NT - 15.03.1985, Page 19

NT - 15.03.1985, Page 19
(37 Rafveita Hafnartjarðar óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa. Grunnlaun samkv. 16. launaflokki. Umsókn- um um starfið skal skila á sérstökum eyðu- blöðum fyrir 23. mars n.k. til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar. Rafveita Hafnarfjarðar tilkynningar Flutningavagn óskast Óskum eftir að kaupa rlutningavagn (2ja hásinga) sem hægt er að festa á 40 feta gám. Allar nánari upplýsingar gefur Gunnlaugur Ingvarsson, framkvæmdastjóri í síma 97- 8880 og heima 97-8886. Búlandstindur h/f Djúpavogi. Sérleyfisleið laus til umsóknar Sérleyfisleiðin Siglufjörður - Sauðárkrókur - Varmahlíð er laus til umsóknar. Umskóknir skulu sendar Umferðarmáladeild Vatnsmýr- arvegi 10 101 Reykjavík fyrir 25. mars 1985. Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um bifreiðakost umsækjanda. Reykjavík 14. mars 1985 Umferðarmáladeild Oskum eftir trillu á leigu eða kaupleigu. Æskileg stærð 3-8 tonn. Upplýsingar í síma 20485 eða 75208. t Móöir okkar og tengdamóðir Jórunn Ólafsdóttir frá Hamrahól andaðist að heimili sínu Eyjum í Kjós aðfaranótt fimmtudags- ins 14. mars Guðrún Tómasdóttir Magnús Sæmundsson Guðjón Tómasson Margrét Einarsdóttir Útför eiginmanns míns Sigfúsar Davíðssonar frá Læk verður gerð frá Hagakirkju, Holtahreppi, laugardaginn 16. mars kl. 14.00. Rútuferð frá Umferðarmiðstöð kl. 11.00 frá Fossnesti 12.30. Þeir sem vilja minnast hans, láti Sjúkrahús Suðurlands njóta þess. Margrét Eyjólfsdóttir bðrn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, ömmu og langömmu Guðrúnar H. Sæmundsdóttur Sérstakar þakkir eru færðar starfsliöi Hafnarbúða fyrir ein- stæða hjúkrun, alúð og hlýhug. F.h. ættingja Högni Jónsson Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför Sveins Jónssonar leigubílstjóra Ártúni 10, Selfossi. Sérstakar þakkir skulu færðar læknum og öðru starfsfólki á deild A-4 Borgarsjúkrahúsinu. Gestur Jónsson Steinunn Ástgeirsdóttir Sigurjón Jónsson Gerður Guðjónsdóttir Bjarnheiður Ástgeirsdóttir Guðf inna Jónsdóttir Föstudagur 15. mars 1985 19 Utlönd Suður-Afríka: „Hvíti“ minnihlutinn sagður kynblandaður Jóhannesarborg-Reuter ■ Suður - afrískur lærdóms- maður, Hans Heese, hefur skrifað bók þar sem hann sýnir fram á, með því að nota ýmsar heimildir og gömul skjöl, að valdamestu fjölskyldurn'ar í Suður-Afríku eiga sér forfeður frá Afríku eða Asíu sem giftust inn í fjölskyldurnar skömmu eftir landnám Evrópumanna í Suður-Afríku. Bókin, sem heitir Gröp Sond- er Grense (Hópur án landa- mæra), hefur vakið mikla at- hygli í Suður-Afríku. Margir hvítir aðskilnaðarsinnar eru æfir yfir því að í bókinni segir að þeir séu ekki algjörlega „hvítir" heldur í raun og veru kynblend- ingar. Heese heldur því fram að í fyrstu hafi kynþáttamunurinn ekki verið bundinn við litarhátt heldur hafi hann verið menning- arlegur. Konur af asíu og jafn- Metupp- skera í Rúmeníu Vín-Reuter. ■ Rúmenar settu nýtt korn- uppskerumet á seinasta ári. Að sögn Agerpres-fréttastofunnar í Rúmeníu var uppskeran 23,6 milljón tonn sem er rétt rúmlega eitt tonn á hvert mannsbarn í landinu. Uppskeran var samt langt frá því að ná því marki sem stjórn- völd höfðu sett fyrir árið en það var 29 milljón tonn. Þrátt fyrir góða kornuppskeru er stöðugur matvælaskortur í Rúmeníu þar sem stór hluti kornsins er fluttur út til að greiða skuldir ríkisins erlendis. Skortur á ýmiss konar grænmeti er sagður sérstaklega mikill nú á seinustu árum. Grafarastríð í Frakklandi Arcachon, Frakkland-Rcutcr ■ Verðstríð grafara hefur leitt til þess að frönsk fjölskylda hefur neyðst til að grafa sjálf 78 ára ættingja. Grafari undirbauð greftrunarfyrirtæki sem hefur haft einokunaraðstöðu í fjörtíu ár. Franskar sveitarstjórnir hafa rétt til að veita einkarétt til útfara. Þetta hefur orðið til þess að risafyrirtækið Pompes Fune- bres Generales (PFG) hefur einokunaraðstöðu í smáum þorpum og borgum á Frakk- landi. Þegar Alcide Moumont dó 78 ára í útgerðarborginni Arcac- hon bauð grafarinn Michel Lecl- erc jarðaför fyrir aðeins 6500 franka og undirbauð þannig PFG en að sögn fjölskyldunnar er verðið hjá PFG 15000 frankar. Þegar fjölskyldan réði Lecl- erc í starfið tók borgarstjórinn til sinna ráða og bannaði Leclerc að sjá um jarðarförina þar sem hann hefur ekki opinber réttindi til þess. Hann sagði fjölskyld- unni hins vegar að henni væri frjálst að hafna boði PFG en yrði að þá sjálf að sjá um að grafa ættingjann, bera kistuna o.s.frv. Fjölskyldan sá því sjálf urn útför Alcide Maumont. vel afrískum uppruna hafi verið teknar upp í hvítt samfélag. í því sambandi hafi skipt miklu hvort þær hafi tekið kristna trú. Nú hafa nokkrir voldugir Suður-Afríkumenn ákveðið að hindra umjöllun um bókina. Lögfræðingar hafa tilkynnt suðurafríska blaðinu Sunday Times að hætti það ekki að vitna í bókina um forfeður skjólstæðinga sinna muni þeir hefja mál á hendur blaðinu og krefjast 320.000 rand (6-7 millj. ísl. kr.) í skaðabætur. Sunday Times skýrði frá þessu í forsíðufrétt nú fyrir helgina og ritstjóri blaðsins, Tertius Myburgh, sagðist búast við því að blaðinu gæfust tæki- færitilað viitnaoftaríbókina. Lest án lestarstjóra ■ Eftir umfangsmiklar tilraunir og rannsóknir hafa yfirvöld í Vestur-Berlín ákveðið að taka þessa lestarstjóralausu lest í notkun árið 1987 í tilefni af því að þá verða liðin 750 ár frá stofnun borgarinnar. Engir starfsmenn verða um borð í lestinni sem er algjörlega sjálfvirk. Hún verður fyrst um sinn notuð á einnar mílu löngum spotta (1,6 km) á milli Gleisdreieck-stöðvarinnar og Fílharmóníulistamiðstöðvarinnar. Heilögum kletti skilað til upphaflegra eigenda Yulara-Rcutcr ■ Áströlsk stjórnvöld hafa nú náð samkomulagi við frum- byggja um að skila frum- byggjunum aftur Ayer-kletti sem er eitt helgasta svæði þeirra. Aycr-kletturinn er 9,7 kílb- metra að ummáli og á honum eru meira en tuttugu heilagir staðir þar sem frumbyggjar framkvæma ákveðnar mikilvæg- ar helgiathafnir. Kletturinn er mjög vinsæll ferðamannastað- ur. Samkvæmt samkomulaginu, sem verður undirritað í júní, fær Pitjantjatjara-ættbálkurinn eignarrétt á klettinum og þjóð- garðinum í kringum hann. Ríkisstjórnin mun leigja klett- inn til 99 ára og greiða árlega 75.000 ástralska dollara til Pitj- antjatjara-ættbálksins auk tekna af ferðamönnum. Engin námuvinnsla verður leyfð á svæðinu. Frumbyggjar eru um eitt prósent af áströlsku þjóðinni sem nú er um 14,5 milljónir. Við sérstakt manntal árið 1981 töldust þeir vera samtals 144.665.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.