NT - 23.03.1985, Side 13

NT - 23.03.1985, Side 13
Laugardagur 23. mars 1985 Nýr taktui mul sveifl 13 Hagen, og þótt röddin sé mikil þarf ögun einnig. Næstu lög voru í sama þung- lyndislega ragnarakastílnuni, bara heitin á þeim fylltu mann leiða, Tóm og Daginn eftir. - Þungt, þungt og ekki spenn- andi. Það sama verður að segj- ast um sviðsframkomuna. Hún var öll slitrótt og óhnitmiðuð. Svona lagað „peppar ekki upp“ liðið sem er kornið til þess að hlusta. Á köflum í seinni hluta prógrammsins náði þó Dá-sveitin sér á strik og brá fyrir skemmtilcgum tilþrifum, jafnvel lífi. Það mætti vera meira af slíku, því hljóðfæra- leikararnir spila þétt og ná nokkuð vel saman, sérstaklega var gítarleikarinn með góða takta að öðrum ólöstuðum. Oxsmá, nýkomnir úr hljóm- leikaferð til Hollands, og ísa- fjarðar, með sjötta meðliminn í farteskinu, Jón Steinþórsson standbassaleikara, kom, sá og sigraði í Safarí þetta kvöld og lét sig hverfa aftur áður en áheyrendur vissu hvaðan á þá stóð veðrið. Tóku liðið með áhlaupi Þarna eru á ferðinni sex hressir piltar sem vita hvað „Showbiz" er og kunna á sitt públikum. Gítarleikararnir, Hrafnkell og Axel, í fremstu víglínu, Óskar „saxi“ Jónasson á miðjunni, með hring á hverj- um fingri, og Hörður orgelleik- ari, Jón bassi og Kormákur trommari fylgja þeim þétt eftir. Allir syngja þeir af lífi og sál en Hrafnkell titlaðursöngv- ari. Það var keyrsla frá fyrstu stundu, lögin hrá og rífandi, og Safarí iðaði af lífi sem ekki hafði sést fyrr um kvöldið. Apes var eitt lagið, rífandi saxariff, orgel og gítarar í skemmtilegum ærslum. Áheyrendur sannarlega með á nótunum. söngurinn um Dokt- or Rumpo ögn dempaðri en samt fylgt fast eftir þeirri nótu sem slegin var í upphafi og hvergi gefið eftir. Hver taug áheyrenda var þanin, þetta var eitthvað nýtt, frumlegt, og ekki síst, helvíti skemmtilegt! Rip, Rap, Rup, síðasta lagið um þá félaga í Andeby með grípandi stefi, allir með á nót- unum og Ijósin fóru hamför- um. Svo var allt búið og gestum tilkynnt að hljómsveitin Oxsmá hefði yfirgefið húsið! Beðið eftir Hvíta úlfinum Svona á að gera hlutina og allir gátu farið ánægðir heim þótt franski úlfurinn hefði ekki sýnt sig á svæðinu. „Við urðum bara að bjarga þessu“, sagði Óskar Jónasson eftir leikinn. En vonandi verður af því fyrr en seinna að Etron Fou Le- loublan komi til landsins og á meðan geta menn bara æft sig heima í að spangóla - á frönsku! ■ Jóhanna Steinunn, söng- kona Dá. Texti: áþj. Myndir: Ari Sigtryggur bakkaði skemmti- lega upp með „munnspili". Síðasta lagið fjallaði um elsk- huga Evu og hendur hans. Dágóð ■ tilþrif annað slagið Hljómsveitin Dá, með söng- konuna Jóhönnu Hjálmtýs- dóttur í fylkingarbrjósti, átti næsta leik og komst dável frá sínu, sérstaklega undir lokin. Berlín, hét fyrsta lag þeirra, orðið ársgamalt eða meira og verið á prógramminu frá upp- hafi. Nafnið gefur vísbendingu um hvert sveitin sækir fyrir- mynd sína í tónlistinni, en úr þessu varð aldrei neitt meira en léleg þýsk stæling. Það fara ekki allir í skóna hennar Nínu ■ Oxsmá átti leikinn. ■ Framlínumennirnir í Oxsmá, Axel og Hrafnkell. Hvíti úlfurinn fjarri góðu gamni í Safan': Spangólað upp á íslensku! ■ Vammlaust kvöld í Safarí á fimmtudagskvöldið, þrátt fyrir að „Hvíti úlfurinn" frá Frans hafi ekki mætt á staðinn. Opinber söguskýring ku vera sú að hljómleikaferð þeirra til USA hafi farið í vaskinn, en þegar búið var að redda flug- síður, tók trommarinn upp á því að veikjast á flugvellinum í Lux . Vont mál, en aðstandandi tónleikanna, Grammið, lét þetta ekki á sig fá og tii tónleik- anna var efnt með tilstuðlan íslenskra krafta. Dúettinn Björk & Sigtrygg- með skemmtilegu samspili ásláttar, raddar og hljóðgervla. Þeim til aðstoðar í einu lagi var Abdul Dhour á bongo- trommur. Björk hefur sterka og blæbrigðaríka rödd og skemmtilega sviðsframkomu. Hún söng og talaði um lífið í ænskt popp i Broadway i því hún gæfl af sér bæði „peninga og píur“ sótti i sér hafði hann nokkra af helstu poppurum Svía, það gott en tónlist hans er melodískt popp og NT-raynd: Ari Við viljum vekja athygli ykkar á hinni nýju og afkastamiklu Fíat-Allis FD-7 jarðýtu. * Vélin er með vökvastýrðri tönn á aiia vegu. * 82 hestafla vél. * ,,Full power shift". * Vegur aðeins 8.300 kg án riftannar. * Fullkomin hljóðeinangrun úti og inni * Afar hagstætt verð. * Fullkomin þjónusta. Yækjasalan hf Vinsamlegast hringið og fáið nánari upplýsingar. Munið að við erum aldrei lengra frá yður en næsta símtæki. Athugið: Getum einnig boðið lítið notaðar Fíat-Allis vélar ó hagstœðu verði með takmarkaðri óbyrgð tækiítaktviótímann FlFUHVAMMI KÓpavogi ‘S 91-46577 Ræktunarsambönd Verktakar

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.