NT - 28.02.1985, Page 20

NT - 28.02.1985, Page 20
GD Kvikmyndahátíðin í Berlín: Gullbirninum skipt í tvennt ■ Tvær kvikmyndir skiptu með sér Gullbirninum, æðstu verðlaunum kvikmyndahátíðar- innar í Berlín, sem nú er lokið. Myndirnar eru Wetherby, eftir breska leikstjórann David Hare og Konan og ókunni maðurinn eftir austur-þýska leikstjórann Rainer Simon. Wetherby er fyrsta kvikmynd David Hare og er hún gerð eftir hans eigin handriti. Aðalhlut- verkið er leikið af Vanessu Re- dgrave. Rainer Simon hefur gert fjöldamargar myndir, en þetta var í fyrsta sinn, sem hann fékk aðalverðlaun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð. Weterby gerist í York skíri í Englandi og segir frá einmana miðaldra konu og ástríðufullum og banvænum samskiptum hennar við mann, sem kemur óboðinn í matarveislu í húsi hennar. Konan og ókunni maðurinn segir frá óvenjulegum ástarþrí- hyrningi á milli tveggja þýskra hermanna, sem Rússar hand- tóku í fyrri heimsstyrjöldinni, og konu annars þeirra. uXUftStíStS&m - - BK& 4* m ' ■ \• . í, * -f ^ V \ T Fimmtudagur 28. febrúar 1985 20 Utlönd Nicaragua: Hermönnumsagtað spara skotfæri sín - vegna yfirvofandi innrásar Bandaríkjanna ■ Skæruliðar sem berjast gegn stjórninni í Nicaragua. Þeir hafa fengið vopn og annan stuðning frá Bandaríkjastjórn sem Nicaragua- menn segja að sé nú að undirbúa innrás í Nicaragua. Loftárás á grískt olíuskip Aþcna-Reuter: ■ Grískt olíuskip varð fyrir loftárás í gær en skemmdir voru smávægilegar og engin meiðsli á mönnum, að sögn gríska sjávar- útvegsráðuneytisins. Gríska skipið var á leið til íran að sækja olíu þegar þrjár flugvélar réðust á það. Ekki er vitað frá hvaða landi flugvélarn- ar eru. Árásarflugvélarnar notuðu byssur en hvorki eldflaugar né flugskeyti að því er ráðuneytið sagði. Áhöfn olíuskipsins, sem skip- uð er 15 Grikkjum og 15 Paki- stönum, sakaði ekki, sem fyrr segir, og er skipið nú á leið til Dubai þar sem gert verður við það. Managua-Reuter ■ Varnarmálaráðherra Nic- aragua, Humberto Ortego, hefur beðið hermenn um að spara skotfæri vegna hættunn- ar á innrás Bandaríkjamanna sem hann segir yfirvoandi. Nú á þriðjudaginn voru liðin fimm árfrá stofnun alþýðuher- sveita Sandinista. í því tilefni hélt varnarmálaráðherrann ræðu á fjöldafundi í Managua þar sem hann varaði við innrás Bandaríkjamanna og hvatti al- menning til að búa sig undir harðræði og öfluga andspyrnu ef til slíkrar innrásar kæmi. Ortega varnarmálaráðherra benti á að Nicaraguamenn eiga sjálfir engar vopnaverksmiðj- ur þannig að þeir verða að fara sérstaklega vel með skotfæri Eþíópía Aðstoð til hvers? ■ Vandamál þróunarlanda felast ekki aðeins í því aö viðskipti þeirra við iónríkin eru þeim stöðugt óhagstæð- ari. Útflutningsvörur þcirra hafa orðiö veröminni í samanburði við innfluttar iðnaðarvörur. Vandamál þeirra verða ekki heldur eingöngu rakin til náttúruhamfara eða veðurfarsbreytinga sem leiða til uppskerubrests og hung- ursneyða. Ein meginorsök vanda- mála þeirra er frumstæð framleiðslutækni og efna- hagsleg stöðnun. Tækniþró- un í þessum löndum er hæg sem á sér margar ástæður. Hröð tækniþróun og aukin framlög til rannsókna og þró- unarstarfsemi er stöðugt mikilvægari forsenda fyrir samkeppni á heimsmarkaði. Þróunarlöndin, með lágar þjóðartekjur verja litlum hluta þjóðartekna til slíkrar starfsemi. Iðnríkin einoka tækniþekkingu og tækni- þekking „hleðst ekki upp” í löndunum þar sem almenn tæknimenntun er lítil og fjárfestingaraðilar í nýrrí tækni, leita gjarnan fremur til erlendra aðila og flytja inn tækniþekkingu. Hættan á mistökum er talin meiri cf leitað er til innlendra aöila. Hinir erlendu aðilar hverfa síðan á braut með þekking- una að loknum framkvæmd- um. Á meðan gapið milli iön- ríkjanna og þróunarland- anna hefur breikkað stöðugt á undanförnum áratugum hefur nagandi, árstíðabund- in samviska ýmissa Vestur- landabúa kallað á ákveðna aðstoðarstefnu gagnvart þró- unarlöndunum. Þróunaraðstoð eða útflutningsbætur Stefna iönríkjanna hefur jafnan verið sú að virða að vettugi menningarlega arf- leifð þjóða og þjóðflokka þróunarlandanna og horfa framhjá sérstökum staðhátt- um og efnahagsgerð land- anna. Lausnin á vandanum hefur veirð talin einföld. Pjóðum þriðja heimsins hef- ur einfaldlega verið ætlað að taka upp samfélagsskipan, miðstýrðra iönríkja, ýmist sósíalíska eða kapítalíska og flytja inn vestræna tækni og vörur í miklum mæli. Til að hrinda þessari stefnu í framkvæmd hafa iönríkin síðan sjálf eða í nafni al- þjóðastofnana, veitt löndum þriðja heimsins svokallaða þróunaraðstoð sem í reynd hefur verið útflutningsbætur iðnríkjanna með eigin fram- leiðslu. Þróunaraðstoðin hefur gjarnan verið í því formi að tiltcknum löndum er veitt ákveðin upphæð til að kaupa tækni og vörur frá viðkomandi iðnríki. Á allra síðustu árum hafa menn lært af biturri reynslu. Sú tækni og þær stofnanir sem iðnríkin hafa flutt til þróunarlandanna er grund- völluð á vestrænum aðstæð- um. Til viöhalds og reksturs hinnar innfluttu tækni og stofnana verða þróunarlönd- in að stórauka innflutning á vörum sem þeir framleiða ekki sjálf og auka útflutning á nýlenduvörum til að standa undir auknum innflutningi. En viðskipti iðnríkja og þró- unarlanda hafa verið hinum síðarnefndu stöðugt óhag- stæðari með árunum og því er hin innflutta tækni víða í niðurníðslu vegna ónógs við- halds og skorts á rekstrarvör- um. Nýtækni Þeim skoðunum hefur vax- ið fiskur um hrygg að vanda- mál þriðja heimsins verði ekki leyst einfaldlega með innflutningi vestrænnar tækni. Leysa verður vanda- málin annars vegar með breytingum á efnahagskerfi heimsins sem tryggir þróun- arríkjunum aukna hlutdeild í heimsframleiðslunni og hins vegar með þróun ný- tækni („alternatív“ tækni), þ.e. tækni sem byggir á Uxar eru notaðir við gröft vatnsbóla sem vatn verður safnað í fyrir þurrkatímann. menningarlegum og efna- hagslegum aðstæðum í þró- unarlöndunum sjálfum. Hungursneyðin í Eþíópíu hefur vakið upp miklar deilur um hvernig aðstoða beri þró- unarlöndin. Yfir sex milljón- ir manna eru í hættu á þurrkasvæðunum og þrátt fyrir aðstoðina nú, sem fyrst og fremst felst í matvæla- sendingum, er algerlega óvíst hvort bændum í fátæk- ustu héruðum Eþíópíu muni verða gert kleift að takast á við þurrkatíðir næstu ára. Sama staða gæti komið upp aftur innan fárra ára. Árið 1974 ríkti mikil hungursneyð í Eþíópíu. Bændur Eþíópíu bíða regntímans sem hefst í júní og júlí. Ef uppskeran verður góð eru landsmenn hólpnir næsta árið. Landbúnaður í Eþíópíu er mjög óframleið- inn, jafnvel á afrískan mæli- kvarða. 95% þjóðarinnar stundar landbúnað, en hver hektari lands gefur að jafn- aði 750 kíló af korni á ári. Sjálfsþurftarbændur víða í Áfríku uppskera þrisvar til .fjórum sinnum meiri upp- skeru á hvern hektara. í Eþíópíu uppskera flestir bændur lítið meira en lág- marksmagn sjálfum ser til framfæris og búpeningi sínum. Ef eitthvað fer úrskeiðis. það rignir ekki eða rignir of seint, ef flóð skola burt jarð- vegi og sáningu, verða bænd- ur að selja eigur sínar til að lifa af. Þegar búpeningurinn er horfinn er forsenda heilu byggðarlaganna horfin og fólk fer á vergang. Vegna þessa vítahrings verða margir bændur þurrk- unum að bráð. í orði kveðnu ætti að vera auðvelt að inn- leiða nýja tækni eða „græna byltingu" sem hefur aukið framleiðni í landbúnaði víða í Asíu. Reynslan hefur þó sýnt að þessi tækni skýtur illa rótum í Afríku jafnvel þótt bændur hafi fjármagn til að kaupa áburð og rækti margs konar tegundir korns. Tilraunir vísindafólks í Addis Ababa Vísindamenn í Addis Ababa hafa reýnt nýjar leið- ir. Þeir vilja að fyrstu skrefin í tækniframförum og fram- leiðniaukningu í landinu fel- ist í því að auka framleiðni bústofnsins. Vísinda- mennirnir starfa við hina Al- þjóðlegu búfjármiðstöð Afr- íku (ILCA) sem er hluti Ráðgjafarstofnunar alþjóð- legra landbúnaðarrann- sókna. Vísindafólkið vinnur að tilraunum með tækni sem á að vinna gegn áhrifum þurrk- anna. En það er ótrúlegt en satt að iðnríkin skera niður framlög sín til rannsókna í þágu þróunarlanda. Bretar skáru t.d. niður framlag sitt til ILCA um 5% að raungildi milli áranna 1983 og '84. Rannsóknafólkið á ILCA leggur áherslu á þróun tækni sem kemur bændum beint að notum. Þeirra viðhorf er að búpeningurinn keppi ekki við bændur og búalið um fæðuna heldur sé hann nauð- synlegur í fæðuframleiðsl- unni. Rannsóknafólkið full- yrðir að bændur sem hafa hlutfallslega meiri búpening uppskeri meira en hinir. Leifar uppskerunnar sem mannfólkið etur ekki eru t.d. mikilvægt fóður fyrir búpen- inginn en hann nýtist sein dráttardýr í staðinn, mykjan sem áburður og eldsneyti og kjötið er etið. Það er jafnframt mjög mikilvægt fyrir bændur að búpeningurinn er trygging fyrir reiðufé. í góðærum geta bændurnir notað sölugróð- ann af búfé til að kaupa áburð eða betri sáðfræ. í slæmu árferði selja bændur búpeninginn og kaupa korn og fæðu. Að sögn Frank Andersons hjá ILCA halda bændur á hálendi Eþíópíu nægilega rnikinn búpening til að fleyta þeim gegnum tveggja ára þurrkatímabil. og vopn ef til átaka kemur. Hann sagði að höfuðverkefni þjóðarinnar væri nú að brjóta á bak aftur uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Banda- ríkjamanna í vopnaðri baráttu gegn stjórnvöldum. En hann bætti því við að það yrði einnig að koma á friði. Ivar Jónsson skriffar Umbótatillögur vísindamanna í umbótatillögum ILCA eru dráttaruxar rn.a. notaðir til við skurðgröft og eru bændur hvattir til að grafa skurði þvert á hlíðar en ekki langsum sem gert hefur verið öldum saman. Með þessu er vatni betur safnað og það skolar síður burt frjósömum jarðvegi. Með umfangsmeiri áveit- um eru dráttardýr notuð á ódýran hátt til að grafa tjarn- ir sem vatni er safnað í og myndu duga yfir þurrkatím- ann. Tæknin er einföld. Mjög djúpar stórar skóflur eru dregnar af tveim uxum og einn maður stjórnar skófl- unni (sjá mynd). Hver skófla kostar rúmíega 6000 kr. Vísindafólkið á ILCA hef- ur einnig staðið fyrir kyn- bótatilraunum en vandamál- ið er að hin kynbættu dýr þurfa jafnan meira fóður, en þau gefa meira af sér, t.d. er nyt kúa meiri. Á ILCA-stofnuninni hefur einnig verið unnin þróunar- starf og tilraunir með nýja tegund af plógum. Fyrir hina nýju plóga er aðeins einum uxa beitt en tveim uxum er beitt fyrir þá plóga sem bændur hafa hingað til notað. Rannsóknir og þróunar- starf af því tagi sem ILCA hefur unnið stefnir að því að auka sjálfsþurftarbúskap bændanna og grundvalla efnahagsþróun sem byggir á raunhæfari tækniþróun en þróunaraðstoð iðnríkjanna. En meginforsenda vanda þró unarlandanna er staða þeirra í efnahagskerfi heimsins sem er viðhaldið af heimsvalda- stefnu iðnríkjanna sem stefn- ir að því að varpa þjóðum þriðja heimsins í það gap sem stöðugt breikkar milii þróunarlandanna og iðnríkj- anna. (Byggt á The New Scientist o.fl.)

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.