NT - 15.02.1985, Page 19

NT - 15.02.1985, Page 19
1 Tí? 1 A : — — 1 1 tilkynningar Jörð óskast 3óð jörð óskast til leigu. Skipti á 3 herb. íbúð í Kópavogi kemur til jjreina. Tilboð sendist á auglýsingadeild NT nerkt Y-356. Sumarferð til Tékkóslóvakíu Tékknesk-íslenska félagið gengst fyrir skemmti- sg kynnisferð 16. ágúst til 1. september í sumar. Tékkneskumælandi fararstjóri. ýiku hringferð - vika í Prag. 4ætlaður farareyrir 35.000 kr. á mann auk skotsilfurs. Upplýsingar veitir Helgi Daníelsson hjá Sam- /innuferðum-Landsýn, sími 91-27077 og 91- 28899. Mhugið málið sem fyrst. Stjórn TÍF. Styrkir til náms á Spáni. Spænsk stjórnvöld bjóða fram eftirtalda styrki handa islend- ngum til náms á Spáni á námsárinu 1985-86: . Einn styrk til háskólanáms i 9 mánuði. Ætlast er til að styrkþegi sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi og hafi gott vald á spænskri tungu. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 30 ára. 2. Tvo styrki til að sækja spænskunámskeið i „Escuela de Verano espanola" í Madrid í júlí sumarið 1985. Umsækj- endur skulu hafa lokið a.m.k. 3 ára námi í spænskri tungu í íslenskum framhaldsskóla. Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 25. febrúar n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 13. febrúar 1985. Norrænir styrkir til þýðingar og útgáfu Norðurlandabókmennta. Fyrri úthlutun 1985 á styrkjum til útgáfu norrænna bókmennta í þýðingu af einu Norðurlandamáli á annað fer fram á fundi úthlutunarnefndar í vor. Frestur til að skila umsóknum er til 1. apríl n.k. Tilskilin umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, en umsóknir ber að senda til Nabolandslitteraturgruppen, Nordisk Ministerrád, Sekretariatet for nordisk kulturelt samar- oejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn K. Menntamálaráðuneytið 13. febrúar 1985. Björgunarhunda- sveit íslands auglýsir Hin vinsælu „Teoriu“ og hlýönisnámskeiö fara aö hefjast. Allir hundaeigendur og verðandi hunda- eigendurvelkomnir. Kennt veröur eftir kerfi F.N.L. Skráning í símum 52134, 40815 og 72313 Vinum mínum nær og fjær flyt ég innileg- ustu þakkir fyrir stórhöfðinglegar gjafir, heillaskeyti, blóm og margvíslegan vináttu- vott á 70 ára afmælinu 1. febrúar s.l. Bið ykkur öllum heilla í bráð og lengd. Ölvir Karlsson, Þjórsártúni. Föstudagur 15. febrúar 1985 19 Bandarískar efnahagsþving- anirgegn Ný-Sjálendingum? - vegna kjarnorkubanns á Nýja-Sjálandi Washington-Reuter: ■ Bandaríkjastjórn hugleiðir aðgerðir sem gætu dregið úr innflutningi á mjólkurafurðum frá Nýja-Sjálandi að sögn emb- ættismanna Reagan-stjórnar- innar. Áætlunin var dregin fram eft- ir að frosætisráðhera Nýja- Sjálands, David Lange hafnaði beiðni Bandaríkjamanna um leyfi fyrir bandarísk herskip að heimsækja ný-sjálenskar hafnir á meðan á sameiginlegum flotaæfingum Ástrala, Ný-Sjál- endinga og Bandaríkjamanna stendur. Herskipin eru sögð geta borið kjarnorkuvopn. Áætlunin miðar að því að koma itl móts við offrantleiðslu á bandarískum mjólkurafurð- um á heimsmarkaði. Áætlunin gerir ráð fyrir að 500.000 tonn af fitusnauðri þurrmjólk verði seld Spánverj- um á niðurgreiddu verði, en mjólkin er notuð sem dýrafóð- ur. Áætlunin er nú í athugun hjá aðstoðarlandbúnaðarráðherra Amstutz. Endanlegar ákvarð- sögðu embættismenn í landbún- Bandaríkjanna, Daniel anir hafa ekki verið teknar aðarráðuneytinu í gær. ■ Buchanan, eitt þeirra bandarísku skipa sem Ný-Sjálendingar neituðu Bandarikjamönnum um viðleguleyfí fyrir í ný-sjálenskum höfnum. Bandaríkjastjórn hugleiðir nú að beita Ný-Sjálendinga efnahagsþvingunum í refsingarskyni. Á innfelldu myndinni er forsætisráðherra Nýja-Sjálands David Lange. Japan: Sælgætiseitrarar hóta elskendum - á degi heilags Valentínusar ■ Japanska lögreglan hafði mikinn viðbúnað við verslanir í gær og í fyrradag vegna hótunar fjárkúgara, sem hafa eitrað sælgæti frá ákveðnum sælgætis- framleiðendum, um að setja blásýru í súkkulaðihjörtu á degi heilags Valentínusar sem var í gær. í mörgum vestrænum ríkjum er siður að elskendur skiptist á kortum, ástárbréfum eða hjört- um úr kökum og súkkulaði þann 14. febrúar. Pegar Japanir tóku þennan sið upp breyttist hann þannig að nær eingöngu stúlkur gefa draumaprinsinum sínum stórt súkkulaðihjarta á degi heilags Valentínusar. Dag- urinn gegnir nú sívaxandi hlut- verki í ástarlífi japanskra ung- menna þar sem ungar stúlkur nota hann oft til fyrstu ástarjátn- ingar sinnar til pilta sem þær hafa varla þoraó að tala við áður. ■ Japanskir lögregluþjónar leita að eitruðu sælgæti í verslunum nú í vikunni eftir að hópur fjárkúgara hafði hótað að setja eitraða sælgætispakka í búðir fyrir dag heilags Valentínusar þegar sérstak- lega inikil sala er í súkkulaði og öðru sælgæti. Símamvnd: -polfoto. París: Hemingway- verðlaunum úthlutað New York-Reuter: ■ Sovéska ljóðskáldið Yevgeny Yevtushenko og skáldsagnahöfundarnir Mar- io Vargas Llosa frá Perú og Milan Kundera, frá Tékkósl- óvakíu voru á miðvikudag útnefndir til Hem- ing way-verðlaunanna. Hemingway-verðlaunin eru bókmenntaverðlaun sent nýveriö var stofnað til í minningu rithöfundarins Ernest Hemingwáy og eru verðlaunin 50.000 dollarar fyrir be$tu skáldsöguna 1984. Tilkynnt verður með viðhöfn 29. mars n.k. í París hver hreppir verðlaunin. Yevtushenko var útnefnd- ur fyrir fyrstu bók sína Villt ber, Vargar Llosa fyrir Stríð heimsendisins og Kundera fyrir Óþolandi léttleika til- verunnar. Hemingway-verðlaunin voru stofnuð fyrir tilstuðlan furstans af Brunei, sem er nýjasta aðildarríki Samein- uðu þjóðanna. Sykurframleiðsluríki þinga: Vilja hærra sykurverð Japanski glæpahópurinn „Maðurinn með21 andlit" lagði nú til atlögu við þennan ástar- dag. Hópur þessi hefur nú öðru hverju í hér um bil eitt ár skilið eftir eitraða sælgætispakka í verslununr víðs vegar um Japan nierkta sælgætisfyrirtæki sem neitaði að greiða fjárkúgunarfé til að losna við eitursendingarn- ar. Þrátt fyrir ákafa leit og víð- tæka rannsókn hefur japönsku lögreglunni ekki tekist að hafa upp á sælgætiseitrurunum. Nú í vikunni hafa meira en 1.500 lögregluþjónar staðið vörð við. margar helstu verslanir t' Nag- ova og Tokyo þar sem flestir eiturpakkarnir hafa fundist. Við leit í verslununum fyrr í vikunni fundu þeir átta sælgrgtispakka sem höfðu verið eitraðir. Georgetöwn, Guyana-Reuter: ■ Ráðherrar 18 sykur- framleiðsluríkja í þriðja heimin- um eru á þriggja daga fundi sem lýkur í dag. A fundinum hafa verið ræddar leiðir til að hækka heimsmarkaðsverð á sykri. „Við erum ekki betlarar, við förum aðeins fram á réttlát viðskipti... aðsykurverði seldur á öruggu verði," sagði forsætis- ráðherra Guyana, Desmond Hoyte í setmngarræðu stnni á miðvikudag. Svkurtramleiðsluríki í Afr- íku. við Karabíska hafið og Kyrrahafið harma ákvörðun Efnahagsbandalags Evrópu um að sykur verði ekki keyptur hærra verði en 1984, en EBE hefur árlega hefur keypt 1,3 milljónir tonna af sykri frá þess- urn löndum. Hoyte hvatti ráðstefnufull- trúa til að ræða „aðgerðir sem gripa verður til í ljósi þeirra vandamála sem -sykurfram- leiðsluríki eiga við að glíma í dag og til að tryggja lífshags- muni okkar", eins og hann komst að orði. „Við höfunt vörur sem þeir (EBE) sækjast eftir og við erurn þeint á mörgunt sviðum stjórn- málalega mikilvægir, en við verðum að gera okkur skýra grein fyrir hverjir þessir hags- munir eru svo að aðgerðir okkar verði eins beittar og framast er unnt." sagði Hoyte einnig. Á fundinum eru fulltrúar frá Guyana, Barbados, Belize. Jamaica. St. Kitts. Nevis. Suri- nam, Trinidad, Tobago, Congo, Zimbabwe, Mauritius. Fiji og Seasiland.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.