NT - 15.03.1985, Síða 11

NT - 15.03.1985, Síða 11
Föstudagur 15. mars 1985 11 ■ Forseti dómnefndarinnar, franski leikarinn Jean Marais, gefur eiginhandaráritun. ■ Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wim Wenders, ásamt vinkonu sinni Solveigu Dommartin, er þau komu til hátíðarinnar. og fá kvikmyndir þeirra til sýningar á hátíðina enda var hann naskur á hæfileikamenn. Síðar gerði hann það sama gagnvart Roman Polanski, Pier Paolo Pasolini, Carlos Saura og þýsku nýbylgjunni. Útlendingar eiga sjálfsagt erfitt með að skilja hina sér- stöku pólitísku stöðu V-Berl- ínar. Borgin er hélmingurinn af Berlín, staðsett í miðju A-Pýskalandi en tilheyrir V- Þýskalandi. Fram til ársins 1966 heyrði kvikmyndahátíðin undir borgaryfirvöld V-Berlín- ar og starfslið hennar var opin- berir starfsmenn. Borgar- stjórnin ákvað hvaða kvik- myndir skyldi sýna og vegna pólitískrar stöðu V-Berlínar og pólitískrar þýðingar hátíð- arinnar var ekki nokkur mögu- leiki á að Sovétríkin og önnur A-Evrópuríki gætu sent mynd- ir á hátíðina. 1967 var gerð málamiðlun milli borgaryfir- valda og þeirra sem vildu gera hátíðina að alþjóðlegum við- burði og 1974 féllust Sovétrík- in á að senda kvikmyndir á hátíðina. Ári síðar bættust önnur ríki A-Evrópu í hópinn. Stúdentauppreisnin fræga var líka afdrifarík fyrir Berlínalinn og svipað og gerðist í Frakk- landi 1969, var deildin „Al- þjóðlegur vettvangur nýrra kvikmynda" stofnuð árið 1971, en hennar er getið fyrr í grein- inni. Oft hafa hin ýmsu ríki farið i hár saman vegna sýninga einstakra kvikmynda. Þannig var t.d. vegna kvikmyndar Michael Cimino The Deer Hunter (Hjartarbaninn). Þá ■ Moritz de Hadeln, fram- kvæmdastjóri kvikmyndahá- tíðarinnar í Berlín. logaði allt í pólitískum deilum milli austurs og vesturs og við lá að kvikmyndahálíðin leggð- ist niður. Þáverandi fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar var sparkað og leitað logandi ljósi að nýjum sem gæti lægt öldurn- ar. Núverandi framkvæmda- stjóri, Svisslendingurinn Mor- itz de Hadeln, var þá ráðinn og honurn tókst að sætta alla að- ila. Kvikmyndahátíðin í ár sló fyrri aðsóknarmet. En menn voru almennt óhressir. V- þýska dagblaðið Der Tages- spiegel kallaði hana „ein schwach Festival" eða dauf- lega kvikmyndahátíð. Undir það getur fréttaritari NT tekið. Og menn voru alls ekki á eitt sáttir með val dómnefndarinn- ar enda ku hún víst hafa verið í miklum vandræðum með verðlaunaveitingar sínar. Margrét Rún. Wetherby- Stóra Bretland 1984 ■ Leikstjórn og handrit: Da- vid Hare. Kvikmyndataka: Stu- art Harris. Tónlist: Nick Bicatt. Klipping: Chris Wimble. Leikarar: Vanessa Redgrave, Ian Holm, Judi Dench, Tim Mclnnerny, Stuart Wilson o.fl. Framleiðandi: Greenpoint Films, Film Four Productions/ Zenith Productions. Sýningar- tími: 109 mínútur. Miðaldra kennslukona, Jean Travers (Vanessa Redgrave) býr í lítilli enskri borg - Wether- by. Dag nokkurn býður hún vinum sínum til kvöldverðar. Meðal gestanna er John Morgan (Tim Mclnnerny) ungur, ó- kunnur maður. Hann kemur óboðinn, kemst inn vegna mis- skilnings. Hann sest að borðum með gestunum en er hljóður, líkasti feiminn eins og gengur. Daginn eftir, þegar Jean er ein heima, kemur hann óvænt í heimsókn og nýsestur dregur hann upp skammbyssu og skýt- ur sjálfan sig í höfuðið, án, að því er virðist nokkurrar aug- ljósrar ástæðu. Hvers vegna í ósköpunum? Hvers vegna fremur þessi ó- kunni maður sjálfsmorð og það fyrir augum konu sem hann þekkir ekki? Þessum spurning- um leitast leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn David Hare við að svara það sem eftir lifir myndarinnar. Lögreglustjóri nokkur (Stuart Wilson) er drif- kraftur handritshöfundar í því að upplýsa sjálfsmorðið fyrir áhorfendum. Við sjáum aðal- ■ Leikstjórinn David Hare. persónurnar tvær, Jean Travers og John Morgan, í nýju Ijósi. Margt er gefið í skyn en fátt útskýrt hvað varðar örlög þeirra beggja. Óvenjuleg og mjög ágeng klipping myndarinnar er notuð til að leiða okkur milli hinna ýmsu tímabila. Við sjáum matarboðið í nýju ljósi, kynn: umst fortíð aðalpersónanna. I eitt er blandað saman árangurs- lausum tilraunum John Morgan til að stofna til kynna við skóla- systur sína og heldur ömurlegu tilhugalífi Jean Travers 20 árum áður. Þessi sífellda tilvísun í nútíð og fortíð rennur saman á næsta ruddalegan hátt t.d. þegar sjálfsmorð John er klippt inn í kynlífsreynslu Jean. Vanessa Redgrave sýnir enn hvers megnug hún er í list sinni sem leikkona. Hún kemursam- bands- og skilningsleysi milli fólks, sjálfsásökunum og skorti á sjálfstrausti sem flesta hrjáir til skila á mjög trúverðugan hátt. Við kynnusmt henni nokk- uð náið. Hún hefur ekki átt sjö dagana sæla. Hún er greind og fjörug og á góða vini en er í hjarta sínu einmana og vonlaus og einmana og vonlausir karl- menn laðast að henni í þeirri von að finna eitthvað þaö hjá henni sem hún hvorki kærir sig um né getur veitt þeim. Þannig laðast einniglögreglustjórinn að henni og hún hleypir honum að sér af frjálsum vilja en þó án löngunar. Öðrum persónum myndar- innar kynnumst við minna, þær eru sveipaðar dularhjúp. David hare leitast við að útskýra sem minnst en skilur áhorfendur eft- ir með spurningar sem þeir verða sjálfir að svara. Kvikmyndin Wetherby fjallar um einmanaleika og tilraunir mann til að brjótast út úr ein- angrun sinni. Órvæntingarfullt sjálfsmorð John Morgan er síð- asta tilraun hans í þá veru. Leikstjórn, leikur, tónlist og klipping gera Wetherby að snot- urri mynd - kvikmynd sem býr yfir seiðandi og dularfullum krafti. David Hare er fæddur í Sussex. Hann nam enskar bók- menntir við Jesus Collage í Cambridge. Stofnaði leikhóp- inn Portable Theatre Company. 1969-70 var hann leiklistarráðu- nautur við Royal Court The- atre. Hefur samið og leikstýrt nokkrum sjónvarpsmyndum. Wetherby er fyrsta kvikmynds hans í fullri lengd. Margrét Rún. ■ lan Holm og Vanessa Redgrave í aðalhlutverkunum í Wetherby, ensku gullmyndinni eftir David Hare. Seiðandi og dul- arfullur kraftur frá Reyðarfirði Fædd 20. júlí 1892 Dáin 10. marz 1985 Háöldruð heiðurskona hefur kvatt okkur hinztu kveðju. Elzti Reyðfirðingurinn er horfinn af sviði og úr minningasafni löngu liðinnar tíðar glitrar á geisla- brot, sem fæst verða fest á blað. Við leiðarlok skal aðeins færð frani kær þökk fyrir kynnin góð. fyrir tryggð og trúnað við mætan málstað, fyrir einlægni hinnar traustu alþýðukonu, sent mynd- aði séreigin skoðanirá mönnum og málefnum, fyrir hressileik- ann, sem fylgdi henni eins og vorsvalur gustur, fyrir skemmti- legar samverustundir, þar sem góð greind og hispursleysi í skoðanaskiptum voru ætíð í öndvegi. Björg skilaði sínu lífs- starfi sem húsmóðir af dug og með sórna, yfir henni var þessi meðfædda reisn, sem fylgir heitu skapi og hlýrri lund. Hrjúfleiki hið ytra, ylur innra voru einkenni hennar, hún var aldrei gefin fyrir að þykjast, hreinskiptin og ákvcðin og tal- aði aldrei tæpitungu tepru- skaparins. í lognmollu og lá- deyðu hversdagsins er gott að minnast þessarar um margt gustmiklu en góðu konu, sem hélt fram hlut sínum af djörfung, og festu og æðraðist hvergi, þó á móti blési og lífs- byrinn væri ekki alltaf sem skyldi. Mér er hún máske minnisstæðust fyrir lifandi áhuga hcnnar á tónlist og leik- list. Viðburði af því tagi lét hún aldrei fram hjá sér fara og vel man ég gleði hennar yfir vel heppnaðri leiksýningu hjá áhugahópnum heima eða því- líkt yndi hún sótti til söngs og tóna, þegar góðir gestir komu í heimsókn. Hún lifði sig inn í atburðaráðs og hugmyndaheim leikritanna og gladdist o^ hryggðist á víxl. Ég mat dóma hennar um frammistöðu og túlkun mikils, því hcnni var ekki lagin sú list að látast, en skörp athyglisgáfa lét fátt frani hjá sér fara. Hún hafði sérstakt yndi af bóklestri, las fjölbreytt- ara lesefni en gerist og gengur, nam af því fróðleik, sem hún miðlaði manni af slíkri þekk- ingu, að undrum sætti. Má ég svo minna á það, hversu hátt hún hélt ætíð á lofti nafni byggðarlagsins okkar, hversu annt hún lét sér um velferð þess, hversu stolt hennar var bundið því að vera Reyð- firðingur. Þá fyrst hitnaði í kol- unum, ef á byggðarlagið var orði hallað, sívakandi í sókn og vörn var hún fyrir Reyðarfjörð. Gott er byggðarlagi að eiga slíka þegna, þar sem trú og trúnaður sitja í fyrirrúmi. Allt eru þetta löngu liðnar rnyndir, sem nú líða um huga minn og fylla hann hljóðri þökk. Erfiðis- kona hefur lokið lífsgöngu sinni, langri og farsælli og aðeins skal tæpt á þvi helzta úr þeirri ævisögu. Björg var fædd 20. júlí 1892 að Víkurgeröi í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Stefanía Björnsdóttir og Bjarni Björnsson frá Löndum í Stöðvarfirði. Björg ólst upp að mestu í Bakkagerði á Stöðvar- firði, en þegar hún hleypir heim- draganum fer hún upp á Jökul- dal og er þar nokkur ár. Þar kynnist hún Benedikt Einars- syni frá Flögu í Skriðdal og þau gifta sig 2. ágúst 1925. Þau eru fyrst á Jökuldal, en síðan eitt ár á Þorvaldsstöðum í Skriðdal, cn flytja síðan til Reyðarfjarðar 1928 og bjuggu þar æ síðan. Ég mat Benedikt mikils sakir greindar og gerhygli, fyrir holl- ráð hans og heilan stuðning alla tíð. Hann var drengur góður sem gott er að minnast. Hann lést árið 1982. Síöustu æviárin dvaldi Björg á elíiheimilinu á Egilsstöðum og átti þar gott atlæti og hélt and- legu atgervi vel. Börn þeirra hjóna eru: Unnur húsmóðir í Reykjavík, hennar maður Guðjón Jónsson form. Málm- og skipasmíðasam- bandsins, Sverrir verkamaður Reyðarfirði, ókvæntur og Ing- ólfur, afgreiðsluntaður Reyðar- firði, hans kona er Ólöf G. Pálsdóttir. Langri lífssögu er nú lokiö. Það slær bjarma á bjarta og ljúfa minning frá liðinni tíð og hugans hlýja þökk fylgir hinztu kveðju. Þökk fyrir samfylgd og samskipti, fyrir trúa fylgd við stefnu félagshyggju og sam- hjálpar, fyrir hcilsteypta skapgerð, heita en sanna í gleði sem sorg. Vær verði henni hvíldin kær, en trú hennar var bundin veröld vors og blóma handan þessa heims. Á því ið- græna eilífðarlandi mun æskan á ný nema land. Þangað fylgja henni hugheilar óskir og kveðj- an kær. Blessuð sé minning Bjargar Bjarnadóttur. Helgi Seljan. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.