NT - 17.03.1985, Page 7
7
Sunnudagur 17. mars 1985 ■
\ LlL
M Best að fara varlega þegar leigubOstjórar, sem eru meðlimir
i Frama eru annars vegar. Honum þótti ekkert athugavert við
heimatilbúinn gjaldmiðilinn og ekki kom til neinna átaka.
um tilvikum að leiðrétta
glæpinn. Margir vildu hreint
og beint ekki trúa því að
peningarnir væru falsaðir. „Ég
trúi ekki, að þetta sé ekta
falsaður fimmhundruðkall,"
eins og ein afgreiðslustúlka
komst svo hnyttilega að orði.
*
Islendingar
grandalausir
Þegar heimatilbúnu seðlarn-
ir eru bornir saman við ekta
innflutta bankóseðla kemur
auðvitað strax í ljós hvað er
ekta og hvað er falsaður seðill.
Erfitt er að komast yfir pappír
sem er svipaður og í ekta
seðlum og í þeinr eru alls kyns
V Ekta rannsóknarblaða-
maður í baráttu við hið illa.
Jafnvel Óli blaðsali gekk í
gildruna og skipti peningunum
eins og ekkert væri og er hann
nú ýmsu vanur.
merki og fiff sem erfitt er að
falsa.
Það sem tilraun okkar leiddi
hins vegar í Ijós er að íslend-
ingar eru grandalausir fyrir
svindli af þessu tagi og ísland
því gósenland fyrir þá sem
virða lögin að vettugi á þennan
hátt. Nýju ljósritunarvélarnar
gera síðan málið töluvert ein-
faldara fyrir hina framtaks-
sömu.
Tólf ára
fangelsi
Þó að hugtök eins og einka-
framtak og afnám ríkisafskipta
séu mikið í tísku á íslandi á
þessum síðustu og verstu tím-
um er álitamál hvort slíkt
ætti einnig að gilda um heimil-
isiðnað af þessu tagi. Sam-
kvæmt almennum hegningar-
lögum eru viðurlög við peninga-
fölsun allt að tólf ára fangelsi
og minnst þrjátíu daga fang-
elsi, hversu lítið sem brotið er.
Það runnu einnig tvær grím-
ur á okkur Helgarblaðsmenn
þegar við fórum að glugga í
hegningarlögin og komumst að
því, að það eitt að ljósrita
peninga er lögbrot. Samkvæmt
150. grein hegningarlaganna,
skal hver sem falsar peninga í
því skyni að koma þeim í
umferð, sæta allt að tólf ára
fangelsi.
Glæpurinn hafði því þegar
verið drýgður, eða hvað. Það
eina sem hægt var að hugga sig
við var að íslensku viðurlögin
voru þó töluvert mildari en
sambærileg lög í Englandi á
dögum Hinriks áttunda. í þá
daga voru peningafalsarar
soðnir í olíu ef upp komst.
Gamalt máltæki segir að
hollur sé heimafenginn baggi
en ekki er víst að slík speki eigi
við í öllum tilvikum. Dag-
launamaðurinn, söguhetja
okkar, hafði að vísu látið
drauminn um auðinn rætast þó
ekki væri nema part úr degi.
Hann hafði fengið að sjá inn í
dýrðarríki peninganna þar sem
baðherbergisflísar og sólar-
landaferðir eru daglegt brauð.
En þar sem ljósið er skærast
er skugginn dekkstur. Rétt í
þann mund sem dyr peninga-
sælunnar voru að opnast,
hrönnuðust éljabakkar hinnar
vondu samvisicu upp á himin-
inn. Draumurinn breyttist
skyndilega í hrollkaldan veru-
leikann þar sem hver og einn
verður að strita fyrir brauði
sínu og baðherbergisflísum.
Og þó að Ijósritunarvélar
geti nú ljósritað í litum regn-
bogans þá halda ekta peningar
áfram að vera ekta peningar
og glæpurinn er eins og áður
aðeins valkostur.
JÁÞ.
V Okkar maður kominn með peningabúntið í Landsbankann. Gjaldkerinn átti sér einskis ills von
enda framleiðslan pottþétt.
þá að fá að prófa gripinn.
Þegar búið var að stilla litinn
rétt, gekk þetta eins og í lyga-
sögu. Stórar litfagrar arkir
streymdu úr vélinni og þá var
ekki annað en að klippa og
skera og peningaseðlarnir
hrúguðust upp. Framleiðslan
var hafin.
Það þarf varla að taka það
fram að hér er um kolólöglegt
athæfi að ræða en hvað gera
menn ekki þegar blessaðir pen-
ingarnir eru annars vegar?
Óneitanlega skaut ýmsum
hugmyndum upp í koll blm.
þar sem hann sat við vélina og
búntin stækkuðu og stækkuðu.
Af hverju ekki að nota nú
tækifærið og skella sér til
Mallorca eða Bíbí og Jóni, já
eða slá til og kaupa loksins
flísar á baðherbergisgólfið?
A meðan suðaði notalega í
Ijósritunarvélinni var auðvelt
að láta hugann reika. Auðvitað
mundi maður fata sig sæmilega
upp og borga svo af húsnæðis-
málastjórnarláninu og stækka
jafnvel við sig með vorinu. Það
væri kannski of gróft að kaupa
einbýlishús strax. Byrja bara á
raðhúsi til að vekja ekki grun-
semdir. Það vantaði ekki hug-
myndirnar. Auðvitað yrði
maður að byrja á því að fá sér
svona vél, hún fengist með
afborgunum eins og hvað
annað.
. F ramleiðslan
gjaldgeng
Það er óþarfi að taka það
fram að það var setið langt
fram eftir kvöldi og vélin látin
ganga „nonstopp" eins og það
heitir. Hér var loksins komin
næturvinna sem er almenni-
lega launuð.
Nú er það svo að peningar
eru einskis virði eins og allir
vita, nema hægt sé að eyða
þeim. Það varð því að gera
prufu á því hvort framleiðslan
væri ekki gjaldgeng. úti á hin-
um frjálsa markaði, ef svo má
að orðum komast.
í bítið næsta morgun fór
undirritaður svo á stúfana með
þykkt seðalbúnt upp á frakka-
vasann. Það var þægileg til-
finning að strjúka rökum
lófanum um búntið. Nú skyldi
á það reyna hvort heimatilbún-
ir peningar væru ekki alveg
eins gjaldgengir eins og inn-
fluttir seðlar.
Og viti menn, einnig það
gekk eins og í sögu.
Það kann að líta smáborg-
aralega út en það fyrsta sem
blm. datt í hug að kaupa var
eitt af þessum nýbökuðu vínar-
brauðum, sem seld eru úr
vögnunum á Lækjartorgi. Af-
greiðslustúlkan brosti meira að
segja þegar hún tók við fimm-
hundruð króna seðlinum og
gaf til baka í alvöru hundrað-
köllum. Hinn langþráði
draumur var að rætast. Én þá
skeði það.
Það var engu líkara en fyrsti
munnbitinn stæði fastur í háls-
inum. Bragðið af volgu glass-
úrinu varð beiskt og hóstinn
sem fylgdi strax á eftir ætlaði
engan endi að taka. Forherð-
ingin stóð föst í hálsi útsendara
Helgarblaðsins. Glæpnum var
ekki hægt að kyngja.
Runnið
á rassiun
Stúlkan fékk aftur það sem
hún hafði gefið til baka, auk
andvirðis vínarbrauðsins í al-
vöru peningum. Falsaða seðl-
inum var stungið hratt niður í
vasann og blm. flýtti sér í
burtu. Það var engu líkara en-
hálf étið vínarbrauðið, sem lá
á götunni, glotti hæðnislega.
Til að bjarga andlitinu og
öðlast aftur sjálfsvirðinguna,
hófst nú baráttan fyrir réttlæt-
inu.
Til að gera langa sögu stutta
fór undirritaður í banka, versl-
anir og til Óla blaðasala sem er
öllu vanur og alls staðar var
tekið við hinum fölsuðu
seðlum. Auðvitað voru málin
leiðrétt strax og sýnt þótti að
hægt var að nota „peningana.“
Jafnvel harðsvíruðustu við-
skiptajöfrar, eins og náunginn
í sjoppunni, sem ég er vanur
að versla við, var algjörlega
grunlaus þegar hann smellti
glóðvolgum heimatilbúnum
seðli í kassann hjá sér og rétti
mér sígaretturnar og rússnesk-
ar eldspýtur, ásamt afgangin-
um til baka. Það tók meira að
segja langar útskýringar í sum-
* Kræm dös not pei. Viðurlög við peningafölsun eru tólfár á Litla-Hrauni í Ölfusi. Þó skárra en
i Englandi á dögum Hinriks áttunda þegar falsarar voru steiktir í otíu.