannsóknina be i tir Fisher kenn- ingum gamals kennara síns, Os- bornes, um eðli glæpsins, sem ganga í stuttu máli út á það, að lögreglumaðurinn setur sig í spor glæpamannsins, uns hann verður sjálfur sá. sem hann er að eltast við (eða þannig getur það að minnsta kosti farið). Lars von Trier setur söguna inn í ramma ferðalags aftur í tímann. Fisher er kominn aftur til Kaíró, andlega kvalinn, þar sem hann leitar til sálfræðings. sá dáleiðir hann og ferðast með honum til Evrópu í huganum til þess að reka út hina illu anda. Ferðalagið er byggt upp eins og nokkurs konar martröð. þar sem hver óhugnaðurinn af öðr- um verður á vegi förumannsins. Evrópa er öll undir vatni. þar er eilíft myrkur og stöðug rigning og mannfólkið ógnvekjandi. En er þetta þannig í raun og veru. eða er það aðeins endur- minningin, sem umskapar ver- öldina á þennan hátt? Veikasti hlekkurinn í eðli glæpsins er handritið, sem stundum er dálítið ruglingslegt og þunglamalegt. En það er kannski með vilja gert. því minnið getur leikið okkur grátt. Aftur á móti eru kvikmyndatak- an og leikstjórnin oft hreinasta snilld. Guðlaugur Bergmundsson Gunnlaugur Ástgeirsson: Eiga kennarar í stríði? Eiga kennarar í stríði? Fyrirsjáanlegt er að 1. mars leggst allt skólahald niður við framhaldsskóla landsins ef kcnnarar liafa ekki fyrir þann tíma fengið kjarabætur sem að þeirra dómi eru viðunandi. Reyndar hefur ráðherra nú notfært sér lagarétt til þess að framlengja uppsagnarfrest um þrjá mánuði, en vegna þess hve seint sú tilkynning kemur er lögfræðilegt álitamál hvort sá réttur er ekki úr gildi fallinn, sbr. lögfræðilegt álit Arn- mundar Backmann hrl. sem greint hefur verið frá í fjöl- miðlum, þannig að öldungis er óvíst hvort kennarar rnuni virða framlengingu ráðherra. Löng þróun Hér er ekki um nýjan vanda að ræða. í mörg ár hafa kenn- arar reynt að ná frani breytingu á sínum kjörum. Til þess hefur verið beitt öllum þeim ráðum sem þeir hafa yfir að ráða skv. lögum um samningsrétt. en ekkcrt hefur gengið og sífellt talað fyrir daufum eyrum. Þvert á móti hefur starf þeirra sífcllt verið metið verr til launa hvort heldur sem miðað er við aðra ríkisstarfsmenn cða fólk með sambærilega menntun á almennum vinnumarkaði. Sá samanburður er verstur því hann leiðir í Ijós að kennarar eru varla hálfdrættingar á við félaga sína með sambærilega menntun á almennum vinnu- markaði. Nú er einfaldlega svo komið að þolinmæði kennara er þrotin. Kennarar eru yfirleitt ákaflega prútt fólk og mjög seinþreytt til vandræða. En nú hefur þeim verið misboðið svo gjörsamlega að þeir rísa upp og reiðubúnir til að segja skilið við störf sín, verði kjör þeirra ekki bætt. Menntun og fram- tíðin Ekki veit ég hvort nokkur man stundinni lengur þau úr- ræði sem stjórnmálamenn hafa nú um stundir á takteinum til að ráða bót á atvinnuvanda- máluni þeim sem nú steðja að eða livar þeir telja að vaxtar- broddur atvinnulífs muni vera í framtíðinni. Þau úrræði sern þeir liafa bent á byggja fyrst og fremst á virkjun vitsmuna og tækniþekkingar. Og hvar ætla þessir ágætu stjórnmálamenn að fá þessa vitsmuni og þekk- ingu? Með hæfilegri illkvittni mætti halda að þeir ætluðu sér að flytja hana'inn niðursoðna í dósum og deila henni síðan út þar sem mest væru vandræðin á hverju þriggja mánaða tíma- bili, kannski á ársgrundvelli. Nei - virkjun vitsmuna og tækniþekking verður fyrst og fremst til í gegnum skólakerf- ið. Góð almenn menntun er grundvöllurinn sem sérhæfing og þróun nýjunga byggist á . Með því móti einu að eiga öflugt og vel mannað skóla- kerfi er nokkur von til þess að þetta land eigi sér framtíð og unnt sé aö vænta framfara og aukins hagvaxtar. Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að yfirlýsing af þessu tagi frá ráðherra úr ræðustól Al- þingis sé fyllilega marktæk. Sé svo ekki er lengra seilst í lýð- skrumi en unnt er að ætla ráð- herra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.