NT


NT - 26.06.1985, Síða 2

NT - 26.06.1985, Síða 2
 Miðvikudagur 26. júní 1985 Á ríkisspítölunum: Innflutningur á hjúkrunarfræðingum ■ Níu hjúkrunarfræðingar frá Norðurlöndum voru ráönir á Borgarspítalann sl. haust, þar af eru átta cnn starfandi. Fimm erlendir hjúkrunarfræðingar eru starfandi á Landspítalanum en enginn crlendur hjúkrunar- fræðingur hefur verið ráðinn enn sem komið er á Landakots- spítala. Flestir þessa hjúkrun- arfræðinga eru ráðnir til allt að eins árs. Ráðningarnar fara fram í gegnum Hjúkrunarfélag íslands og viðkomandi hjúkrunarfélög erlendis. Ríkisspítalarnir, allir nema Landakotsspítali sem „bjargast með hjúkrunarfræðinga" sam- kvæmt upplýsingum NT, greiða fargjald erlendu hjúkrunar- fræðinganna til landsins ef þeir ráða sig til hálfs árs eða meira. Fargjald fram og til baka er greitt ef ráðningin er til eins árs eða meira. Ríkisspítalarnirhafa forgöngu um að útvega erlendu hjúkrunarfæðingunum húsnæði á leigu. Vinnuálag er mikið á öllum spítölunum. Skortur er á hjúkr- unarfræðingum og launakjör þeirra eru slæm. Það er erfitt að fá starfsfólk á spítalana og upp- ■ Þau sýna í „Flotta galleríinu“, Grafíska meyjafélagið og Magnús. Samsýning í „Flotta galleríinu“ ■ Þann 27. júní næstkom- andi verður opnuð í „Flotta galleríinu“ samsýning fimm ungra myndlistarmanna sem útskrifuðust úr graíikdeild M.H.Í. nú í vor. Anna Líndal sýnir þarna dúkristur, þar sem myndefn- ið er forn og ný fjölskyldu- drömu. Guðný Björk og Magnús Þór sýna málaðar myndir. Margrét Birgis verð- ur með blandað sjónlistar- efni og Sigrún Ögm. sýnir málaðar grafískar manna- myndir, auk mynda er fjalla um samspil manns og hljóð- færis. Opnun sýningarinnar verð- ur klukkan 20.00 á fimmtu- dagskvöldið og þá munu ung skáld lesa úr verkum sínum. Sýningin stendur til I7. júlí og er galleríið opið frá- klukkan 13-18, alla daga nema mánudaga. Evrópusamtök auglýsingastofa: Áhersla á gott sam- starf við auglýsendur ■ Annand dc Mulherhe, stjórn- arformaðnr auglýsingafyrirtækis- ins Ted Bates Europe, var nýlega kjörinn formaður Evrópusamtaka auglýsingastofa á þingi þcirra í London. Innan samtakanna eru Leiðrétting ■ Misritun varð í síðasta laugardagsblaði NT, í viðtali við Reyni Pétur Ingvarsson. Það var ekki kaupmaðurinn á Hornafirði sem gaf Reyni striga- skó, heldur Kaupfélag A-Skaft- fellinga á Hornafirði, og voru skórnir af Hummel gerð. sagnir þeirra sem fyrir eru hafa aukist á Landakoti. Á Borgarspítalanum vantar hjúkrunarfræðinga í um 30 stöð- ur en stöðurnar þar eru alls 200. Af 196 stöðum sjúkraliða vantar allt að 54 sjúkraliða. Þar hefur rúm fyrir tvo sjúklinga vantað á lyfjadeildum upp á síðkastið og því hefur annar þessara sjúk- linga legið á svokölluðu undir- Ratsjárstöðin: Misskilning- ur leiðréttur ■ Dálítils misskilnings gætti í frásögn NT í gær af leigusamn- ingi milli Bolungarvíkurbæjar og utanríkisráðuneytisins fyrir land undir ratsjárstöð banda- ríska hersins. Rétt er, að fram- kvæmdir við vegarlagningu upp á Bolafjall verða hafnar í sumar, en óvíst er um framkvæmdir við sjálfa ratsjárstöðina. Ekki verð- ur byrjað á henni fyrr en vegar- lagningunni er lokið. auglýsingasambönd frá 17 Evr- ópulöndum og 20 alþjóðleg fjöl- miðlunarfyrirtæki, sem starfa í Evrópu. Þá starfa þau í nánum tcngslum við samtök auglýsenda og fclög útgefcnda í Evrópu. Á ávarpi, sem Armand de Mal- herbc flutti á þinginu, sagði hann, að Evrópusamtök auglýsingafyrir- tækja legðu áherslu á gott samstarf auglýsenda og auglýsingastofa, svo og eigin aðhald og siðareglur á sem breiðustum grundvelli, til að standust alla gagnrýni og upp- fylla þær kröfur, sem gerðar væru til auglýsinga og auglýsingastofa. Síðan sagði hann: „Þcssi liður í starfi okkar er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, m.a. vegna þess að fjölmiðlarnir, bæði þeir nýju og þeir gömlu, eru smátt og smátt að verða alþjóð- legri. “ búningsherbergi, sem er „gott herbergi þó þar sé klósett," að mati Sigurlínar Gunnarsdóttur hjúkrunarforstjóra á spítalan- um. Hinn sjúklingurinn hefur legið á gangi. Á Landspítalanum er fjórum sjúklingum „yfir“ á einni deild og tveimur „undir" á annarri. Þrír þeirra, sem vantar pláss á stofu, eru á gangi deildarinnar. Sá fjórði er í skoðunarherbergi. Á spítalanum vantar 30 hjúkr- unarfræðinga auk fólks í af- leysingar. Þeir hjúkrunarfræðingar sem útskrifast í vor hafa dregið að ráða sig á spítalana. Þeir bíða eftir að samningamál BSRB við ríkið skýrast en forráðamenn spítalanna vonast til að þeir ráði sig þangað er samningar hafa náðst. Á öllum spítölunum verður deildum lokað í sumar. Á Borg- arspítalanum verður tveimur deildum lokað hvorri um sig í fimm vikur. Á Landakotsspítala verður einni deild með 24 rúm- um lokað í tvo mánuði í sumar. Á Landspítalanum verður a.m.k. einni lyflæknisdeild lokað. Léleg veiði í Haffjarðará Haffjarðará hefur ekki verið söm við sig frekar en margar aðrar ár á Vestur- landi. Inga Óladóttir sagði í samtali við Veiðihornið í gær að laxarnir sem hefðu veiðst væru í kringum 60. Veitt er á sex stangir í ánni, og hlýtur þetta því að teljast mjög lélegt. Stærsti fiskurinn sem veiðst hefur vó 15 pund, en Inga sagði að algeng stærð væri 6-8 pund. Veðrið hefur verið gott hjá okkur sagði Inga, en líklega helst til gott fyrir veiðimennina. „Við reynum að elda góðan mat handa þeim í staðinn." Inga bætti því við að stórstreymt væri um mánaðamótin og þá býst hún við að þetta fari að ganga. Laxá á Ásum á uppleið Mikill lax er nú kominn um alla á í Laxá á Ásum. Kristján bóndi á Húnastöð- um sagði í samtali við Veiði- hornið í gær að veiði væri nú á réttri leið, og í gærmorgun hefðu fimm laxar verið teknir á einu bretti. Þá hefur lax sést allt upp undir Mánafoss, og þótti Kristjáni það vera góðs viti. Umsjón: Eggert Skulason Smálaxinn kom- inn í Þverá „Veiði er að glæðast hérna í Þverá,“ sagði Halldór Vil- hjálmsson í veiðihúsinu þeg- ar Veiðihornið hafði sam- band í gærkvöldi. Fimm lax- ar höfðu veiðst í gær, og hollið sem var þar á undan fékk 17 og var talsvert af smálaxi þar innan um. Hall- dór vissi ekki um neinn stór- fisk, fyrirutan þann 18punda sem veiddist í byrjun. Alls hafa veiðst 123 laxar frá því veiði hófst. Meðalstærðin er 9-10 pund. Halldór sagði veiði í Kjarrá ekki góða, en það myndi lagast fljótlega ef vatnsmagn myndi aukast í Nýr viðskiptasamningur við Sovétríkin Aukin sala á f reð fiski og saltsíld ■ Nýr fimm ára viðskipta- samningur milli íslands og Sov- étríkjanna var undirritaður austur í Moskvu í gær af þeim Matthíasi Á. Mathiesen við- skiptaráðherra og Nikolai S. Patolichev utanríkisviðskipta- ráðherra Sovétríkjanna. Samn- ingurinn tekur gildi í ársbyrjun 1986 og mun hann rétta enn frekar af hallann á viðskiptum okkar við Sovétmenn. Samningurinn er samhljóða núgildandi samningi og fylgja honum tveir listar yfir þær vörur, íslenskar og sovéskar sem gert er ráð fyrir að viðskipt- in nái til á samningstímabilinu. Árlegir sölusamningar verða svo gerðir á grundvelli vörulist- anna. Nýi samningurinn gerir ráð fyrir aukinni sölu á freðfiskflök- um og saltsíld. Freðfiskafla- kvótinn verður nú 20-25 þúsund tonn. í stað 12-17 þúsund tonn áður. Saltsíldarkvótinn verður einnig 20-25 þúsund tonn, en var áður 15-20 þúsund tonn. Ullarvörukvótinn hækkar úr 4- 4,9 milljónum dollar í 5-6,5 milljónir. Lagmetiskvótinn er 4-5,5 milljónir dollara, með mögulegri aukningu. Málning- arkvótinn verður óbreyttur, 1500-2000 tonn. íslendingar kaupa aðallega olíuvörur frá Sovétríkjunum og samningurinn gerir ráð fyrir svipuðum viðskiptum og verið hefur undanfarin ár. Bensín- kvótinn verður hinn sami, eða allt að 100 þúsund tonn. Gas- olíukvótinn verður 110-150 þús- und tonn í stað 100-190 þúsund tonna. Keypt verður allt að 180 þúsund tonnum af svartolíu í stað 110-180 þúsund tonna áður. Aðrir kvótar eru óbreytt- ir, þ.á m. fyrir timbur, vélar og tæki. Jafnframt undirrituninni, fóru fram árlegar viðskiptavið- ræður landanna. Af hálfu ís- iands var þar farið fram á, að utanríkisviðskiptaráðuneyti Sovétríkjanna beitti sér fyrir því, að fyrirtækið Prodintorg gerði sem fyrst viðbótarsamn- inga um kaup á lagmeti og heilfrystum fiski á þessu ári. Lofuðu Sovétmenn, að mögu- leikar á viðbótarviðskiptum yrðu athugaðir. Auk Matthíasar Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra, tóku þátt í viðræðunum þeir Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, Páll Ásgeir Tryggvason sendi- herra, Jón Ögmundur Þormóðs- son deildarstjóri og Benedikt Jónsson sendiráðsritari. For- maður sovésku viðræðunefnd- arinnar var A.N. Manzhulo aðstoðarutanríkisviðskiptaráð- herra. ■ Jónas Ingimundarson píanóleikari flytur tónleika í kirkjunni í Borgarnesi fimmtudagskvöld klukkan 21. Tónleikar í Borgarnesi ■ Tónlistarfélag Borgarfjarð- ar gengst fyrir tónleikum í kirkj- unni í Borgarnesi á morgun - fimmtudag 27. júní klukkan 21. Jónas Ingimundarson píanó- leikari kemur og flytur verk eftir B. Galuppi, J.S. Bach, L.v. Beethoven, F. Liszt og nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son. Að ósk tónlistarfélagsins mun flytjandinn kynna verkin. Jónas lék þessa sömu efnis- skrá fyrr í þessum mánuði fyrir þátttakendur á organistanám- skeiði á vegum söngmálastjórn- ar þjóðkirkjunnar. Leiðrétting ■ Friðrik Halldórsson, framkvæmdastjóri Orku- tækni hf., hafði samband við NT og árétti hann að hann væri ekki einn eig- andi fyrirtækisins, heldur einn af fimm. Ennfremur vildi hann taka fram að hagstæðu kjörin sem boð- ið er upp á núna hjá fyrir- tækinu væru á landbúnað- arvélum, ekki vinnuvél- um. Hann tók einnig fram að fyrirtækið legði mikið upp úr góðri varahluta- og viðgerðarþjónustu og að öllum dráttarvélunum sem það seldi fylgdi tveggja ára ábyrgð.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.