NT - 15.03.1985, Page 8

NT - 15.03.1985, Page 8
Föstudagur 15. mars 1985 8 Endurreisum Kalmarsambandið og sendum íslenska stjórnmálamenn á sjó ■ Hálfsveltandi og útkeyrðir kennarar hafa nú loksins gert uppreisn gegn þeim lúsarkjör- um sem ríkisvaldið býður þeim upp á. Reyndar eru þeir ekki einir um að vera á sultarkjör- um. Hið sama gildir nú um flestar starfsstéttir sem ekki eru á alþjóðlegum vinnumark- aði, það ergeta ekki flúið land til að leita sér að vinnu ef launin eru ekki nógu há hér. Nú að nýafstöðnu Norður- landaráðsþingi fer ekki hjá því að við berum kjör okkar saman við kjör annarra Norðurlanda- þjóða. íslenskir stjórnmála- menn hafa á undanförnum árum oft montað sig af því að þeim hafi þó tekist að halda atvinnuleysinu frá þjóðinni og benda þá á hin Norðurlöndin og atvinnuleysið þar sem dæmi um það hvað ástandið hérna gæti verið slæmt ef íslenskir stjórnmálamenn væru ekki svona frábærir stjórnendur. Kaup lægra en bætur En þetta er bara því miður tómur þvættingur hjá stjórn- málaaumingjunum okkar. Þorri íslensku þjóðarinnar vinnur fyrir lægra kaup en atvinnuleysingjar í Danmörku og Svíþjóð fá í atvinnuleysis- bætur. Við höfum svona lítið atvinnuleysi vegna þess að Ííér er þrælahald og fólk látið vinna fyrir „atvinnuleysisbótunum". Að minnsta kosti í Dan- mörku og Svíþjóð fara at- vinnuleysisbætur eftir því við hvaða störf viðkomandi vann upphaflega og þær eru í flest- um tilvikum (ef ekki alltaf) hærri en laun fyrir fulla vinnu við starfsgreinarnar hér á fs- landi. Það getur vel verið að ein- hver íslensk gamalmenni að- hyllist þá heimspeki að vinna sé alltaf góð vinnunnar vegna burt séð frá laununum. En ég er ekki einn af þeim. Ég vildi miklu frekar vera á atvinnu- leysisbótum í Danmörku og auðga anda minn rneð lestri, námi og félagsstarfi en þræla mér út hér á íslandi myrkranna á milli fyrir miklu lægri upphæð til þess að hafa í mig og á með engan tíma til lestrar eða ann- ars andlegs starfs nema það tengist vinnunni beint. Og allt þetta bara til að íslenskir stjórnmálaaumingjar geti logið því upp að þeirn hafi þó tekist að halda atvinnuleysinu burtu. Fyrri ríkisstjórnir, sem hafa Landbúnaðarmál í ólestri ■ Hver er tilbúinn að leggja niður fjár- ug kúabúskap? eru (vísitölutryggð með vöxt- um og vaxtavöxtum). Bóndinn er yfirhöfuð ekki svo ríkur eða vel stæður að hann standi undir lánum svo og öðrum kostnaði, síst fjár- bændur sem fá ekki afurðirnar greiddar fyrr en helst þegar neytandinn hefur sporðrennt þeim, dilkunum á ég við en ekki greiðslunum. Ég get tekið undir með ríkis- stjórninni, að ég harmi þetta og hitt. Þetta orð, að harma. er orðið algengt í ríkisstjórn- inni. Ragnhildur Helgadóttir harmar hvernig kennarar standa að sínum málum; Steingrímur harmar það sem miður fer. Ég harma hvernig staðið er að landbúnaðarmál- um oft og tíðum. Með fullri virðingu 7373-5378 setið hér á íslandi, hafa allar verið slæmar, sóað, offjárfest af því þekkingarleysi og heimsku sem aðeins er ein- kenni á stjórnmálamönnum. En þessi ríkisstjórn, sem nú situr, hefur þó endanlega sann- að að íslenskir stjórnmála- heimskingjar geta ekki stjórn- að þessu landi. Meir að segja danskir stjórnmálamenn eru betri. Stærstu mistökin Það virðist nú augljóst að mestu mistök okkar íslendinga voru að segja okkur úr lögum við Dani og fá innlendum stjórnmálaaumingjum völdin í hendur. Meira að segja danskir íhaldsmenn eru betri en stjórn Steingríms Hermannssonar nú. Vonandierekkiofseintað leiðrétta þessi mistök okkar núna. Ef eitthvert bein væri í nefinu á forsætisráðherra þá tæki hann nú upp viðræður við dönsk stjórnvöld um endur- reisn íslensk-danska ríkja- sambandsins. Við getum þá hent þessari krónuómynd okk- ar í Peningagjá og tekið upp danskan gjaldmiðil sem er miklu skárri. Og kannski er ekki útilokað að endurreisa Kalmarsambandið og fá Svía og Norðmenn með í púkkið. Sumir kunna að mótmæla þessari hugmynd með því að lýðræði og sjálfstæði okkar minnki við cndurnýjað ríkja- samband við hinar Norður- landaþjóðirnar. En það er mis- skilningur. Það er ekkert lýð- ræði eða sjálfstæði fólgið í því að láta íslenska stjórnmála- aumingja stjórna fyrir sig né heldur getur það talist efna- hagslegt sjálfstæði að láta seðlabankastjóra ákveða ein- hliða alla gjaldeyris- og lána- stefnu þjóðarinnar þannig að dollaralánin kaffæra okkur. Sé einhver hræddur um menningu okkar og tungu er alveg hægt að semja um full- komið menningarlegt „sjálf- stæði" þarsem notkun dönsku í fjölmiðlum og við menntun væri bönnuð og öll stjórnsýslu- skjöl þýdd á íslensku. Slíkt ætti ekkert að vera erfiðara þótt við tækjum upp ríkissam- band við Dani og sendum ís- lenska stjórnmálaaumingja á sjóinn þarsem þeireiga heima. Sambandssinni ■ Séra Baldur Kristjánsson flutti snjalla og tímabæra hug- vekju, segir 5364-9483. Snjöll og tímabær hugvekja 5364-9483 hringdi: ■ Mig langar að þakka fyrir útvarpsmessu séra Baldurs Kristjánssonar sunnudaginn 10. mars. Þetta var snjöll og tímabær hugvekja og þannig finnst mér að prestar eigi að tala. ÍTímanum 13. marserdropi sem fjallar urn líkflutning Ólafs Ketilssonar. Þar segir m.a. „Og eins og lífsins gangur gerir ráð fyrir þá dó þessi heiðursmaður í höndum lækn- anna fyrir sunnan." Hér virðist gert ráð fyrir að fólk deyi almennt ef það kemst undir læknishendur og finnst mér þessi dropi korna klaufalega út. Mér finnst þið á NT gjarna mega taka Morgunblaðið til fyrirmyndar í því að segja í örstuttu máli nokkur deili á greinarhöfundum. Það er fremur hvimleitt að vita ekki einu sinni hvað þetta fólk starfar. í DV 6. mars sl. er grein eftir ungan mann sem heldur því m.a. fram að meginhluti landsmanna hafi lág laun, sem reyndar er alveg rétt hjá honum. Öllu verra er þegar hann segir að fólk hafi ekki efni á að veikjast. Ég var sjálfur sjúklingur í sumar og svo aftur núna og ég veit ekki til þess að sjúkrahúsvist kosti neitt. Að lokum Iangar mig að geta þess að mér líkar við NT, sérstaklega þó aðsendar grein- ar sem skrifaðar eru af hugs- andi fólki. Svar til Rósu: Allt gert sem hægt er Ströndum 6. mars 1985 ■ Ég vil byrja á því að hvetja bændur til að láta meira að sér kveða en verið hefur undan- farið í landbúnaðarmálum. Það eru kannski einhverjir sammála mér um að margt mætti beturfara íþeimmálum, þótt margir hafi einnig látið gott af sér leiða þar. Ég vil taka undir með Huldu Harðardóttur í viðtali við Bóndann (1. tbl. '85), þar sem hún talar um einokun Sam- bandsins á sölu kjöts erlendis. Af hverju ekki að veita öðrum, sem niarkað hafa fundið, leyfi til að selja kjöt svo og annað sem upp kann að koma með gaumgæfilegum athugunum urn markað. Ég hefði haldið að lamba- kjötið væri ekki síðri sam- keppnisvara en kartöflur, fisk- ur og niargt fleira. Ég vil beina spurningu til þeirra sem til sín taka og vilja um það skrifa: Hver er tilbúinn að leggja niður fjár- og kúabúskap fyrir aðrar búgreinar? Er grundvöllur fyrir stofnun nýrra búgreina, án þess að hús og aðstaða séu fyrir hendi? Ég held að fæstir treysti sér til að taka meiri lán í dag eins og þau ■ í NT þann 8.3. 1985 birtist lesendabréf frá Rósu Guð- mundsdóttur þar sem, hún heldur því fram m.a. að póst- sendingar til Jiennar hafi ekki komist til skila og spyr hún í framhaldi af því hvort þetta sé einsdæmi og hvað verði um þann póst sem ekki kemst á áfangastað. 1 fyrsta lagi er því til að svara að samkvæmt íslenskum lög- um og alþjóðasamningum hef- ur sendandi ráðstöfunarrétt yfir póstsendingu þar til henni hefur verið skilaö til viðtak- anda. Hin almenna regla er því sú, að gruni sendanda að póstsending hafi ekki komist til skila þá gerir hann fyrir- spurn um hana á því pósthúsi sem póstlagt hefur verið á, og er þá eftir fremsta ntegni leitast við að hafa uppá við- komandi sendingu. Þegar um bókfærðar póstsendingar (ábyrgðarbréf, bögglao.s.frv.) er að ræða er þetta yfirleitt auðvclt mál en þegar um al- mennar póstsendingar er að ræða er mun erfiðara um vik enda meðhöndlar íslenska póstþjónustan tugi milljóna póstsendinga á hverju ári. Þeg- ar hinsvegar viðtakandi telur sig vanta almenna póstsend- ingu, eins og um er að ræða í umræddu bréfi frá Rósu. er erfiðara við að eiga m.a. vegna þess að sjaldnast liggur nokkuð fyrir um að sú póstsending. sem á að vera í óskilum, hafi verið póstlögð hérlendis eða erlendis. Þrátt fyrir það leitast póstmenn hér að sjálfsögðu við að hafa uppá glötuðum póstsendingum leiti viðtakandi til viðkomandi pósthúss með slíkar kvartanir. Því miöur er þaö ekki algert einsdæmi að almennar póst- sendingar komist ekki til skila þótt til allrar hamingju sé það ekki heldur algengt. Akveðnar reglur gilda um meðferð slíkra póstsendinga. Þegar viðtak- andi póstsendingar finnst ekki er sendingin endursend sendanda. Sé sendanda hins- vegar ekki getið á sending- unni er hún send til Póststof- unnar í Revkjavík þar sem hún er opnuð af sérstökum fulltrúa og þannig reynt að komast að því hver sendandi er. Fáist hinsvegar engar upp- lýsingar um sendanda á þenn- an hátt eru sendingar, sem innihalda muni er meta rná til verðs, teknar til geymslu en aðrar sendingareyðilagðar. Af framangreindu má ljóst vera, að grundvallaratriði er að allar póstsendingar séu vel frá- gengnar og nafn, bæði send- anda og viðtakanda, póstfang og póstáritun (póstnúmer og póststöð) beggja sé að fullu getið. Þannig útbúnar ættu engar sendingar að lenda í vanskilum. F.h. póstþjónustudeildar Gylfi Gunnarsson. Misjöfn póst- þjón- usta ■ Ásta^dan fyrir því aö ég skrifa eftirfarandi. er sú ad athyglisvert er hversu stíft er auglýst i rikisútvarpinu, aö fólk skrifi vel og vandlega utan á allan póst svo hann komist örugglega til skila. Það er mjög gott að minna fólk á þetta atriði ásamt svo mörgu öðru. en ég verð aö segja fyrir mína parta. aö í sumum tilfellum dugir ekki til að merkja póstinn vel. Ég get bent á að á tæpum tveimur árum hef ég lent i þ\i að fá ekki í hendurnar tvo pakka.og sömuleiðis t\ ö bréf. sem ég hef átt von á og vitaö af á leiðinni. Ég spyr hvort þetta sé eitt- hvert einsdæmi í póstflutninga- kcrfinu og somuleiðis hvað verður um þennan póst. sem ekki kemst á áfangastað. Kósa Guðmundsdóttir. ■ Skyldi allur þessi póstur komast til skila?

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.