NT - 15.03.1985, Page 12

NT - 15.03.1985, Page 12
t Föstudagur 15. mars 1985 12 Spegill________ Simon Le E ■ í>að kostar ekki neitt að láta sig dreyma, eins og kunn- ugt er. Hitt getur aftur á móti ■ „Auðvitað er ég skít- hræddur, alveg eins og það á að vera,“ segir Simon um borð í bátnum sínum. Þar verður hann að hlýða fyrirmælum skipstjórans, rétt eins og aðrir hásetar. orðið dýrara að láta draumana rætast. Pað á hins vegar ekki við Simon Le Bon, í hinni sívinsælu hljómsveit Duran Duran, sem nú orðið veit ekki aura sinna tal. Hann ef nefni- lega í þann veginn að láta draum sinn rætast. Draumur Simons er rándýr, kostar u.þ.b. eina milljón ster- lingspunda. Og hann getur orðið dýrari, því að hann er hreintekki hættulaus. Þaðsem Simon er í þann veginn að hrinda í framkvæmd er þátt- taka í einni hættulegustu kapp- siglingu, sem upp hefur verið fundin. Pessi kappsigling er kölluð Whitbread Round the World og er eins og nafnið bendir til — — Þáttaskil í lífi dægurlagasöngvara - þegar Neil Diamond hneig niður á sviðinu og var fluttur beint á spítala. En ári síðar lék hann í „Jass-söngvaranum“, sem er laugardagsmynd Sjónvarpsins á morgun ■ Tvær ólíkar myndir af Neil Diamond. - Glaður og hress að skemmta áheyrendum, - og svo þreyttur og þjáður af streitu heima, þar sem öll fjölskyldan „þarf helst að stjana við hann“, eins og hann segir í viðtaii. ■ Neil Diamond söngvari er í aðalhlutverki laugardags- myndar Sjónvarpsins -Jass- söngvarans“ 16. mars. Hann hefur árum saman verið þekkt- ur dægurlagasöngvari, en Neil fæddist í New York 24. jan. 1941, svo nú er hann orðinn 44 ára. Það urðu mikil þáttaskil í lífi dægurlagasöngvarans, þegar hann, árið 1979 í San Fran- cisco, hneig niður á sviði í miðri söngskemmtun og var fluttur beint á spítala. Þar kom fram við rannsókn, að hann var með æxli við hrygginn, og læknirinn sagði honum, að það yrði að taka það hið allra fyrsta. Neil vildi reyna að ljúka samningum um skemmtanir næstu vikurnar, og bað um frest. Enginn frestur fékkst og söngvarinn varð að undirgang- ast 12 tíma uppskurð. Það var mikil hætta á lörnun vegna nálægðar æxlisins við mænu, en hægt var að koma í veg fyrir það. Þó segir Neil, að þrátt fyrir þjálfun sé hægri fótur sinn alltaf svolítið tregur til að láta að stjórn. „Flestir þurfa ekki að hugsa um það að taka hvorn fótinn fram fyrir annan, - en það er einmitt það sem ég verð að gera. Ég verð að beita allri athygli að því að ganga eins og venjulegt fólk, - en hvað um það, ég er lánsam- ur að geta þó gengið.“ Það er alltaf uppselt þar sem Neil Diamond kemur fram og plötur hans seljast um allan heim. Mesta salan var í laginu „You Don’t Bring Me Flowers", sem hann söng með Barbra Streisand, en það var í 12 vikur á vinsældalistum. Einnig seldist grimmt plötu-al- búniið „Love at the Greek“, Þrátt fyrir plötusöluna og góðar undirtektir á sviði, þá sækja á söngvarann miklar áhyggjur um að nú sé hann „búinn“ og dottinn út úr skemmtibransanum. En hann er þó sagður einn af þeim „sígildu" og plötur hans seljast stöðugt. Neil segist vera himinlifandi þegar hann sér að sonur hans, sem er 13 ára, hefur mynd af honum uppi á vegg ásamt öðr- um poppurum sem hann hefur dálæti á. „Kannski gerir hann það bara fyrir mig að hafa mynd af mér uppi við, en það hlýjar mér samt um hjartað." Neil segist vera ánægðastur þegar hann getur hvílt sig heima með fjölskyldunni, en hann hefur í 15 ár verið giftur Marciu seinni konu sinni og á tvo syni með henni Jesse, 13 ára og Micah, 6 ára. Einnig á hann tvær uppkomnar dætur frá fyrra hjónabandi. Á síðasta ári fór Neil Dia- mond mikla söngferð um Bretlandseyjar og meginland Evrópu og söng alls staðar fyrir fullu húsi. Myndin sem Sjónvarpið sýn- ir nú, „Jasssöngvarinn" var tekin 1980, sem sagt rúmu ári eftir að söngvarinn varð að gangast undir hinn mikla uppskurð, en hann tók eins stutt veikinda- og endurhæf- ingarfrí og hann komst af með, því að hann segist una svo illa aðgerðarleysi. „Mér finnst gaman að syngja fyrir áheyr- endur, og ég á erfitt njeð að hugsa mér að hætta. Ætli ég hökti ekki inná sviðið þegar ég verð orðinn áttræður? - en ég lofa því að gera mitt besta alla tíð.“

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.