NT - 15.03.1985, Page 2

NT - 15.03.1985, Page 2
 Föstudagur 15. mars 1985 Utandagskrárumræður á Alþingi um kennaradeiluna: Óbilgirni kennara eða að gerðarleysi ríkisstjórnar ■ „Það er auðheyrt að þarna talaði maður sem ekki situr lengur í ríkisstjórn,“ sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra er hann svaraði fyrirspurn Hjörleifs Guttorms- sonar um kennaradeiluna á Al- þingi í gær. Hann vísaði þar til útlistana Hjörleifs á tildrögum deilunnar og orsökum hennar. Kvaðst forsætisráðherra leiða þær skýringar hjá sér en lýsti þeirri skoðun sinni að deilan ætti rætur að rekja til almennra efnahagsörðugleika og til að koma í veg fyrir deilur af þessu tagi þyrfti umfram allt að ná jafnvægi í efnahagsmálum. Steingrímur sagði megin: atriði deilunnar vera þrjú: í fyrsta lagi; hve mikla hækkun þurfa kennarar að fá til að leiðrétt verði það misræmi sem er á kjörum þeirra og annarra opinberra starfsmanna, í öðru lagi; hvernig meta eigi aukna ábyrgð og kröfur sem gerðar eru til kennara sbr, skýrslu menntamálaráðuneytisins um starfsmat kennararstéttarinnar og í þriðja lagi; hvernig meta eigi þann kjaranrismun sem er á milli opinberra starfsmanna annars vegar og manna með sambærilega menntun og ábyrgð á hinum almenna vinnumarkaði hins vegar. Um þessi atriði hefði ekki náðst samkomulag og því hefði verið ákveðið að vísa máljnu þegar í stað til Kjaradóms til úrskurðar. Hann minnti á að ríkisstjórnin hefði nreð samþykkt sinni 12. mars lýst þeirri skoðun að leið- rétta beri þann mun sem sé á kjörum kennara og annarra háskólamenntaðra manna hjá ríkinu og þeirra sem starfa á einkamarkaði og hefði hann áréttað þann skilning við for- mann HÍK. Varðandi saman- burðarskýrslu þá sem BHM og launamálaráð BHM hefur deilt um að undanförnu minnti for- sætisráðherra á að hún væri einungis áfangaskýrsla, hins vegar væri hann þeirrar skoðun- ar að unnt væri að gera saman- burð á kjörum ríkisstarfsmanna og annarra á þann hátt að ekki þyrfti um niðurstöður að deila. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra sagði að þar sem deilunni hefði nú verið vísað til Kjaradóms gæti menntamálaráðuneytið sem fagráðuneyti ekki né ætti að hafa frekari afskipti af deilunni. Kjaradómur væri óháður dóm- stóll og ætti að hafa starfsfrið eins og aðrir dómstólar. Menntamálaráðherra gaf síðan yfirlit yfir þá kennslu sem nú fer fram í framhaldsskólunum. (Sjá . bls. 5). Síðan vék menntamálaráð- herra að öðrum áhrifum sem uppsagnir kennara hefðu hat't í för með sér og snertu andann í skólunum. Kennarar hefðu kos- ið að hafa lagafyrirmæli að engu. Ringulreið hefði skapast í skólunum. Ráðherrann kvaðst hafa fengið upphringingar og fjölda bréfa frá foreldrum sem segðust ekki lengur geta hvatt börn sín áfram til náms vegna óvissunnar sem lægi yfir skóla- starfinu. Hún kvaðst hafa áhyggjur af því hvaða áhrif síðustu atburðir hefðu á ástund- un nemenda og hið innra starf skólanna yfirleitt. Þá sagði ráð- herrann að næstu daga kæmi í ljós hversu margir kennarar sneru aftur til starfa og þá yrði ákveðið hvort hafist yrði handa við ráðningu forfallakennara. Guðmundur Einarsson fór hörðum orðum um tvöfeldni í afstöðu til menntamála. Annars vegar væri talað um að þróa iðnað og aðra atvinnustarfsemi sem byggðist á þekkingu og hugviti en á sama tíma væri verið að leggja skólakerfið í rúst. Hann sagði ummæli menntamálaráðherra um kennara vegna ákvörðunar þeirra um að ganga út úr skólun- um slá út ummæli fjármálaráð- herra um kennarastéttina í haust. Guðmundur sagði eina ástæðu lágra launa kennara um- hyggju þeirra fyrir nemendum, þeir hefðu í áraraðir kyngt kjaraskerðingum af því að þeir treystu sér ekki skólanna og nemendanna vegna, að standa í verkföllum og kjarabaráttu. Jón Baldvin Hannibalsson sagðist sem skólameistari á fsa- firði hafa fengið til starfa ungan eðlisfræðing, besta starfsmann sem hann hefði haft þar sem hann hefði haft mannaforráð. Þessi maður væri hugsjónamað- ur sem hefði lagt nótt við dag í starfi sínu. Nú væri hann hættur störfum. Honum væru boðin 80 þúsund krónur á mánuði hjá litlu einkafyrirtæki. Jón sagði málið snúast um það hvort ríkið hefði efni á að hafa ekki slíka starfsmenn í sinni þjónustu. Spurningunni um það hver laun kennara ættu þá að vera svaraði Jón með því að segja að ríkið ætti að greiða góðum starfs- mönnum markaðsverð fyrir vinnu þeirra. Guðrún Agnarsdóttir talaði síðast og vitnaði til ýmissa um- mæla kennara sjálfra sem hún sagði að vel mættu heyrast í þingsölum. Allir ræðumenn stjórnarandstöðunnar sögðu að ríkisstjórnin hlypist undan eigin ábyrgð með því að vísa deilunni til Kjaradóms í stað þess að leysa hana með samningum. RKÍ með æfingu ■ Neyðarnefnd Reykja- víkurdeildar Rauða kross íslands heldur æfingu á morgun klukkan 9 fyrir hádegi. Æfingin fer fram í Langholtsskóla. Æfingin hefst nreð því að neyðarnefndir úr fjór- um skólum koma til skrán- ingar í Langholtsskóla, og mun neyðarnefnd skólans ásamt konum úr kvenna- deild Rauða krossins ann- ast móttökuna. Aðalverkefni neyðar- nefndarinnar er, að undir- búa móttöku flóttafólks frá hættusvæðum, á þeim stöðum sem valdir hafa verið sem fjöldahjálpar- stöðvar. Þingsályktunartillaga frá Alþýðubandalagi: Nauðungaruppboð verði stöðvuð og vextir lækki ■ Vetrarorlofsvika fyrir bændur stendur nú yfír á vegum bændasamtakanna og í vikunni hefur hópur 40 bænda heimsótt hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu. Mynd þessa tók Ijósmyndari NT í verksmiðju ÁTVR en af öðrum fyrirtækjum sem þeir hafa heimsótt má nefna Mjólkursamsöluna, Osta- og smjörsöluna og Áburðarverksmiðjuna. í kvöld fer þessi sami hópur svo í Þjóöleikhúsið og horfir þar á Gæja og píur en bændaorlofínu lýkur um helgina. NT-mynd: Árni Bjarna. ■ Lögð var fram á Alþingi í gær tillaga til þingsályktunar um tafarlausa lækkun vaxta og stöðvun nauðungaruppboða. Flutningsmenn eru allir þing- menn Alþýðubandalagsins. I tillögunni er gert ráð fyrir að Alþingi feli ríkisstjórninni að fyrirskipa tafarlausa lækkun vaxta og endurmat á hækkun einstakra húsnæðislána, vegna verðtryggingarákvæða, eftir að bannað var að greiða vísitölu- bætur á laun frá l. júní 1983. Ennfremur er kveðið á um í tillögunni, að meðan rannsókn á þessum málum fari fram, verði óheimilt að láta fara fram nauð- ungaruppboð á íbúðum, enda sé um einu íbúð viðkomandi að ræða. Er lagt til að rannsókn og tillögugerð verði lokið fyrir 30. apríl nk. en þanga.ð til skal viðskiptabönkunum og Hús- næðisstofnun gert kleift að fresta afborgunum lána. KEA í Grikklandi ■ Þessa mynd rákumst við á í KEA-fréttum og væri í sjálfu sér ekkert undarlegt við það, ef ekki væru staðfastar heim- ildir fyrir því að myndin er ekki tekin í Eyjafirðinum, heldur í Grikklandi. Samkvæmt KEA-fréttum er þó hið eyfirska stórfyrirtæki ekki búið að koma sér upp útibúi þar, heldur er skýringin einfaldlega sú að ein af hinum fjölmörgu grísku eyjum heitir - KEA. En konan var í fjósinu ■ Fáeinar kvenmannssálir . - ,K , , , vöktu feiknaathygli á bænda- P30 GfU viða gæjar og piur! tundi a Hvolsvelh nu í vikunni. a Þar var verið að stofna hags- munafélag kúabænda á Suður- landi og allt yfirbragð fundar- ins annað en við eigum að venjast á bændafundum. Þarna var meirihluti fundargesta ung- ir menn, bændur sem byggðu á verðbólgu- og verðtryggingar- tímum. Ogþarnavorunokkrar konur sem er fágætt á bænda- fundum. Steingrímur Lárusson stóð upp og óskaði þess að fundur- inn bæri nú gæfu til þess að kjósa konu í stjórn þessa ágæta félags. Hann bætti svo við: „Kannski væri stéttin ekki svona illa stödd ef hún ætti konu í stjórn einhverra af þess- um karlrembufélögum sínum." Ekkert minna. En Guð- mundur Stefánsson frá Stéttar- sambandinu vék einnig að þessum konum í sinni tölu. Hann hafði tekið tvær bónda- konur á fundinum tali og þær höfðu sínar skýringar á því af hverju þær væru ekki fleiri á fundinum. Fundurinn byrjaði nefnilega níu um kvöldið og víða um meira en klukkutíma akstur að fara þannig að kon- urnar höfðu bara ekki verið búnar í fjósinu þegar „bóndinn" þurfti að rjúka af stað - á fund kúabænda. Og eftir þessar ræður var auðvitað kosin kona í stjórn.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.