NT - 15.03.1985, Síða 4

NT - 15.03.1985, Síða 4
(31 Sjávargull byggir laxeldisstöð við Grindavík: Fimm hundruð tonna árseldi undir þaki ■ Byggingenneinnarlaxeldis- stöðvar er nú i undirbúningi við Grindavík. Verður stöðin reist við ströndina í landi Hrauns, og rnun hún fullgerð geta framleitt a.m.k. 500 tonn af laxi árlega. Athygli vekur við þessa stöð eicki fyrst og fremst stærðin, heldur fyrir- komulag bygginga og starfsemi, sem eru mjög frábrugðin því sem áður hafa verið gerðar áætlanir um hér á landi. Það er hlutafélagið Sýávargull h.f. sem hyggst reisa stööina. Sjávareull verður að naumum meirihluta í eigu Islendinga, eins og lög gera ráð fyrir en norskir aðilar eiga 49%. Er ætlunin að efna til almenns útboðs á hlutafé hér á landi á næstunni. Eldi undir þaki Laxeldisstöð Sjávargulls verður á landi, en mun þó nota sjó í eldiskerin. Verða tvö 350 metra aðfallsrör frá stöðinni út í sjó til þess að tryggja að inntaks- sjórinn verði laus við mengun frá landi. Engin blöndur, við heitt jarðvatn mun eiga sér stað í stöðinni. Stöðin verður síðan yfir- byggð, sem gerir það að verkum að mun auðveldara en ella verð- ur að stunda eldið yfir vetrar- tímann. Yfirbyggingin minnkar ennfremur yfirborðskælingu sjávarins í eldiskerjunum, en hitastig ræður einmitt miklu um vaxtarhraða eldislax. Ljóst er að hitastigið í þessari stöð verð- ur þó lægra heldur en í stöðvum sem nýta jarðvarma, og eru arðsemisútreikningar hennar við það miðaðar. Ætlunin er að beita nýrri tækni við rekstur laxeldisstöðv- arinnar. Þannig verður fóðrunin að mestu sjálfvirk, og stýrt rueð tölvubúnaði. Einnig verður beitt nýstárlegri tækni við að fylgjast nákvæmlega með fóðruninni og ástandi kerjanna. Síðast en ekki síst verður lögð mikil áhersla á hreinsun í stöðinni. Þannig verða eldisker- in sérstklega löguð með tilliti til þess að óhreinindi safnist ekki í þau, og á hverju keri verða tvö affalssop. Affallssjór- inn verður leiddur um sérstök göng til þess skilja frá honum fóðurúrgang áður en hann fer aftur í hafið við Grindavík. Fyrsta slátrun 1988? Að sögn Valdimars Þorvarð- arsonar og Valdimars Valdi- marssonar, forvígismanna Sjávargulls, er stefnt að því að hefja framkvæmdir við laxeldis- stöðina í sumar. En þar sem enn á eftir að afla nokkurra leyfa og ganga frá fjármögnun og hluta- fjársöfnun hér heima, geta framkvæmdir dregist til næsta vors. Byrja þarf á að leggja aðfallsrörin, framkvæmdir við þau þurfa að fara fram yfir sumartímann. Bygging stöðvar- innar mun kosta um 270 milljón- ir króna. Stöðin mun geta tekið til starfa einu ári eftir að fram- kvæmdirhefjast. Þáverða keypt seiði, en þar sem laxinum er ■ Valdimar Þorvarðarson (t.v.) og Valdimar Valdimarsson virða fyrir sér teikningar af laxeldisstöð Sjávargulls. NT-mynd: Ami Bjama. Borgarspítalinn: Nýr aðstoðarf ramkvæmda- stjóri tekinn til starfa ■ Nýlega tók Magnús Skúla- son, viðskiptafræðingur, við starfi aðstoðarframkvæmda- stjóra Borgarspítalans. Magnús lauk kandidatsprófi í ■ Magnús Skúlason, nýr að- stoðarframkvæmdastjóri Borg- arspítalans. viðskiptafræði frá Háskóla Is- lands vorið 1975. Að því loknu réðst hann til starfa hjá Banda- lagi háskólamanna og starfaði þar fram á vor 1979. Frá því í maí 1979 hefur hann starfað hjá Vinnumálasambandi samvinnu- félaganna sem deildarstjóri hag- deildar. Akranes Græn- jaxlar frum- sýndir ■ Leiklistarklúbbur nem- endafélags Fjölbrautaskólans á Akranesi frumsýnir á laugardag kl. 20.30, leikritið „Grænjaxla" eftir Pétur Gunnarsson. Leikendur eru 13 auk 4 manna hljómsveitar. Leikstjóri er Sigr- íður Hagalín. Næstu sýningar eru mánudag- inn 18.mars og þriðjudaginn 19. mars kl. 20.30. ■ Tveir leikenda í hlutverkum sínum. Föstudagur 15. mars 1985 4 ■ Útlitsteikning af væntanlegri laxeldisstöð Sjávargulls h.f. skammt austan við Grindavík. Lengst til vinstri eru setþrær, þá koma kerskálarnir en lengst til hægri á myndinni er dælustöðin og frá henni liggja aðveiturör sem ná munu um 350 metra í sjó fram. . ± i.________ "•Y-Wf HSt œms slátrað tveggja ára gömlum gæti fyrsta slátrun hugsanlega farið fram árið 1988. Áætlað verðmæti 500 tonna af laxi er um 90 milljónir ís- lenskra króna. Reiknað er með að atvinna skapist fyrir um 30-40 manns við laxeldisstöðina og er þá meðtalin vinna við fóður- verksmiðju og birgðastöð sem Sjávargull hyggst reisa, með eða án samvinnu við aðra aðila, á hafnarsvæðinu í Grindavík. 300 þúsund seiði Ekki mun ætlunin að klekja laxaseiðum í stöðinni heldur verða seiðin keypt. Valdimar Þorvarðarson sagði þó óvíst hvernig gengi að anna seiða- þörfinni, en hann sagði að þyrfti um 300 þúsund seiði á ári, en það jafngildir hátt í tvöfaldri framleiðslu Kollafjarðarstöðv- arinnar svo dæmi sé tekið. Er í athugun að Sjávargull reisi seiðastöð í samvinnu við aðila á Suðurlandi til þess að anna seiðarþörfinni. Sýning í Þjóðskjalasafninu: 20 ár frá stofnun viðgerðarstofunnar ■ í Þjóðskalasafninu stendur yfir sýning í tilefni 20 ára afmæl- is viðgerðarstofu safnsins og er h'enni ætlað að sýna ástand bóka og skjala sem til stofunnar koma og mismunandi aðferðir við viðgerðir. Á stofunni er unnið að viðgerðum fyrir Þjóðskjalasafn- ið, Landsbókasafnið og Árna- stofnun. Verkefnin eru afar fjölþætt, t.d. koma frá Þjóð- skalasafninu kirkjubækur, bréfabækur og skjöl embætta, hreppabækur og fleira. Frá Landsbókasafni berast bréfa- söfn, handrit, gamalt prent og dagblöð. Allt er þetta í mjög misjöfnu ástandi en talsvert er myglað og fúið, sem rekja má til rakra húsa og slæmrar umhirðu. Fyrsti forstöðumaður stofn- unarinnar var Vigdís Björns- dóttir en 1978 tók Hilmar Ein- arsson við forstöðu viðgerðar- stofu og gegndi starfinu til síð- ustu áramóta. Núverandi for- stöðumaður er Áslaug Jónsdótt- ir en þrír starfsmenn eru nú í fullu starfi við viðgerðarstof- una. ■ Þjóðskjalasafnið og viðgerðarstofa þess er til húsa í Landsbókasafninu. NT-nyad: Sverrir Bridgehátíðin hefst í kvöld ■ Ólympíumeistarar Pólverja í bridge verða meðal þátttak- enda í Bridgehátíð 1985 sem hefst á Hótel Loftleiðum kl. 19.30 í kvöld, en einnig verða bridgemeistarar frá Bretlandi, Danmörku, Pakistan og Banda- ríkjunum meðal þátttakenda. Bridgehátíðin, sem nú erorð- in árlegur viðburður hér á landi, skiptist í tvö mót, tví- menning með þátttöku 48 para, og sveitakeppni með þátttöku yfir 40 sveita. Tvímenningskeppnin verður spiluð á föstudagskvöld og laug- ardag en sveitakeppnin á sunnu- dag og mánudagskvöld. Að Bridgehátíð 1985 standa Bridgesamband íslands, Bridgefélag Reykjavíkur og Flugleiðir en þessir aðilar hafa undanfarin fjögur ár haft sam- vinnu við framkvæmd þessa móts. Velunnarar Borgarspítalans: Kaupá smásjá - til athugunar ■ Félag velunnara Borgar- spítalans samþykkti á aðal- fundi sínum ályktun þar sem skorað er á viðkomandi stjórnvöld að draga ekki úr framkvæmdahraða við bygg- ingu B-álmu Borgarspítal- ans. Alls eru félagar í Félagi velunnara Borgarspítalans 350 og er tilgangur félagsins að bæta aðstöðu sjúklinga sem njóta þjónustu spítal- ans, og efla vísindastarfsemi þar. I fréttatilkynningu frá fé- laginu segir að nú sé til athugunar að kaupa smásjá sem nota á við nákvæmar skurðaðgerðir. Þá er fyrir- hugað að skreyta ganga spít- alans. Formaður félagsins er Eg- ill Skúli Ingibergsson, en aðr- ir í stjórn eru Brynjólfur Jónsson. Anna Bjarnason, Bjarki Elíasson, Björg Ein- arsdóttir, Hafsteinn Guð- mundssonog Tómas Sveins- son.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.