NT - 15.02.1985, Side 23

NT - 15.02.1985, Side 23
„Þeir léku með öllu hjartanu“ ■ „Við vorum betra liðið í þessum leik og strákarnir léku svo sannarlega með öllu hjart- anu og áttu sigurinn skilinn," sagði hinn frábæri þjálfari ís- lenska liðsins, Bogdan Kowal- czyk, við blaðamann NT eftir leikinn. „Þetta lið er það besta í heiminum og við getum verið stoltir yfir að hafa náð jafngóð- um árangri á móti því og raun ber vitni. Það er mjög gott að ná forystu og það svona góðri strax í byrjun. Það setur pressu á hina og þeir verða tauga- strekktir. Hjá okkur heppnað- ist margt og það þarf að vera smá heppni með í bland til að ná að brjóta þetta lið niður. Vörnin okkar var góð og mark- varslan frábær og þá gengur þetta upp," bætti Bogdan við. Hann sagði ennfremur að í þessum þremur leikjunt sem spilaðir voru við Júgóslava hafi íslenska liðið spilað mjög vel í fyrsta leiknum en heppnin ekki verið með því. í öðrum leikn- unt spilaði liðið mjög vel í 40 mínútur og í þessum þriðja leik þá var spilað ntjög vel og heppnin var okkar megin. „Mínir leikmenn hafa tæplega úthald í þrjá svona erfiða leiki og í kvöld var spilað á „vara- orku" og með hjartanu. Við vorum tilbúnir til að leika eins fast og þeir léku í gær og stað- ráðnir í að láta þá ekki kom- ast upp mcð neitt óþarflega gróft eins og í gær,” sagði Bogdan að lokum og var að vonum ánægður með íslensku strákana eins og allir því það er svo sannarlega frábært að leggja þetta júgóslavneska lið að velli. „Alveg dásamlegt" ■ „Ég var ekki viss um að okkur tækist að leggja Júkkana að velli í þriðja leiknum fyrr en rétt fyrir leik því þá náðum við upp dásamlegri stemmningu og svo gekk allt upp fyrstu mínút- urnar og við náðum góðu for- skoti. Það var mjög erfitt fyrir Júgóslavana að minnka þetta forskot og þeir eyddu miklu púðri í það. Síðan náðum við að skora strax eftir að þeir jöfnuðu og það dró ennþá meira úr þeim," sagði Páll Ólafsson, en hann var mjög atkvæðamikill í seinni hálfleik og skoraði þá 6 mörk. „Frábært“ ■ „Að vinna þriðja leikinn er alveg frábært, ég átti varla von á þessu. Við héldum út og vörnin var frábær. Þeir gerðu aðeins sex mörk í seinni hálfleik - það er mjög gott á móti þessu liði. Svo var markvarslan alveg frábær,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen eftir ieikinn. Ísland-Júgóslavía: Föstudagur 15. febrúar 1985 ■ Páll Ólafsson svífur í loftinu, með dyggri hjálp Júgóslavanna og skorar. Þorgils Óttar styður við hann um leið og skotið ríður af. Blak: Gottog slæmt í'rá Samuel Emi i Færeyjum: ■íslenska karlalandslið- ið í blaki vann sannfær- andi sigur í öðrum lands- leiknum við Færeyinga í blaki, sem fram fór í Klakksvík í gærkvöldi. Leikurinn endaði 3-1 og voru síðari tvær hrinurnar í leiknum stórvel leiknar hjá íslendingum. Kvennalandsliðið náði sér aldrei á strik í gær- kvöldi og steinlá fyrir þeim færeysku, 0-3. Það var mikil barátta í leiknum en strax í fyrstu hrinu urðu Íslendingarnir fyrir áfalli er Kristján Már Unnarsson tognaði og verður hann líklega ekki með í kvöld er liðin mætast í þriðja sinn. Hrinurnar í gær fóru 16-14, 6-13,15-1 og 15-6. Önnur hrinan var slök en síðan spiluðu þeir Leifur, Hreinn, Jón, Lárentsín- us, Samúel og Þorvarður mjög vel síðustu tvær hrinurnar og sigurinn var öruggur. Konunum gekk illa og áttu aldrei möguleika í sínum leik. Þær töpuðu hrinunum 9-15, 14-15, og 12-15. Þær gerðu sig sek- ar um mörg byrjandamis- tök og steinláu. Liðin mætast í kvöld í Þórshöfn. JU NT-mynd: Sver Island rassskellti Ólympíumeistarana sigraði með 7 marka mun, 20-13 í frábærum leik í Laugardalshöil. ■ Þó að íslensk tunga sé fjölbreytileg þá fyrirfinnst ekki eitt einasta lýsingarorð í henni sem er nógu sterkt og yflrgripsmikiö til að lýsa leik íslenska landsliðsins í handknattleik í gærkvöldi. Islensku strákarnir hreinlega rassskelltu Ólympíumeistarana frá Júgóslavíu og sigruðu með 7 marka mun, 20-13. Júgóslavarnir þoldu ekki að tapa og sumir þeirra trylltust hreinlega og varð að sýna einum þeirra rauða spjaldið og reka hann útaf á síðustu þrem mínútunum. A þeim tíma lokaði Brynjar Kvaran markinu, varði vítakast og þrjú línuskot en liann kom inn á til að verja vítið. Einar Þorvarðarson hafði staðið í markinu allan tímann og varið frábærlega. lokaði markinu og sóknin gekk íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti. Kristján skoraði fyrsta markið með þrumuskoti, Þorgils annað af línu og það þriðja skoraði Kristján úr víta- kasti áður en Júgóslavarnir komust á blað. Á þessum fyrstu mínútum varði Éinar 5 skot, þar af eitt víti, og það var ekki fyrr en á 7. mínútu leiksins sem gestirnir náðu að launta inn einu marki, 3-1. Kristján skoraði þriðja mark sitt og 4. mark íslands með þrumuskoti, Páll bætti um bet- ur úr hraðaupphlaupi. Einar varði glæsilega og Þorbergur skoraði af línu eftir góða send- ingu frá Kristjáni og staðan var orðin 6-1 og 11 1/2 mínúta liðin af leiknum. Þetta var ótrúlegt. vörnin leikin af hörku, Einar eins og i sogu. En þessi velgengni gat ekki verið endalaus, Júgóslavarnir skoruðu 3 næstu mörk og minnkuðu muninn í 6-4. Nú voru þeir farnir að leika vörn- ina mjög framarlega og ruglaði það sóknina hjá íslendingum sem snöggvast. Næstu 5 mínútur gekk ekki sem best, Sigurður skaut framhjá og Jakob brenndi af hraðaupphlaupi. En það kom ekki að sök því Einar var í markinu. Hann varði 5 skot í einni lotu og upp úr því síðasta komst Bjarni einn í hraðaupp- hlaup og honum urðu ekki á nein mistök. 7-4. Júgóslavarnir tóku sig nú saman í andlitinu, gerðu aftur 3 mörk í röð og jöfnuðu þar með metin, 7-7 þegar um 4 mínútur voru eftir af fyrri hálf- leik. Þegar tíminn var liðinn átti aðeins eftir að taka auka- kast og Kristján Arason stillti sér upp og bjó sig undir að skjóta . Þá flaug einn Júgóslav- inn á hann og var rekinn útaf svo það fækkaði um einn í varnarvegg Ólympíumeistar- anna. Kristján nýtti sér það til fulls og skoraði beint úr auka- kastinu og íslendingar voru því yfir 8-7 í leikhléi. Einar Þorvarðarson byrjaði seinni hálfleikinn á því að verja skot úr horninu og Þorbergur fékk boltann. brunaði upp allan völl og skoraði glæsilegt mark, 9-7. Einar varði aftur í næstu sókn Júgóslavanna, íslendingar voru fljótir fram og Páll fékk boltann í horninu og var ekki í vandræðum með að koma hon- um í netið, 10-7. Júgóslavarnir minnkuðu í 10-8, áður en Þor- bergur skoraði glæsilega 11-8. Eftir um það bil 6 mín. Ieik náði Páll boltanum og brunaði upp en markvörður Júgóslav- anna varði. Mínútu seinna komst Palli aftur upp og nú skoraði hann af öryggi, staðan orðin 12-8 og allt að verða vitlaust í Höllinni. Júgóslavarnir koniust lítt áleiðis gegn sterkri vörn íslend- inganna og þrátt fyrirað Kristján væri rekinn útaf í tvær ntínútur fékk íslenska liðið næsta færi. Bjarni komst dauðafrír fram, en þá stöðvuðu dönsku dómar- arnir leikinn og gáfu liðsstjóra Júgóslavanna gult spjald. Furðulegur dómur. Næsta mark var júgóslavn- eskt en Páll hélt forskotinu með marki úr hraðaupphlaupi eftir mjög góða sendingu frá Guðmundi. Júgóslavar minnk- uðu í 13-10 en Sigurður með langskoti, 14-10.Isakovic, besti leikmaður Ólympíumeistar- anna minnkaði muninn í 14-11. Þá kom frábær kafli hjá íslend- ingum. fjögur mörk í röð og áhorfendur vissu ekkert í sinn haus. Hvað var að gerast? Páll Ólafsson skoraði 3 af þessum 4 mörkurn öll á glæsilegan hátt og Kristján skoraði það fjórða úrvíti. Isakovic gerði 12. ntark Júkkanna og Kristján 19. mark íslands úr víti sem Páll fiskaðí. Nú var allt komið á suðupunkt, Cvetcovic var rekinn útaf, fékk rautt spjald, en 4 Júgóslavar náðu að skora í ringulreiðinni sem ríkti, 13-19. Þá kom Brynj- ar Kvaran inn á til að verja víti, sem og hann gerði, og stóð í markinu það sem eftir var leiks- ins, tæpar 3 mínútur. Á þeim tíma varði hann 3 línuskot auk vítakastsins og Þorbjörn Jens- son innsiglaði sigurinn af lín- unni, 20-13. Að öðrum ólöstuðum lék Einar Þorvarðarson stjörnu- hlutverkið í íslenska liðinu að þessu sinni. Hann varði alls 18 skot á stórkostlegan hátt. Páll Ólafsson var alveg stór- góður í seinni hálfleik og nýtti hann sér mjög vel frelsið sem hann fékk þegar Kristján og Sigurður voru klipptir út á köntunum. Hann gerði 6 ntörk í seinni hálfleik. Hinirallir léku rnjög vel og liðsheildin small einstaklega vel saman. Leik- kerfi gengu oft upp og í heild var hér sennilega besti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað frá upphafi. Mörk íslands gerðu: Páll Ólafsson 7, Kristján Arason 6 (2 víti), Þorbergur Aðalsteins- son 3, Þorgils, Sigurður, Bjarni og Þorbjörn fyrirliði Jensson gerðu allir eitt mark.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.