NT - 27.03.1985, Side 5
%
V
Vinnumiðlun
■ Stefán Valgeirsson
hefur lagt fram breytingar-
tillögu við frumvarp til
laga um vinnumiðlun þar
sem lagt er til að hverju
sveitarfélagi, sem er með
500 íbúa eða fleiri, sé skylt
að annast vinnumiðlun
samkvæmt lögunum og
reglugerð settri samkvæmt
þeim en öll sveitarfélög
skuli hafa atvinnuleysis-
skráningu með höndum. I
kaupstöðum með fleiri en
10 þúsund íbúa skuli starfa
sérstakar vinnumiðlunar-
skrifstofur, reknar af hlut-
aðeigandi sveitarfélagi, en
aðrir kaupstaðir og kaup-
túnahreppar með 1000
íbúa eða fleiri geti falið
sérstökum deildum eða
starfsmanni að annast
vinnumiðlun. Sveitarfélög
með færri en 1000 íbúa
geta falið oddvita sínum
eða sveitarstjóra að annast
vinnumiðlun og atvinnu-
leysisskráningu.
Vandi sjávarútvegsins
Meiri hluti atvinnu-
málanefndar hefur sent frá
sér nefndarálit vegna til-
lögu til þingsályktunar um
kosningu nefndar vegna
rekstrarvanda í íslenskum
sjávarútvegi, þar sem
kemur fram að rætt hafi
verið við flesta hagsmuna-
aðila og umsagnir þeirra
fengnar. Pótt flestar um-
sagnirnar hvetji til að-
gerða af hálfu stjórnvalda
til að bæta hag sjávarút-
vegsins er það ljóst, segir
í nefndarálitinu, að niður-
stöður liggja fyrir um
mörg þau atriði sem lagt
er til í tillögunni að athug-
uð séu. Bent er á að ríkis-
stjórnin hafi vanda sjávar-
útvegsins til athugunar og
meðferðar og hafi reyndar
þegar, frá því tillagan var
flutt, gert ráðstafanir í
þágu hans. Því leggur
meirihlutinn til að tillög-
unni verði vísað til ríkis-
stjórnarinnar.
Húsnæðis- og
byggingarmái
Lögð hefur verið fram í
sameinuðu þingi tillaga til
þingsályktunar um upplýs-
ingamiðlun um húsnæðis-
og byggingarmál. Flutn-
ingsmenn eru Guðmundur
Einarsson, Eiður Guðna-
son, Davíð.Aðalsteinsson,
Sigríður Þorvaldsdóttir,
Geir Gunnarsson og Birg-
ir ísleifur Gunnarsson.
Tillaga þessi var flutt á
síðasta þingi en hlaut þá
ekki fullnaðarafgreiðslu
en í greinargerð með
henni er sagt að eitt af
einkennum nútímans sé
hið mikla magn upplýs-
inga sem til sé á flestum
sviðum. Er því lagt til að
skipuð verði sjö manna
nefnd til að efla upplýs-
ingamiðlun með útgáfu
handbóka, námskeiða-
haldi, uppbyggingu tölvu-
tækra gagna og öðrum að-
ferðum sem hentugar
þykja og er lagt til að
verkið njóti stuðnings úr
ríkissjóði í þrjú ár.
Bræður á þingi
Páll Dagbjartsson,
bróðir Björns Dagbjarts-
sonar, tók sæti Pálma
Jónssonar á þingi á mánu-
daginn þar sem Pálmi er
erlendis í opinberum er-
indagjörðum. Páll er
skólastjóri í Varmahlíð í
Skagafirði.
Miðvikudagur 27. mars 1985 5
Rannsókn Flugslysanefndar á þyrluslysinu í Jökulfjörðum lokið:
Rennihurð hefur líklega
rekist í skrúfublöðin
■ F.v. Karl Eiríksson, Birgi'r Guðjónsson og Skúli J. Sigurðsson kynna niðurstöður rannsóknarinnar
á flugslysinu þegar þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Rán, fórst í Jökulfjörðum 1983.
■ Flugslysanefnd og Flug-
málastjórn hafa lokið sameigin-
legri skýrslu um rannsókn flug-
slyssins í Jökulfjörðum 8. nóv.
1983, þegar TF-Rán, þyrla
Landhelgisgæslunnar fórst þar í
æfíngaflugi. Rannsóknin var
mjög yfirgripsmikil og voru
margar tilgátur sem fram komu
kannaðar ýtarlega í samvinnu
við National Transportation
Safety Board en það er ríkis-
stofnun sem kannar öll alvarleg j
slys.
Niðurstaða skýrslunnar er sú
að ekki séu fyrir hendi nægar
sannanir til þess að unnt sé að
ákveða með fullri vissu hver
hafi verið orsök slyssins, en
miklar líkur séu á, að rennihurð
á hægri hlið þyrlunnar hafi opn-
ast og losnað að neðanverðu
með þeim afleiðingum að hún
hafi sveiflast upp í aðalþyrilinn
og skemmt þyrilblöðin svo
mikið að litlir möguleikar hafi
verið á að stjórna þyrlunni.
Líklegt er talið að flugmennirnir
hafi orðið að stöðva framskrið
þyrlunnar tafarlaust og nauð-
lenda henni en það er gert m.a.
með því að reisa nef hennar
skyndilega. Vegna titrings og
hve hröð atburðarásin var, en
talið er að innan við mínúta hafi
liðið frá flugtaki og þar til
þyrlan var horfin, hafi flugmenn
ekki náð til viðbúnaðrrofans
fyrir neyðarflot hennar og hún
því sokkið samstundis.
f skýrslunni kemur fram að
líkur bendi til þess að renni-
brautin, sem hurðin gekk eftir,
hafi verið gölluð þar sem ekki
sjást merki eftir 8 af 12 stálkúl-
um sem eiga að gefa henni
styrk. Ekkert kom fram sem
benti til þess að rennibrautin
hafi verið tekin í sundur eftir að
þyrlan kom hingað til lands.
Hurðin, sem er tæplega 30 kg
og flýtur ekki hefur ekki fundist
þrátt fyrir mikla leit, en
skemmdir á hreyfilhlífunum,
skrokknum sjálfum og á vindu-
gálga fyrir ofan dyrnar koma
heim og saman við stærð og
lögun hurðarinnar og útreikn-
aðan feril hennar.
Þyrlan var tilltölulega lítið
skemmd eftir að lenda á sjónum
og engir áverkar voru á flugvirkj-
unum tveimur sem fundust.
Þetta þykir benda til þess að
þyrlunni hafi verið flogið undir
stjórn, en hún ekki lent harka-
lega í sjónum. Einnig er tekið
fram að ytri aðstæður s.s. nátt-
myrkur, og dökkt umhverfi,
vindhvörf í firðinum og langur
vinnudagur flugliðanna hafi gert
þeim erfiðara að bregðast við
skyndilegum og óvæntum
vanda.
Þá er þess getið að ýmsu hafi
verið ábótavant í þyrlurekstri
Landhelgisgæslunar og eru
gerðar tillögur til úrbóta í ör-
yggisátt. Tillögur þessar varða
m.a. flugrekstur Landhelgis-
gæslunnar og tæknileg atriði
sem snerta þyrlur af gerðinni
S-76A.
Hjálparsveit skáta
í Reykjavík fær gjöf:
Fengu tölvu,
prentara og
hugbúnað
■ HjálparsveitskátaíReykja-
vík eignaðist á dögunum full-
komna tölvu og prentara sem
er gjöf frá fyrirtækinu Gísli J.
Johnsen. Einnig gaf íslensk
forritaþróun sf. sveitinni hug-
búnað til að nota með þessu
hjálpargagni.
■ Frá afltendingu gjafanna:
Vigfús Pálsson, Jón Baldursson
sveitarforingi, Vilhjálmur Þor-
steinsson frá Islenskri forritaþró-
un sf. og Gunnar Ólafsson og
Erlingur Ásgeirsson frá Gísla J.
Johnsen.
Norræni iðnþróunarsjóðurinn fyrir ísland:
Lánskjörunum
verði breytt
- stjórn FÍI skal beita sér fyrir því
■ Stjórn Félags íslenskra
iðnrekenda hefur verið falið
að beita sér fyrir því að láns-
kjörum úr Norræna iðnþróun-
arsjóðnum fyrir Island verði
breytt á þann hátt, að þau
verði ekki miðuð við gengi
dollarans.
Tillaga þess efnis var sam-
þykkt samhljóða á 51. ársþingi
FÍI á föstudag. Flutningsmað-
ur tillögunnar benti á, að
skuldir hitaveitu Akraness,
eftir 4 ára starfrækslu, væru
500 milljónum krónum hærri
en þær myndu vera, ef lán
fyrirtækisins hefðu verið bund-
in lánskjaravísitölu, en ekki
Bandaríkjadal.
Eurocard með
öryggiskort
■ Kreditkort sf. býður nú
Eurocard korthöfum aðgang
að þjónustu alþjóðlegs að-
stoðarfyrirtækis, GESA. Ör-
yggiskortið veitir korthöfum
rétt til að kalla á aðstoð
GESA, ef óvænt óhöpp eða
fjárútlát henda þá á ferða-
lagi utan íslands.
Aðstoðin er aðallega fólg-
in í því að útvega lækn-
ishjálp, en greiðir ekki
læknis- og sjúkrakostnað. Þá
gefur GESA ráð símleiðis ef
vanda ber að höndum og
veitir tímabundið peninga-
lán til greiðslu sjúkra- eða
lögfræðikostnaðar. Einnig
annast það og greiðir fyrir
sjúkraflutningum, flutningi
vandamanna, og flutningi
heim ef korthafi lætur lífið
erlendis.
Gildi þessara öryggiskorta
er háð því að Eurocard kred-
itkort handhafans sé í gildi.
Auk öryggiskortsins geta
Eurocard korthafar einnig
fengið slysaábyrgð ferða-
langa. Slysaábyrgðin bætir
afleiðingar af slysi sem bóta-
þegi verður fyrir sem farþegi
í almenningsfarartæki eða bíl
frá bílaleigu.
Lestunar-
áætlun
Hull/Goole:
Dísarfell . 8/4
Dísarfell 22/4
Dísarfell . 6/5
Dísarfell 20/5
Rotterdam:
Dísarfell . 9/4
Dísarfell 23/4
Dísarfell . 7/5
' Dísarfell 21/5
Antwerpen:
Dísarfell 10/4
Dísarfell 24/4
Dísarfell . 8/5
Dísarfell 22/5
Hamborg:
Dísarfell 29/3
Dísarfell 12/4
Dísarfell 26/4
Dísarfell 10/5
Dísarfell 24/5
Helsinki/Turku:
Arnarfell . 9/4
Hvassafell 22/4
Oslo:
Hvassafell . 1/4
Mælifell 17/4
Falkenberg:
Arnarfell 26/4
Larvik:
Jan . 4/4
Jan 15/4
Jan 29/4
Jan 13/5
Gautaborg:
Jan . 3/4
Jan 16/4
Jan 30/4
Jan 14/5
Kaupmannahöfn:
Jan . 2/4
Jan 17/4
Jan . 1/5
Jan 15/5
Svendborg:
Jan . 1/4
Jan 18/4
Jan . 2/5.
Jan 16/5
Aarhus:
Jan . 1/4
Jan
Jan
Jan
18/4
. 2/5
16/5
Gloucester, Mass.:
Jökulfell............. 13/4
Halifax, Canada:
Jökulfell.............14/4
m
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth 180 121 Reyk)avik
Simi 28200 Telex 2101
Lyt sem hafa áhrif á athyglisgáfu
og viðbragðsflýti eru merkt með
RAUÐUM VIÐVÖRUNAR-
ÞRÍHYRNINGI
II^eww,