NT


NT - 26.06.1985, Síða 6

NT - 26.06.1985, Síða 6
Miðvikudagur 26. júní 1985 6 Hvað eiga Alþingi og menntó sameiginlegt? ■ Ólíkt hafast menn að. Sumir vinna fullan vinnudag allt árið um kring, 10 tíma á dag, fimm daga vikunnar tólf mánuði á ári að frádregnum þeim dögum sem almennt verkafólk fær í sumarfrí. Aðrir - og þá þeir sem að eigin áliti vinna hin ábyrgðar- mestu störf - vilja ljúka sínu ársverki af fyrir sauðburð og haga jifnan öðrum fríum sín- um þannig að standi á heilum vikum. Hér er að sjálfsögðu átt við háttvirt Alþingi og háttvirta alþingismenn en svo nefna þeir hver annan. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að tala illa um þingmenn, en slíkt hefur verið iðkað óspart síðustu ár og oft að ósekju. Óvönduð vinnubrögð Það fer að verða ansi erfitt að bera virðingu fyrir starfs- háttum Alþingis, þrátt fyrir að menn séu kannski fullir vilja þar til. Nú síðustu daga hefur fréttaflutningur af störfum „háttvirts“ Alþingis verið svip- aður og verið væri að lýsa síðustu mínútum landsleiks í knattspyrnu. Þingmenn hafa notað ýmis þau brögð sem iðkuð eru á leikvellinum; þeir hafa tafið leikinn með málþófi, skorað sjálfsmörk með því að fella eigin frumvörp og villt um fyrir andstæðingnum með því að leggja fram vitlaus frumvörp og að síðustu virðist mikið hafa oltið á úthaldi þing- manna. Fundir stóðu fram á nægur - svefnvana þingmenn reyndu hvað þeir gátu til að sitja hina af sér. Eins og í menntó! Þinghaldið minnir oft ansi á menntaskóla. Þingmenn sitja gjarna á kaffihúsum, það gera menntskælingar líka. í þing- húsinu er bjalla sem notuð er til að kalla á þingmenn á sal, sama er gert í menntó. Þing- menn ræða mikið landsins gagn og nauðsynjar - það gera þau í menntó líka. Þingmenn ganga með skjalatöskur og ditto í menntó. í tímum má bara einn tala í einu - sama hér. En margir grípa fram í -. oftast með fimmaurabrandara - eins á báðum stöðum. Stundum verða kennarar að hasta á bekkinn og það gerist einnig á þingi er deildarforseti lemur í borðið. Eins og í menntó er þing- mönnum sett fyrir. Eins og í menntó mæta menn oft ólesn- ir. Eins og í menntó eru nokkr- ir kúristar sem lesa alltaf heima. En eins og í menntó fer mestur tíminn í tossana. En einn stórmunur er á menntó og þingi. í menntó þurfa nemendur að mæta í próf á vorin þar sem prófað er úr námsefni alls vetrarins. En þeir á þingi eru sniðugri en svo að láta nappa sig þannig. Þeir bara breyta námsefninu og sleppa því sem þeir ekki nenna að lesa. Slíkt hefði þýtt fall í menntó. Þing til spari! Á hátíðar- og tyllidögum er mönnum gjarna tíðrætt um virðuleik Alþingis - mikilvægi þessarar löggjafarsamkundu þjóðarinnar og virðuleika og hátíðleik lýðveldis okkar. „Fram fram aldrei að víkja...“ o.s.frv. En þinghaldið hefur notið minnkandi virðingar á síðustu árum og kenna þar margir um ábyrgðarlausu hjali almenn- ings og að sjálfsögðu blaða- manna. Manna á meðal hefur verið í tísku að kalla þingið sirkus, athafnir þar sirkushald og þingmenn trúða. Óg hvað hafa þingmenn gert til að reyna að halda virðingu Alþingis á lofti? Ekki rétt mikið. Þar hentar betur að níða niður heilar starfsstéttir úr lögvernduðu ræðupúlti „háttvirts" Alþingis. Þar hent- ar mönnum betur að tala um störf annarra í umvöndunar- tóni en að reyna að sinna sínum þannig að þolanlegt megi teljast. Þingmönnum hefur farið betur að hvetja aðra til að herða sultarólina en nokkuð annað. Nú þykja menn hvað landföðurlegastir sem koma fyrir kjósendur og tilkynna að nú þurfi að draga saman seglin „og að þjóðin hafi lifað um efni fram“. Ekki orð um hver það var sem hélt um budduna meðan á þessari óráðsíu stóð. Á meðan sultartilkynning- arnar dynja á þjóðinni skipta þingflokkarnir bróðurlega milli sín sporslum og embætt- um og virðist helsta regla við úthlutun hinna æðstu embætta vera sú að menntun og þekking sé af hinu verra. Hins vegar skuli þingmanna- reynsla vera hátt metin og því hærra sem líklegra er að við- komandi þingmaður muni ekki fá kosningu að nýju. Nú nýverið hefur verið upp- mannastéttarinnar eru nógu slæm út af fyrir sig. Hitt er þó öllu einkennilegra að halda því fram að það sé merki um gáleysi og neikvætt innræti að biðja afann og ömmuna að annast barnabarn sitt kvöldstund! Þessi ummæli eru hrein og bein móðgun við alla afa og allar ömmur þessa lands, sem lang flest telja það mikinn heiður og hafa af því ómælda ánægju að taka að sér slíkt verkefni eina og eina kvöldstund. Af ummælum Jóns Oddssonar að dæma þá er slíkt hins vegar orðið merki um stórháskalegt athæfi og þá væntanlega vegna þess að afar og ömmur séu með öllu óhæf að annast barnabörn sín. Og þá væntanlega ekki aðeins nú á dögum, heldur og um allar aldir og undantekningarlaust." Þegar menn verða sér til háðungar Við þetta er því að bæta að allt annar blær var á varnar- ræðu Svölu Thorlacius og hef- ur hún örugglega gert skjól- stæðingi sínum meira gagn en nefndur Jón Oddsson. Hins vegar vekur málflutningur Sveins Snorrasonar hæstarétt- arlögmanns, en hann er verj- andi eins þriggja lögreglu- ■ Af einum af síðustu maraþonfundum þessa þings, rétt fyrir þinglok. Þingmenn neðri deildar fylgjast með umræðu efri deildar um bjórinn og þegar þar var komið sögu var komið talsvert fram yfir miðnætti. NT-raynd Ari Heimskuhjal í Hæstarétti ■ Það er óhætt að segja að ræða Jóns Oddssonar fyrir Hæstarétti þar sem flutt er hið svonefnda Skaftamál hafi vak- ið mikla undrun þeirra er á hlýddu, en málflutningur lög- mannsins var svo langt frá því að vera boðlegur í samfélagi fólks sem hugsar rökrétt að þær spurningar hljóta að vakna hvort of auðvelt sé að fá lög-* mannsréttindi hér á landi, hvað þá að öðlast málflutnings- rétt fyrir Hæstarétti. Það eru einkum ummælin um Skafta sjálfan, um blaðamannastétt- ina yfir höfuð og ummæli hans um að það sé neikvætt og gáleysislegt að láta ömmur og afa passa barn eina kvöldstund sem beinlínis eru ótrúleg. Á forsíðu Alþýðublaðsins í gær eru þessum ummælum gerð nokkur skil og er í fyrir- sögn vitnað í formann Blaða- mannafélags íslands, Ómar Valdimarsson, þar sem hann kemst svo að orði að ummæli Jóns Oddssonar séu „niður- lægjandi fyrir Hæstarétt". Þar sem Alþýðublaðið fer ekki of víða tekur undirritaður sér það bessaleyfi að birta greinina í heild sinni hér. „Niðurlægjandi fyrir Hæstarétt1' Þessi ummæli Jóns Odds- sonar lögfræðings eru út í hött og ég get ekki séð að þau séu máli hans til framdráttar. Það er í raun niðurlægjandi fyrir Hæstarétt að menn leyfi sér þar slík ummæli. Sjálfur var Jón um daginn að bera blak af lögfræðingastéttinni og ég er steinhissa á því að hann skuli leyfa sér að segja þetta í garð heillar stéttar.“ Þetta sagði Ómar Valdi- marsson, formaður Blaða- mannafélags íslands, er Al- þýðublaðið innti hann álits á málatilbúnaði Jóns Oddssonar fyrir Hæstarétti í Skaftamálinu svokallaða. Jón er verjandi eins lögregluþjónanna þriggja sem nú svara til saka fyrir meint harðræði og ofbeldi við handtöku á Skafta Jónssyni fyrrum blaðamanni á Tíman- um. Jón hélt því fram í máli sínu á föstudag að oftlega veldust til blaðamannastarfa óvandað- ir menn á borð við Skafta, menn sem með drambsemi og frekju við náungann stunduðu svokallaða rannsóknarblaða- mennsku. Að dyraverðir og afgreiðslufólk yrði oft fyrir barðinu á „þessháttar blaða- mönnum". Þess fyrir utan sak- aði hann Skafta um ábyrgðár- leysi gagnvart ungu barni sínu að fara á skemmtistað og skilja barnið eftir í umsjá afa þess og ömmu; þetta sýndi fram á inn- ræti þeirra!! Þetta rugl sitt kryddaði lög- maðurinn svo rneð því að ásaka ríkissaksóknara fyrir hlutdrægni og krafðist þess að ríkissaksóknari gerði réttinum nákvæma grein fyrir orðum sínum! „Þessi ummæli Jóns Odds- sonar eru jafn mikið út í hött og ef ég héldi því fram að allir lögfræðingar séu óheiðarlegir ribbaldar og dónar sem eru til trafala á veitingastöðum eða matvörubúðum. Ég gæti nefnt slík dæmi. Það eru auðvitað svartir sauðir alls staðar og ef mark á að vera takandi á þess- um ummælum Jóns þá verður hann að nefna ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Því er boltinn í raun enn hjá Jóni, en þetta mál verður ör- ugglega tekið fyrir á næsta stjórnarfundi Blaðamannafé- lagsins,“ sagði Ómar Valdi- marsson ennfremur. Þegar þetta var skrifað hafði Svala Thorlacius, lögfræðingur eins lögregluþjónanna ekki hafið vörn fyrir sitt leyti, enda hafði Jón ekki lokið sér af. Það má hins vegar heita forvitnilegt fyrir blaðamenn hvort Svala beiti svipuðum rökum og Jón, en það verður að teljast vafa- samt, því hún ætti að þekkja betur til blaðamanna: Er reyndar lögfræðingur Blaða- mannafélagsins! Ummæli Jóns Oddssonar dæma sig að mestu sjálf. Þau eru hreint og beint heimskuleg og bera þess merki að óvand- aðir menn eigi það til að lcnda í lögmannastéttinni. Að hrokafullir lögfræðingar eigi það til að verða sér til skammar á opinberum vettvangi. Úmmæli Jóns í garð blaða- lýst um kostnað þjóðarinnar af hinni svokölluðu álviðræðu- nefnd. Og á meðan allur þorri almennings starir vantrúaður á laun sem „ráðgjafar“ ríkis- stj órnarinnar f máli þessu hafa, virðist þingmönnum aðeins detta í hug að ásaka hver annan um að „þeirra menn“ hafi fengið meira en „okkar menn“. Engum dettur í hug að upphæðirnar sem blessaðir ráðgjafarnir fengu fyrir þessa hlutavinnu sína samsvara margföldum verkamannalaun- um, og meira að segja nokkr- um bankastjórabílastyrkjum. „Og lyngið á lögbergi..." Þingmennirnir okkar bless- aðir náðu heim fyrir slátt en misstu hins vegar af sauðburði. En þrátt fyrir að þeir hafi ómakað sig við að sitja lengur á þingi en venjulega þá skildu þeir eftir stóran bunka mála sem ekki náði að ljúka fyrir þinglok og bíða næsta þings - ef þau verða flutt þá. Öðrum málum var lokið í óðagoti og skrifa nú þingmenn lærðar greinar um galla á þeim lögum sem nýbúið er að sam- þykkja. Nei, ef virðingu fyrir Alþingi er ábótavant þá geta þingmenn sjálfum sér um kennt. Þar ríkir meðalmennskan og fáir þora að taka afstöðu til mála sem geta kostað þá einhver at- kvæði. Þar ríkir pólitísk sam- trygging gróinna flokksmask- ína sem tryggja gömlum þing- mönnum þægileg embætti í ellinni. Vinnubrögð á borð við síð- ustu daga þingsins verða ekki til að efla virðingu fyrir Alþingi þvert á móti verður virðing almennings fyrir lögum, sem vitað er að voru samþykkt af svefndrukknum þingmönnum í tímapressu þingloka, lítil. þjóna, upp sömu spurningar og málflutningur Jóns Odds- sonar. Hann líkti Skafta Jóns- syni m.a. við Hitler, Stalín og Mússólíni, taldi hann vera haldinn sömu skapbrestum og þeir. Ekki veit ég hvort nefnd- ur Sveinn talar alltaf svona gáfulega fyrir Hæstarétti, en varla hefði hann fengið mál- flutningsréttindi fyrir svona dónalegan og heimskulegan málflutning. Yfirleitt er nú þagað yfir, eða lítið rætt um þegar menn verða sér til háðungar á opin- berum vettvangi og er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hlífa mönnum þegar þannig stendur á. En slík kurteisi erekki alltaf til góðs og alls ekki þegar um er að ræða málflutning hæsta- réttarlögmanna við Hæstarétt íslands. Ef menn eru ekki gerðir ábyrgir orða sinna þar, þá hvar? Baldur Krist.jánsson

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.