NT - 15.03.1985, Page 1

NT - 15.03.1985, Page 1
Helgi stórmeistari! ■ í gær eignuðust íslendingar þriðja stórmeistara sinn í skák. Helgi Ólafsson lauk þátttöku sinni í skákmótinu í Kaup- ntannahöfn með því að vinna Englendinginn Plaskett í sögu- legri skák. Þar með náði hann stórmeistaratigninni, æðstu nafnbót skákmanna og um leið deildi hann öðru sætinu með þeim Bent Larsen og Curt Hansen frá Danmörku, en eins og Helgi öðlaðist Hansen stór- meistaratitil, og er annar Dan- inn sem nær því marki. „Pað má segja að heilladísirn- ar hafi verið mér hliðhollar í síðustu skákinni," sagði Helgi er NT ræddi við hann í gær- kvöldi, „það er ekkert tekið upp af götunni að vinna með svörtu í síðustu umferð. Þegar Plaskett hafði leikið sínum 26. leik bauð hann jafntefli. Staðan var þá þannig að hefði ég leikið besta leikinn hefði hann átt þráskák. En ég ákvað að taka heldur á mig aðeins lakari stöðu, enda var hann orðinn naumur á tíma. Síðan fóru vopnin að snúast í höndum mér og ég ákvað að reyna að blíðka goðin og bauð honum jafntefli. Hann hafnaði því í ntiklu tíma- hraki og lék leik sem ég mat mikils, þ.e. hann lék hrók beint í dauðann. Þetta var alveg dæmigerð skák þar sem maður innbyrðir titil í síðustu umferð. Ég átti þetta reyndar inni, ég lék skákinni móti Smyslov niður í einum leik.“ Það er af Jóhanni Hjartarsyni að segja að hann gerði jafntefli við Bent Larsen í síðustu umferð. Lokastaðan var sú að Pinter frá Ungverjalandi fékk 81/: vinning og var yfirburðasig- urvegari. 12.-4. sæti urðu Helgi, Larsen og Hansen með 7 vinn- inga, ’þá Smyslov með 5 vinn- inga og vinningslega biðskák, gegn Höj. Jóhann ogde Firmian urðu í 6.-7. sæti með 5 vinninga. í 8.-10. sæti Lars Karlsson, Plaskett og Carsten Höj með 4'/> vinning. Jens Christiansen varð 11. nteð 4 vinninga og Morthensen rak lestina með 3 vinninga. ■ Helgi Ólafsson stórmeist- ari Þrítugurmaðurfinnstmyrturáverkstæði sínu í Kópavogi: Tvítugur maður játar átökviðhinn látna fyrstyfirheyrðursemvitnisíðanvegna gruns um aðild að málinu ■ Rúmlega tvítugur maður hefur játað að hafa lent í átökum við manninn sem lést á trésmíðavérkstæði JHS-inn- réttinga í Kópavogi í fyrra- kvöld. Rannsóknarlögregla ríkisins yfírheyrði manninn í gærdag, og undir miðnætti ját- aði hann að hafa verið í húsinu og lent í átökum við hinn látna, en að öðru leyti voru málsatvik óljós. Um þrjúleytið í fyrrinótt kom maður inn í Smiðjukaffi í Kópa- vogi og tilkynnti um eld í JHS- innréttingum og fór starfsfólk Stniðjukaffis þegar á staðinn með handslökkvitæki auk þcss að gera lögreglu og slökkviliði viðvart. Er fór að rofa til í húsinu kom í Ijós að maður lá á loftpalli í húsinu og virtist ekki lífs. Áverkar á manninum og um- merki bentu til þess að um morð hefði verið að ræða, samkvæmt upplýsingum frá RLR. Voru allir nærstaddir teknir til yfirheyrslu og beindist grunur fljótlega að þeim er upphaflega gerði viðvart um eldinn. Maðurinn sem lést hét Jósep L. Sigurðsson, fæddur 1955, og var Jósep annar eiganda JHS- innréttinga. Að sögn RLR er enn óljóst um aðdraganda átakanna og atburðarás. Shultz í ráðherrahústaönum ■ „Við höfðum tækifæri til að ræða nokkrar þeirra spurninga varðandi samskipti íslands og Bandaríkjanna sem hafa verið svo oft áður til umræðu og ég heid að við höfum náð vissum árangri,“ sagði George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna að afloknum viðræðum sínum við Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í ráðherrabústaðnum í gær. Shultz, sem var á heimleið frá jarðarförChernenkos í Moskvu, stoppaði á íslandi í nokkra tíma, „til að hvíla mig eftir langt og erfitt flug og heimsækja góðan vin,“ eins og hann orðaði það. Á myndinni sjást Shultz, Geir Hallgrímsson, tveir bandarískir öryggisverðir, Ólafur Egilsson og Marshall Brement sendiherra Bandaríkjanna. NT-mynd: Árni Bjama „Hvað ætlar stjórnin að gera?“ Harðar deilurá Alþingi í gær ■ „Hvað hyggst ríkis- stjórnin gera til lausnar yfirstandandi deilu við kennara sem sagt hafa upp störfum hjá framhalds- skólunum og við Hið ís- lenska kennarafélag?" Þessa spurningu lagði Hjörleifur Guttormsson alþingismaður fyrir Steingrím Hermannsson í fyrirspurnarti'ma á Al- þingi. Og til menntamála- ráðherra beindi hann þess- ari spurningu: „Hvaöa á- hrif hefur deilan haft til þessa í framhaldsskólum landsins og hver eru líkleg áhrif hennar miðað viö það að málið liafi þann framgang, sem ríkisstjórn- in hefur markaö með ályktun sinni þann 12. mars og í ööru lagi; hvað hyggst menntamálaráðu- neytið gera af sinni hálfu til lausnar deilunni?" Sjá um umræðurnar bls 2 og 5. Vaka vann ■ Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta var sigur- vegari kosninganna í Há- skólanuni í gær. Vaka fékk 657 atkvæði til stúdentaráðs og 5 fulltrúa, vinstri menn 563 atkvæði og 5 íulltrúa og Umbótasinnar 382 atkvæði og 3 fulltrúa. Framboð manngildissinnaðra stú- denta fékk 45 atkvæði og engan fulltrúa. Umbóta- sinnar eru sem fyrr í oddaað- stöðu við myndun meiri- hluta. Vaka og vinstri menn fengu sinn fulltrúann hvor í Háskólaráð. Hafði forsetinn aldrei staðfest kjarnorkuvopnin? - svo segir Richard Burt adstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna ■ Aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Richard Burt, sagði á blaðantannafundi í Reykjavík í gær, að Bandaríkjaforseti hefði aldrei staðfest heimildir til að flytja kjarnorku- vopn til Islands á óvissu- tímuni. Burt kom til landsins í fyrrinótt frá Moskvu í fylgd með Shultz utanríkisráð- hcrra. Burt afneitaði ekki þessum áætlunum, en sagði þær aðeins hug- tnyndir sem aldrei hafí hlotið staðfestingu. Bandaríski fræðimað- urinn William Arkin sýndi í desember s.l. ís- lenskum ráðamönnum leynileg skjöl, sem hann sagði að sýndu að um árabil hefðu forsetar Bandaríkjanna undirritað heimildir til að flytja kjarorkuvopn til nokk- urra landa á hættutím- um. Þessi lönd voru Kan- ada Spánn, Azoreyjar, Bermuda, Puerto Rico og ísland. Að sögn Ark- ins var ísland eina landið, þar sem ríkisstjórninni hafði ekki verið tilkynnt um tilvist áætlananna.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.