NT - 28.02.1985, Síða 6

NT - 28.02.1985, Síða 6
Bandarískir bændur að sligast undan offramleiðslu og háum vöxtum Tekjur í ár eru áætlaöar 9-11 milljarðar dollarar Nautakjötsframleiöendur eru ekki reiknaðir með í þessu dæmi. Sourct: Department ot Agrlculture ■ Miklir erfiðleikar steðja nú að landbúnaði í Bandaríkjun- um. Sérstaklega er ástandið erfitt í Mið-vesturríkjunum en þar er ntikil kornrækt og ntjólkurvöruframleiðsla. Kornbeltið hefur lengi verið eitt meginmatvælaforðabúr heimsins og undirstaða frant- leiðslunnar eru sjálfseignar- bændur sem náð hafa dæma- lausri framleiðni á búvörum. Ástæðurnar fyrir því hvernig komið er eru af margvíslegum toga. Offramleiðsla, of lágt verð, of mikil fjárfesting ein- stakra búa og háir vextir leggj- ast á eitt með að verða bænd- um ofviða. Par ofan á bætist að niðurgreiðslur og styrkir til landbúnaðar hafa minnkað verulega og stefna stjórnarinn- ar í Washington er að draga enn úr opinberri aðstoð við bændurna. Ástandið er því svart og fjölmargir bændur eru þegar orðnir gjaldþrota og verði ekki gripið í taumana nú þegar, munu þúsundir bænda lenda á vonarvöl. Eftir mikla uppgangstíma í amerískum landbúnaði hefur dæmið snúist við. Á síðasta áratug hækkuðu jarðir mjög í verði og keyptu bændur upp alla þá skika sem voru falir. Mikið var fjárfest í ræktun og tækjum og eru skuldirnar ó- greiddar enn. Verð á landi hefur farið sílækkandi og dýr landbúnaðartæki standa nær verölaus. Eftirfarandi frétt úr Was- hington Post, sem sýnir glöggt hvert stefnir ef stjórnvöld bregða ekki skjótt við til bjarg- ar þeim undirstöðuatvinnuvegi sem mestu máli skiptir: Verra en á kreppuárunum Bæridur, bankamenn og sálusorgarar í Bandaríkjunum hafa varað þingmenn við því, að ef stjórnin í Washington tekur ekki skiótt við sér og dragi úroki hinna hraðvaxandi skuldabyrða bænda þar í laudi, þá horfi bandarískur landbún- aður og þær fjármálastofnanir sem þar eiga hagsmuna að gæta fram á algera ringulreið. „Umfang núverandi ófremdarástands á sér ekki sögulega hliðstæðu, kreppuár- in voru ekki einu sinni svo slæm, og við stöndum agndofa frammi fyrir hversu stigamögn- un vandamálanna er hröð." Pannig fórust kaþólska biskup- inunt Maurice Dingman orð á fundi með þingmönnum í Des Moines í Iowa, en Iowa er það fylki í Bandaríkjunum sem á mcst kontið undir landbúnað- arframleiðslu, ogfögnuðuvið- staddir ákaft ummælum hans. „Þetta ófremdarástand er ótrúlega mikið. Jafn ótrúleg eru viðbrögð embættismanna, sem virðast ekki vita um eða þá ekki kæra sig um að vita um hið yfirvofandi óveður" sagði Dingman biskup ennfremur. Og hann bætti við: „Við erum að flosna upp og ef við missum þessar bændafjölskyldur og athafnamennina úr litlu bæjun- um, sent þjóna landbúnaðin- unt, þáhöfum viðeinnigglatað einum af hornsteinum lýð- ræðisins'.' Andstæðingar snúa bökum saman Sami tónninn var í flestum er tóku til máls á fundinum, sem var haldinn fyrir tilverkn- að öldungardeildarþingmanns- ins John Melcher frá Montana fylki, sem einnig treystir rnjög á landbúnað með afkomu sína. Fundur þessi var liður í baráttu þingmanna úr röðum beggja flokka, Repúblikanaog Demó- krata, til að vekja athygli stjórnar Reagans á fjármagns- vandræðum landbúnaðarins. Allir ræðumenn fundarins voru sammála um að áætlun Reagans forseta frá því í sept- ember á síðasta ári um að endurskipuleggja lán bænda hefði ekki náð tilgangi sínum og muni alls ekki gera það nema á verði skjótar og miklar breytingar, í þá átt að ná til fleiri bænda og fá meiri þátt- töku frá bandarískum bönkum. Hættuástandi vikið til hliðar Þó svo að bandaríska stjórn- in hafi nýverið rætt þetta ástand, þá segja talsmenn stjórnarinnar að engar vís- bendingar séu uppi um að stjórnin ætli að svara á neinn hátt sífjölgandi hjálparbeiðn- um. Melcher öldungardeildar- þingmaður. sem kom fundin- um á eftir að landbúnaðar- nefnd öldungardeildar banda- ríska þingsins taldi enga þörf á að taka málið upp á sínum vettvangi, sagði; „Það er óhugnalegt að komast að raun um að ríkjandi viðhorf í Was- hington sé að ýta til hliðar því, sem við teljum vera hættu- ástandl' Á fundi Melchers voru 13 meðlimir fulltrúa- og öldunga- deildar Bandaríkjaþings, sem allir kröfðust skjótra aðgerða af hendi Reagans til þess að snúa við þeirri þróun, sem, að áliti rnargra bankamanna og embættismanna, gæti valdið gjaldþroti þúsund bænda, ef þeir fengju ekki lán innan 60 daga til að framkvæma vorsán- inguna. lowa að leggjast í eyði Tom Harkin öldungardeild- arþingmaður fyrir Demókrata tók svo sterkt tii orða að segja „að fylkið sitt, Iowa, væri smám saman að leggjast í eyði. Á fyrstu 6 árum kreppunnar miklu missti Iowa 7.8% af bændum sínunt, en á þessu ári einu saman mun það tapa 10% bændastéttarinnar." „Við höfum hvorki tíma né þörf fyrir frekari rannsóknir" voru ummæli A.J. King frá Montana, forseta Sambands óháðra banka í Bandaríkjun- um, en innan þeirra samtaka eru flestir þeir bankar í dreif- býlinu, sem fjármagna bú- reksturinn. Hann sagði að stjórnvöld yrðu að veita fjár- magni upp á nokkra milljarða dollara til „Stofnlánasjóðs landbúnaðarins", sem veitir fjármagni til þeirra bænda sem ekki fá lán frá öörum peningastofnunum. „Þetta er ekki einungis ófremdarástand, heldur sjáum við fram á hrun aragrúa býla" staðhæfði David Senter, starfsmaður Bandarísku landbúnaðarheyfingarinnar . Síðan sagði hann: „Hér er ekki aðeins um eyðingu sveita í Bandaríkjunum að ræða, held- ur erum við u.þ.b. að verða vitni að þjóðfélagslegri spreng- ingu." I svipaðan dúr kvað við hjá öldungardeildarþingmannin- um J. James Exon frá Ne- Um hlutleysi sjónvarps og verkfallslög BSRB ■ Undirritaðurkomstþannig að orði á niánudaginn var, að umfjöllun sjónvarpsins á varn- ar- og öryggisntálum ein- kenndist af hægrisinnuðu hlut- leysi. Þetta var ómaklega sagt unt hinn ágæta miðil því að fréttastofa Sjónvarps hefur þvert á móti oft fjallað um þessi ntál með skemmtilegum hætti og verið óhrædd við að velta upp nýjum og óvæntum upplýsingum sent snerta her- veldið ísland. Má þar til dæmis nefna viðtöl við Willam Arkin sem í tvígang hefur kynnt áætl- anir Bandaríkjastjórnar að flytja hingað kjarnorkuvopn. Þá skýrði sjónvarpið t.d. Irá New York Times grein um sama efni, fjallaði ítarlega um skýrslu Gunnars Gunarssonar um öryggismál og kynnti tillögur sem lagðar voru fram á Kirkju- þingi um ratsjármál, en þær tillögur voru kæfðar þar eins og menn rekur minni til. Duglegra en NT Raunar hefur Sjónvarpið verið miklu duglegra að fjalla um þennan málalfokk en t.d. við á NT, sem gefunt þessunt málum allt of lítinn gaum og hefur sjónvarpið með þátttöku sinni oft brotið upp þá leiðin- legu sjálfheldu sem hersinnar annarsvegar og herandstæð- ingar hinsvegar liafa kontiO þessari umræðu í. Verður þar vonandi framhald á, því að fá mál snerta okkur og fram- tíð okkar meira en einmitt þessi. Umræður Árna og Einars Ástæður þessara óverð- skulduðu skrifa voru untræður Árna Hjartarsonar og Einars Guöfinnssonar urn ratsjár- stöðvar á Vestfjörðum, en þær eru eins og kunnugt er liður í hernaðaruppbyggingu Bandaríkjanna hér á landi. Vegna flugsamgangna komst ekki fulltrúi vestfirska ratsjár- andstæðinga til umræðunnar og komust því ekki sjónarntið þeirra til skila. Vonandi hefur sjónvarpið bætt úr því þegar orð þessi komast á þrykk því að í þessum málum eru ekki bara tvær hliðar heldur ntiklu fleiri. Það er einmitt þörf á því að sjónarmið ratsjárandstæð- inga á Vestfjörðum komist vel til skila því að þau brjóta upp þessa hefðbundnu.lokuðu urn- ræðu sem hér hefur verið allt of lengi. Frelsunarguðfræði Skrifandi um sjónvarpið er rétt að minnast ágætis umræðu- þáttar um Frelsunarguðfræði, sem lítið hefur verið kynnt hér á landi. Sú guðfræði er einkum hefur skotið rótum í Suður- Ameríku gengur út frá því að kristindómurinn sé róttæk krafa um að þessum heinti sé breytt í jöfnunar og réttlætis- átt. Sjónarmiö þau sem þarna kontu frant hjá stjórnanda þáttarins og íslenskum prest- unt vöktu ntikla athygli. hafa enda verið illa kynnt hér. Væri ekki vanþörf á að endurtaka þátt á borð við þennan. Styttri verkfallsfrest Jón Erlingur Þorláksson tryggingarfræðingur ritar at- hyglisverða grein í nýútkom- inn Ásgarð, blað BSRB, um verkfallsréttarlög opinberra starfsmanna. Hann bendir á að hinn langi boðunarfrestur verkfalls geti liaft þau áhrif að ntinni aðgát sé viðhöfð þegar verkfall er boðað en ella og að skylda sáttanefndar til að leggja fram sáttatillögu verði til þess að aðilar haldi að sér höndum fram að henni og það sem meira er, hljóti að fella hana. því nær fullvíst sé að hægt sé að ná a.m.k. heldur betri samningum í kjölfar hennar. En grípum niður í grein Jóns. Minni aðgát við beitingu verkfalísréttar „Þegar svo langt er milli þess að verkfall er boðað (30 dagar -innsk.-BK) og þar til það kentur til framkvæmda er hætt við að ntinni aðgát sé höfð við beitingu verkfallsréttarins en ella væri. Verkfallsdraugur-

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.