NT


NT - 27.03.1985, Side 7

NT - 27.03.1985, Side 7
 Mörgum góðum manni er farið að ofbjóða þessi leiksýn- ing. Hætt er við að hún endi með meiri ósköpum fyrir sjálfa okkur og aðra en hægt er að ímynda sér. Við þau leikslok væri örlítil huggun að hafa þó ekki tekið þátt í leiknum, eða jafnvel reynt að afstýra honum. Okkar ágæti utanríkisráð- herra getur hæglega leikið ann- að hlutverk en hann nú gerir. Tel ég reyndar að til þess sé hann flestum hæfari. Fáir menn í hans stöðu hafa þrátt fyrir allt svo hreinan skjöld og svo góða aðstöðu til að benda á flís í annarra auga en hann. Með það í huga, að á íslandi hafi allir (a.m.k. ennþá) sæmi- lega í sig og á, gæti hann afþakkað kurteislega að taka við ratsjárstöðvunum og bent Bandaríkjaforseta á það, að beinna lægi við að sjá þeim þrjátíu milljónum atvinnuleys- ingja og flækinga farborða, sem samkvæmt nýlegum frétt- um lifa á sultarmörkum í Bandaríkjunum, heldur en að leggja í dýrar fjárfestingar á íslenskum annesjum í þágu dauðans. Með það í huga, að á Islandi er enginn settur á hæli fyrir vondar skoðanir, getur utan- ríkisráðherrann okkar borið höfuðið hærra en flestir erlend- ir starfsbræður hans og beitt sér fyrir því á alþjóðavettvangi að kjarnorkuvopn verði af- numin. Á sínum tíma fengu íslensk- ir ráðamenn, en í þeirra hópi var einmitt Geir Hallgrímsson, framgengt réttlætiskröfum smá-i þjóðar gegn ofstopa voldugra stórþjóða, og er þar átt við fiskveiðideilur við Breta og Þjóðverja. Með það í huga getur utanríkisráðherrann okkar barist djarflega fyrir því, að þjóðir heims beiti kjarn- orkuveldin refsiaðgerðum til þess að þvinga þau frá hel- stefnu sinni. Fordæmi þess eru til dæmis aðgerðir sem Suður- Afríka .verður að sæta vegna ógeðslegra laga um kynþátta- misrétti. Með stöðugri við- leitni bestu manna verður vart öðru trúað en hinn breiði fjöldi rísi upp og hristi af sér þau dauðatök, sem hið alþjóðlega vígbúnaðarauðvald hefur á heimsbyggðinni. Aðalatriðið er að fljóta ekki sofandi að feigðarósi. í mars 1985 Olafur Kristjánsson, bóndi Geirakoti, Sandvíkurhreppi Guðmundur P. Valgeirsson: Vantar fólk trúðleikara ■ Laugardaginn 9. mars skrifar Baldur Kristjánsson grein í NT um stjórnmálaflokka þjóðarinnar og framtíðarhorf- ur þeirra. Greinin er um margt athyglisverð. Þar koma fram viðhorf sem almenningur hefur líklega ekki áttað sig á þó mörg teikn í þá átt hafi verið á lofti. Baldur vekur athygli á því að gömlu stjórnmálaflokkarnir standi nú höllum fæti gagnvart kjósendum, allir nema Al- þýðuflokkurinn, nú á síð- ustu vikum og mánuðum. Tel- ur hann mestar líkur á að Framsóknarflokkurinn þurrkist því sem næst út í næstu kosn- ingum. Pví valdi meðal annars tengsl hans við bændur og að hann hafi „lagst gegn því að bændur yrðu aflífaðir á einu Þetta vill fólkið sjá og heyra. Það er orðið svo vant skrípalátum fjölmiðl- anna og skemmtiiðnaðarins að það gáir ekki annars. Skynsamleg um- ræða og rök skipta það litlu máli. bretti, líkt og gerist með rollur á riðusvæðum“ - Ja! Ljótt er það, að flokkurinn skuli hafa flækt sig í þeim fjanda! - Og manni skilst, að flokkurinn verði að losa sig undan því ámæli, ef hann vilji ekki láta kasta á sig rekunum. Sjálf- stæðisflokkurinn dæmdur í for- ustukreppu næstu árin og Al- þýðubandalagið standi eins og steingerfingur í marxískum kenningum um alheimsbylt- ingu. Þó kemst hann að þeirri. niðurstöðu, að Framsóknar- flokkurinn hafi raunverulega það til að bera, sem stjórn- málaflokkur þarf til að valda hlutverki sínu og vinna að alhliða heill þjóðarinnar og honum sé best „treystandi til að halda í velferðarsamfélagið án þess að missa allt út í kaldar krumlur ríkisafskipta." - En það nægir ekki. - Slíkt nær ekki augum, eyrum eða hugs- un fólks. - Hvað þarf þá til? - Baldur veltir því fyrir sér, og kemst óbeint að niðurstöðu. Öllum er Ijóst hversu háan byr Alþýðuflokkurinn siglir nú undir forustu nýs formanns. - Hvað hefur gerst? - Ekki hefur stefna Alþýðuflokksins breyst svo mjög frá því sem var fyrir fáum vikum þegar flokkurinn var við það að sálast úr mál- efnafátækt, þó nóg væri moðið að það ráði úrslitum. - Pað sem hefur gerst, er að fram á sviðið hafa þeir teflt trúði, sem í oflæti sínu lætur allskyns skrípalátum og skemmtir fólki úti um allt land með látum sínum. Allt hans tal og læti eru loftbólur, sem eiga eftir að springa eftirminnilega við minnstu raunhæfu snertingu. En það skiptir ekki máli. - Þetta vill fólkið sjá og heyra. Það er orðið svo vant skrípalát- um fjölmiðlanna og skemmti- iðnaðarins að það gáir ekki annars. Skynsamleg rök og umræða skiptir það litlu eða engu máli. Slíkt fer fyrir ofan garð og neðan og er látið sem vind um eyrun þjóta af stórum hluta fólks og þá einkum yngri kynslóðarinnar. Þarna er kannski áfengis- og bjórþorst- inn einn anginn af. Pað er harður dómur um menningu þjóðarinnar og árangur af löngum skólasetum og „lær- dómi“. - Eru það læti á borð við þau, sem Jón Baldvin hefur í frammi er vantar til að ná athygli og fylgi fólks? - Niður- stöður af vangaveltum Baldurs benda til þess að svo sé. Víst er að horfur Framsókn- arflokksins eru ekki góðar í því trúðleika andrúmslofti sem nú ræður ríkjum í íslenskum stjórnmálum og lífsviðhorfum. En hver mælir með því að flokkurinn fari að fordæmi Al- þýöuflokksins í þessurn efnum? - Ekki mæli ég með því að flokkurinn taki upp þá háttu. Enn um sinn verður að freista þess að heilbrigð dóm- greind manna ráði meiru um viðhorf manna um stefnur og stjórnmálaviðhorf en lýð- skrum og trúðleikar. Það mun farsælast til árangurs, þegar blöðrurnar eru sprungnar. En þess þurfa framsóknarmenn vel að gæta, að sofna ekki á verðinum undir þeim skrípa- látum sem nú eru leikin á mörgum sviðum. - Hitt er svo annað mál, hvort Framsókn- arflokkurinn hefur farið rétta leið með því að leggja niður málgagn sitt og láta þeim mönnum eftir túlkun mála sinna, sem ekki vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. - Með því hefur flokkurinn orð- ið eins og vopnlaus maður í viðureign vopnaðra óvina. Þess hefur hann m.a. goldið, - þar þarf að ráða bót á. - Velferð þjóðarinnar í nútíð og framtíð er undir því komin að hugsjón og stefna Framsóknar- flokksins aukist fylgi í stað þess að minnka eins og kann- anir hafa sýnt að undanförnu. Að því þurfa hugsandi menn að vinna. Bæ, 14. mars 1985 Guðmundur P. Valgeirsson lýðræðissinnaða hluta verka- mannastéttarinnar). Þar virð- ist höfðað til allra þjóðfélags- hópa jafnt. Kvennalistinn er hins vegar hreinræktaður hags- munaflokkur, það hreinrækt- aður að þar fá engir að fara í framboð nema þeir tilheyri hagsmunahópnum. Framsókn- arflokkurinn reynir eins og fyrr segir, að höfða til þjóðarinnar allrar, þó leynist ekki að hann sækir uppruna sinn í bænda- stétt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðustu misserum verið að færast frá því að vera flokk- ur þjóðarinnar allrar. Innan hans hafa vaðið uppi sögulaus- ir menn sem halda eða virðast halda að algjört frelsi á öllum sviðum leiði að lokum til hins fullkomna samfélags. Virðist sem flokkurinn hafi goldið þess, öðrum flokkum fremur að hafa innan sinna vébanda fólk sem aldrei hefur neitt þurft fyrir lífinu að hafa, bleiubörn velferðarsamfé- lagsins, eins og Jón Óttar Ragnarsson kallar þau. Hefur flokkurinn orðið fyrir því óláni að missa þessi börn upp í hæstu hæðir, og setur það mark sitt á starf flokksins. Það er ekki eins áberandi í fari hans og áður að hann gæti hags- muna allra stétta, hefur nú meiri frj álshyggj usvip en oftast áður og missir nú í mikium mæli tiltrú t.d. launafólks. Einn- ig hlýtur hann að missa fylgi landsbyggðarinnar af þeirri einföldu ástæðu að þær frjáls- hyggjukenningar sem stöðugt verða meira áberandi innan hans hljóta að leiða til þess að fjármagn og fólk dregst til höfuðborgarsvæðisins. Það sem sameinar En hvað um það, þetta átti ekki að vera nein árás á Sjálf- stæðisflokkinn. Að því má færa gild rök að okkur farnist betur ef við lítum á stjórnmálin sem sameiginlegan vettvang okkar til að sækja fram til bættra lífskjara. Stjórn- endur reyni í sem minnstum mæli að líta á sig sem fulltrúa ólíkra afla, en leggi áherslu á það að við erum ein þjóð, sáralítil, og það sem sameini okkur sé miklu meira en það sem sundri okkur. En til þess að slík hugsun vinni á, verðum við að stuðla að sem mestum jöfnuði meðal okkar bæði hvað snertir tekjur landsins barna og aðstöðu alla. Mikill mismunur í þessum efnum kallar óhjá- kvæmilega á baráttu þeirra sem telja sig búa við skertan hlut. Hættur örtölvu og tæknibyltingar Þessi velferðarhugsun hefur reyndar mjög mótað íslenskt þjóðfélag undanfarna áratugi, en nú bendir margt til þess að við þurfum að vera vel á verði til þess að missa ekki þjóðfé- lagið út um allar koppagrundir ójíkra hagsmuna og aðstöðu. Örtölvu- og tæknibyltingin get- ur sem sé leitt til þess að þeir sem búa yfir þekkingu og fjár- magni geti auðgast á kostnað þeirra sem ekki búa yfir slíku. Vitundaiðnaðurinn (fjölmiðlar hverskonar) er kominn á það stig að þeir sem ráða þar geta beitt þeim á lævísari hátt en áður til að móta viðhorf og neysluvenjur. Hættan er sú að við missum þjóðfélagið út í tvær andstæður. Þá sem hafa vald á hinni nýju tækni og þá sem hafa það ekki. Við sjáum þegar merki þessa. Þeir sem vinna í tölvubransanum hafa ævintýralega hátt kaup miðað við aðra. Sama er að segja um þá sem vinna í auglýsinga- bransanum. Á sama hátt eru tekjur útsjónarsamra kaupa- héðna mjög miklar. Á meðan þessu fer fram eru. laun venjulegra stritara og þjónustumarina ríkis og bæja hraklega lág, Það er engum blöðum um að fletta að öll leggjum við okkar að mörkurn til samfé- lagsins og þeir ekkert síður sem eru á lægsta kaupinu. Þess vegna þurfum við ef við ætlum að tryggja friðinn að finna leið til þess að allir Islendingar búi við sambærileg lífskjör. Að öðrum kosti köllum við yfir okkur stöðug áflog, og eigum ekki annað og betra skilið. Baldur Kristjánsson. Miðvikudagur 27. mars 1985 7 ------------------------;--1—.-. 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: HaukurHaraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólalsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaóaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Kosningarívor- fráleit hugmynd ■ Þeirri hugmynd hefur skotið upp á síðustu dögum að rétt væri að efna til kosninga á vordögum. Þetta er fáránleg hugmynd sem gæti orðið íslensku þjóðarbúi dýrkeypt. Við sjáum nú hilla undir hagvöxt í fyrsta sinn í nokkur ár og jafnframt er ljóst að næstu vikur og mánuðir eru mjög viðkvæmur tími í stjórnar- farslegu tilliti. Kosningar myndu hafa í för með sér tveggja til þriggja mánaða stjórnleysistímabil sem myndi stefna í voða afgreiðslu nauðsynlegra mála. Undir slíkum kringumstæðum er efnahagsstjórn slök, eins og dæmin sanna. Við myndum missa tök á verðbólgunni og sá ávinningur sem ríkis- stjórnin hefur náð á því sviði hyrfi eins og dögg fyrir sólu. Af mörgum mikilvægum málum sem ríkis- stjórnin vinnur nú að og ekki þola neina bið má nefna aðstoð við húsbyggjendur og bændur vegna fjárhagserfiðleika svo og nýsköpun í atvinnulífi. Pá er rétt að vekja athygli á því að hafið er samráð við aðila vinnumarkaðarins um efna- hags- og kjaramál og hvernig til tekst mun ráða úrslitum um þróun efnahags- og atvinnumála næstu ár. Ýmsar kenningar gera ráð fyrir að stjórnmálin séu stöðugur átakaleikur andstæðra afla í þjóðfé- laginu. Ungir menn smitast gjarnan af slíkum kenningum og fyrir þeim verður stjórnmálastarf- ið einskonar framhald af strákaleikjum. Stöðug barátta um völd og hagsmuni. Sífellt reynt að koma höggi á andstæðinga. Slíkum sést oft yfir hvað þjóðinni í heild er fyrir bestu. Markmið þeirra verður breyting á ríkjandi valdahlutföllum og hvorki hugað að stað eða stund. Vissulega þurfum við slíkt uppgjör öðru hvoru. Það er einn af hornsteinum lýðræðisins og stjórnskipun okkar gerir ráð fyrir því á a.m.k. fjögurra ára freSti. En nú verðum við að víkja öllum slíkum hugmyndum til hliðar. Átök um breytt valda- hlutföll myndu einungis seinka þeirri sókn til bættra lífskjara sem þegar er hafin í kjölfar vaxandi þjóðartekna. Þau myndu drepa á dreif því átaki sem unnið er að á sviði nýsköpunar í atvinnumálum, gera út af við allt samráð aðila vinnumarkaðarins og breyta raunhæfri aðstoð við húsbyggjendur og bændur í innihaldslaus kosningaloforð valda- þyrstra manna. Við erum byrjuð að fikra okkur upp á við. í trylltum darraðardansi kosningabaráttu og stjórnarmyndunartilrauna myndum við aftur hrapa niður á gilbotn. Hver vill verða ábyrgur fyrir slíku?

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.