NT - 01.03.1985, Síða 12

NT - 01.03.1985, Síða 12
Föstudagur 1. mars 1985 12 ■ Johnny Weissmuller er frægasti Tarzan allra tíma og öskrii fékk kait vatn til að renna milli skinns og hörunds á bíógestum. ■ 1981 var gerð fræg mynd um Tarzan, þar sem Miles O’Keefe fór með titilhlu Þá lék Bo Derek Jane og hlaut lítið lof fyrir. En Miles hélt sig að góðum og gii uppskriftum að því, hvernig ætti að túlka Tarzan. Nú virðist nýtt sjónvarmið ur það. Var Tarzan mildur og Ijúfur villimadur? ■ Murgar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir hinni frægu sögu Edgar Rice Burroughs um Tarzan, kon- ung frumskóganna, og margir leikarar hafa spreytt sig á að túlka hann á hvíta tjaldinu. Flestir hafa þeir komið og farið án mikillar eftirtektar, en Johnny Weissmuller varð einna lífseigastur í hlutverk- inu, enda vel að manni. Sérstak- lega er mörgum aðdáendum hans minnisstætt hið fræga og óeftirlíkj- anlega öskur hans. En í nýjústu Tarzun-myndinni kveður við nýjan tón. Hún heitir hvorki meira né minna en „Grey- stoke-þjóðsagan um Tarzan, hús- bónda apanna“! Christopher Lam-- bert gerir Tarzan þar að ljúfum og mildum manni, sem aldrei myndi hvarfla að að gefa frá sér þvílík óhljóð, sem Johnny Weissmuller gerði að einkenni Tarzans. Ástæðuna til þessarar stefnu- breytingar er að finna í hugarheimi Hughs Hudson, leikstjóra og pró- dúsents myndarinnar. Hann segir að tími sé til kominn að segja söguna í sinni sönnu og réttu mynd, þ.e.a.s. einsoghöfundurinn hafi haft í huga. Saga Burroughs sagði frá því er breskur aðalsmaður, greifinn af Greystoke, verður skipreika við vesturströnd Afríku ásamt ófrískri eiginkonu sinni. Skömmu eftir að konan verður léttari, og hefur alið son, deyr hún og risastór apaynja, simpansi, drepur greifann, en hef- ur son hans á burt með sér. Aparnir ala drenginn"upp, sýna honum hvaða ávexti og rætur hon- um er óhætt að borða og kenna honum mál sitt. Drengurinn þroskast og dafnar vel og sökum gáfna sinna og hæfi- leika verður hann gerður að „kon- ungi frumskógarins". Dag nokkurn finnur vísindamaður á ferð hann, tekur hann með sér ti! Englands og þar er tekið á móti honum sem erfingja greifans af Greystoke. Þar kynnist hann Jane sinni, og við þau kynni rennur upp fyrir honum, hvers hann hefur farið á mis í frumskóginum í félagsskap ap- anna. ■ ■ Fósturmóðir Tarzans, Kala, heldur hér á ungabarninu. ■ Christopher Lambert sýnir nýja tegund af Tarzan í nýjustu myndinni um þá frægu persónu. ■ Glenn Morris var 8. Tarzaninn. í myndinni „Hefnd Tarzans“, sem gerð var 1938, barðist hann ber- um höndum við Ijón um hvort þeirra skyldi hljóta titilinn „Konungur frum- skógarins“. ■ Lex Barker var Tarzannr. 10. „Tarzan brýtur hlekkina“ nefnist mynd sem hann lék í 1953, en þar var Joyce MacKenzie í einu hlutverkanna. íM /

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.