NT - 01.03.1985, Síða 1
Stjórnin fallin -
Kratar óstöðvandi
nr
■ Kíkisstjórnin myndi
tapa meirihluta sínum á Al-
þingi ef kosningar yrðu
haldnar á næstu dögum. Það
sýna fyrstu niðurstöður
nýrrar skoðanakönnunar
NT. Þegar aðeins eru taldir
þeir sem tóku afstöðu í
könnuninni njóta stjórnar-
flokkarnir tveir ekki fylgis
nema ríflega 48% kjósenda
en stjórnarandstaðan fær
yfír 50% atkvæða.
Á vettvangi íslenskra
stjórnmála er um þessar
mundir einungis rúm fyrir
einn sigurvegara. Sá heitir
Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin hefur nú tvö-
fajdað fylgi Alþýðuflokksins
frá síðustu Alþingiskosning-
um á þeim fáu mánuðum
sem hann hefur „staðið í
brúnni". Flokkurinn ntundi
fá 23,6% atkvæða ef kosið
væri nú en hlaut aðeins
11.7% þegar síðast var
•kosið. Sé að öðru leyti mið-
að við síðustu Alþingiskosn-
ingar hefur Kvcnnalistinn
bætt við sig einu prósentu-
stigi og fær nú 6,6%. Aðrir
flokkar tapa misjafnlega
ntiklu, Sjálfstæðisflokkur-
inn mest eða sex prósentu-
stigum en tap Framsóknar-
flokksins er einnig verulegt
þ.e. 4 prósentustig.
Ef aðeins er reiknað með
þeim sem tóku afstöðu,
ntyndu atkvæði skiptast sem
hér segir (Breytingar frá síð-
ustu kosningunum innan
sviga):
A listi 23,6% (+11,9)
B listi 15,0% (- 4,0)
C listi 5,4% (- 1,9)
D listi 33,2% (- 6,0)
G listi 14,7% (- 2,6)
V listi 6,6% (+ 1,1)
Fl. mannsins 1,5%
Af tæknilegum ástæðuin
eru ekki tök á að birta
niðurstöður könnunarinnar í
smáatriðum fyrr en á
morgun, en þá getum við
lofað lesendunt ýmsurn
spennandi upplýsingum um
skiptingu eftir kynjum og
landshlutum. hreyfingar
milli flokka o.s.frv. o.s.frv..
Missið ekki af NT á
morgun!
ArneTreholt:
I KGB-maðurinn
I varspennandi
-sjáerlendar
fréttir bis. 21
Varð undir
brotajárni
■ Maður varð undir brota-
járni sem hann var að hífa með
litlum krana á vörubílspall við
Stálsmiðjuna í Reykjavík í
gærdag.
Losnaði járnlunning sem
hann var að hífa uppá pallinn úr
krananum og lenti á hægri fæti
hans. Var maðurinn fluttur á
slysadeild en meiðsli hans voru
ekki talin alvarlegs eðlis.
■ Fulltrúar yfirmanna og útvegsmanna af Vestfjörðum undirrituðu nýja samkomulagið á 12. tímanum í gærkvöldi. NT-mynd svcmr.
Sviftingar í sjómannadeilunni í gær:
Háskóli á
Akureyri
sjá bls. 4
Prófkjör í
Háskólanum
-sjábls.24
Yf irmennirnir sömdu
undirmenn gengu út!
„Munum berjast til síðasta blóðdropa," segir Óskar Vigfússon
■ Samningar tókust í gær-
kvöldi í deilu yfirmanna á fiski-
skipaflotanum milli Farmanna-
og fiskimannasambandsins og
skipstjóra- og stýrimannafélags
Vestfjarða hins vegar. Sam-
komulagið byggir í megin atrið-
um á hugmyndum, sem ríkis-
sáttasemjari lagði fram í fyrra-
Kennararnirgangaút
■ Framhaldsskólar landsins
verða lamaðir í dag og á næst-
unni, ef svo fer fram sem horfir.
Á 300 manna fundi í Mennta-
skólunum við Hamrahlíð í gær-
kvöldi, þar sem mættir voru
kcnnarar sem sagt höfðu upp
störfum sínum í haust var sam-
þykkt að hlíta ekki tilmælum
menntamálaráðuneytisins uni að
mæta til kennslu á ný með 229
atkvæðum gegn 49, en auðir
seðlar voru 13. Til viðbótar koma
atkvæði með ótgöngu frá
Menntaskólanum á Akureyri og
Fjölhrautaskólanum á Sauðár-
króki, alls 25 atkvæði. Hugmynd,
sem reifuð var á fundinum þess
efnis að kennararsinntu nemend-
um sínum kauplaust í viku til
viðbótar, í trausti þess að stjórn-
völd notuðu tímann til að finna
raunhæfa lausn, fékk engan
stuðning.
Samninganefnd ríkisins og
fulltrúar HÍK héldu fund síðdegis
í gær og þar lýsti samninganefnd
ríkisins sig reiðubúna til að
standa að sérkjarasamningi við
HÍK „á þeim grundvelli að í
þeim samningi komi fram hlið-
stæðar kjarabætur og í samning-
um við önnur aðildarfélög
BHM,“ auk þess sem lillit yrði
tekið til álits endurmatsnefndar
menntamálaráðuneytisins og
„þess munar á heildarkjörum,
sem kann að hafa myndast á
síðustu árum á milli háskóla-
menntaðra kennara og annarra
háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna." Kennarar töldu þessa
yfirlýsingu einskis virði.
í samþykkt fundarins í Hamra-
hlíðarskólanum í gærkvöldi eru
kennarar hvattir til að fastráða
sig ekki til annarra starfa. „með-
an ekki er gengið í þau kennslu-
störf sem þeir höfðu nteð hönd-
um en bíða átekta uns lokið er
samningum við HÍK og meta þá
hvort þeir geti unað niðurstöð-
Um 60% nemenda við fram-
haldsskólana hafa lýst skriflega
yfir stuðningi við kjarabaráttu
kennara sinna og lýst yfir að þeir
muni ekki mæta til kennslu hjá
nýjum kennurum. Framhalds-
skóianemendur munu efna til
útifundar á Austurvelli kl. 14.00
í dag.
kvöld og viljayfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar um lausn á deil-
unni. Fulltrúar Sjómannasam-
bands íslands treystu sér ckki til
að ganga að samkomulaginu og
óskuðu eftir því, að samninga-
fundi með þeim yrði hætt.
Samkvæmt heimildum NT
hljóða tillögur ríkisstjórnarinn-
ar m.a. upp á það, að fjárhagur
áhafnadeildar aflatrygginga-
sjóðs verði bættur, þannig að
hún geti lagt fram 80 milljónir
króna á þessu ári til að bæta
lífeyrisréttindi sjómanna. Þá er
gert ráð fyrir, að tryggt verði fé
til þess að áhafnadeildin geti
hækkað fæðispeninga sjómanna
um 10% frá 1. mars. Hugmyndir
munu einnig vera um að hækka
sjómannafrádrátt úr 180 krón-
um í 220 fyrir hvern lögskrán-
ingardag á fiskiskipi, eða að
hækka fæðispeninga um 20% í
stað 10% 1. mars. Ráðstafanir
verða gerðar til að lækka olíu-
kostnað útvegsins um 2%, og
stefnt er að því að lækka sér-
staka kostnaðarhlutdeild út-
gerðarinnar.
Samningurinn, sem gerður
var í gærkvöldi, verður kynntur
yfirmönnum í dag, og fari svo
að hann verði samþykkur, getur
Vestfjarðaflötinn þegar haldið á
miðin, þar sem undirmenn fyrir
vestan eru enn með gildandi
samninga.
Sjómenn eru allt annað en
ánægðir með hvernig málin þró-
uðust í gærkvöldi og sagði Osk-
ar Vigfússon í samtali við NT á
tólfta tímanum að greinilegt
væri að vilji útgerðarmanna til
samkomulags væri enginn. „Ef
við eigum að fá svipaðar trakter-
ingar hjá útgerðarmönnum og
við höfum fengið síðasta sólar-
hringinn erum við ekki ginnkeypt-
ir til umræðu. Við munum berj-
ast til síðasta blóðdropa fyrir
réttmætum kröfum okkar og ég
ætla að sjómenn á íslandi snúi
bökum saman við þessa mót-
báru,“ sagði Óskar Vigfússon
forseti Sjómannasambandsins
að lokum eftir 32 tíma stans-
lausa samningalotu.