NT

Ulloq

NT - 28.02.1985, Qupperneq 4

NT - 28.02.1985, Qupperneq 4
 Fimmtudagur 28. febrúar 1985 ■ Martin Berkofsky. Martin Berkofsky: í tónleika- ferð um Norðurland ■ Píanóleikarinn Martin Berkofsky, sem nýkominn er úr sex vikna tónleika- ferð um Evrópu, heldur ferna tónleika á Norður- landi í þessari viku. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, fimmtu- dagskvöld í Ýdölum í Aðaldal, og hefjast þeir kl. 21.00. Á föstudag verða tónleikar í Víkur- röst á Dalvík; sem liefjast kl. 20.30. A laugardag verða tónleikar í Borgar- bíci á Akureyri sem hefjast kl. 17.00 og á sunnudag verða tónleikar í Safna- húsinu á Sauðárkróki og hefjast þeir kl. 14.00. Ágóðinn af tónleikun- um á Akureyri mun renna í hljóðfærakaupasjóð tónlistarskóla Akureyrar. Mikið byggt og stórt í Reykjavík: 1.413íbúðirísmíðum fleiri en síðustu 7 ár Meðalíbúðin stækkaði um 42 rúmm. í fyrra ■ Meðalstærð nýbyggðra íbúða í Reykjavík á árinu 1984 reyndist 42 rúmmetrum meiri en á árinu áður, eða 511 rúm- metrar, að því er fram kemur í yfirliti byggingarfulltrúa borgar- innar. Rúmlega 54% íbúða sem lokið var við í fyrra voru 5 herbergja eða stærri. Fullgerðar íbúðir á árinu voru 556, sem er færra en 1983 en þó nokkru hærri tala en árin 1982 og 1981. Hafin var bygging 807 íbúða í borginni á s.l. ári. Eru það mun fleiri íbúöir en öll árin frá 1973, þ.e. árið sem gaus á Heimaey. Um síðustu áramót voru alls 1.413 íbúðir í smíðum í Reykja- vík, þar af 775 sem orðnar voru fokheldar eða lengra komnar og er það mun hærri tala en næstu 7 ár þar á undan. íbúðir þessar, ásamt þeim 556 sem lokið var við á árinu. munu fjölga íbúðum í Reykjavík í kringum 6%. Rúmmál hinna 556 fullgerðu íbúða í borginni á s.l. ári var samtals 274.995 rúmm. Meira en helmingur fullgerðs íbúöarhúsnæðis í Reykjavík í fyrra var í steinsteyptum einbýl- is-, tvíbýlis- og raðhúsum - alls 231 íbúð er voru um 610 rúm- metrar að meðaltali. í fjölbýlis- húsum var lokið við 193 íbúðir. Vinnuálag framhaldsskólakennara: Ekki fjarri því sem kjarasamningar ákveða samtals 75.020 rúmmetrar að stærð, eða 389 rúmm að meðal- tali. Þá var lokið við 72 hús byggð úr timbri og timburein- ingum, sem eru um 214 fermetr- ar að grunnfleti að meðaltali, eða um 510 rúmm. Alls voru byggingar, sem reistar voru í Reykjavík í fyrra, 581 þús. rúmmetrar, þar af var tæplega helmingur, eða um 275 þús. rúmm íbúðarhúsnæði sem fyrr segir. Þar við bættust nær 87 þús. rúmm af bílskúrum og geymslum. Iðnaðar- og verksmiðju- húsnæði var samtals tæp- lega 85 þúsund rúmmetrar (heldur minna en bílskúrarnir), verslunar- og skrifstofuhúsnæði rúmlega 118 þús. rúmm og 16.340 fermetrar eru í þjónustu- húsum og félagsheimiluml Gjaldeyrishamstur í nóvember: 30%mán- aðarsölu á viku! ■ Gjaldeyrissala við- skiptabankanna í vikunni fyrir gengisfellinguna í nóvember var samtals 1203,8 milljónir króna. Gjaldeyrissala Seðlabank- ans þessa daga var 109,8 milljónir króna en samtals var gjaldeyrissalan þessa daga því 1313,6 milljónir króna. Þessar upplýsingar komu fram í svari við- skiptaráðherra við fyrir- spurn Ragnars Arnalds á Álþingi á dögunum um gjaldeyrissölu vikuna 12. til 16. nóvember. Afþess- ari upphæð fóru 368,7 milljónir til greiðslu af- borgana og vaxta en alls nam gjaldeyrissalan þessa daga 31,1% af gjaldeyris- sölu nóvembermánaðar. ■ „Vinnuskylda kennara á viku hverri er miðuö við það að þeir skili 40 stunda vinnuviku • að meðaltali yfir árið eins og aðrir opinberir starfsmenn,‘li sagði Sólrún B. Jensdóttir skrif- stofustjóri í menntamálaráðu- neytinu, þegar blaðið bar undir hana tölur um vinnuálag fram- haldsskólakennara, sem það Bætt úr brýnni þörf ■ Bókin l.íffræöi lianda fram- haldsskólum er koinin út hjá Máli og menningu. Er henni ætlað að bæta ur brýnni þörf fyrir nýja kennslubók í líffræði, og hefur fjöldi líffræðikennara og annarra fræöimanna unnið að þýðingu hcnnar og staðfær- ingu, að því er segir í frctt frá M.M. „í bókinni cr lögð óvenjumik- il áhersla á umhverfisþætti, enda skipa þeir æ veglegri sess í daglegri umræðu um líffræðileg Gísli gefur peningagjafir ■ Fyrir skömmu færði Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilsins Grundar, og Dvalarheimilisins Áss, 16 félagasamtökum í Hveragerði, Ölfusi og Þorláks- höfn peningagjafir, 15.000 krónur hverju félagi. Gísli hefur áður fært félaga- samtökum og stofnunum austan fjalls peningagjafir. Akranes: Öryggisgæsla Frá fréttaritaru NT á Akranesi Sfefáni I.árusi Pálssyni: ■ Gæslan hf., nýtt fyrirtæki á sviði öryggisgæslu, hefur hafið starfsemi sína á Akranesi. Fyrirtækið annast eftirlit með fasteignum, varnir gegn inn- brotum auk brunavarna. Við fyrirtækið starfa nú tveir menn en forsvarsmaður þess er Viktor Þór Ragnarsson. málefni," segir m.a. í formála bókarinnar. Ritstjórn íslensku útgáfunnar var í höndum Há- kons Óskarssonar, Há'fdáns Ómars Hálfdánssonar og Sig- uröar Svavarssonar. birti í fyrradag. Kjarasamningar gera ráð fyrir að bóknámskennararskili 18000 vinnustundum á ári. Það skiptist þannig að viðveruskylda í skólunum eru 29Ý4 klst. og gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna nenii 18klst,ensamtalserþetta á hverri starfsviku skóla 47% klst. Sú tala er ekki fjarri þeirri tölu sem segir í niðurstöðum vinnuálagskönnunarinnar að sé meðalvinnuálag framhalds-- skólakennara. Hins ber að geta að þarereinungis um meðaltals- tölur að ræða, sumir kennarar kunna að vinna minna, aðrir meira. Þá má einnig minna á að í könnuninni kemur fram að um helmingur framhaldsskóla- kennara vinnur aðra launaða vinnu með fullri kennslu. ■ Ástar-Brandur með flösku í fanginu. Kynlegir kvistir ■ Út eru komnar tvær síðustu myndirnar í myndaröðinni „Kynlegir kvistir" eftir Ragnar Lár myndlistarmann. Áð þessu sinni hefur Ragnar teiknar Ástar-Brand og Sölva Helgason, en áður voru komnar út ntyndir af Guðmundi dúllara, Símoni Dalaskáldi og Sæfinni með sextán skó. Myndirnar eru sáldþrykktar í tvö hundruð tölusettum og árituðum eintökum og kostar scrían 1500 krónur. Tekið er á móti pöntunum í símum 92-26562 og 23688. Söngvakeppni Holly wood og Sól sf: Kynning kepp enda hef st ■ Viðar Arnarsson og Tryggvi Guðmundur Árnason standa fyrir söngvakeppninni sem þreytt verður til úrslita aðra helgi en kynning á keppendum hefst í kvöld í Hollywood. NT-mynd: Sverrir. í kvöld! ■ Úrslitakeppni í söngva- keppni Sól sf. hefst í Hollywood í kvöld með kynningu á þrem af sex keppendum sem komast í úrslit í sumar. Kynningunni verður haldið áfram fimmtudag- inn 7. mars á sama stað og sunnudaginn 10. mars verða Hlaðbær en ekki Hábær ■ Verktakafyrirtækið sem var með lægst boð í byggingu Kringlumýrarbrúar heitir Hlað- bær en ekki Hábær eins og NT varð á að segja í frétt í gær. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á mistökunum. úrslit ráðin á veglegri hátíð í veitingahúsinu Hollywood. Valinkunnur hópur blaða- manna og tónlistarmanna mun skera úr því hver keppenda verður hlutskarpastur auk þess sem gestum verður gefinn kost- ur á því að taka þátt í keppninni með því að fylla út kjörseðil. Þeir sem komust í úrslit í sumar voru Guðjón Guðmunds- son, Jón Magnússon. Gunn- laugur Fallk. Jón Ben Einars- son, Sigurður Dagbjartsson og •Ósk Óskarsdóttir. Undirleik í keppninni annast hljómsveitin Rikshaw sem einnig leikur fyrir gesti eftir að keppendur hafa komið fram. Stjórnandi keppn- innar er Viðar Arnarson og getur hann gefið nánari upplýs- ingar um hana í síma 11709 ásamt Tryggva Guðmundi Árnasyni skemmtanastjóra Hollywood í síma 81585. Hvorki mátt tapa né græða - Aths. framkvstj. VSÍ ■ Vegna fréttar NT á þriðjudag, undir heitinu „Velgengni í sjávarútvegi hættulegust", þá hefur Magnús Gunnarsson óskað eftir að nánari tildrög um- mæla hans á námsstefnu Stjúrnunarfélagsins komi fram í blaðinu. Magnús sagði orðrétt í upphafserindi sínu á námsstefnunni: „Meginvandinn er hins vegar sá, að stjórnvöld hafa séð til þess að hvorki hefur mátt tapa eða græða. Þegar vel hefur gengið í sjávarút- vegi hefur gengið oftast ver- ið fryst, þó fyrir því væru ekki efnisrök, og þar með komið í veg fyrir eðlilega tekjumyndun í greininni og um leið hefur samkeppnis- hæfni annars útflutningsver- ið eyðilögð." Magnús tók fram að hann óttaðist að þetta gæti endur- tekið sig, þegar aftur færi að ganga vel í sjávarútvegi.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.